Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 27 Reuter Fangarnir sautján, sem látnir voru lausir i Nicaragua, á leið i ut- anríkisráðuneytið sem sá um að koma þeim til sendiráða heimalanda sinna. Nicaragua: Kontra-skæruliðar hafna tillögum um vopnahlésviðræður 17 fangar látnir lausir San Salvador, Reuter. KONTRA-skæruliðar í Nic- aragua, sem i fyrradag fengu stuðning fulltrúaráðs Banda- ríkjaþings, höfnuðu tilboði Daniels Ortega um friðarviðræð- ur. Uppreisnarmenn i E1 Salvad- or sögðust hins vegar vera reiðubúnir til viðræðna. Bermudez. Skæruliðar í E1 Salvador hafa fallist á viðræður við yfirvöld um vopnahlé. Á miðvikudag voru 17 fangar frá löndum Mið-Ameríku látnir lausir úr fangelsi í Nicaragua. Er þetta enn ein aðgerð í anda friðarsam- komulags sem undirritað var í Guatemala 7. ágúst sl. milli fímm þjóða í Mið-Ameríku. Enrique Bermudez, leiðtogi Kontra-skæruliðanna, sagði í gær að þótt Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, semdi um frið ásamt fjórum öðrum leiðtogum í Mið-Ameríku myndu skæruliðar ekki leggja niður vopn. „Hann vill semja um vopna- hlé núna til að gera okkur óvirka svo hann megi halda völdum," sagði Phyllis Oakley, talsmaður Banda- ríkjastjórnar, sagði að taka beri þessum aðgerðum i Nicaragua með fyrirvara og segir að þó eitt dag- blað komi út á ný sé ekki þar með sagt að ritfrelsi hafi verið komið á. Tilraunir Ortegas til að semja um vopnahlé við Kontra-skæruliða kallar Oakley sýndaraðgerðir. Kreppa í samskipt- um Dana og NATO? Deilt um komu tveggja bandarískra herskipa til Kaupmannahaf nar Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. KOMIÐ getur til kreppuástands milli Danmerkur og NATO vegna komu tveggja bandarískra tund- urspilla til Kaupmannahafnar um næstu helgi. Meirihluti er fyrir því í Þjóðþinginu, á móti ríkisstjórninni, að krafa verði sett fram um, að Bandaríkja- menn ábyrgist, að engin kjam- orkuvopn séu um borð í skipunum. Danski utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann Jensen, sem nú heyrir til minnihlutanum á danska þinginu, sagði í gær í viðtali við dagblaðið Det Fri Aktuelt, að það væri fáheyrð vantraustsyfírlýsing gagnvart bandalagsríki Danmerkur að krefjast þess, að Bandaríkin ábyrgist, að engin kjarnorkuvopn séu um borð í herskipunum. Bandaríkjamenn hafa haft það fyrir meginreglu að gefa ekki yfir- lýsingar um þetta efni, þegar skip þeirra hafa komið til annarra landa eða tekið þátt í flotaæfingum. Ut- anríkisráðherrann segir, að Banda- ríkjamenn viti, að það sé ófrávíkjan- leg stefna Dana, að kjamorkuvopn komi ekki á danska grund. “Það er engin ástæða til að ætla, að Bandaríkjamenn virði ekki þessa stefnu," segir hann. Mál þetta upphófst í borgarstjóm Kaupmannahafnar. Hópur borgar- fulltrúa vinstriflokkanna fékk stuðning við tillögu þess efnis, að borgin sendi ríkisstjóminni yfírlýs- ingu um, að skipin væru óvelkomin, nema Bandaríkjamenn gæfu út yfirlýsingu um, að þau hefðu ekki lcjamorkuvopn um borð. Þingmenn úr Jafnaðarmannaflokknum tóku erindið upp í Þjóðþinginu, þar sem meirihluti er jaftian auðfenginn fyr- ir því að amast við komu herskipa, ef ekki er trygging fyrir kjamorku- vopnaleysi þeirra. Hirohito braggast Tókló, Reuter. HIROHITO Japanskelsari er á batavegi eftir