Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
Firring konunnar
Sigurður Örn Brynjólfsson við vinnu í teiknistofu sinni.
Grafísk hönnun
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
„Viðfangsefni mitt er aðallega
konan," segir Anna Gunnlaugs-
dóttir, sem fram til 29. september
sýnir 27 akrýlmyndir og eitt olíu-
málverk í Gallerí Borg í Pósthús-
stræti.
Anna lauk námi úr málunardeild
MHÍ 1978 og dvaldi veturinn þar
á eftir í París við framhaldsnám.
Síðan var hún á vinnumarkaði þar
til hún innritaðist í auglýsingadeild
MHÍ árið 1981 og útskrifaðist það-
an tveim árum seinna. Frá þeim
tíma hefur hún unnið á auglýsinga-
stofu, fyrst í fullu starfi en síðustu
tvö árin í hálfu starfí.
Þessi ferill segir eiginlega heil-
margt um sýninguna, og átti því
erindi í þennan listdóm. Fram kem-
ur, að í myndum Önnu má greini-
lega kenna nokkurrar togstreitu
milli málarans og auglýsingateikn-
Anna Gunnlaugsdóttir
arans. Það er nokkuð á reiki, hver
hefur vinninginn í mörgum mynd-
anna, og í sumum virðast báðir
aðilar vilja hafa síðasta orðið. Þar
sem þetta á að vera málverkasýn-
ing, hugnast mér að sjálfsögðu
aðallega þær myndir, sem í efnis-
tökum og úrvinnslu bera málaran-
um vitni, svo sem myndimar
„Skepna" (1), „Skál“ (18) og „Ró“
(19).
Það er konan og barátta hennar,
sem er aðalstefið í myndum Önnu,
og hún leggur mikið upp úr hinu
táknræna. Andlit hennar og fígurur
eru þannig að segja sögu, beina og
óbeina sögu, úr reynsluheimi
kvenna. Hér truflar það mig, að
full stutt er tíðum í hreinar mynd-
lýsingar og jafnvel veggspjöld
(plaköt). Hér skortir nokkuð á eðlis-
læg og myndræn átök.
Ekki hef ég hið minnsta á móti
frásagnarlegri myndlist, en í þessu
tilviki finnst mér það koma greini-
lega fram, að gerandinn nær sér
helst á strik, er hann hugsar ein-
ungis um myndflötinn. Þetta
staðfesta efnistökin í mörgum
ónúmeruðum litlum frumdráttum
uppi á palli.
Við lifum að vísu á tímum mikils
áróðurs fyrir frásögulegri myndlist,
og vissulega á bókmenntaleg frá-
sögn sér djúpar rætur í þjóðarvit-
undinni. En í raun réttri er engin
tegund myndlistar annarri rétt-
hærri í heimi hér, því að það eru
sjálf efnistökin, sem máli skipta.
Og dregið saman í hnotskum er
þetta hin þokkalegasta frumraun
hjá Önnu Gunnlaugsdóttur ...
Listaskáli alþýðu við Grensásveg
býður um þessar mundir upp á all-
óvenjulega sýningu. Hér er um að
ræða verk sem Sigurður Öm
Brynjólfsson hefur unnið í
grafískri hönnun á tuttugu ára
tímabili, veggspjöld, bókakápur,
auglýsingar, umbúðir, myndskreyt-
ingar o.fl. SÖB, eins og listamaður-
inn áritar myndir sínar, er löngu
orðinn þjóðkunnur fyrir störf sín
innan grafískrar hönnunar svo og
teikningar, sem hann hefur víða
sýnt á þeim tæpa áratug sem liðinn
er frá því að hann hélt sína fyrstu
einkasýningu í Norræna húsinu. Þá
hefur hann gert teiknimynd um
Þrymskviðu og er fyrsta íslenska
teiknimyndin og ef að líkum lætur
ekki sú síðasta, sem frá honum
kemur. SÖB hefur þannig víða kom-
ið við og það er einmitt metnaður
hans að grafísk hönnun verði viður-
kennd listgrein jafngild öðrum
greinum listiðnaðar.
