Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 15 Norrænt þing um fj ölskyldumeðferð Nýlega var haldið „Fyrsta nor- ræna þingið í fjölskyldumeðferð í Linköping í Svíþjóð. Þátttak- endur voru um 800 frá öllum Norðurlöndum. Flestir voru fé- lagsráðgjafar og sálfræðingar, en einnig voru þar geðlæknar og aðrir fulltrúar starfsstétta á sviði félags- og geðheilbrigðis- mála. Fjallað var um víðtæk efni, sem snerta þróun fjölskyldunnar, sam- skipti í fjölskyldum og mynstur í hjónatengslum og foreldrahlutverk. Fyrirlestrar voru 61 og skiptust þannig, að einn flokkur var um rannsóknir, rannsóknaraðferðir og rannsóknamiðurstöður, annar um aðferðarfræði, tækni og meðferðar- leiðir og fræðslu. Enn einn var um hugmyndafræði og kenningar og annar um kliniska reynslu. Að lok- um var fjailað um sess fjölskyldu- meðferðar á stofnunum og tengingu þessa meðferðarforms við önnur. Auk fyrirlestranna gafst kostur á þátttöku í umræðuhópum eftir þema og var það einn styrkur þessa þings hversu óhindrað vísinda- og verkviðhorf (teoria og praktik) gátu skipst á af gagnkvæmni í ftjórri umræðu. Þátttakendur af íslands hálfu voru 11, þar af 8 manna hópur félagsráðgjafa, sálfræðinga og geð- lækna frá geðdeild Landspítalans. Hópurinn hefur um 2ja ára skeið starfað sem meðferðarteymi og unnið að því að koma á fót skipu- legri fjölskyldumeðferð fyrir sjúkl- inga og aðstandendur þeirra, bæði við göngudeild og á innlagnardeild- um. Hopurinn hélt sameiginlega erindi með yfirskriftinni: „Utveckl- ing av det familjeterapeutiska arbetssattet inom en psykiatrisk klinik", sem Ingibjörg P. Jóns- dóttir deildarfélagsráðgjafí flutti. Gerð var grein fyrir ákveðinni með- ferðartækni og reynslu af að tengja fjölskyldumeðferð öðru meðferðar- starfí á geðdeild Landspítalans. Sigrún Júlíusdóttir yfírfélagsráð- gjafi, sem hefur leitt hópstarfíð, flutti auk þess erindi, þar sem kynntar voru niðurstöður athugun- ar á viðhorfum skjólstæðinga, er notið höfðu hjónameðferðar á göngudeild geðdeildar Landspítal- ans, „Parbehandling pá en poliklinisk mottagning". Kristín Gústavsdóttir og eigin- maður hennar, Karl Gustaf Piltz, sem búsett eru í Gautaborg og eru vel kunn á íslandi fyrir handleiðslu, kennslu og meðferð á sviði ein- staklings-, hjóna- og fjölskyldumeð- ferðar, fluttu einnig erindi á þinginu. Erindi Kristínar bar heitið: „Modell för involvering av fam- iljen i behandling av unga vuxenpsykiatriska patienter" og erindi Karls Gustafs: „Systemteori och familjeterapi". Ennfremur fluttu íslendingarnir Bjami Amgrímsson bamageðlækn- ir og Halldóra Gunnarsdóttir sál- fræðingur, sem einnig em búsett í Gautaborg, sameiginlegt erindi um valdahugtakið í fjölskyldunni, er þau nefndu: „Makt i familjen“. í pallborðsumræðum í lok þings- ins var það sameiginleg niðurstaða, að þingið markaði tímamót í sögu og þróun fjölskyldumeðferðar á Norðurlöndum. Fram að þessu hef- ur fjölskyldumeðferð á Norðurlönd- um fyrst og fremst verið undir áhrifum frá bandarísku frumkvöðl- unum og sótt fyrirmyndir í þekk- ingu og reynslu bandarískra sérfræðinga á sviði fjölskyldumeð- ferðar. Nú