uppskurð sem var gerður á honum á þriðjudag. Hann fylgdist með eftirlætissjón- varpsefni sínu, sem er japönsk glíma í gær og var þá hinn bragg- legasti. Læknar hans segja, að i uppskurðinum hafi verið tekið þarmasýni og sett í krabbameins- rannsókn. Fyrir utan keisarahöllina var ijöldi manns, sem beið eftir að kom- ast inn og fá að skrifa nöfn sín í sérstaka bók, þar sem keisaranum er óskað bata. Krónprins landsins Akihito hefur sem kunnugt er tekið við störfum af föður sínum um sinn. Landvarnir Noregs: Vestur-þýskar sveitir ekki sendar til landsins - áóvissu-og átakatímum Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgainblaðsins. ENN hefur ekki verið ákveðið hvernig fyllt verður skarð kanadískra hersveita, sem ætl- að hafði verið að annast landvarnir Noregs á óvissu- og átakatímum. Orðrómur hafði verið á kreiki um að vestur- þýskar sveitir yrðu kaUaðar til starfans. Johan Jörgen Holst, vamar- málaráðherra Noregs, sagði í viðtali við norska dagblaðið Verd- ens Gang í gær að unnið væri að lausn málsins. „Ég get sagt það eitt að við leitum eftir staðgengl- um kanadísku sveitanna sem ætlað hafði verið að annast vamir Noregs," sagði Holst. Kvaðst hann telja líklegt að komið yrði á fót fjölþjóða herdeild í þessu skyni. Kanadastjóm hafði skuldbundið sig að senda hersveitir til Noregs ef óvissuástand skapaðist en til- kynnti síðan fyrir skömmu að fallið hefði verið frá þessari skuld- bindingu. 5.000 manna sveit varaliðs Kanada hafði verið þjálf- uð í bardögum við mjög erfíð skilyrði í þessu skyni. Norðmenn mótmæltu þessari ákvörðun Kanadamanna kröftuglega. Að sögn Verdens Gang hefur ekkert aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins boðist til að gangast undir þessa skuldbindingu. f frétt blaðsins sagði að norsk stjómvöld hefðu snúið sér til yfírvalda á Spáni og óskað eftir að þau sendu sveitir til Noregs ef nauðsyn krefði. Blaðið sagði ennfremur að „sárin frá ámm síðari heimsstyij- aldarinnar" væm ekki gróin og því hefðu norsk stjómvöld lagst gegn því að hersveitir frá Vestur- Þýskalandi fengju þetta hlutverk. Deilur blossuðu upp í Noregi á ámm áður um það hvort vestur- þýskar hersveitir ættu að fá heimild til að taka þátt í æfíngum herafla Atlantshafsbandalagsins í Noregi. Var ákveðið að þátttaka Vestur-Þjóðveija einskorðaðist við æfíngar sjúkraliða. KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR VETTVANGUR SKEMMTANAHALDS A SUÐURLANDI SKOLADAGUR laugardaginn 26. sept. Id. 19 GENGDARLAUST FJÖR ALLAN TÍMANN DAGSKRA Skólohljómsveit Hveragerðis leikur við innganginn. Nemendafélag Fjölbrautaskólans ó Selfossi tekur ó móti gestum og opnar hótídina. BJARTMAR GUÐLAUGSSON SYKURMOLARNIR JÓN PÁLL OG HJALTI URSUS BUBBI MORTHENS GILDRAN GREIFARNIR SÚMO-glíma Jón Páll og Hjalti Úrsus gefa gestum færi á að spreyta sig. rau‘"'» 7 ^SS-**"-**-’*' áSSNísy* i<ofí°n^Tslðs'°ð,n loíyt rit°90nLn imeinuð lærum við — sundruð föllum við. lamanrlnlálnfi EinllivnMlnc H ; o H )fí H /o > 9 */. !,r°n&göf H,* 90lu V '°H, Bókarinn 2 60 54 & 62 35 05 Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi BYLGJAN fylgist með undirbúningi Verið því stillt - á FM 98,9^ ,y«y Rútur og bílar Súðavogi 7 S: 688868 RBPtfgMHUl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.