Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 26

Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Bestu gæslumenn Tjamarinnar eftir Grétar Eiríksson Því er þannig farið, að sumar þær framkvæmdir, sem ráðist skal í, eru þeirrar gerðar, að hver og einn teiur sig hafa þar best vit á. Upphefst þá stundum mótmælafár stutt hinum furðulegustu fullyrð- ingum. Þannig var þegar vatnsveitan var lögð, þá mótmæltu menn á þeirri forsendu, að allir nema verkfræð- ingar vissu, að vatn rennur ekki upp í móti. Þó nokkur hópur manna, vel studdur af öðrum, sem höfðu mikil völd, fékkst með engu móti til að tróa því, að mögulegt væri að hita upp öil hús borgarinnar með hvera- vatni, og tókst þeim hópi að teQa þá framkvæmd um nokkur ár. Hefði Hitaveita Reykjavíkur aldrei orðið að veruleika, ef þau öfl hefðu feng- ið að ráða. Fyrir tveim árum mótmæltu menn því, að strætisvagnar væru málaðir gulir, með þeim rökum, að vagnamir í London væru rauðir. Aftur á moti snerust mótmælin gegn biðskýlunum, sem reist voru nokkrum mánuðum áður, um það að þau voru máluð rauð. Nú er látið að því liggja, að bygg- ing ráðhússins við Tjömina sé eitthvert einkamál Davíðs Oddsson- ar. Hann sé að reisa sér þama minnisvarða og hið mesta monthús og þykir það miður. Auðvitað er þetta laukrétt, það er verið að vinna Grétar Eiríksson „Ég trúi því að með byggingu ráðhússins á þessum stað við Tjöm- ina, hefjist fyrsti áfangi þess, að henni verði bjargað frá algjörri tortímingu. Því verði ekkert aðgert, mun Tjörnin innan nokkurra ára verða endanlega sá forarpyttur, sem allir vildu losna við vegna sóðaskapar." þama að stóru verkefni, sem allir borgarbúar geta verið montnir af og eiga að vera. Ég er einn af þeim, sem tel mig hafa vit á flestu, a.m.k. héma meg- in sólar og þá að sjálfsögðu á þessari voðalegu framkvæmd sem fyrirhuguð ráðhúsbygging er. Enda mjög auðvelt að hafa ákveðna skoð- un á málinu, þar sem ekki þarf meira til en að þekkja orðin já og nei. Það virðist vera svo, að í allri þéirri umræðu sem verið hefur um fyrirhugaða ráðhúsbyggingu, sé það í tísku meðal þeirra sem láta í sér heyra þar um og vilja láta taka sig alvarlega, að gera vel grein fyr- ir uppmna sínum og hvers vegna honum þyki svo vænt um Tjömina sína. Ég held að ég taki ekki of mikið upp í mig, þó að ég telji mig gaml- an Reykvíking, 64 ára gamall maðurinn. Hér er ég fæddur og hef alið allan minn aldur. Heimili for- eldra minna var alla tíð ekki langt frá Tjöminni. í kirkjunni við Tjöm- ina var ég skírður og fermdur. Sem bam gaf ég öndunum á Tjöminni brauð og í henni veiddi ég homsíli. Datt meira að segja í hana við þá iðju og varð ekki meint af. A vet- uma var ég þar á skautum. Æfði íþróttir í KR-húsinu, en á lóð þess mun ráðhúsið rísa. Þá gekk ég í skóla þann er stendur næst Tjöm- inni. Auk þessa hef ég um nokkurra áratuga skeið fengist við að ljós- mynda fuglana og fylgst með öllu fuglalífi Tjamarinnar á öllum Stokkendur við Tjöraina. árstímum. Tel ég mig því þekkja Tjömina og umhverfí hennar ekki síður en margir aðrir er láta sig örlög hennar varða. Ég held að Tjöminni þyki eins vænt um mig og mér um hana, að minnsta kosti hefur okkur komið ágætlega vel saman alla tíð. Þá