Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 TOSHIBA örbylgjuofn * I á hreint frábæru verði og kjörum Bkrónur útb. • Við fengum sendingu af þessum skemmtilega ofni, ER 665 á aðeins 20.900 kr. - 19.900 kr stgr. og við bjóðum 6000 kr. útborgun og eftir- stöðvar á 6 mánuöum. • TOSHIBA ER 665 örbylgjuofninn er búinn hinni viðurkenndu DELTAWAVE-dreifingu og stórum snúningsdisk. • Góðar leiðbeiningar á íslensku fylgja með og þér stendur til boða matreiðslunámskeið án endurgjalds hjá hússtjórnarkennara okkar, Dröfn H. Farestveit. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði. • Ennfremur býðst þér að ganga í TOSHIBA upp- skriftaklúbbinn. • Eigum ávallt ótrúlegt úrval áhalda fyrir ör- bylgjuofninn. GRÍPTU NÚ TÆKIFÆRIÐ og gleddu fjölskylduna /V' Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, sími 16995. AÐGENGI eftir TheodórA. Jónsson „Þú ættir nú að vera heima í rúmi.“ Þessi orð sagði við mig yfír- þjónn á dönskum veitingastað fyrir mörgum árum. Við vorum fjögur saman. Öll fötluð, en ég var sá eini, sem var í hjólastól, klukkan var um tólf að kvöldi. Inn í veitingastaðinn voru þijár eða §órar tröppur og við vorum að spyija hvort ég gæti feng- ið aðstoð til þess að komast upp tröppumar og þar með inn í veit- ingastaðinn. Eg kváði við þessi orð yfírþjónsins. Bæði var að ég varð hissa og svo hitt, að danskan var nú ekki mín sterka hlið og ég hélt, að ég hefði eitthvað misskilið mann- inn. Hann endurtók setninguna. Síðan tók hann að útskýra málið. Fatlað fólk í hjólastólum voru „sjúklingar". Það átti að fara snemma að hátta. Þess utan eiga sjúklingar ekki að vera að þvælast á veitingastöðum. Veitingastaðir eru fyrir fullfrískt fólk og það kemst allra sinna ferða þótt nokkrar tröpp- ur séu. Orð hins danska yfírþjóns hafa stundum síðan komið upp í huga minn þegar ég hef komið inn á veitingastaði hérlendis. Ekki það að starfsfólkið hafí ekki verið boðið og búið til þess að aðstoða mig hafí ég þurft þess, heldur það að stundum gæti maður látið sér detta í hug, að sá sem hannaði húsnæði eða eigandinn hugsuðu eins og sá danski. Fatlaður einstaklingur er ekki sjúklingur, jafnvel þótt hann sitji í hjólastól. Hann hefur samskonar tilfínningar, þrár og langanir og þeir, sem eru ófatlaðir. Við viljum geta komist á þá staði, sem aðrir fara á, kvikmyndahús, skemmti- staði, leikhús o.fl. Hluti fatlaðs fólks er heimakær og fer lítið um, aðrir eru mikið á ferðinni. Hluti fatlaðra bragðar jafnvel áfengi, en það er dauðasynd í augum sumra ófatl- aðra, því fatlað^ fólk á ekki að drekka áfengi. í augum annarra ófatlaðra eru jafnvel kostir því sam- fara að sitja í hjólastól. Fyrir mörgum árum sagði einn þáverandi samstarfsmaður við mig (hann var dálítið við skál): „Þið sem sitjið í hjólastól eruð svo andskoti heppin, að það sér enginn hvort þið eruð full eða ekki þó að þið drelck- ið.“ Já, við í hjólastólunum erum lukkunnar pamfílar. Margir þeir sem eru ófatlaðir gera sér ekki grein fyrir því, að tvær tröppur geta verið óyfírstígan- leg hindrun fyrir mann í hjólastól, jafnvel þótt einn ófatlaður sé með í förinni a.m.k. ef sá í hjólastólnum er nær því eitthundrað kíló eins og ég er. Slíkan hæðamun sem nokkr- ar tröppur eru má auðveldlega leysa með skábraut. Þeim má víðast hvar koma fyrir og þær þurfa ekki að vera dýrar. Þó sér maður þær á ótrúlega fáum stöðum. Hóteleigendur í Reykjavík hafa komist að raun um að fatlaðir eru jafngóðir hótelgestir og aðrir. Flest hótelin eru prýðilega aðgengileg með rúmgóðum hjólastólaherbergj- um. Þeir eru líka trúlega fáir dagamir, sem aldraður ameríkani í hjólastól ekur sér ekki um and- dyri Hótels Loftleiða, horfir upp Öskjuhlíðina og hefur upplifað „be-' autiful Iceland". í fyrra kom út glæsilegur bækl- ingur frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda. Hann er m.a. með merkingum um hvaða staðir séu aðgengilegir fötluðum. Staðimir munu sjálfír hafa gefíð upp hvað þeir teldu aðgengilegt. Meðal þeirra staða, sem taldir eru aðgengilegir, eru Sjallinn á Akureyri og Skála- fell á Hótel Esju. í Sjallanum vantar lyftuna. Þar er aðeins lyftugatið. Lyftan á Hótel Esju gengur ekki upp á efstu hæðina, en þar er Skála- fell. Ég veit að á báðum stöðum em frábærir dyraverðir. Og þar sem Theodór A. Jónsson „Margir þeir sem eru ófatlaðir gera sér ekki grein fyrir því, að tvær tröppur geta verið óyfirstíganleg hindrun fyrir mann í hjólastól.“ ég á heima í Reykjavík, en ekki á Akureyri, langaði mig mikið til þess að fara á Skálafell á hveiju kvöldi í t.d. hálfan mánuð og sjá hvemig þeim, sem áttu að bjarga aðgenginu (dyraverðimir) fyrir fatlaða, yrði við fyrsta kvöldið og svo aftur fjór- tánda kvöldið. Ég gugnaði á þessari hugmynd minni. En það er nú annar handleggur myndi Svejk hafa sagt. Höfundur er formaður Sjálfa- bjargar, Landaaambanda fatiaðra, og forstöðumaður Vinnu- og dvaJ- arheimiliains i Hátúni 12. Doktorsrit- gerð varin við læknadeild DOKTORSVÖRN við læknadeild Háskóla íslands fer fram laugar- daginn 26. september. Það er Stefán Skaftason læknir sem ver doktorsritgerð sína sem fjallar um eyrnaskurðlækningar á ís- landi 1970 til 1980. Heiti ritgerð- arinnar er „Otosurgery in Iceland 1970-1980“. Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor Otto Meurman frá Ábo Universitet og dr. med. Ole Bentzen yfírlæknir frá Árósum. Prófessor Davíð Davíðsson stjómar athöfninni. Doktorsvömin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öllum er heimill aðgangur. Vorum adfánýjar sendingar * Lítið við ug skoðið lírvalið aarikkd FINLAND ctf'n -m \ 1 Hálsfestar - armbönd eyrnalokkar HÖNNUNl • G/EÐI • ÞJÓNUSTA iittala O Glös - könnur kertastjakar iittalaö marimekkó yteeUng ky Nýjar tegundir af stáli steltan of denmark Bakkar - skálar ofl. stelton □F denmark É juhavo oy /teeling ky aarikka f INLAND fyfm « w\V* Awm KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 Sími 625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.