Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Lúdó-sextett og Stefán í Þórscafé: Þeir félagar í LÚDÓ-sextettnum eru nú mættir til leiks í veitingahúsinu Þórscafé og halda uppteknum hætti, rétt eins og í gamla daga, að kitla danstaugar fólks með hressilegu rokki frá gullaldarárunum. Sú var að minnsta kosti raunin á frumsýningu skemmtikvölds- ins „Fjör í 40 ár“ í Þórscafé á fimmtudagskvöldið í fyrri viku. Strax á fyrsta lagi þyrptust viðstaddir út á dansgólfið og lék enginn vafi á að þeir Lúdómenn höfðu góð tök á mannskapnum. Það var vel til fundið hjá forr- áðamönnum Þórscafé að fá Lúdó-sextett og Stefán til að enda fertugasta afmælisár hússins, enda lék hljómsveitin þar lengst af á löngum ferli sínum og var ein sú vinsælasta sem þar hefur leikið frá upphafí. Þeir félagar sækja lagaval sitt til gömlu góðu áranna og á frumsýningarkvöld- inu var ekki að heyra að þeir hefðu nokkru gleymt. Hljómsveit- ina skipa nú Elvar Berg á píanó, Arthur Moon á bassa, Stefan Jök- ulsson á trommur, saxafónleikar- amir Júlíus Sigurðsson og Þorleifur Gíslason og svo söngvar- amir Berti Möller og Stefán Jónsson, en Berti leikur auk þess á gítar. Þá mun vera ætlunin að fá sem gesti ýmsa af gömlu félög- unum, sem hafa leikið með hijómsveitinni í gegnum tíðina. Á skemmtikvöldunum í Þórsc- afé kemur einnig fram kabarett- söngvarinn Bill Fredericks, sem gerði garðinn frægan með hljóm- sveitinni Drifters um langt árabil, eða fram til ársins 1975, er hann fór að skemmta sjálfstætt. Hljóm- sveit hússins leikur undir með Bill en hana skipa Stefán P. Þor- bergsson, Sigurður Björgvinsson, Ásgeir Óskarsson, Þorleifur Gíslr son og bræðumir Úlfar og Krist- inn Sigmarssynir, en þeir bræður annast einnig dinnertónlist fyrir matargesti. Að lokinni skemmti- dagskránni leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Hljóðstjóm annast gítarleikarinn góðkunni Björgvin Gíslason, ljósameistari er Jón Vigfússon og kynnir Ómar Valdimarsson 'fréttamaður og fyrrum formaður Blaðamannafé- lags ísla Lúdó-sextett og Stef- án í essinu sínu á sviðinu í Þórscafé. Bill Fredericks heils- ar upp á kvenfólkið eins og sönnum skemmtikrafti sæm- Létt stemirniing í anda gömlu rokkáranna Karl Bretaprins spaugar Karl Bretaprins reynir að vera í takt við tímann, og er óhrædd- ur við að bregða á leik öðru hvoru ef svo ber undir. Núna á þriðjudaginn var hann á ferð í velgerðarstofnun sem kallast „Verktakar hf.“, sem hefur útvegað 5.000 ungmennum atvinnu í ríki prinsins; og tók Karl þá upp trommukjuða sem einhver hafði skilið eftir á glámbekk, og reyndi hæfni sína sem trymb- ill. Ekki sýnast tilþrifin vera mikil hjá prinsinum, en þó er greinilegt að allir viðstaddir höfðu gaman af, enda þótti þetta tiltæki mjög alþýðlegt hjá hátigninni. Bretaprins ber húðir í Birmingham. Reuter Don Johnson tuskast við Muhammed Ali. Rcutcr Á ég að lemja þig? Don Johnson er kaldur karl, og er óhræddur við að kljást við bófa og byssumenn í „Undirheimum Miami“. Hér hefur hann þrifið í úlnliðinn á skuggalegum náunga, og gerir sig líklegan til að tuska hann til, en það er eins gott fyrir Don að fara varlega, því hér er enginn annar á ferðinni en Muhammed Ali, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigtarflokki í hnefaleik- um. Myndin var tekin í Miami nú um daginn, en þar standa yfir upptökur á nýjum þáttum um undirheima Miami-borgar, og buðu Don og félagar Ali í heimsókn þangað - og hver veit nema hann sjáist á skerminum með löggæslumönnum Miami þegar fram líða stundir. COSPER — Það tók mig þrjá mánuði að vingast við hundinn þeirra, en svo steig ég ofan á skottið á kettinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.