Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
3
21MHJJÓN í DESEMBER
1985
,^Þetta var vodalega
góð tilfimiiiig^
Það var í desember í hitteðfyrra, sem Theodóra
Gústafsdóttir, fiskverkakona og einstæð móðir
frá Siglufirði hreppti þann stóra í Happdrætti
SÍBS.
„Það fyrsta sem ég hugsaði var hvað það
væri gott að losna úr skuldasúpunni.
Ég hafði tekið þá ákvörðun, að reyna að gera
við húsið og var búin að fá víxla fyrir byrjuninni.
Ég var fljót að borga þá upp þegar vinningurinn
kom. Ég hef gert heilmikið síðan. Þessi vinningur
hefur gjörbreytt stöðunni. Við fórum t.d. í sumar-
frí í fyrsta skipti sonur minn og ég, fórum til
Mallorca í 3 yndislegar vikur.
Annar sonur minn er þroskahefur og býr á
Sólborg á Akureyri. Þau sárvantaði sjónvarp þar,
svo að ég lét þau fá fyrir því og eitthvað meira.
Það breytti miklu fyrir vistfólkið.
Ég lauk við húsið og meira en það og nú er ég
búin að gera það sem ég ætlaði mér og get slak-
að á. Ég vinn mí na vinnu í fiskinum og er laus við
stress af peningaáhyggjum.
Vinningurinn kom á besta tíma fyrir mig. Ég á
bara einn miða og ætla auðvitað að eiga hann
áfram".
1986
„Ég trúi þessu ekki.?.
sagði Guðrún Jóhannesdóttir, húsmóðir að
Rauðbarðaholti í Hvammssveit, þegar Ása,
umboðsmaður Happdrættis SÍBS í sveitinni
hringdi um kvöldmatarleytið þann 5. desember í
fyrra og tilkynnti henni að hún hefði unnið hæsta
vinninginn í happdrættinu.
Heppnin hafði ekki leikið við Guðrúnu og fjöl-
skyldu hennar fram að þeim tíma. Allt fé þeirra
var skorið niður vegna mæðuveiki í upphafi
búskaparins og skömmu síðar misstu þau einu
kúna, nýborna. Við þetta bættist að húsbóndinn
veiktist og hefur verið öryrki síðan. Börnin 6 að
tölu, hafa verið lán þeirra í lífinu.
„Það var þungt í mér þennan dag, ég fékk
reikningsyfirlitið frá Kaupfélaginu og á því var
ansi Ijót skuld. Svo hringdi dóttir mínfrá Akranesi
ög sagði mér frá öllum jólavarningnum sem kom-
inn væri í búðirnar. Ég sagði: Nú nefnir þú engar
jólagjafir, ég get engar keypt í ár nema eitthvert
kraftaverkgerist.
Og kraftaverkið gerðist. Ég áttaði mig ekki á
því lengi vel hvað þetta var há upphæð. Ég hef
aldrei haft nokkra krónu á milli handanna. En
þessi vinningur hefur breytt miklu í mínu lífi. Ég
byrjaði á því að borga skuldirnar en fyrir utan
dráttarvélina og jólagjafirnar sem við keyptum
hef ég legið áþesu eins og ormur á gulli. Þetta fé
gefur okkur styrk til þess að hugsa til ellinnar.
Svo bætti ég við 2 miðum í SÍBS. Ég vil ein-
dregið styrkja málefnið, mér finnst það eiga það
skilið og svo virðist ég vera heppin í spilum...“
1987
Er rödin koinin
að þér?
Hver verður sá þrælheppni í þetta sinn? Það veit
enginn. Allir sem eiga miða eiga möguleika.
Kannski er röðin komin að þér.