Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Stofnfundur hjá sam- tökum gegn hávaða The Searchers leika í Broadway um helgina STOFNFUNDUR samtaka gegn hávaða verður haldinn sunnudag- inn 6. desember að Hótel Borg kl. 14:00. AUir sem áhuga hafa geta mætt á fundinn, en samtök- in vilja losa fólk undan áreiti óþarfa hávaða og leggja áherslu á rétt manna til þagnar og óm- engaðs hljóðumhverfis, að þvi að segir í fréttatilkynningu frá nokkrum aðstandendum þeirra. Samtök gegn hávaða eru stofnuð í kjölfar nýlegra blaðaskrifa og þeirr- ar umræðu sem þá var hleypt af stokkunum. Að sögn Svanhildar Halldórsdóttur, eins af forgöngu- ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið út barnabókina Hvaðan ert þú eiginlega? eftir Ásrúnu Matt- híasdóttur. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að bókin sé ætluð 8-10 ára lesendum og fjalli um Laufeyju og Lárus sem eru hressir krakkar í litlu sjávarþorpi úti á landi. „Skólanum er að ljúka," segir í tilkynningunni, „flaran er leiksvæði bamanna og sjórinn heillar. Þar þekkja allir alla. Það er því ekki að furða þótt Laufey litla sem er bara 8 ára lendi (ýmsum ævintýrum þegar hún kemur f heim- sokn til borgarinnar og kemst að raun um að þar þekkir enginn neinn.“ Hvaðan er þú eiginlega? er 91 blaðsíða. mönnum að stofnun samtakanna, hafa nokkrir áhugamenn um málef- nið hist undanfarið til að undirbúa stofnfundinn, og fundið fyrir miklum stuðningi í flölmiðlum og manna á meðal. Svanhildur sagði að samtökin hygðust fyrst og fremst höfða til almennrar tillitssemi fólks, og líkti baráttunni gegn hávaða við barátt- una gegn reykingum. Sem dæmi um hávaða sem samtökin vilja rejma að minnka nefndi Svanhildur útvarps- tónlist í almenningsvögnum, og óþarfa bflflaut og flugvélagný. Hún sagði að til að byija með vildu menn Ásrún Matthiasdóttir í samtökunum vekja athygli á vanda- málinu og þeim áhrifiim sem of mikill hávaði gæti haft á fólk, en síðar væri hugsanlegt að grípa til einhverra beinna aðgerða eftir því sem félagar samtakanna ákveddu. Jólakaffi Kvenfélags Hringsins í Broadway HIÐ árlega jólakaffi Kvenfé- lagsins Hringsins verður haldið í veitingahúsinu Bro- adway sunnudaginn 6. desember og hefst kl. 14.00. Á dagskrá verður m.a. tísku- sýning á bamafötum frá versl- uninni Krakkar. Einnig verður skyndihappdrætti þar sem vinn- ingar eru m.a. utanlandsferðir, rafmagnsvörur, matarkörfur ásamt fleiri vinningum. Einnig verða basarmunir og jólakort seld. Allur ágóði af fjáröflun Hringsins svo sem af basar, jóla- kaffí, happadrætti og jólakorta- sölu rennur til líknarmála. Á þessu ári hefur félagið auk þess að styðja deildir Bamaspít- alans gefíð eina mifljón til sumardvalarheimilis fyrir böm, sem rekið er á vegum Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. BRESKA hljómsveitin The Searc- hers, sem gerði garðinn frægan í byijun 7. áratugsins, er væntan- leg til landsins og munu þeir félagar koma fram í veitingahús- inu Broadway nú um helgina á föstudags- og laugardagskvöld. The Searchers var á sínum tíma í hópi vinsælustu hljómsveita heims, við upphaf bítlaæðisins og má nefna fjölmörg lög sem náðu efstu sætum vinsældarlista víða um heim svo sem Needles and pins, Goodbye My Love, Walk In The Room, Love