Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 Núertækifæri til að fá þjálfun í ræðumennsku og félags- störfum. Kynningarfundur á Holiday-lnn, laugardaginn 26. september kl. 15.00. Allirvelkomnir. Málfreyjudeildin Kvistur. Innilegar kveÖjur og þakkir til fjölskyldu minnar, vina og frœndliÖs, sem glöddu mig meÖ gjöfum, símskeytum, símtölum og ekki sist meÖ því aÖ líta inn á afmœlisdaginn minn 16. september sl. Lifiö heil. Guðrún S. Guðmundsdóttir, Holtagerði 12, Kópavogi. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, heillaóskum og símtölum á 80 ára afmcelinu 11. septembersl. LifiÖ heil. Sigurveig Vigfúsdóttir, Freyjugötu 38, Reykjavík. Hjartans þakkir og kveÖjur til vina minna, sem komu til mín, sendu mér kveÖjur, blóm og gjafir á sjötugsafmœlisdaginn minn 15. sept- ember. Ágúst Nathanelsson. r r r VILTU EIGNAST OEOFSHUS A SPANI? Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eignast ykkar eigið orlofshús, sem staðsett er í afmörkuðu lúxuxhverfí LAS MIMOSAS (TORREVIEJA). PARHÚS m/lóö, frá ÍSL.KR. 1.200.000.- RAÐHÚS m/lóð, frá ÍSL.KR. 1.500.000.- EINBÝLISHÚS, frá ÍSL.KR. 2.200.000.- Við bjóðum upp á hagstæða greiðsluskilmála. G.ÓSKARSS0N&C0. / . A Og við 4ML. LAS MIMOSAS eröll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, staðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaug, tennis- og „squass“vellir, gufuböð, mini- golf, aqualand, 18 holu golf- völlur, félagsmiðstöð, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur, reiðklúbburo.m.m.fl. Þið eruö velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18 (5. hæð) laugardag og sunnudag frá 11.00 til 19.00. Laugavegi 18,101 Reykjavík. Sími 91-15945/17045. Þorkell við íbúðarhúsið, Akurtröð í Eyrarsveit. Margt undarlegt í landbúnaðarstefnunni Spjallað við Þorkel Gunnarsson á Akurtröðum í Eyrarsveit Stykkishólmi. Á AKURTRÖÐUM i Eyrar- sveit á Snæfellsnesi búa þau hjónin Marta Böðvarsdóttir og Þorkell Gunnarsson. Þau hafa á sinni búskapartið gert mikið bæði fyrir jörðina og húsin, og komið sér þar upp góðri aðstöðu. Fréttaritari Morgun- blaðsins átti leið um sveitina nú fyrir skömmu og leit þá við og rabbaði svolitla stund við Þorkel. Það er vissulega margt sem á daga hans hefir drifið og þótt hann hafi haldið sér við sveitina sína eru straumarnir í nánd við hann og þeim fylgist hann með. Hann segir mér að hann sé fædd- ur 8.8. 1924 hér á Akurtröðum. Foreldrar sínir, Matthildur og Gunnar Guðmundsson, hafi flutt hingað 1921 og haft þá hálfa jörðina. Það var erfítt að fá jarð- næði og hvert kot sem einhvers var nýtt var í ábúð. Faðir hans eignaðist síðar jörðina og af hon- um tók síðan Þorkell við, því hann var sá eini sem varð fastur við sveitina. „Búin voru blönduð hér,“ seg- ir Þorkell, „því menn lögðu svo mikið upp úr því að hafa kýr. Það var trygging fyrir kjam- góðri fæðu. Kýrlaust heimili þótti ekki uppbyggilegt. En svo hjálp- aði sjórinn. Hér í framsveitinni var útræði frá mörgum bæjum, sumt var kallað að róa úr pláss- um svo sem Eyrárplássi, Vatna- búðarplássi og Bárarplássi og voru þar góðar lendingar. í út- sveitinni voru einnig lendingar. Grundarfjörður sjálfur svo og Bryggjuplássið og alla leið í Látravíkina. Þetta voru allt ára- bátar fram undir 1920, en þá kom vélbátur