Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
Nokkur orð um
jafnréttismál
eftir Hrafn
Sæmundsson
Ég held því fram að jafnréttis-
umræðan sé eins og skemmd
grammófónplata. Þetta eru auðvit-
að stór orð og engir mannasiðir
að reyna ekki að rökstyðja þessa
fullyrðingu.
Það er þá fyrst til að taka að
spyrja þeirrar spumingar eða
þeirra spuminga sem snúa að því
hvort jafnréttisbaráttan hefur
raunverulega skilað einhveijum
árangri og þá hveijum. Að spyija
til að mynda í hreinskilni eftirfar-
andi spuminga: Hefur jafnréttis-
baráttan gengið sér til húðar?
Hefur frelsi konunnar snúist í
þrældómsok? Hefur þátttaka
kvenna á vinnumarkaði staðfest
ríkjandi ófrelsi konunnar? Er eðli-
legt uppeldi barna sett að veði fyrir
ímynduð mannréttindi? Verður að
stokka jafnréttisbaráttuna upp frá
gmnni? Þorum við að ræða þessi
mál af raunsæi? Er kominn tími
til þess?
Þetta em e.t.v. of margar spum-
ingar. En er jafnréttisfólk tilbúið
að svara þeim? Getur það yfirleitt
svarað þeim? Á tímum endalausra
kannana á öllum sviðum er ekki
mikið um að kannað sé jafnrétti
karla og kvenna í reynd. Helst em
það launamálin og talning í stöð-
um. Félagslegar kannanir em ekki
mikið fyrir hendi. Og kannanir á
því hvemig jafnréttisbaráttan leik-
ur aðra, eins og til að mynda
bömin, hjónaböndin og fjölskyld-
ulífið em ekki fyrir hendi. Ég ætla
að koma að þættinum um bömin
síðar.
Ég vil nú nefna nokkur dæmi
almennt og koma með nokkrar
vangaveltur um þá útkomu sem
jafnréttisbaráttan hefur skilað.
Hér er að vísu um nokkra alhæf-
ingu að ræða en ég set þetta fram
sem hugsanlegan umræðugmn-
dvöll fyrir þá sem ef til vill lesa
þetta. Mér hefur stundum fundist
hlutskipti kvenna í jafnréttisbarát-
tunni minna á hlutskipti nýlendn-
anna. Nýlendur þriðja heimsins
fengu frelsi eftir mikla baráttu og
langa. Þegar upp var staðið hafði
raunvemlega lítið gerst. Margt
virðist líkt með kvenréttindabarát-
tunni og þróun nýlendnanna. Frelsi
konunnar hefur raunvemlega ekki
aukist mikið þegar á heildina er
litið. Fyrir hvert skref af frelsi
hefur konan orðið að greiða af
innstæðu úr orkuforða sínum.
Aukaorkuforða sínum. Hafi konan
í íslensku þjóðfélagi nokkumtíma
verið þræll, þá er hún það núna.
Konan hefur fengið frelsi í orði en
ekki á borði.
Launamismunur milli kvenna
innbyrðis er líka gífurlegur og ekki
minni en milli karla og kvenna,
þrátt fyrir lög og reglugerðir um
jafnrétti og sama kaup. Þama
kemur til annað og meira en bein
viðmiðun innan starfsgreinanna.
Það er auðvitað staðreynd að mun-
ur á kaupi karla og kvenna í iðnaði
eða verslun og í öðmm greinum
er sannanlega mikill. Þar kemur
til karlrembusjónarmiðið og sú til-
hneiging að karlar em yfirleitt í
hærra launuðum störfum eða yfir-
borgaðir meira og virkari í launa-
skriðinu. Á þennan þátt er auðvitað
einblínt og er það vel svo langt sem
það nær. En þó stöðugt sé talað
um þennan þátt kjaramálanna er
vandséð að mikill árangur hafi
orðjð í þessari baráttu.
Á hitt er svo lítið minnst að
launamunur milli kvenna innbyrðis
er líka gífurlegur og mismunandi
aðstaða að öllu leyti. Ég ætla að
nefna dæmi um ijórar konur. Tek
dæmi um fjórar konur sem allar
em á sama aldri og hafa líkar innri
aðstæður. Ég tek dæmi um verka-
konu í Sókn, um starfandi lögfræð-
ing, um verkakonu í Iðju, og um
háskólamenntaðan framhalds-
skólakennara. Lögfræðingurinn og
Sóknarkonan era einstæðar mæð-
ur en hinar em lukkulega giftar
með jafnmörg börn. Það mun látað
nærri að launamunur milli þessara
kvenna sé helmingsmunur þegar
upp er staðið. Menntuðu konumar
geta einnig frekar valið vel launuð
aukastörf sem em sniðin að þörf-
um þeirra og tíma. Sóknarkonan
og Iðjukonan verða að vinna miklu
meira en sína dagvinnu eða leita
annars til félagsmálastofnana —
þær „fyrirvinnulausu" a.m.k.