0g víst er, að margt í grafískri
hönnun er ekki aðeins listiðnaður'
heldur hrein myndlist, er best lætur
og hér er SÖB góður fulltrúi stéttar
sinnar.
SÖB er með liprustu teiknurum
sem við eigum hér á landi auk þess
sem hann hefur það fram yfír aðra
að vera gæddur mjög sérstæðri
kímni, sem geislar úr myndum
hans, hvað sem hann nú tekur sér
fyrir hendur. Þessi kímni er svo
fáguð þegar best lætur, að hún
nýtur sín prýðilega á ólíklegasta
vettvangi, jafnvel á bókakápum há
alvarlegs innihalds.
Þetta er einmitt það sem menn
geta nefnt æðra stig kímni og er
svo mörgum flokkum ofar þeirri
grófu lágkúru, sem mikið ber á í
þessu þjóðfélagi og helst verður
kennt við aulafyndni. í öllu falli er
kímni SÖB aldrei meiðandi, hvaða
vopnum sem hann nú annars beitir
til að ná fram öflugum áhrifum.
Skiptir þá miklu hve tæknileg und-
irstaða hans er með miklum
ágætum og þróuð og auga hans
glöggt fyrir myndrænu gildi út-
færslunnar svo og heildaráhrifanna.
Það er sem sagt alls ekki alveg
sama hvemig umbúðimar eru, frek-
ar en t.d. svipbrigði, framkoma og
raddbeiting af hálfu gamanleikar-
ans. Það er heilmikið af áhugaverð-
um og lystilega gerðum veggspjöld-
um (plakötum) á sýningunni, svo
og skoplegum myndum, sem stað-
festa allt sem hér hefur verið sagt
og eiginlega finnst varla veikur
punktur.
Umgerð sýningarinnar er snjöll,
einkum er athyglisvert hvemig
brugðið er á leik með háalvarlegan
flygil á miðju gólfi, sem undirstrik-
ar meginþema framkvæmdarinnar.
Þetta heitir að læða lús í gæru-
feldinn.
GRÆNIGEISLINN
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Græni geislinn (Le Rayon Vert).
Frakkland, 1986. Leikstjórn og
handrit: Eric Rohmer. Framleið-
andi: Les Films du Losange.
Kvikmyndataka: Sophie Maint-
ineux. Helstu hlutverk: Marie
Riviere, Rosette, Beatrice Rom-
and og Vincent Gauthier.
Það versta sem hent gat Delph-
ine (Marie Riviere) var að fara í
sumarfrí. Það var allt svo ágætlega
planað en svo hætti vinkona hennar
við að fara með henni til Grikk-
lands og þá hrundi allt.
Það má vera að vinkona hennar
hafi hætt við af því Delphine er
ekki sérlega góður ferðafélagi eins
og á stendur. Eða yfírleitt. Hún
ÍJr mynd Rohmers, Grseni geislinn.
jaðrar við að vera hryllileg leiðinda-
skjóða. Það eru a.m.k. áhrifín sem
maður fær við fyrstu kynni. Hún
hefur líka mjög ákveðnar skoðanir
um hvað henni er fyrir bestu og
hvikar aldrei frá þeim.
Þessi huggulega sumarkómedía
fransmannsins Eric Rohmers,
Græni geislinn, er ásamt öðru leit
Delphine að notalegu sumarfríi.
Hún á óskaplega erfítt með að vera
innan um fólk og þeim mun erfið-
ara af því hún er einmana og
umkomulaus og þarf alltaf að vera
að segja að hún sé í lagi og að þau
þurfi ekki að hafa áhyggjur af
henni. I hvert skipti sem henni er
boðið eitthvað, annað hvort að gera
eitthvað eða borða eitthvað, hefur
hún afsökun til að gera það ekki.
Hún borðar ekki kjöt, skelfisk eða
egg. Grænmeti er boðlegra. Um það
spinnast gríðarlegar samræður.
