Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B 275. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grönduðu N-Kór- eumenn þotunni? Scoul, Tókýó, Bahrain. Reuter. SUÐUR-Kóreumenn segjast vissir um, að hryðjuverkamenn hafi grand- að farþegaþotunni, sem fórst sl. sunnudag með 115 manns innanborðs. Bendir margt til, að fólkið, maður og kona, sem fóru úr vélinni áður en hún hrapaði, hafi átt aðild að norður-kóreskum njósnahring, sem var afhjúpaður i Japan árið 1985. Maðurinn og konan, sem ferðuð- ust á fðlskum skilríkjum, tóku eitur þegar þau voru handtekin í Bahrain og lést maðurinn strax en kona ligg- ur enn á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Hefur því ekki verið unnt að yfirheyra hana og í gær versnaði líðan hennar heldur. Japanskir flöl- miðlar sögðu í gær og höfðu eftir heimildum innan lögreglunnar, að maðurinn hefði verið norður-kóresk- ur að þjóðerni og tengst norður- kóreskum njósnahring, sem japanska lögreglan kom upp um árið 1985. Sjá „Beðið eftir að ...“ á bls. 34. Haiti: Ottast vaxandi of- beldi og upplausn Port-au-Prince, Reuter. KUNNUR stjómmálamaður á Haiti hótaði í gær að kalla milljón- ir manna „út á göturnar" ef bráðabirgðastjómin segði ekki af sér og fæli óbreyttum borgurum völdin. Loft er nú lævi blandið í landinu og er óttast, að ofbeldi Reuter Starfsmanni sjónvarpsstöðvar á Haiti hjálpað burt en á hann var skotið þegar hann gerði sig líklegan til að mynda hermenn, sem leyfðu morðingjum að leika lausum hala á götunum. og upplausn eigi eftir að aukast. Sylvio Claude, einn frambjóðenda í forsetakosningunum, sem áttu að fara fram sl. sunnudag, sagði í yfir- lýsingu í einni útvarpsstöðinni, að hefði herstjómin ekki sagt af sér fyrir miðnætti aðfaranótt föstudags yrðu milljónir manna kallaðar „út á götumar og boðað til allsheijarverk- falls" í landinu. Þykir ástæða til að taka þessa hótun alvarlega og tals- maður bandaríska sendiráðsins í Port-au-Prince varaði bandaríska borgara við vaxandi upplausn og átökum. Bandaríkjastjóm hefur frestað um sinn hemaðar- og efna- hagsaðstoð við Haiti en kveðst ekki ætla að hafa nein afskipti af innan- landsmálunum. Forsetakosningunum, sem áttu að vera sl. sunnudag, var frestað þegar hinir illræmdu „Tonton maco- utes“, liðsmenn fymirn einræðis- herra, Francois Duvalier, fóm mplandi og rænandi um götur og myrtu a.m.k. 34 kjósendur. Er haft eftir vitnum, að hermenn hafi horft á aðfarimar án þess að hreyfa legg eða lið og segja nú margir, að her- stjóminni sé ekki eins leitt og hún láti þótt engar kosningar hafí farið fram. VARAÐ VIÐ VASAÞJOFUNUM Jólin nálgast nú óðum í London sem annars staðar og hleypur þá mikill fjörkippur í verslunina. Á götun- um er ys og þys og koma margir um langan veg til að gera góð kaup í stórmörkuðum borgarinnar. Lundúnalögreglan hefur hins vegar varað fólk við vasaþjófum, sem hún segir að drífi jafnan að í desem- ber, jaftivel frá Suður-Ameríku og Japan. Til að auðvelda baráttuna gegn þeim hefur verið gripið til þess ráðs að koma fyrir færanlegum lögreglustöðv- um við helstu stórverslanir, eins og t.d. þessari við Harrods. Bandarískt efnahagslíf: Ahrif verðhnnisiiis rninni en óttast var Áframhaldandi hagvexti spáð og útflutningur að aukast Washington, London, Bonn, Reuter. FLEST bendir til, að verðhrunið á fjármálamörkuðunum i október sl. hafi haft minni áhrif á bandarískt efnahagslíf en búist var við. Er nú útlit fyrir áfram- haldandi hagvöxt á næsta ári. Gengi dollarans hefur styrkst