er ég þekktur fyrir annað meðal vina minna og kunningja en að vera andstæðingur náttúru- og umhverfísvemdar og hefí því stund- um fengið að heyra að ég væri á móti allri þróun. Að öllu þessu athuguðu má færa fyrir því sterk rök, að ég hafi flest það til að bera, sem nauðsynlegt er hveijum þeim, sem á einhvem hátt vill vera á móti fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu. En því miður, Tjömin er bara ekki sú sama í dag og hún var þegar ég var drengur. Svo er okkur um að kenna. Að vísu má virða mér það til vorkunnar, að ég er starfsmaður borgarinnar og þar af leiðandi und- ir jámhæl Davíðs Oddssonar og á að vera honum samþykkur í einu og öllu, samkvæmt kenningunni, en á móti kemur, að ég hef aldrei verið talinn öraggasti kjósandi Sjálfstæðisflokksins. Ekki þori ég að hugsa þá hugsun til enda, að allir hefðu orðið sam- mála nú fremur en oft áður, því þá era miklar líkur á að árangurinn hefði orðið skelfílegur. Því eins og Tómas Jónsson borgarritari mun hafa sagt eftir að ráðhúsbygging við Tjömina var samþykkt árið 1959 með 15 atkvæðum „það er ekki að spyija að vitleysunni þegar þeir verða sammála". Sem betur fór varð sú bygging aldrei að vera- leika. Ekki vegna þess að hún skyldi standa við Tjömina, heldur vegna þess að enginn hafði nennu til að reisa báknið, og var það vel. Þá skrifaði einn vinsælasti maður þjóðarinnar, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, greinina: Tjöminni var aldrei ætlað það að spegla bæj- arfulltrúa Reykjavíkur (Alþbl. 17. júlí ’59). Það þótt mér góð grein og þörf. Nú era næstum 30 ár síðan og margt hefur breyst á skemmri tíma. Ástand Tjamarinnar líka. í þeirri umræðum, sem að und- anfömu hefur verið um fyrirhugaða ráðhúsbyggingu, er mikið hamrað á því hvað Reykvíkingum þyki vænt um þessa perlu í hjarta borgarinn- ar. En er það svo í reynd, að borgarbúum jafn vænt um Tjömina og þeir láta og sýni henni þann sóma, sem hún á skilið. Ef svo væri, þá myndi almenningsálitið ekki líða, að kastað væri í hana öllu því rasli sem gert er. Hafa þeir sem hæst láta núna aldrei far- ið niður að Tjöm á góðviðrisdegi þegar fuglavinir koma þar til að gefa öndunum brauð og séð allan þann haug af plastpokum og öðra drasli, sem kastað er í hana við slík tækifæri. Um þennan þátt hefur lítið verið skrifað og til að vinna gegn sóðaskapnum hafa engin sam- tök verið stofnuð. Ég verið að viðurkenna, að í fyrstu leist mér ekki sérlega vel á þá hugmynd að byggja ráðhúsið á þessum stað, einkum það var upp- lýst að taka ætti um 1% af Tjöm- inni. Hefði fremur kosið að hann stækkaði um 1% eða meira. En úr því er mjög auðvelt að bæta. Ljósmyndari/Grétar Eirfksson Eftir að hafa hugsað málið, virt fyrir mér teikningar af húsinu, séð ljosmyndir af líkani þess og nánasta umhverfí, hygg ég að vel sé að flestu staðið. Þó á ég erfítt með að fella mig við brúna og sé ekki hvaða tilgangi hún á að þjóna, nema ef vera kynni að hún væri hugsuð sem málamiðlun vegna þeirra, sem á áram vinstri meirihlutans ráð- gerðu heljarmikið bólverk, er hylja skyldi allan krikann sem brúin mun ná yfír. (Reyndar var byijað á því verki, en aldrei lokið). Þá mótmæltu engir sannir Tjamarvinir og engin samtök vora stofnuð. En