Menntuðu konumar geta hinsveg-
ar frekar lifað af dagvinnu sinni
þó að það sé ekkert sældarlíf.
Milli þessara kvennastétta sem
hér hefur verið drepið á, er sem
sagt um það bil helmingsmunur á
kaupi þegar upp er staðið. Og svar-
ið í þessari umræðu er það að hér
sé nú ekki mikið um kvenréttinda-
mál að ræða, það eigi að umbuna
fyrir menntun og kvenréttindabar-
áttan sé einmitt fólgin í því að sem
flestar konur hasli sé völl á hefð-
bundnum vettvangi karlmann-
anna. Og árangurinn af þessari
kvenréttindabaráttu er sá að við
eigum kvenforseta, kvenhæsta-
réttardómara, allnokkra kvenem-
bættismenn í kerfinu og svo
framvegis. En meginþorri kvenna
kemst samt sem áður ekkert
áfram.
Þær konur sem dæmi em tekin
af hér á undan em með um það
bil helmingsmun í Iaunum. Allar
þurfa þessar konur jafnmikið til
framfærslu sér og sinna. Hér er
sem sagt helmingsmunur á launum
kvenna innbyrðis í okkar „stétt-
lausa" þjóðfélagi. Það er kannski
vogandi að spyija hvort þetta sé
árangur jafnréttisbaráttunnar og
kvennaáratugarins. Um þetta at-
riði er aldrei rætt þegar hin
skemmda jafnréttisgrammófón-
plata er sífellt spiluð. Og þó að
hér hafi verið tekið dæmi um sér-
stakar stéttir kvenna og launamis-
mun þeirra á milli er slikur
launamunur algengur á mörgum
öðmm sviðum vinnumarkaðarins.
Laun kvenna innbyrðis em oft
þannig að munar helmingi og eins
og áður segir eiga menntaðar kon-
ur einnig betri möguleika að auka
tekjur sínar heldur en ófaglærðar
konur. Um stöðu heimavinnandi
húsmæðra — §árhagslega og fé-
lagslega stöðu þeirra — verður
ekki talað hér. Það væri efni í
aðra grein.
Ég ætla þó fyrir alla muni að
taka það fram að jafnrétti til náms
og skólagöngu kvenna tel ég bæði
kvenréttindamál og mannréttinda-
mál númer eitt. Jafnréttisbaráttan
getur hinsvegar aldrei snúist um
þann þátt eingöngu. Þama blasa
staðreyndimar við í ömurlegri
nekt. Meginþorri kvenna — sérs-
taklega konur á miðjum aldri eða
konur sem strandað hafa í skóla-
kerfínu, hafa orðið úti í kvenrétt-
indabaráttunni. Þessar konur hafa
raunvemlega sáralitla möguleika
til að framfleyta sér á eðlilegan
hátt við núverandi aðstæður.
Þetta stafar að mínu viti af því
meðal annars að kvenréttindabar-
áttan hefur verið að stómm hluta
rekin af konum sem sjálfar hafa
komist í gegn. Þetta tel ég raunar
fullkomlega eðlilegt og kvenrétt-
indabaráttan og verkalýðsbaráttan
hefur raunar verið oftar en hitt
rekin af menntuðum einstaklingum
í fomstuhlutverki að stómm hluta
— bæði faglega baráttan og hin
pólitíska. En þeir aðilar sem rekið
hafa jafnréttisbaráttuna hér á
Vesturlöndum nú á seinni tímum,
hafa skilið baráttuna fyrst og
fremst gegnum eigin reynslu og
hafa ekki haft yfirsýn yfir stöð-
una. Þessi barátta hefur verið mjög
rígskorðuð og haft þröngan sjón-
deildarhring. Þetta er raunar
harmleikur kvenréttindabarát-
tunnar á Vesturlöndum síðustu
áratugina.
