Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 UMSAGNIR ÍSLENSKRA EINSÖNGVARA UMÁRANGUR KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR „Á svið La Scala kemst enginn óverðskuldað“ ÍSLENSKT söngfólk sem Morgunblaðið leitaði tU í gær fagn- aði samningi Kristjáns Jóhanssonar við óperuhúsið La Scala í Mílanó á Italíu. „Þetta er gleðifrétt sem setur „alheimsstimp- il“ á nafn Kristjáns. Það var að mínu mati bara tímaspursmál hvenær hann næði slíkum áfanga,“ sagði Sigurður Dementz fyrsti kennari Kristjáns sem söng sjálfur við La Scala á árun- nm 1948—51. „Stórkostlegt. Það er gaman að íslendingur skuli hafa náð svona langt,“ sagði Garðar Cortes. „La Scala er fræg- asta óperuhús í heimi. Þetta mun beina sjónum manna að íslensku söngf ólki og sýna hversu góða söngvara við eigum.“ La Scala óperuhúsið f Mílanó. Garðar Cortes Stefán íslandi Guðmundur Jónsson Þuríður Pálsdóttir Sigurður Dementz Árangur Kristjáns þykir ein- stæður í sögu íslenskrar sönglist- ar. Viðmælendur báru hann saman við söngsigra Stefáns fs- landi, Péturs Jónssonar, Þorsteins Hannessonar, Einars Kristjáns- sonar, Sigurðar Bjömssonar, Magnúsar Jónssonar og Maríu Markan sem náðu þeim áfanga að stíga á svið heimsffægra óperuhúsa. La Scala hefur engu að síður forystuhlutverk í óperu- heiminum og jafnast ekkert á við að syngja á sviði hennar að mati þeirra. Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, sendi Kristj- áni Jóhannssyni svohljóðandi skeyti í gærdag: „Ég sendi þér bestu heillaóskir í tilefni af ráðn- ingu þinni til Scala óperunnar í Mílanó. íslenska þjóðin gleðst yfir þessum frábæra frama þínum og óskar þér allra heilla." Kristjáni hefur verið boðið hlut- verk Eiríks í óperunni „Hollend- ingurinn fljúgandi" eftir Richard Wagner. Verkið er byggt á þjóð- sögunni um Hollendinginn sem selur djöflinum sál sína er skip hans hreppir óveður undan Góðra- vonahöfða. Hann losnar ekki undan álögum nema með því að vinna ástir stúlku er ná yfir gröf og dauða. Á siglingu sinni um heimsins höf kemur Hollendingurinn í norska höfn og kynnist fjöiskyldu Dalands skipstjóra. Dóttir hans Senta er trúlofuð Eiríki sem Kristján mun syngja. Þegar Senta svíkur Eirík í tryggðum og tjáir Hollendingnum ást sína fyllist hann örvæntingu. Hann óttast að Senta muni ekki vera sér trú. Þegar Hollendingur- inn siglir úr höfn varpar Senta sér í hafið og álögunum er aflétt. Þangað kemst enginn óverðskuldað „Mér fannst þessi fregn gleði- leg en varð þó hissa að Kristjáni skuli falið að syngja í óperu eftir Wagner. Hann er vanari á ítalska vellinum," sagði Guðmundur Jónsson. „La Scala er ásamt Vínaróperunni og Metropolitan frægasta óperuhús heims. Hvert þeirra er best er auðvitað smekks- atriði. Þau skipa sér öll í fremstu röð með því að leita uppi bestu stjómendur og listamenn á sínu sviði. Sjálfur hef ég orðið hrifnast- ur af sýningu í Stokkhólmsópe- runni sem hefur á að skipa samhentum hópi og góðum leikur- um. Við höfum átt marga góða söngvara gegnum tíðina. Sjálf- sagt hefðu Pétur Jónsson og Stefán íslandi geta náð mun lengra en þeir gerðu hefði stríðið ekki sett strik í reikninginn. Eins má nefna Maríu Markan sem söng við Metropolitan á sínum tíma. Til þess að komast jafn langt og Kristján hefur þarf fyrst og fremst hæfileika og góð sambönd. En þangað kemst enginn óverð- skuidað. Aðalatriðið er að standa sig,“ sagði Guðmundur. Góðir tenórar vaxa ekkiátrjánum „Ég var ákaflega glöð þegar ég las þessa frétt og klappaði Kristjáni lof í lófa. Hann er búinn að syngja mörg stór hlutverk und- anfarið, en að komast með fótinn inn fyrir dymar á La Scala er stórkostlegur áfangi," sagði Þuríður Pálsdóttir. „Kristján hef- ur allt það til að bera sem góður tenór þarf, skínandi rödd, fallegan hljóm, tóneyra og leikhæfileika. Slíkir tenórar vaxa ekki á tijánum þannig að þeir strákar sem skara frammúr eiga vissulega greiðari leið fyrir höndum." Þuríður sagði að meðal óperu- húsa hefði La Scala ávallt haldið forystuhlutverki sínu. Þótt margir líktu Metropolitan við hana væri La Scala einstök. „Kristján hefur unnið sig upp í þetta og alltaf stefnt hátt. Það kemst heldur enginn á þetta svið nema að hann sé mjög góður. Ég get ekki fundið neitt sambærilegt við þennan árangur. Mér þykir mjög vænt um að honum skuli hlotnast þessi heiður," sagði Þuríður. Heimurinn leggxir eyrun betur við Garðar Cortes sem nú er við störf í Leeds á Englandi kvaðst gleðjast yfir því að íslenskur söngvari hefði náð svo langt. „Þessu má