Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
Varnarmálaráðherrar NATO:
Samstarf um
þróun og smíði
venjulegra vopna
Brilssel. Reuter.
V arnarmálaráðherrar
NATO samþykktu á fundi
sínum f Briissel í gær að hefja
nánara samstarf um þróun og
Gorbatsjov í sjón-
varpsviðtali vestra:
Mannréttinda-
samtök reiðast
New York, Reuter.
UMMÆLI Michaels Gorbatsjov,
leiðtogi Sovétríkjanna, f sjón-
varpsviðtali f Bandaríkjunum á
mánudag þar sem hann gaf f
skyn að Bandarfkjamenn væru
að reyna að skipuleggja „atgjör-
visflótta“ frá Sovétríkjunum,
vöktu reiði sovéskra flóttamanna
f Bandaríkjunum, gyðingasam-
taka og mannréttindasamtaka.
Morris Abram, formaður sam-
taka sovéskra gyðinga í Banda-
ríkjunum, sagði staðhæfingu
Gorbatsjovs vafasaman málflutn-
ing, sem enginn sovéskur leiðtogi
hefði látið sér til hugar koma að
bera á borð.
Jiri Pehe, sérfræðingur um mál-
efni Sovétríkjanna, starfar innan
mannréttindahreyfingar, sagði það
af og frá að taía um „atgjörvis-
flótta" þar sem iítill hluti þeirra sem
sækja um að fara frá Sovétríkjun-
um eru háskólamenntaðir. „Þetta
er ekki raunveruleg ástæða þess
að sovésk yfírvöld vilja ekki að fólk
fari úr landi," sagði Pehe.
smfði hefðbundinna vopna.
Luku ráðherrarnir fundi sínum
með þvf að lýsa yfir stuðningi
við samkomulag risaveldanna
um útrýmingu meðaldrægra
kjarnaflauga. Skoruðu þeir á
Oldungadeild Bandaríkjaþings
að staðfesta það.
í tilkynningu, sem gefín var út
í fundarlok sagði, að á næsta ári
myndu NATO-ríkin hrinda í fram-
kvæmd áætlun, sem gerði ríkjun-
um kleift að eiga náið samstarf á
sviði rannsókna, hönnunar og
smíði hefðbundinna vopna. Ætti
þetta fyrirkomulag að bæta áætla-
nagerð á sviði vamarmála.
Ráðherramir fögnuðu þeim ár-
angri, sem orðið hefði að þeirra
sögn í viðræðum í Vín um meiri
jöfnuð í hefðbundnum herafla í
Evrópu, en á því sviði hafa Var-
sjárbandalagsríkin yfírburði á
NATO-ríkin. í fyrradag sögðust
Bandaríkjamenn hafa í undirbún-
ingi tillögur um veralega fækkun
venjulegra vopna í Evrópu og að
þeir myndu leita eftir stuðningi
annarra NATO-rílg'a við þær áður
en tillögumar yrðu lagðar fyrir
Sovétmenn.
Ættingjar farþeganna sem voru um borð f suður-Kóresku flugvelinni sem fórst yfir Burma á sunnudag
bíða milli vonar og ótta á flugvellinum í Seoul
Japanskt par grunað um aðild að flugslysinu yfir Burma:
Beðið eftir að konan
komi til meðvitundar
Böndin berast að norður-kóreskum njósnahring
Bahrain og Tókíó, Reuter.
HERMENN með alvæpni gættu
f gær konunnar, sem talin er
kunna skýringar á hvarfi suður-
kóreskrar farþegaþotu um
helgina. Hún liggur nú meðvit-
undarlaus á sjúkrahúsi f Bahrain
eftir að hafa reynt að fremja
sjálfsmorð ásamt fylgdarmanni
sínum á flugvellinum þar. Hon-
um tókst ætlunarverk sitt.
Konan er talin ná sér fljótlega,
en þangað til bíða embættismenn
Skýringa leitað á niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu í Póllandi:
„Pólverjar eru svo óvanir
leynilegnm kosningnma
Varsjá, Reuter.
STJÓRNVÖLD f Póllandi segja
að þau muni halda fast við
áformaðar efnahagsaðgerðir
Og pólitískar tilslakanir þrátt
fyrir niðurstöðuna f þjóðarat-
kvæðagreiðslunni á sunnudag.
Þá voru einungis 44.28% kjós-
enda hlynnt efnahagsaðgerð-
unum og aðeins fleiri eða
46.29% studdu pólitísku tilslak-
animar. Þessi niðurstaða kom
mjög á óvart og er nú leitað
ýmissa skýringa á henni.
„Pólska stjómin gæti hafa tap-
að kosningunni vegna þess að
sumir kjósendur greiddu atkvæði
vitlaust fyrir mistök," segir Albin
Kania sem sér um skoðanakann-
anir fyrir pólska sjónvarpið.
Spumingin á kjörseðlinum var
þannig orðuð að menn áttu að
merkja við „nei“ ef þeir væra
hlynntir tillögum stjómarinnar.
Jerzy Urban talsmaður stjómar-
innar viðurkenndi á mánudag að
þessi háttur væri raglandi.
í öðra lagi benti Kania á að
Pólveijar „era svo óvanir leynileg-
um kosningum, þeir gerðu mistök
bak við tjöldin". Hann bætti við
að líklega hefðu þeir raglast í
ríminu við það að þurfa nú að
fara inn í kjörklefa.