Hér áðan var tekið dæmi um
kjör kvenna eftir því hvort þær em
skólagengnar eða ekki. Auðvitað
má segja að það sé sjálfsskap-
arvíti hjá Iðju- og Sóknarkonum
að hafa ekki farið í gegnum skóla-
kerfið. Til þess liggja þó margar
ástæður. Jafnréttisleysið nær
nefnilega ekki aðeins til launa.
Þama kem ég áreiðanlega að við-
kvæmum punkti. Ég ætla að halda
áfram að fylgja eftir konunum
okkar. Einstæðu mæðumar, lög-
fræðingurinn og Sóknarkonan,
fara með bömin sín út í morgun-
myrkrið til dagmömmu og þar
hafa þær sama rétt. Sóknarkonan
verður hinsvegar, hvort sem hún
vill það eða ekki, að vinna lengri
Hrafn Sæmundsson
„Hefur jafnréttisbar-
áttan gengið sér til
húðar? Hefur frelsi
konunnar snúist í þræl-
dómsok? Hefur þátt-
taka kvenna á
vinnumarkaði staðfest
ríkjandi ófrelsi konunn-
ar? Er eðlilegt uppeldi
barna sett að veði fyrir
ímynduð mannréttindi?
Verður að stokka jafn-
réttisbaráttuna upp frá
grunni? Þorum við að
ræða þessi mál af raun-
sæi? Er kominn tími til
þess?“
vinnudag en dagvinnuna eina sam-
an. Öðmvísi getur hún ekki lifað.
Fræðilega séð getur lögfræðingur-
inn hins vegar lifað af sínum
launum þó ekki sé það neitt sæld-
arlíf. En þessar einstæðu mæður
koma sem sagt einhvem tíma heim
úr vinnunni og þá tekur barnaupp-
eldið við. Bömin þeirra hafa verið
hjá ókunnugum allan daginn. Eftir
vinnudag þeirra er það spumingin
hvor þessara kvenna er betur í
stakk búin að takast á við uppeld-
ið. Annars vegar er örþreytt
verkakona sem hefur enga skóla-
göngu hlotið og undir hælinn lagt
hvort hún hefur orku eða tíma til
að setja upp markvisst uppeldis-
prógram eftir þá lífsbaráttu sem
stendur í raun um líf og dauða eða
réttara sagt um að halda þeirri
reisn að geta einhvern veginn sjálf-
ur framfleytt sér og sínum.
Lögfræðingurinn kemur auðvitað
líka þreyttur heim en hann hefur
verið í skóla um aldarfjórðung og
fengið þá lífsreynslu sem slíkri
skólagöngu fylgir og hann er að
öllu jöfnu betur í stakk búinn að
vinna markvisst að uppeldi bama
sinna og leiða þau áfram með inn-
rætingu til langskólanáms. Þannig
er hægt á óbeinan hátt að stuðla
að áframhaldandi stéttaskiptingu.
Ég veit að þetta stuðar marga og
þetta útbíar kannski þá frelsis-
mynd sem troðið er í fólk og þá
stéttleysisgloríu sem er blekking
ein í þjóðfélaginu. Lesendur verða
kannski meira og minna vondir við
að heyra þessar staðreyndir en ég
bið fólk að líta í eigin barm og í
umhverfí sitt áður en það dæmir
þetta.
Það sem hér kemur í framhaldi
fellur líklega í enn verri jarðveg.
Ég ætla að leyfa mér að enda
umræðuna um afdrif bama í öllu
jafnréttinu og held raunar að hægt
væri að rökstyðja það að bömin
fara einna verst út úr þeim ein-
hliða „mannréttindum" sem hafa
orðið aðalárangur jafnréttisbarát-
tunnar á seinni ámm.
Konan — móðirin — verður að
fara heim. Því fyrr sem þjóðfélag-
ið skilur og viðurkennir þessa
staðreynd, því betra. Þetta gerist
ekki nema að gmndvallarbreyting
verði gerð. Mótstaða verður að
sjálfsögðu mikil. Margir munu
segja að hér sé verið að snúa hjól-
inu við. Áður en þetta gerist munu
verða stórslys. Svartar skýrslur
munu birtast um afdrif bama.
Félagslegar og uppeldislegar af-
leiðingar núverandi umönnunar
bama.
