Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 25 Heimsókn forseta Islands til Bordeaux Kynning á viðskipta- möguleikum Is- lands og Frakklands Bordeaux. Frá Bernharð Valssyni fréttarítara Morgunblaðsins. í TILEFNI heimsóknar forseta íslands til Bordeaux efndi Versl- unarráð borgarinnar ásamt Útflutnigsráði íslands til kynn- ingar á viðskiptamöguleikum landanna. Takmark kynningar- innar var að vekja áhuga inn- og útflytjenda í Bordeaux hérað- inu á islenskri útflutningsvöru. Talsverð aukning hefur verið á viðskiptum íslands og Frakklands síðastliðin ár og kemur kynning þessi því á góðum tíma að sögn Þráins Þorvaldssonar hjá Útflutn- ingsráði, en ásamt Þráni eru hér Elín Þorsteinsdóttir einnig frá Út- flutnignsráði og Sveinn Bjömsson frá viðskiptaráðuneytinu. Að sögn þremenninganna hafa viðtökur allar verið mjög góðar. í kvöldverðarboði Verslunarráðsins í Bordeaux sem haldið var undir yfír- skriftinni „Viðskiptamöguleikar milli Frakklands og Islands" höfðu íslensk útflutningsfyrirtæki tæki- færi á að bjóða viðskiptavinum sínum til viðræðna um samband landanna. Á fundi daginn eftir með sömu aðilum var sýnd ný kynningarmynd um ísland frá Saga-fílm, en þessi mynd er það fyrsta sem margir af viðskiptaaðilunum sjá af landinu. í framhaldi af þessari kynningu er kynning á íslenskum mat. í eld- húsinu er íslenskur kokkur, Öm Magnússon, og framreiðir hann ljúffenga íslenska rétti fyrir hótel- gesti. Skoðaði sýningn íslenskra listamanna Bordeaux. Frá Bemharð Valssyni fréttaritara Morgunblaðsins. torginu tók á móti þeim fjöldi VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands heimsótti verslunarmið- stöð í hjarta Bordeaux og spjall- aði við verslunareigendur að morgni miðvikudags. Að því loknu opnaði hún ljósmyndasýn- ingu fransks ljósmyndara, Martial Aquarone, en hann hefur í áraraðir tekið landslagsmyndir á íslandi. Við þetta tækifæri gaf franska fyrirtækið Spot-images, sem sérhæfir sig í ljósmyndum teknum úr gervihnetti, Vigdísi loftmynd af Reykjavík og ná- grenni. Síðdegis heimsóttu Vigdís og föruneyti Bouscat sem er lítið þorp utan Bordeaux borgar. Á þorps- manns þar af fjölmörg böm. Eftir að bæjarstjóri hafði boðið Vigdísi velkomna ávarpaði hana ung frönsk stúlka á íslensku. Síðar skoðaði Vigdís samsýningu 10 íslenskra listamanna í Gallerie des Baux Arts. Sýning þessi sem stóð yfír í tíu daga var mjög vel sótt. Um kvöldið fýlgdust forsetinn og fylgdarlið með fyrri hálfleik í leik Bordeaux og íslenska ólympíu- landsliðsins, en dagskránni lauk síðan með tónleikum þeirra Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðlu- leikara og Gunnars Kvaran selló- leikara. NVSV: Skógarferð í Fossvogsdal Leiðbeint með söfnun á birkifræi Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer í vettvangsferð um skógræktarstöð Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í Fossvogi laugardaginn 26. september kl. 13.30. Vilhjálmur Sigtryggsson for- stöðumaður Skógræktarfélagsins gengur um skóginn með þátttak- endum og kynnir það sem fyrir augu ber. Hann kynnir þær tijáteg- undir sem ræktaðar eru á svæðinu og leiðbeinir með söfnun á birkifræi. Vettvangsferðin tekur um eina og hálfa klukkustund og er öllum heimil þátttaka. Haustlitirnir setja svip á skóginn þessa dagana og þrestir og ýmsir fuglar safnast þar saman, m.a. turtildúfur, en myndin er af einni slíkri. ®HUSQVARNA HAUSTTILBOÐ! 10% stadgreiðsluafsláttur fram að mánaðamótum tökum gamlar vélar upp í kaup á nýjum Husqvtif'ö SAUMIÐ FÖTIN SJÁLF. . . Það þarf ekki að sauma margar buxur og blússur til að borga upp Husqvarna saumavél - hægri hönd heimilisins. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 simi 91-691600 UmboOsafiUI lyrir SAW0 HVDRAULIC AS SAWO HYDRAUUCt FL UTNINGA TÆKNISF TRANSPORT TECNICS SF. VATNAGORDUM 12.124 REYKJAVÍK -ICELAND P.O.BOX 4368 - TEL. 688155 - TLX. 2134 FLUTNINGSVANDAMÁL FRAMTÍÐARINNAR LEYSAST MEÐ SAWO lyftibúnaði og gámum. SAWO HL 16 LYFTIBÚNAÐUR . . .... Komið og sjaið syningu okkar að Fosshálsi 1 (Bílaborg). Laugardaginn 26. sept. Sunnudaginn 27. sept. Kl. 13—18 VIÐ SÝNUM: SAWO lyftibúnað Hl 8L og HL 16N SAWO lokaða gáma frá 5—25 rúmmetra SAWO opna gáma SAWO Fe pressugám 16 rúmmetra sawo lokaour gAmur 25 rúmmetra SAWO traktorsvagn með lyftibúnaði Fyigist mes þrdun tiutmnga »g heimsækiO sýningu okkar. Þar sem markaösstjúri SAW0 HYDRAULIC AS i Danmörku verúur ð staOnum og segir ykkur hvers vegna einn af hverjum þremur vörubilum i Danmörku er búinn lyftibúnaöi. Aöeins ImyndunarafliO takmarkar möguleika á notkun gáma. SAW0 F 16 PRESSUGÁMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.