sem Páll Þorleifs- son á Hömrum átti í og stýrði. Góður, elskulegur og farsæll formaður sem hafði sömu skips- höfn í 20 ár. Engin höfn var í Grundarfirði; lóðimar um borð og fiskinn í land þurfti að feija á smábátum. Smám saman urðu vélbátarnir fleiri. Ég man til dæmis að pabbi fékk vél í sitt fjögramannafar árið 1929. Það voru mikil viðbrigði. Það hefir fækkað hér í sveit- inni en aukist í fjölbýli. Þegar hafist var handa árið 1941 að Morgunblaðið/Ámi Helgason Hjónin Marta Böðvarsdóttir og Þorkell Gunnarsson. byggja hraðfrystihúsið í Grafar- nesi voru þar aðeins 4 hús. Nú hefir fjölgað þar húsum og bygg- ingum á hveiju ári. Grafamesi var breytt í Grundarfjörð. Það er ekki ofmælt að býli hafi verið hér í sveitinni yfir 50 talsins. Fyrir 40 ámm vom þau 40 en nú í dag 20. Þetta sýnir þróun- ina, þótt mér og mínum þyki hún ekki beint glæsileg. í minni æsku var hér far- kennsla. Þá fór kennsla fram á þeim bæjum sem höfðu rými til að hýsa kennara og böm. Fyrsti kennari minn var Jóhannes Þorgrímsson og var hann sam- viskusamur kennari. Skóli var að vísu á Bryggju, en skólahúsið var lítið og alls ekki til frambúð- ar. Það var einnig notað sem guðshús og messuðu þar Set- bergsprestar. Hér var og er aðeins 1 sókn, Setbergssókn, sem var talin með betri brauðum landsins og þar sátu merkis- prestar um aldirnar. Samkomuhald var ekki fyrir- ferðarmikið í minni æsku. Þinghúsið sem var járnklæddur timburskúr var notað, en það hefði ekki þótt gott í dag. En þar skemmtu menn sér þó og ef til vill var gleðin ekki minni en nú til dags.“ Þorkell segir ennfremur: „Ég varð fyrir því fyrir nokkmm árum að fá astma. Það gerði það að verkum að ég varð að minnka búið og um það leyti kom kvóta- kerfið á, sem skammtaði bændunum eftir því hve þeir hefðu haft mikið umfang tvö seinustu ár. Þetta varð afdrifa- ríkt fyrir mig og mína, því veikindin voru ekki tekin til greina. En ekki nóg með þetta, heldur er alltaf verið að draga meira og meira af þeim minnstu og getur ekki verið annar til- gangur en þurrka þá út úr landbúnaði. Ég er ekki einn um þetta, ég þekki þó nokkur dæmi um slíkt. Ég keypti næstu jörð við Akurtraðir, Þórdísarstaði, og þar býr sonur minn, með konu og tveim bömum. Jörðin hafði ekki verið í ábúð í tvö ár og þá var sjálfsagt að neita henni um nokkum bústofn og ekki er að tala um að vitna til liðinna árá. Og svona malast jarðimar smátt og smátt niður og má segja um það að heggur sá er hlífa skyldi. Það er margt undarlegt í land- búnaðarstefnunni í dag. Við hjónin eigum 2 syni, Þor- kel Gunnar sem býr á Þórdísar- stöðum og vinnur í Grundarfirði, en er nú að kóma sér upp að- stöðu með gistirými og hefir byggt sumarhús í fögru um- hverfi hér á jörðinni og virðist þetta lofa góðu með tilliti til þess sem af er. Hinn sonur minn er rafvirki, Sigurður, og býr í Grundarfirði. „Hvað verður um íslenskan landbúnað í framtíðinni á ég bágt með að gera mér grein fyr- ir,“ segir Þorkell að lokum, en þjóðlífið þarf að bréytast til batn- aðar. Ég get ekki hugsað mér líf hér á landi án sveitabúskapar og án þeirrar hollu og næring- arríku fæðu sem sveitirnar framleiða og erlendir ferðamenn biðja um í auknum mæli og telja mikils virði." — Arni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.