lflq'a við árangur Pét- urs Jónssonar sem var ein skærasta söngstjama á sinni tíð og söng allar ópemr Wagners. Þetta er bara byijunin hjá Krist- jáni, hann á vonandi eftir að ná jafn langt og Pétur. Til þess að ná slíkum árangri þarf góða rödd, mikla þrautseigju og færan umboðsmann. Kristján hefur allt þetta. Að syngja í La Scala þýðir að nafn þitt verður þekkt um allan heim. Það besta við þetta er að heim- urinn getur nú heyrt hvað við eigum góða söngvara. Öllum skákheiminum er ljóst að íslenskir skákmenn skara fram úr, vonandi verður það sama upp á teningnum í tónlistinni. Ég óska Kristjáni til hamingju, við fylgjumst öll stolt með árangri hans,“ sagði Garðar. Tímaspursmál hvenær Kristján næði þangað Sigurður Dementz kvaðst frá upphafi hafa spáð Kristjáni frægð. „Hann hefur nú sýnt fram á að hann er fyrsta flokks söngv- ari og með því að syngja á La Scala fær nafn hans „alheimsst- irnpil". Þegar ég sendi Kristján til ít- alíu á sínum tíma taldi ég það bara tímaspursmál að hann næði svona langt. Nú eru ungir tenórar að feta í fótspor hans í Evrópu. Það sýnir að við eigum upprenn- andi listamenn sem lofa mjög góðu. Það hefur mikla þýðingu að heimsfrægur stjómandi eins og Riccardo Muti skuli hafa valið Kristján. Við gleðjumst og fylgj- umst með af áhuga,“ sagði Sigurður. Stórkostleg gleði fyrirþjóðina „Þetta verður stórkostleg gleði fyrir þjóðina ef vel gengur. Á fjal- imar í La Scala hefur margur frægur fóturinn stigið. Þar er ekki hlaupið að því að gera sig gildandi," sagði Stefán íslandi. „La Scala er tvímælalaust fræg- asta óperuhús heimsins og þótt ég hafi ekki komið þangað í fjöl- mörg ár sé ég enga ástæðu til þess að því hafi hrakað. Það hef- ur jafnan þótt aðalsmerki hvers söngvara að komast í þetta hús.“ Yfirlit Seðlabanka um um erlendar lántökur á árinu: Einkaaðilar tóku 75% af lán- um umfram lánsfjáráætlun YFIRLITI yfir þróun erlendra lántaka á þessu ári var dreift á fréttamannafundi i gær, bæði frá Seðlabanka íslands og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Kemur þar fram að lántökur á árinu hafa farið tæpum 2 milljörðum króna fram úr lánsfjáráætlun, auk þess sem gert er ráð fyrir 2 milþ'örð- um í viðbót gegnum fjármögnun- arleigur. Einnig hafa afborganir lána lækkað um tæpar 750 milþ'- ónir frá lánsfjáráætlun þannig að alls er hreint innstreymi er- lendra langra lána 4,45. Sam- kvæmt þessu yfirliti teljast um 75%, eða rúmir 3 milljarðar króna, af þeim lánum sem fara fram úr lánsfjáraætlun vera til einkaaðila. Eftirfarandi yfirlit frá Seðla- bankanum sýnir erlendar lántökur 1986 í samanburði við lánsQáráætl- un 1987 og innkomin lán á fyrstu 8 mánuðum ársins, ásamt nýrri spá um lántökur á árinu 1987. Einnig eru sýndar afborganir langra lána og hreyfíngar á erlendum lánum fjármögnunarleigu. Niðurstaðan er hreint innstreymi erlends lánsflár á viðkomandi tímabilum: í skýringum með töflunni segir að innifalin í lánum ríkissjóðs eru 195 milljóna króna skipalán sem upphaflega var gert ráð fyrir beint Tafla 1 í millj. kr. 1986 Áætlun Jan. 1987 . — ágúst Nýspá Opinberir aðilar 5.816 2.550 3.489 3.640 Lánasjóðir 2.111 1.565 1.093 42.460 Einkaaðilar 4.109 4.100 2.890 4.100 Langtíma lántökur 12.036 8.215 7.472 10.200 fj ármögnunarleigur 738 8.215 1.450 2.000 Lántökur, alls 12.774 8.922 12.200 Afborganir -5.937 -6.300 -3.537 -5.750 Nettó lánahreyfingar 6.837 1.915 5.285 6.450 til atvinnufyrirtækja. Að auki gætu allt að 600 milljónir til raðsmíða- skipa farið um hendur ríkissjóðs en þar verður einkum um skuidbreyt- ingu skammtímalána að ræða og eru þessi lán ekki innifalin í nýrri spá. Slík skuldbreyting hitaveitu- lána nemur 373 milljónum. Af 109o milljóna lántölum opinberra aðila umfram áætlun eru þannig 568 milljónir vegna einkaðila eða skuld- breyting, en 522 milljónir teljast umfram áætlun. I skýringunum stendur einnig að lánasjóðir hafi ekki fengið heimild til aukalegrar lántöku til að fylla skarð áætlaðrar innlendrar fjár- mögnunar. Þess i stað hafí þeir tekið við lánsheimildum einkaaðila og útvegað lánin með sama hætti og bankar. Umframlánataka sjóð- anna, 895 milljónir, og ofangreind skipalán, alls 1090 milljóna aukn- ing, telst því öll vegna einkaðaila í hefðbundnum skilningi. í skýringunum segir einnig að flármögnunarleigan muni að Iang- mestum hluta vera vegna einkaað- ila. Sé öllu því fé bætt við einkaaðilana verður lántaka þeirra umfram spá 3.090 milljónir króna eða 75%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.