Mótstaðan verður aðallega, eins
og áður er sagt, hjá þeim konum
sem em sjálfskipaðar í fomstu
jafnréttisbaráttunnar. Þessi for-
usta hefur aldrei skilið eðli barát-
tunnar niður í kjölinn. Reynslu-
heimur þessarar Jafnréttisfor-
ustu“ er byggður á því að geta
bjargað sjálfum sér. Böm þessarar
fomstusveitar sleppa yfírleitt betur
vegna menntunar og markvissra
vinnubragða foreldranna í uppeld-
inu. Meginþorri kvenna hefur ekki
þessa aðstöðu. Meginþorri foreldra
berst fyrir lífinu og verður að fóma
gildi þess og uppeldi bamanna í
þessari baráttu. Þegar upp er stað-
ið snýst þessi jafnréttisbarátta ekki
um hugmyndafræði eða jafnrétti,
heldur um blákaldan og nöturlegan
vemleika grámyglulegs daglegs
lífs.
Við eigum mikið af lögum og
reglugerðum um jafnrétti. En jafn-
rétti í reynd fæst ekki gegnum
lagasetningu eingöngu. Jafnréttið
getur jafnvel snúist í andhverfu
sína og aukið óréttlætið eins og
reynt hefur verið að rökstyðja í
þessari grein. Það þarf meðal ann-
ars að losa jafnréttisumræðuna úr
þeirri einhliða uppsetningu að jafn-
rétti sé aðeins barátta milli karla
og kvenna. Jafnrétti er miklu
víðtækara. En auðvitað er jafnrétti
kynjanna mikill þáttur í þessari
baráttu og á að vega þungt í um-
ræðunni. En þessi þáttur er ekki
rekinn af raunsæi. Þá fyrst þegar
karlmaðurinn hefur beinan hag að
því að standa jafnfætis konunni —
hefur ytri skilyrði til að geta verið
virkur samstarfsmaður — þegar
þetta gerist næst jafnrétti í reynd.
Þó að þetta sé vemleiki sem sum-
um finnst erfitt að kyngja þá er
þetta staðreynd málsins.
Eitt af því sem verður að breyt-
ast til þess að þetta jafnrétti geti
orðið að vemleika er breyttur
vinnutími kvenna með ung böm.
Hlutavinna fyrir þær eða þann
aðila sem vill leggja meira í uppeld-
ið, er einn möguleikinn. Með því
jafnast leikurinn á heimilinu og
annar aðilinn getur þá sinnt upp-
eldi og heimilishaldi í hluta af
venjulegum vinnutíma og þá geta
báðir aðilar unnið saman eftir
venjulegan vinnutíma beggja og
haft þá möguleika á að vinna sam-
an að sameiginlegum verkefnum á
heimilinu á meiri jafnréttisgmnd-
velli. Þessi hugmynd og aðrar í
svipuðum dúr kalla auðvitað á
gmndvallarbreytingu á skipulagi
vinnumarkaðarins.
Ég álít að þó að hér sé talað
um báða aðila í sambandi við upp-
eldi, eða þá kostur nefndur sem
valkostur, sé það raunsæi að upp-
eldi ungra barnna lendi öllu meira
á konunni. í okkar kynslóð og
þeirri næstu væntanlega, er annað
óraunhæfar skýjaborgir. Aldagam-
alt mannlegt eðli og uppeldi
kynjanna skilar ekki nýjum karl-
mönnum nema í mjög litlum mæli.
Breytingar á ytri aðstæðum og
breytt þjóðfélagsgerð gætu þó
skapað nýjan karlmann en það er
önnur saga og hér er verið að tala
um þann vemleika sem við lifum
í hér og nú og brennur óhugnan-
lega mikið á þjóðfélaginu í dag.
Það em ýmis merki þess að þjóð-
félagið sé að sporðreisast. Sú
spenna í efnahagslífí og í lífsstíl
fólks, sem sífellt er aukið á, leikur
fólk sífellt verra. Og það er aug-
ljóst að þessi spenna heldur áfram
í vissri sjálfvirkni. Þeir sem fyrst
troðast undir em bömin, viss hluti
kvenna, fjölskyldan og hjónabönd-
in. Upplýsingar um þetta allt em
fyrir hendi og væri hægt að kanna
stöðu málsins í heild. Það er ekki
gert kerfisbundið og raddir þess
fagfólks, sem vinnur með afleið-
ingamar, dmkkna í stjómlausu
neyslukapphlaupinu. Jafnréttisum-
ræðan tekur ekki mið af þessum
þjóðfélagslegu staðreyndum. Þessi
umræða þarf að breytast.
Höfundur er atvinnumálafulltrúi
íKópavogi.