þrátt fyrir brúna sé ég ekki annað en að þama muni risa allra snotrasta hús af hóflegri stærð fyrir það umhverfí sem það stendur í. Ég trúi því að með byggingu ráðhússins á þessum stað við Tjöm- ina, hefjist fyrsti áfangi þess, að henni verði bjargað frá algjörri tortímingu. Því verði ekkert aðgert, mun Tjömin innan nokkurra ára verða endanlega sá forarpyttur, sem allir vildu losna við vegna sóða- skapar. Ber því fremur að þakka þeim sem að þessu vinna en að lasta, og er ég þeirrar trúar, að þegar ráðhúsið er risið við Tjömina, muni umhverfí og líffíki hennar vera borgið um ókomin ár. Byggingu ráðhússins mun áreið- anlega verða fylgt, eftir með gagngerri viðgerð á allri umgerð Tjamarinnar, ásamt því að botn hennar verði hreinsaður og honum haldið vel við. Þá þykir mér ekki ólíklegt að dustað verði rykið af tillögum Finns Guðmundssonar fulgafræðings, er hann setti fram 1962, til vamar lífríkis Tjamarinn- ar. Þá hafði hann vel gert sér grein fyrir hvert stefndi vegna mengunar hennar. Ég trúi því, að engir borgar- stjómarmenn, hvort heldur þeir teljast til hægri eða vinstri, muni líða það, að ráðhús borgarinnar standi við slíkan forarpytt sem Tjömin er i dag. Ég tel að Tjömin eigi tilvera sína undir því að ráð- húsið verði byggt við hana, því að í því húsi mun áreiðanlega bestu gæslumenn hennar sitja um ókomin ár og áratugi. Þá má hugsa sér að Skothúsveg- urinn verði lagður í göng undir Tjömina, en með því yrði bætt veru- lega fdyrir það 1% sem af henni verður tekið. Undir þeim göngum mætti svo gosbrannuriiin vera mín vegna. Ég á von á því að það komi í hlut næstu kynslóðar að rífast um þær framkvæmdir og jafnvel verði stofnuð samtök til vemdar Skothús- veginum og gosbranninum. Allt tal um að fuglamir fælist Tjömina meðan á framkvæmdum stendur og eftir að þeim er lokið, er algjörlega út- í bláinn. Því að ef svo væri, væru þeir þegar horfnir. Þær tegundir, sem Tjömina gista regulega, fælast ekki svona aðgerð- ir. Það þarf annað og meira til. Að öllu þessu loknu væri gaman að geta litið niður til Tjamarinnar ásamt vini sínum Sigurði Þórarins- syni og spurt hann hvort borgarfull- trúamir hafí nú ekki unnið til þess að mega spegla sig í Tjöminni. Höfundur er tæknifræðingur og þekktur fuglafjósmyndari. Gjaldheimta Suðurnesja Gjaldheimta Suðurnesja, sem er nýstofnað sameignar- félag sveitarféiaganna sjö á Suðurnesjum og ríkis- sjóðs um innheimtu opinberra gjaida, óskarað ráða eftirtalið starfsfólk: Gjaldheimtustjóra, sem veitir Gjaldheimtunni for- stöðu og fer með daglegan rekstur hennar. Æskilegt er að umsækjandi hafi embættispróf í lögfræði. Tvofulltrúa. Þeir skulu sjá um móttöku staðgreiðslu- fjár og skilagreina vegna staðgreiðsluinnheimtu, skráningu þeirra í tölvu og úrvinnslu upplýsinga. Umsækjendur skulu hafa góða almenna menntun. Reynsla af tölvuvinnslu er nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf hið fyrsta. Upplýsingar um starfskjör og annað varðandi störfin veitir Eiríkur Alexandersson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut 10a, Keflavík. Umsóknum sé skilað til hans. Umsóknarfrest- ur er til 10. desember nk. Stjórn gjaldheimtu Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.