Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAJÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Bók um Kristínu Jónsdóttur listakonu gefin út hjá Þjóðsögu BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út bókina „Kristín Jónsdóttir — Listakona í gró- andanum" eftir Aðalstein Ingólfsson iistfræðing. I bók- inni er sagt frá lífshlaupi Kristinar og listsköpun, en auk þess eru birtar 65 litmyndir auk svart-hvítra mynda og Ijós- mynda. Þá eru i bókinni tvö erindi um myndlist sem Kristín samdi fyrir útvarp á sjötta ára- tugnum. Hafsteinn Guðmunds- son sá um útlit bókarinnar og Kristján Pétur Guðnason sá um ljósmyndun listaverka. Prent- smiðjan Oddi sá um setningu, litgreiningu, prentun og bók- band. Morgunblaðið/Ami Sæberg: Frá blaðamannafundinum þar sem bókin um Kristínu Jónsdóttur var kynnt. Frá vinstri er Hulda Valtýsdóttir, dóttir Kristínar, Hafsteinn Guðmundsson bókaútgefandi og Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur höfundur bókarinnar. Næst eru bamabörn Kristínar, Kristín Gunnarsdóttir, Kjartan Thors, Kristín Thors, Stefán Thors og Helga Gunnarsdóttir sem heldur á dóttur sinni Evu Kristinu Michaelsdóttur. Næst henni á myndinni er Guðrún Gunnarsdóttir eiginkona Stefáns Thors, Gunnar Hansson eiginmaður Huldu Valtýsdóttur og Michael Dal eiginmaður Helgu Gunnarsdóttur. Kristín Jónsdóttir að starfi í málarastofunni á heimili sinu á Laufásvegi 69. Myndina tók Ólafur K. Magnússon ljósmyndari, Iíklega á árunum 1950—1955. Kristín Jónsdóttir var einn af brautryðjendum íslenskrar mál- aralistar og jafnframt fyrsta íslenska konan sem gerði myndlist að ævistarfi. Kristín var fædd að Amamesi við Eyjaijörð og stund- aði nám við Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahfofn frá 1911 til 1916. Kristín bjó í Kaup- mannahöfn til 1924, en flutti þá til íslands ásamt manni sínum, Valtý Stefánssyni, búfræðingi og síðar ritstjóra Morgunblaðsins, og Helgu dóttur þeirra. Kristín and- aðist árið 1959. Aðalsteinn Ingólfsson höfundur bókarinnar sagði, þegar bókin var kynnt fyrir blaðamönnum, að ótal- margt hefði komið sér á óvart þegar hann fór að vinna að henni. Reyndar hefði sýning á verkum Kristínar árið 1980 varpað ljósi á að hún var einstakur listamaður. „Það kom mér á óvart hve Kristín var sjálfri sér samkvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur,“ sagði Aðalsteinn. „Oft hefur verið talað um hana sem blóma- málarann í niðrandi tón, en blómamyndir hennar eru alveg í sér flokki í íslenskri listasögu. Þegar betur er að gáð eru þessar uppstillingar mjög góðar og einnig margar og sérstakar manna- mjmdir hennar. Það kom mér einnig þægilega á óvart hve hún tók málstað yngri listamanna. Hún var óhrædd við að segja skoð- un sína og styðja þá með ráðum og dáð.“ Hafsteinn Guðmundsson bóka- útgefandi sagði að hann hefði oft verið spurður að því hvemig hon- um hefði dottið í hug að gefa út ævisögu þessarar listakonu. Haf- steinn sagði að eiginlega mætti rekja aðdraganda þess til áranna 1929—1942 er hann starfaði hjá ísafold. „Ég átti þá dagleg sam- skipti við Valtý Stefánsson rit- stjóra og vann stundum við Morgunblaðið. Ég held að síðan hafi alltaf blundað í mér hugur til hans og hans fólks. Ég stend í þakkarskuld við Valtý og þessi bók er kannski árangur af því trausti sem hann sýndi mér. Ég vissi vel hvað kona hans var að fást við og á þetta spor rambaði ég,“ sagði Hafsteinn. Hulda Valtýsdóttir, dóttir Kristfnar, sagði að það hefði verið ættingjum Kristínar mikið gleði- efni þegar Hafsteinn kom að máli við þá fyrir tveimur árum og lýsti áhuga á að gefa út bók um hana. Hún sagðist gera sér grein fyrir að þetta hafi verið erf- itt verk, en Hafsteinn hafi unnið það af hugsjón. Hulda sagði að sama væri að segja um hlut Aðal- steins Ingólfssonar og þakkaði að lokum þeim Hafsteini ásamt starfsmönnum Prentsmiðjunnar Odda fyrir störf þeirra. Bókin „Kristín Jónsdóttir — Listakona í gróandanum" er 197 blaðsíður að stærð. Loðnuveiðin: Víkingur AK með 3 milljóna kast Loðnuveiðar ganga vel um þessar mundir og í gær náðu að minnsta kosti tvö skipanna að fylla sig í einu kasti og önnur fengu mjög góð köst. Vikingur AK fékk 1.300 tonn í kasti og Hrafn GK 650. Verðmæti loðn- unnar í kasti Víkings er um þijár