Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og fóstursonur, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON bæjarstjóri, Hlíðarvegi 15, Bolungarvfk, lést á heimili okkar 23. september. Guörún Pálmadóttir, Pálmi Á. Guðmundsson Lene B. Vestergaard. Krlstjón Jón Guömundsson, Drffa Gústafsdóttir. Jónfna E. Guömundsdóttir, Jón B. Pólsson, Bergur I. Guðmundsson, barnabörn og Jón Elfasson. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR BJARNASON fyrrum skólastjóri Vélskólans, varð bráðkvaddur að morgni dags 24. september. Anna Bjarnason, Atli Steinarsson, Jón Páll Bjarnason, Roberta Ostroff Bjarnason. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA LIUA JÓNASDÓTTIR, Hafnargötu 78, Keflavfk, sem andaðist í Landspítalanum föstudaginn 18. september, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. september kl. 14.00. Hreinn Óskarsson, Gróa Hreinsdóttir, Siguröur Hreinsson, Óskar Jón Hreinsson, og Guörún Ásta Björnsdóttir, Guömundur Kr. Sigurðsson, Sigrún Júlfusdóttir, Jóhanna J. Helgadóttir barnabarnabörn. t Bróðir okkar og frændi, GÍSLI G. ELÍSSON, Vinaminni, Seyðlsfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 26. sept- ember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahúsiö á Seyðis- firði. Björg Elfsdóttir, Hörður G. Pétursson, Guörún Elfsdóttir, Siguröur Þ. Pétursson, Lukka Elfsdóttir, Bella Hrönn Pétursdóttir. t Móðir okkar, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, áöur Hofsvallagötu 18, Reykjavfk, sem andaðist 18. september í Skjólgarði, dvalarheimili aidraðra á Höfn í Hornafirði, veröur jarðsett frá Fossvogskapellunni 25. september kl. 15.00. Börn hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Hamraborg 26, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks langlegudeildar Borgarspítalans Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Tómas Oddson, Hafsteinn Tómasson, Valdís Tómasdóttir, Erlingur Tómasson, tengdabörn og barnabörn. t Sendum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ÁSLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR innilegar þakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akra- ness fyrir mikla alúð og umönnun. Ásdfs Þorgrímsdóttir, Sofffa M. Þorgrfmsdóttir, Guðmundur Þorgrfmsson, Heiðar Jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Þráinn Þorvaldsson, Leifur Halldórsson, Jónfna Rafnar, Bjarkey Magnúsdóttir, Eyvindur Árnason, Helga Danfelsdóttir. Héðinn Valdimars- son — Minning Fæddur 19. nóvember 1929 Dáinn 18. september 1987 Það haustar að. Veðrabrigðin verða snörp og hreggsöm. Þannig finnst manni einnig um síðustu daga. Slysfarir og nú síðast fráfall Héðins Valdimarssonar, vinnufé- laga okkar. Hann kom hress og snar að vanda til vinnu að morgni, en upp úr hádegi kennir hann las- leika, fer heim og er allur innan stundar. Menn setur hljóða við slík tíðindi, þó þetta sé að vísu það eina alveg vissa í lífí hvers og eins, þá er sem fráfall manns komi oftlega á óvart og því fremur er starfað er fram á síðasta dag. Það er þó víst að Héðinn hefur ekki gengið heill til skógar síðustu vikur, þó hann orðaði það ekki. Maðurinn var og með afbrigðum samviskusamur starfsmaður. Héðinn Valdimarsson fæddist 19. nóvember 1929 að Sjónahóli á Fá- skrúðsfirði. En þar bjuggu foreldrar hans þau Kristín Kristjánsdóttir frá Streiti og Valdimar Bjömsson frá Ásunnarstöðum í Breiðdal og þar ólst Héðinn upp og byijaði snemma að stunda sjó, sem þá var aðal- starfsvettvangur manna í sjávar- þorpum. Hann sótti námskeið í vélfræði og var síðan vélstjóri á fiskiskipum um árabil, fyrst austur á fjörðum og í Vestmannaeyjum og síðar á Höfn í Homafirði. Þangað flutti fjölskyldan 1956. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Ásthildi Þórðardóttur, og byrjuðu þau búskap á Höfn, þar sem Héðinn byggði íbúðarhús, en þau fluttu skömmu síðar eða 1961 til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Rauðarárstíg 3. Þau Ásthildur eign- uðust tvær dætur, Kristbjörgu og Valborgu. Þau skildu síðar. En áður en Héðinn giftist eignað- ist hann son með Þómnni Olafs- dóttur, Jón Hafdal skipstjóra og útgerðarmann á Höfn. Héðinn vann ýmis störf bæði til sjós og lands eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Hann vann t.d. við virkjanir við Búrfell, hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli og nú síðasta ár hjá BYKO, Byggingavöraverslun Kópavogs hf., frá því á árinu 1982. Árið 1980 gekk hann að eiga Guðrúnu Guðmundsdóttur sjúkra- liða og bjuggu þau lengst af á Grettisgötu 66, þar til nú fyrir tæp- um mánuði að þau fluttu í Álftamýri 20. Bágt er að Héðinn skyldi ekki fá notið lengur þeirra nýja fallega heimilis, sem hann lagði svo mikið kapp á að koma í stand nú í sumar. Við vinnufélagar hans hjá BYKO sjáum nú á bak góðum félaga og samstarfsmanni, sem aldrei mátti vamm sitt vita og vildi leysa hvers manns vanda. Happ er það hveiju fyrirtæki að fá svo samviskusaman og starfs- fúsan mann í sína þjónustu sem Héðinn var og ber að þakka fyrir það. En mestur er harmur eiginkonu og bama og vottum við þeim okkar dýpstu samúð um leið og við þökk- um góðum dreng samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Samstarfsfólk í BYKO Kveðjuorð: Einar Gerhardsen fv. forsætisráðheira Einar Gerhardsen er sá erlendur stjómmálamaður, sem ég hef af eigin kynnum orðið hrifnastur af. Mannkostir hans og persónuleiki vora með þeim hætti, að hann lað- aði fólk að sér og átti fáa óvildar- menn, þótt hann væri flokksleiðtogi og forsætisráðherra um langt ára- bil. Einar var sjálfmenntaður al- þýðulefðtogi í Osló, þegar síðari heimsstyijöldin skall á. Nasistar tóku hann fastan og hann sat lengi í fangabúðum í Þýskalandi. Það er haft á orði, að þessi örlög hafi ekki gert hann bitran og hefnigjaman, heldur aukið á þroska hans og búið hann undir það, sem koma átti. Eftir heimkomuna valdist hann til forastu í Verkamannaflokknum og varð forsætisráðherra, fyrst í samsteypustjóm og síðar stjóm flokksins eins. Þótt hann væri ann- álað prúðmenni, hafði hann til að bera staðfestu og jafnvel hörku, sem er óhjákvæmileg fyrir þá, sem veljast til slíkrar forastu. Kalda stríðið og myndun her- bandalaganna var ekki sá heimur, sem Einar dreymdi um í fangabúð- unum. Þótt hann hefði viljað Ieiða norsku þjóðina út fyrir þessi átök, t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU J. KJERÚLF, Akri, Reykholtsdal. Andrés Kjerúlf, Þórunn Kjerúlf, Guðmundur Kjerúlf, Ingibjörg Helgadóttir, Jónas Kjerúlf, Brynja Kjerúlf, og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar, BALDURS BJARNASONAR magisters. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Sólvangi í Hafnarfirði. Unnur Bjarnadóttir, Erla Bjarnadóttir, Auður Bjarnadóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og bálför bar hann raunhæft mat á stað- reyndir og horfðist í augu við, að sá draumur gat ekki ræst. Hann hafði forystu um, að Norðmenn mótuðu þá utanríkis- og öryggis- stefnu, sem þeir hafa fylgt. Hann vann það þrekvirki að halda norsku þjóðinni saman um þessa mikilvægu stefnu. Eftir að Einar vék fyrir yngri mönnum í ráðherrastól og flokks- formennsku, hélt hann áfram að starfa að hugðarmálum sínum. Hann ferðaðist um landið og utan þess og talaði, ávallt rödd jafnrétt- is, lýðræðis, raunsæis. Fólk hópað- ist til að hlusta á hann — meðal annars í Austurbæjarbíói í Reykjavík — og það var athyglis- vert, hve unga fólkið sýndi honum mikinn áhuga. Margar minningar sækja á um fundi og ferðalög með Einari Ger- hardsen. Ef meta á hann sem stjómmálamann, var hann persónu- gervingur hins lýðræðislega leið- toga eins og best verður á kosið. Hann var síðustu áratugina óum- deildur landsfaðir norsku þjóðarinn- ar. Sem slíkan kveðjum við hann með hlýhug og söknuði. Benedikt Gröndal ÞORKELS JÓNSSONAR Hótel Saga Sími 1 2013 bifreiðastjóra, Einarsnesi 29. Sólborg Gunnarsdóttir, Gunnar Á. Þorkelsson, Erna Grétarsdóttir, Erlendur Á. Erlendsson, Vilborg Nikulásdóttir, Ingi S. Erlendsson, Rannvelg Gísladóttir. Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.