nokkuð síðustu daga og hefur það orðið til að auka stöðugleika á yerðbréfamörkuðum. I gær skýrði vestur-þýska stjómin frá aðgerðum til að auka hagvöxt i landinu. Samkvæmt tölum, sem banda- ríska viðskiptaráðuneytið birti á þriðjudag, féll vísitala efnahagslífs- ins aðeins um 0,2% í október og kom það öllum á óvart. Efnahagssérfræð- ingar spá nú áframhaldandi hag- vexti á næsta ári en að vísu aðeins hægari en orðið hefði ef verðhrunið Boða lagasetningn til að tryggja aukin réttindi sænskra húsdýra Bannað að ala hænsn í búrum og kýrnar fá rétt til útivistar Stokkhólmi, Reuter. Byltingarkennt frumvarp um réttindi húsdýra var kynnt í Sviþjóð í gær en samkvæmt þvi verður bannað að ala hænsn i búrum, bannað að tjóðra grísi og svínastíumar hafðar rýmri og kúnum verður tryggður réttur til beitar úti i guðsgrænni náttúr- raunar heiðurinn af frumvarpinu því að hún varð einna fyrst til að skera upp herör gegn verksmiðju- rekstrinum í landbúnaði og vekja athygli á ómannúðlegri meðferð á skepnunum. Á áttræðisafmæli hennar í síðasta mánuði lofaði Ingvar Carlsson forsætisráðherra „í framtíðinni verður að hafa það í huga við búskapinn, að skepnumar séu heilbrigðar og líði vel,“ sagði Mats Hellström land- búnaðarráðherra á fréttamanna- fundi í gær þegar hann kynnti framvarpið. Astrid Lindgren, bamabókahöfundurinn kunni, á að leggja fram framvarp um þessi efni. „Þegar ég var bam vora kým- ar, hrossin og svínin vinir okkar. Mig granaði ekki þá, að þau ættu eftir að þjást jafn mikið og raun ber vitni," sagði Lindgren nýlega. Hellström landbúnaðarráð- herra sagði, að framvarpið yrði lagt fyrir þingið á næsta ári og er búist við, að það verði sam- þykkt mótatkvæðalítið. Gert er ráð fyrir, að lögin verði að fullu komin til framkvæmda eftir tíu ár. Auk búraeldisins, sem Hell- ström sagði vera ákaflega ómannúðlegt, verður bannað að hafa grísi stöðugt í tjóðri og gert er ráð fyrir miklu meira plássi fyrir svínin en nú er. í slátur- húsum á að fylgjast vel með, að skepnumar þjáist ekki að nauð- synjálausu og bannað verður að beija þær. Talsmaður sænsku bændasam- takanna sagði um frumvarpið, að það myndi valda bændum veru- legum útgjöldum og hækka afurðaverðið. hefði ekki komið til. Tölur benda einnig til, að framleiðsluiðnaðurinn sé að sækja í sig veðrið enda gengur nú betur að selja bandaríska vöra á erlendum mörkuðum. Gengi dollarans hefur heldur verið að styrkjast síðustu daga og hefur það orðið til að draga úr sveiflum á verðbréfamörkuðunum. Framan af degi í gær hækkaði gengið veralega en sá ávinningur fór þó að mestu forgörðum áður en kauphöllunum var lokað. Almennt hækkuðu hluta- bréf aðeins. Vestur-þýska stjómin' tilkynnti í gær ráðstafanir til að auka eftir- spum og hagvöxt í landinu. Á næstu þremur áram verður 21 milljarði marka varið í auknar fjárfestingar í atvinnulífinu og auk þess verður fækkað reglugerðum og öðram höft- um í efnahagslífinu. Þá er búist við, að vestur-þýski seðlabankinn muni lækka vexti í dag, fimmtudag. Kvaðst Martin Bangemann efna- hagsmálaráðherra vonast til, að þessar aðgerðir ykju hagvöxtinn um 2% a.m.k. á næsta ári. Þessum fyrirhuguðu efnahagsað- gerðum hefur verið misvel tekið í Vestur-Þýskalandi. Otto Lambsd- orff, fyrram efnahagsmálaráðherra, sagði t.d., að fjárfestingaráætluninni yrði tekið með „hæðnishlátri“ í Bandaríkjunum og bætti við, að hraða yrði umbótum í skattamálum. Undir það tóku fulltrúar Vestur- þýska bankasambandsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.