Potion No 9, Don’t Throw Your Love Away, svo örfá séu neftid. Hijómsveitin var stofnuð 1962 af þeim Mike Pinder, John McNaliy, Frank Allen og Chris Curtis. Eina breytingin á liðskipan hljómsveitarinnar er sú að Billy Ad- amson hefur tekið sæti trommuleik- arans Chris Curtis, en hljómsveitin hefur alla tíð haldið sínum sérstæða stfl og hljómi, sem einkennist af margrödduðum söng. The Searchers hefur selt hljóm- plötur í yfír 30 milljónum eintaka og hafa þeir unnið til fjölmargra gullplatna á ferli .sfnum. Arið 1963 lentu þeir í örðu sæti í kosningum um bestu söngsveit á Englandi, en hljómsveitin sem varð í fyrsta sæti í þeim kosningum hét The Beatles. Hljómsveitin kom ( heimsókn til fs- Iands á 7. áratugnum og svo aftur fyrir nokkrum árum, er þeir komu fram í Broadway í skemmtidag- skránni „Innrás 7. áratugsins". (Úr fréttatilkynningu.) Barnabók eftir Ásrúnu Matthíasdóttur Ferðasaga frá Suður-Frakklandi? Frumfluttur píanókonsert eftir Jónas Tómasson Það linnir ekki látunum í frum- flutningi tónverka eftir íslensk tónskáld þessa dagana. í sfðustu viku var frumflutt stutt tónverk eftir Mist Þorkelsdóttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og f kvöld verður frumfluttur nýr kon- sert fyrir tvö píanó eftir Jónas Tómasson. Þetta verða síðustu reglulegu tónleikar hljómsveitar- innar í ár og eru þeir viku fyrr en veiya er til, en síðustu tvær vikum- ar fyrir jól verða notaðar til útvarps- upptöku og tónleikahalds f sjúkrahúsum og stofnunum. Einleikarar á þessum tónleikum verða pfanóleikaramir Halldór Har- aldsson og Gfsli Magnússon og stjómandi er enski hljómsveitar- stjórinn Frank Shipway. Þetta verða síðustu tónleikamir, sem hann stjómar í vetur. Jónas Tómasson er með afkasta- mestu tónskáldum okkar. Hann er kennari við Tónlistarskólann á ísafírði en er nú í Reykjavfk vegna frumflutnings þessa verks. Hann var inntur eftir þvf, hver hefði ver- ið kveikjan að verkinu: Hugmyndin fæddist áferðalagi — Þetta verk varð til þegar ég var á ferðalagi f Suður-Frakklandi fyrir fjórum árum, segir Jónas. Hins vegar tók það mig tvö ár að ljúka við það, þannig að það varð til í endanlegri mynd fyrir tveimur árum. Það heitir á frönsku „Midi“ með undirtitilinn „óður fyrir tvö pfanó og hljómsveit". Þetta verk er ekki hugsað sem ferðasaga eða lýs- ing á Suður-Frakklandi, en eftir á að hyggja gæti það alveg eins ver- ið það, segir Jónas. — Fólk getur a.m.k. hugsað sér sína eigin ferða- sögu, meðan það hlýðir á verkið! — Verkið tekur um 25 mínútur í flutningi og skiptist í fímm þætti; forleik, dans, hægan þátt, annan dans og eftirléik. — Hvemig verk er þetta? — Þetta er nútfmatónverk, skrif- að með hefðbundnum hætti. í raun og veru er þetta varla píanókon- sert, heldur verk fyrir tvö píanó og hljómsveit. Ef við köllum þetta píanókonsert, þá er þetta fyrsti píanókonsertinn, sem ég skrifa. Ég hef þó samið áður fyrir píanó tvær pfanósónötur og notað píanó í kammerverkum. Ótrúlega margar nótur — Þegar ég var að skrifa þetta verk fann ég að þetta var f raun algert bijálæði að skrifa verk fyrir tvö píanó, því þetta vora svo marg- ar nótur sem þurfti að skrifa! Það tók mig tvö sumarfrf að skrifa allar þessar nótur! — Eins og ég hef nefnt er varla hægt að nefna þetta píanókonsert. Til