kom það fram, svo að ekki verður um villst, að á Norður- löndunum fer fram umfangsmikil rannsóknarvinna á þessu sviði og verið er að þróa eigin vinnuaðferðir og tækni, sem falla eðlilega að okk- ar eigin menningu, fjölskylduhefð- um og fjölskyldugerð. Athyglinni var einnig beint að þeim mikilvægu verkefnum, sem framundan eru í málefnum fjöl- skyldunnar. Fjölskyldufræðingar, ráðgjafar og þeir sem að meðferð vinna þyrftu að stilla saman strengi sína og í vaxandi mæli gefa gaum að nýjum rannsóknarverkefnum, fræðslu, kennslu og stuðningsað- gerðum auk fjölbreytilegra með- ferðarmöguleika. Taka þyrfti þá sérstaklega mið af þörfum foreldra og hjóna og þeim breyttu viðfangs- efnum, sem steðja að og fjölskyldur þurfa að aðlagast og takast á við í nútíma samfélagi út frá gjör- breyttum forsendum frá því sem áður var. Einnig var rætt um, að mikil- vægt væri að ryðja fjölskylduvið- horfínu braut, þannig að í almennri félags- og heilbrigðisþjónustu verði lögð ríkari áhersla á að tengja fjöl- skylduna málefnum einstaklingsins. Unnið verði frá þeirri heildarsýn, að hver einstaklingur tengist mörg- um hópum og á sér að baki ijöl- skyldu, sem í senn er einn veigamesti möskvinn í stuðnings- neti hans, bjargráðsbanki og sú eining, sem á rétt á að fá og veita upplýsingar og aðstoð, og ekki síst að vera með í ráðum. Fram kom, að stofnuð hafa verið fagfélög fjölskyldusérfræðinga í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. I Danmörku og á íslandi eru ennþá aðeins óformlegir samstarfshópar. í Svíþjóð hefur verið komið á fót formlegu sérfræðinámi í fjölskyldu- meðferð fyrir þá sérfræðinga á sviði félags- og geðheilbrigðisþjónustu, sem vilja fá réttindi til að beita fjöl- skyldumeðferð sem lækningarað- ferð og leið til bættrar heilsu og líðan innan fjölskyldunnar. Næsta norræna þingið í fjöl- skyldumeðferð verður haldið eftir 3 ár í Noregi. Fyrirlestrar þingsins verða prent- aðir og gefnir út í ráðstefnuskýrslu og er hægt að fá þá hjá Sigrúnu Júlíusdóttur yfirfélagsráðgjafa, geðdeild Landspítalans. (Fréttatilkynningf.) i zö ar HRESSINGARLEIKFIMIKYENNA 0G KARLA Haustnámskeið hefjast mánudaginn 28. september nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþrótta- hús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar Músík Dansspuni Þrekæfingar Slökun Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. SÍMINN ER UDÍIíæni # ramSaÍBS .691140 691141 nnlNbUU gmrogiM JE ( I I I I I I I I I I I I I I V Á FÖSTUDÖGUM 0G LAUGARDÖGUM Sýnikennsla á Pfaff saumavélar er í nýju versluninni okkar í KRINGLUNNI alla föstudaga frá kl. 14.00-18. og laugardaga frá kl. 14.00-16.00. Aukin þjónusta fyrir þá sem sauma. Skoðið HORN saumavélaborðin sem henta fyrir allar helstu gerðir saumavéla. PFAFF KRINGLUNNI OG BORGARTÚNI 20. I I I I I I I I I I I I I I ) Frumsýnd í dag kl. 16.30 Lögreglukórinn og Hjörtur Benediktsson eftir- herma skemmta fyrir sýningu. Bein útsending á Bylgjunni. Frumsýningarpartý í Evrópu íkvöld. Hluti af aðgangseyri rennur í Slysa- og sjúkrasjóð lögreglumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.