Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 32

Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Bókin sem fiallað hefur verið um i fréttatímum og a forsiðum dag- blaða. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrymr meðferð Hæstaréttar á sex málum þar sem reynir á nokkur mannrett- indaákvæði stjórnarskrárinnar. Þagnarmúrinn um Hæstarétt rofinn. bók óð bók List og lífsskoðun II. flokkur í heildarútgáíu AB á ritverkum Sigurðar Nordals. Þrjú bindi Hér er meðal annars: Skáldskapur Sigurðar Nordals: Skottið á skugganum Fornar ástir Uppstigning Skáldskapur sem markaði tímamót í íslenskum bókmenntum. Heimspeki: Einlyndi og marglyndi Líf og dauði Auk þess ritgerðir sem tengjast þessum efhum og bera kaflaheitin: . Skiptar skoðanir, Hugleiðingar, Háskóli og ffæði, Listir, Heilbrigði og útivist, Endurminningar Nú eru komin út sex bindi af heildar- útgáfúnni. bók íióð bók Öndvegishöfundur þessarar aldar Mál dönsku strokustúlkunnar: Frændanum sleppt úr haldi FRÆNDA dönsku stúlkunnar, sem strauk héðan í sumar, hefur verið sleppt úr haldi í Tönsberg’ í Noregi. Lögreglan þar bíður nú eftir upplýsingum frá íslandi, varðandi kæru móður stúlkunnar um að frændi hennar hafi misnotað hana. Stúlkan strauk héðan með full- tingi móðurbróður síns í byrjun júlí. Ekkert spurðist til hennar lengi, en faðir hennar, sem er búsettur í Danmörku, sagði að hún hefði hringt í sig, neitað að gefa upp dvalarstað en sagt að hún ætlaði að fara huldu höfði þar til hún yrði 16 ára, sem var þann 12. nóvember. Frændi hennar var handtekinn í Osló fyrir tæpum tveimur vikum og sendur til Tönsberg, þar sem hann á lögheimili. í síðustu viku kom stúlkan í leitimar, en hún hafði þá dvalið um hríð með frænda sínum í íbúð í Osló, sem kunningjar frændans lánuðu hon- um. Hún dvelur nú á unglinga- heimili þar í borg.. Áge Andersen, lögreglufulltrúi í Tönsberg, sagði að frænda stúlkunnar hefði verið sleppt úr haldi í lok síðustu viku, en áður hafði hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. desember. „Við bíðum eftir upplýsingum frá Islandi varðandi kæru móðurinn- ar og frænda stúlkunnar hefur verið gert að hafa samband við lögregluna í Tönsberg kvölds og morgna," sagði Andersen. „Hann játaði engum af þeim ásökunum sem fram hafa komið frá systur hans, um að hann hafi misnotað stúlkuna. Ég á von á að ræða við stúlkuna sjálfa á næstu dög- um og vonandi fer þetta mál þá að skýrast, auk þess sem upplýs- ingar frá Islandi eru væntanleg- ar,“ sagði Andersen. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun stúlkan hafa dvalið um tíma á bóndabýli í Danmörku og haft þá samskipti við föður sinn. Áge Andersen kvaðst ekki vita hvað væri hæft í þessu og ítrekaði að hann ætti eftir að heyra sögu stúlkunnar. HeIÐAtv LAMBIl) Nú kynnum við ljúffenga lambakjöts- rétti í hádeginu á sunnudögum SUNNUDAGUR6. DES. Heilsteiktur lambavöövi mefi sveppum, grcmu blómkáli og hunangssósu. Gráfikjurjómaís. SUNNUDAGUR 13. DES. lnnbakafiur lambavöfivi mefi blómkáli, gulrótum og mintsósu. Holtsrjómaís. Verð kr. 695,- fyrir fullorðna og kr. 350,- fyrir börn. Njótið hádegis á Holti með allri fjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.