Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 40

Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 40
Morgunblaðið/GSV Verið var að þvo Dagstjörnuna í Siippstöð Akureyrar þegar myndin var tekin í gærmorgun. Dagstjarnan í slipp DAGSTJARNAN, sem Útgerðar- félag Akureyringa keypti af Jazzdagar Ríkisútvarpsins: Tónleikar í Alþýðuhúsinu STÓRSVEIT Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Al- þýðuhúsinu, 4. hæð, annað kvöld, fimmtudagskvöld. Stjómendur verða Norman H. Dennis og Mika- el Ráberg, sem einnig mun leika á básúnu. Þessa dagana, eða frá 7.-14. nóv- ember, er kynnt jazztónlist á jazz- dögum Ríkisútvarpsins, meðal annars eru beinar útsendingar frá jazztónleikum. Af því tilefni kom sænska tónskáldið og básúnuleikar- inn Mikael Ráberg til að vinna með stórsveitum landsins. Kynnir á tónleikunum verður Gestur Einar Jónasson. Tónleikamir verða sendir út í beinni útsendingu á rás 2, en þeir heflast kl. 17.45. Útsending hefst kl. liðlega 18.00. Stjömunni hf. i Keflavík, er nú komin til Akureyrar. Skipið var tekið upp í slipp sl. mánudag í allsheijarklössun, að sögn Vil- helms Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, en vonir standa til að skipið geti haldið á miðin fyrir áramótin. Ekki er þó búið að ráða mann- skap á skipið og óvíst er enn um nýtt nafn á það. Kaupverð nam 180 milljónum og er skipið 743 brúttó- lestir að stærð. Amtsbókasafninu færðar góð- ar gjafir á 160 ára afmælinu Á ÞESSU ári era liðin 160 ár frá því að Grímur Jónsson amt- maður á Möðravöllum stofnaði Bókasafn norður- og austur- amtsins, sem nú heitir Amts- bókasafnið á Akureyri, og naut við það aðstoðar ýmsra góðra manna. Af stofndegi safnsins fara engar sögur, en nú hin síðari ár hefur 9. nóvember ver- ið gerður áð afmælisdegi safnsins þvi þann dag árið 1968 var bókasafnshúsið við Brekku- götu vígt og tekið í notkun. Þessara tímamóta var minnst nú á afmælisdaginn i lestrarsal safnsins af stjóra og starfsliði safnsins ásamt fáeinum gestum. Menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar færði safninu að gjöf málverk af Árna Jónssyni, sem var amtsbókavörður á árunum 1962-1970 og átti hvað mestan þátt í að bókasafnshúsið var reist. Hann færði safnið jafnframt í það nútíma horf sem það er nú í, að sögn Lárusar Zophoníassonar bókavarðar. Kristinn G. Jóhanns- son listmálari færði bókasafninu að gjöf málverk sín af skáldunum Morgunblaðið/GSV Málverk af Áraa Jónssyni fyrrverandi amtsbókaverði. Listamað- urinn Kristinn G. Jóhannsson stendur til hægri, en til vinstri er ekkja Árna, Guðrún Bjaraadóttir, og sonur, Bjarni Árnason. Braga Sigurjónssyni og Kristjáni frá Djúpalæk en áður hafði hann gefíð safninu málverk af skáldun- um Guðmundi Frímann og Heið- reki Guðmundssyni. Séra Bolli Gústavsson í Laufási færði safninu einnig góðar gjafir, sem voru teikningar af Akureyrar- skáldunum Davíð Þorvaldssyni og Páli J. Árdal og vestur-íslenska skáldinu K.N., en hann var fæddur Akureyringur. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Tæplega níu milljóna króna tap var á rækjuvinnslu FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur kemur út með um 7,5 milljón króna hagnað, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrstu átta mánuði ársins. Frystingin hefur samkvæmt uppgjörinu gefið tæplega 1,7 milljónir kr. í hagnað, saltfisksöltun rúmar 9 milljónir, Ítalíuskreið tæpar 5,4 milljónir og fiskbúð rúmar 950.000 krónur. Hinsvegar er ljóst að tap hefur orðið á rækju- vinnslu upp á tæpar 8,8 milljón- ir króna og á síldarniðurlagn- ingu upp á rúmar 940.000 krónur. Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri FH sagði í samtali við Morgunblaðið að rekja mætti þessa slöku stöðu á rækjuvinnsl- unni til verðfalls á erlendum mörkuðum okkar í Bretlandi og meginlandi Evrópu. „Við verðum áfram í gangi með rækjuvinnsl- una. Það koma auðvitað upp sveiflur ár frá ári, en mér sýnist markaðshorfur fara batnandi. í augnablikinu erum við með rækju af Galta, Júlíusi Havsteen auk þess sem við höfum fengið ein- staka farma af öðrum bátum. Þrymur frá Patreksfírði er til dæmis búinn að landa einu sinni hjá okkur og verður eitthvað áfram fram eftir desember," sagði Tryggvi. Hann sagði að í ráði væri að selja síldamiðurlagninguna. Menn hefðu spurst fyrir um kaup, en enginn kaupsamningur hefði þó litið dagsins ljós ennþá. Þá væru uppi vangaveltur um það hjá fyrir- tækinu hvort kaupa eigi helmings- hlut Bjama Aðalgeirssonar í Galta ÞH, en FH á helming á móti hon- um nú þegar. Síldarverksmiðrjur ríkisins á Húsavík eru til sölu og hefur Fiskiðjusamlagið gert tilboð í þær eignir. Tryggvi sagðist þó ekki búast við áframhaldandi rekstri síldarverksmiðju, heldur væri verið að athuga aðra mögu- leika varðandi nýtingu húsnæðis- Morgunblaðið/GSV Bjarni Rafnar læknir tekur á móti gjafabréfinu úr höndum Bjargar Pétursdóttur formanns klúbbsins. Lengst til vinstri er Vignir Sveinsson fyrir hönd framkvæmdastjóra og hjá stendur Friðrika Áraadótt- ir yfirljósmóðir auk lionessa úr Ösp. Lionessuklúbburinn Osp: Bjartsýnn á aðsókn í fjallið í vetur — segir ívar Sigmundsson f orstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli Gaf fæðingardeild FSA sam- dráttar- og hjartsláttarrita Lionessuklúbburinn Ösp hefur afhent fæðingardeild Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar gjafabréf að upphæð 150.000 krónur til kaupa á svokölluðum „monitor" fyrir fæðingardeUdina. Lionessuklúbburinn safnaði pen- ingunum á Akureyri dagana 8.-11. október með því að ganga í hús og selja plastpoka. Þær vildu sérstak- lega þakka bæjarbúum fyrir hlýjar móttökur enda seldist eitt og hálft tonn af plastpokum á þessu tíma- bili. Monitorinn er til þess að skrá samdrátt og hjartslátt móður og barns. Fæðingardeildin átti gamalt tæki, en með þessu nýja er mun betur hægt að fylgjast með því hvaða áhrif fæðingin hefur á bam- ið og hvort samdrættir vinna rétt hjá konum, að sögn Bjama Rafnar læknis sem tók við gjafabréfinu. Klúbburinn er um það bil árs- gamall um þessar mundir og eru félagar alls 34. Lionessumar hyggj- ast einbeita sér að einu sérstöku verkefni á ári hveiju og er það fæðingardeildin í ár sem fær að njóta lionessanna. Þær hafa nú ráð- ið sig í vinnu á kvöldin í súkkulaði- verksmiðjunni Lindu til að pakka inn konfekti fyrir jólamarkaðinn. Ágóði af vinnu þeirra mun renna til kaupa á fleiri tækjum fyrir fæð- ingardeildina. „VIÐ FENGUM metaðsókn í fjallið I fyrra og kvíðum engu nú. Ég er mjög bjartsýnn á aðsókn í vetur ef veður- og snjóskilyrði verða okkur hag- stæð,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða i Hliðarfjalli í samtali við Morg- unblaðið. ívar sagði að í fyrra hefði skíðavertíðin hafíst um mánaða- mótin nóvember/desember. „Við höfum oft opið um helgar í des- ember ef snjór er nægur, en byijum fyrst af krafti um jól eða upp úr áramótum. Veturinn í fyrra var okkur sérstaklega hag- stæður, og spilaði þar mest inn í sá góði snjór, sem við fengum. Þá fengum við mjög góða um- fjöllun og ef snjórinn verður eins I góður, má búast jafnvel við betri aðsókn í vetur. Lítið var um biðr- aðir og brekkur voru vel til hafðar." ívar sagði að engar stórframkvæmdir hefðu farið fram í fjallinu síðan í fyrrasumar þegar einni lyftu í viðbót var komið fyrir. Þó eygðu menn smávon til þess að fá í fjallið nýjan snjótroðara, sem væri númer eitt, tvö og þrjú á óskalist- anum. Beiðni um hann verður lögð fram með fjárhagsáætlun Skíðastaða á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.