milljónir króna. Eftirtalin skip höfðu síðdegis til- kynnt um afla: ísleifur VE 720 á austurleið, Albert GK 750 á austur- leið, Hrafn GK 650 til Neskaupstað- ar, Keflvíkingur KE 540 á austurleið, Jón Finnsson RE 1.120 á austurleið, Eskfirðingur SU 630 til Neskaupstaðar, Guðrún Þorkels- dóttir SU 700 til Eskifjarðar, Magnús NK 530 á austurleið, Þórs- hamar GK 600 á austurleið, Víking- ur AK 1.300 til Akraness, Sighvatur Bjamason VE 690 til Vestmannaeyja og Þórður Jónasson EA 710 í Krossanes. Handtekinn fyrir árás á konu MAÐUR í Reykjavík, 45 ára gam- all, var handtekinn í síðustu viku eftir að hann hafði veitt konu tölu- verða áverka. Hann skar hana með gleri og veitti henni einnig áverka með barsmíðum. Atburðurinn varð á heimili manns- ins í Breiðholti í síðustu viku. Konan, sem maðurinn hefur átt í sambandi við um nokkum tlma, kom þangað, en þeim varð sundurorða. Senna þeirra endaði með þvf að maðurinn barði konuna og veitti henni áverka á hálsi með brotnu gleri. Ekki munu áverkar þessir vera miklir, en lög- reglan lítur slíka árás mjög alvarleg- um augum. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. desember og gert að sæta geðrannsókn. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Matthías og Halldór vald- ir í stjórn Byggðastofnunar ÞINGFLOKKUR sjálfstæðis- manna ákvað í gær að bjóða þingmennina Matthias Bjarnason og Halldór Blöndal fram til stjómar Byggðastofnunar sem kosið verður I á Alþingi í dag. Aðrir frambjóðendur drógu sig til baka fyrir fundinn og voru Matthias og Halldór sjálfkjörnir. Þingflokkurinn hafði frestað í tvígang að ákveða fulltrúa sína í stjóm Byggðastofnunar þar sem margir vildu komast I stjómina. Þrír Ragnarsbakarí úrskurðað gjaldþrota: Um fjörutíu manns misstu vinnuna fyrirvaralaust KefUvfk. RAGNARSBAKARÍ var úrskurð- að gjaldþrota hjá bæjarfógeta Keflavikur i gær. Ragnar Eð- valdsson eigandi bakarisins stöðvaði reksturinn og óskaði eftir að búið yrði úrskurðað gjaldþrota. Akvörðunar er að vænta hjá skiptarétti i dag um nánara áframhald málsins. Um 40 manns hafa unnið hjá Ragnarsbakaríi og á þriðjudags- kvöldið var haft samband við þá starfsmenn sem til náðist og þeim tilkynnt að þeir þyrftu ekki að mæta til vinnu daginn eftir því reksturinn hefði verið stöðvaður. Ragnarsbakarí var með stærri bakaríum á landinu og seldi vömr sínar um allt land. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins höfðu staðið yfir samn- ingaumleitanir með sölu á bakaríinu sem átti - í rekstrarörðugleikum. Afturkippur kom í söluna og í kjöl- farið ákvað Ragnar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. aðrir þingmenn, Eggert Haukdal, Pálmi Jónsson og Ólafur G. Einars- son, höfðu sóst eftir tilnefningu þingflokksins, en Halldór, Ólafur og Eggert sátu I stjóminni síðastliðið kjörtímabil. Flokkurinn hafði þá þingstyrk til að fá þijá stjómarmenn kosna, en tvo núna. Þorsteinn Páls- son formaður flokksins náði fram samkomulagi um Matthías og Hall- dór og drógu hinir sig til baka fyrir fundinn. Matthías Bjamason sagðist hafa verið farinn af fundi þegar þetta mál kom upp, þurft að sinna öðmm erind- um. Hann kvaðst ekki hafa verið I framboði og hefði þessi tilnefning því komið nokkuð óvænt. Matthías sagðist alltaf hafa setið í sljóm Framkvæmdastofnunar og forvera hennar nema þau tímabil sem hann gegndi ráðherraembætti. Olafur G. Einarsson sagði að ekk- ert sérstakt samkomulag hefði verið gert um þessa kosningu. „Þetta er tilraun til þess að koma á sæmilegum friði í þingflokknum en ekki hefur farið mikið fyrir slíku," sagði Ólafur. Pálmi Jónsson sagðist ekkert hafa um þessa niðurstöðu að segja annað en að þingflokkurinn hafi fallist á tilmæli formanns flokksins um þessa tvo menn og því hafi ekki farið fram nein kosning. Byggðastofnun heyrir undir for- saðtisráðuneytið og kemur það því í hlut Þorsteins Pálssonar að skip< formann stjómar. Þorsteinh sagðis í gærkvöldi ekki tilkynna hver yrð formaður fyrr en eftir kosninguna dag. ÍYnhi$»a- i dag -Bli JHoi'SunhínÍib VIÐSKIÍTIAIVINNULÍF n Hækkn vextir- bankti vi'gna \ 3kj. «| ríkisvixla? ' • - rrrRrrwwiw j t mlOOO \ miHjónú* ; btuHhuiri % ^ < frrvúhilu- kortniu ÞORSKAFLINN í 12 AR 197S til19R6 blað B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.