Hún vill ekki sigla á bát og getur
ekki einu sinni rólað af því þá svim-
ar hana. Það er kannski ekki nema
von að vinkona hennar hafí farið
með einhveijum öðrum í sumarfríið
sitt.
Græni geislinn er fímmta mynd
franska leikstjórans Eric Rohmers
í flokki mynda sem hann kallar
Comédies et Proverbes. Hún er
gerð mjög ódýrt, tekin upp á 16
millimetra sem síðan er blásin upp
í 35 millimetra. Það sparar. Rohm-
er vill gera myndir sínar eins ódýrar
og hægt er svo hann þurfí ekki að
höfða til fjöldans til að geta gert
myndir. Það er gaman að bera svo-
leiðis hugsunargang við þann sem
ríkir í Hollywood þar sem forsýn-
ingar ráða oft endanlegri gerð
mynda, þar sem menn herma eftir
hveijum öðrum ef hugmyndin er
söluvænleg og þar sem á milli 40
og 50 milljónir dollara fara í gaman-
mynd um úlfalda.
Rohmer hefur oft verið legið á
hálsi fyrir að vera ómyndrænn í
kvikmyndum sínum. Allt snýst um
samtöl og Græni geislinn er sannar-
lega lítið annað en orðræður leikar-
anna. Myndin er þannig séð ekkert
augnayndi. 16 millimetra vélinni er
yfírleitt komið fyrir í fastri stöðu
og svo labba leikaramir fram fyrir
hana og hefja sitt mál. Ef mynda-
vélin er hreyfð færist hún yfíleitt
til hliðanna svo stundum er eins og
hún sé tekin í gegnum sterkan sjón-
auka. Sárasjaldan er skipt úr
nálægð í fjarlægð. Umhverfí er
ekki mikið sýnt en umhverfishljóð
gegna miklu hlutverki.
Leikurinn er allur mjög góður en
meiripartur samtalanna er spunn-
inn á staðnum sem gefur leikurun-
um mikið svigrúm og samtölunum
frískleika og hraða. Þótt Delphine
jaðri oft við að vera leiðinieg, og
hún er sannarlega í næstum hveij-
Úr myndinni Yndislegur elskhugi.
YNDISLEGUR
ELSKHUGI
Yndislegur elskhugi (L’Amant
magnifique. Frakkland, 1986.
Leikstjóri: Aline Issermann.
Handrit: Aline Issermann og
Michel Dufresne. Framleiðandi:
G.P.F.I./AAA/Sopro Films.
Kvikmyndataka: Dominique
Lengoleur. Helstu hlutverk: Isa-
bel Otero, Hippolyte Girardot
og Robin Renuzzi.
Vivianne virðist ekki vera neitt
sérstaklega hamingjusöm í hjóna-
bandi með hrossabóndanum
Antoine og þegar nýr vinnumaður,
ungur hestasveinn, kemur á bæinn
þarf ekki nema eitt augnatillit til
að hún gefí Antoine og hrossin
hans uppá bátinn og iabbi burt
með Vincent vinnumanni. En sæl-
an stendur ekki lengi og í
myndarlok segir Vivianne skilið við
Vincent, sem heldur sína leið, en
hún stendur eftir óráðin um framtí-
ðina.
Þannig er sagan í frönsku mynd-
inni Yndislegur elskhugi (L’Amant
magnifíque) í hnotskum. Það sem
einkennir hana kannski öðru frem-
ur em bersöglislegar ástarfarslýs-
ingar skötuhjúanna Vivianne og
Vincent úti í náttúmnni en
handritið gefur aldrei vísbendingu
um annað en að ást þeirra sé 90
prósent holdleg og 10 prósent and-
íegi Það er líka frekar þokukennt
í skýringum, sem maður þarf alltaf
að vera að leita að, hvort sem þær
skipta máli eða ekki. Hvers vegna
er Vivianne óhamingjusöm með
Antoine sem er myndarlegur mað-
ur og elskulegur á alla lund? Hvers
vegna, eftir svo stutt en ástríðu-