að mynda er fyrsti þátturinn aðallega skrifaður fyrir hom við pfanóundirleik og í sfðasta þætti koma trompetar og trommur n\jög við sögu. Kveikjan að síðasta þætt- inum var gríðarmikil skrúðganga, sem ég sá í borginni Antibes í Suð- ur-Frakklandi. Þar var verið að minnast drakknaðra sjómanna. Fjöldi fólks tók þátt í þessari göngu. Fremst vora prestar og munkar og hljóðfæraleikarar, sem léku á trompeta og trommur. Þessi hljóð- færi vora ekki alltaf að spila saman, því trompetamir spiluðu lög, sem tengdust sjómönnunum, en tromm- umar slógu taktinn hjá göngu- mönnum. Skrúðgangan hélt niður að höfn, þar sem eldur var lagður f heljarmikla skútu, sem þar lá. Nú, þegar verið er að æfa verkið, vakna hjá mér endurminningar úr þessari skrúðgöngu og úr þessu ferðalagi yfírleitt, þannig að kannski má segja sem svo að þetta verk sé þrátt fyrir allt ferðasaga! Lögviðljóð Nínu Bjarkar — En hvað annað er á döfínni hjá þér? — Það er alltaf eitthvað á döf- inni. Fyrir nokkram áram samdi ég lag' fyrir Mótettukór Hallgríms- kirkju og nú er ég að semja fleiri lög utanum það við biblfutexta. Ég er einnig að glugga í ljóðabækur, aðallega í bækur eftir Nfnu Björk Ámadóttur. Þegar ég byijaði að skrifa músík fyírir um 18 áram, vora fyrstu verk mín einmitt lög við 6 eða 7 Ijóð Nínu Bjarkar. Ég er að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið þá, því ég er þeirrar skoðunar að það sé enda- laust hægt að semja lög um ljóðín hennar Nínu Bjarkar. Þau ljóð, sem ég er að semja tónlist við nú, era í ljóðabók, sem enn er ekki komin út, sagði Jónas Tómasson að lokum. Gísli Magnússon, Halldór Haraldsson og Jónas Tómasson. Gísli og Halldór Einleikarar á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar era þeir Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon eins og áður hefur komið fram. Gísli kom fyrst fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveitinni árið 1954 og á þeim rúmu þijátíu áram sem liðin era, héfur hann komið 15 sinnum fram á reglulegum tónleikum hljómsveitarinnar, auk þess sem hann hefur haldið nokkra einleiks- konserta í Reykjavík og víðar og tekið þátt f flölda kammertónleika. Hann hefur einnig leikið inn á plöt- ur, m.a. með Halldóri Haraldssyni. Gfsli er nú skólastjóri Tónlistar- skóla Garðabæjar. Halldór Haraldsson hefur haldið fjölda píanótónleika f þau rúm 20 ár, sem liðin era sfðan hann lauk námi frá Royal Academy of Music f London. M.a. hefur hann komið oft fram sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveitinni, verið virkur í kammertónlist og farið í nokkrar tónleikaferðir erlendis til að ieika kammermúsík. Hann hefur fram- flutt mörg verk fslenskra samtfð- artónskálda. Halldór hefur verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík í rúm 20 ár og yfírkenn- ari píanókennaradeildar f 10 ár. Eins og sjá má af framansögðu verða engir aukvisar, sem túlka verk Jónasar á þessum sfðustu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir jól. Síðara verkið á tónleikunum verður svo Sinfónía nr. 3, „Eroica" eftir Beethoven. Tónleikamir hefjast í kvöld klukkan 20.30 og verða miðar seld- ir við innganginn. TEXTI: Rafn Jónsson, blaða- fulltrúi Sinfónfuhyómsveitar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.