Aðspurður um hvers vegna
skoðanakönnun sjónvarpsins sem
gerð var fyrir kosningamar hefði
verið svo §arri lagi en hún spáði
stíóminni meirihluta sagði Kania:
„Eg myndi vilja kalla það „lottó-
áhrif": milljónir manna era vanar
að velja númer með því að merkja
við það“. Einnig hefði ein milljón
kjósenda skilað auðu á sunnudag-
inn. Fram til þessa hefur auður
atkvæðaseðill í kosningum þar
sem einungis er kosið um einn
mann verið túlkaður sem stuðn-
ingur við frambjóðandann. Ef
menn vildu lýsa óánægju með
frambjóðandann þá var til siðs að
rífa kjörseðilinn eða skila auðu
umslagi.
Stjómin var svo viss í sinni sök
að nokkur dagblöð höfðu skrifað
fregnir af kosningunni áður en
úrslit lágu fyrir. Til dæmis birti
Express Wieczomy flennifyrir-
sögn á mánudag sem hljóðaði
svo: „Við höfum valið þróun í landi
okkar“.
Kjörstjóm á vegum ríkisstjóm-
arínnar fundaði klukkustundum
saman eftir að úrslit lágu fyrir.
Jerzy Urban las svo tilkynningu
hennar fyrir fréttamenn á mánu-
dagskvöld: „Það er enginn ljóður
á áætlunum stjómvalda að lög-
lega bindandi meirihluti náðist
ekki við þessar aðstæður. Mikil-
vægt er að mikill meirihluti
kjósenda sýndi áætlununum vel-
vilja sinn.“ Hann bætti við að
stjómin myndi ekki hækka verð
á vöram og þjónustu eins mikið
og áformað var fyrir atkvæða-
greiðsluna.
þess að geta yfirheyrt hana. Hún
mun þó vera mjög veikburða og er
ennþá í öndunarvél.
Konan og maðurinn, sem var
kominn af léttasta skeiði, létu sem
þar væra feðgin á ferð, en þau
höfðu fölsuð japönsk vegabréf und-
ir höndum. Þau vora stöðvuð á
flugvellinum í Bahrain á þriðjudag
þar sem þau hugðust taka flugvél
til Rómar. Skötuhjúin fengu sér þá
sígarettu. í þeim var falið blásýra-
hylki sem þau tuggðu með fyrr-
greindu afleiðingum.
Parið var um borð í suður-kór-
esku flugvélinni, sem hvarf ásamt
115 farþegum hennar á sunnudag,
en fór úr henni þegar vélinni var
millilent í Abu Dhabi. Þaðan hélt
vélin áleiðis til Bangkok, en hún
hvarf yfír Burma. Starfsmenn suð-
ur-kóreska flugfélagsins halda að
spengju hafí verið komið fyrir um
borð í vélinni en engar leifar henn-
ar hafa enn fundist. Talsmenn
suður-kóreska flugfélagsins í Bag-
dað sögðu að parið hefði komið frá
Belgrad og eytt einungis þremur
stundum í flughöfninni í Bagdað
áður en þau stigu upp í vélina til
Abu Dhabi.
Japanskir embættismenn hafa
beðið yfirvöld í Bahrain um fingra-
för parsins svo unnt verði að komast
að því hver þau raunveralega séu.
Japanskir Qölmiðlar segja að þau
kunni að tengjast norður-kóreskum
njósnahring sem komst upp um í
Japan árið 1985. Varaformaður
samtaka kóreskra innflytjenda í
Japan, Pak Zae-ro, segir þetta fjar-
stæðu og sakaði stjómvöld í
Suður-Kóreu og forsetaframbjóð-
anda þeirra Roh Tae-woo um að
hafa valdið hvarfi vélarinnar. „Roh
Tae-woo er í erfíðri stöðu í forseta-
kosningabaráttunni. Orðrómur
hefur verið á kreiki um að hann
myndi valda einhveiju Qaðrafoki
meðal fólksins til að fá betri
vígstöðu," sagði Pak Zae-ro. Tals-
maður Rohs segir að ekki sé orðum
eyðandi á þessar fullyrðingar Paks.
Israelar seldu Irönum
mikið af skotfærum
Stokkhólmi og Belgrad. Reuter.
ÍSRAELAR seldu írönum vopn
og skotfæri fyrir milljónir dollara
á árunum frá 1984-86 með aðstoð
sænsks milligöngumanns, að þvi
er fram kemur í skjölum, sem
tollgæslan í Sviþjóð hefur undir
höndum.
Sænskir tollverðir fundu þúsundir
skjala í skyndileit, sem þeir gerðu
nokkrum sinnum á áranum 1984-86
á skrifstofum Karls-Eriks Schmitz,
forstjóra fyrirtækisins Scandinavian
Commodity í Málmey. Schmitz hefur
verið ákærður fyrir vopnasmygl.
Hann hefur viðurkennt að hafa út-
vegað írönum vopn, en segir, að það
hafí verið gert á löglegan hátt.
í einu af skjölunum, sem fundust
á skrifstofum Schmitz, kemur fram,
að ísraelska ríkisfyrirtækið Israel
Military Industries hafí selt írönum
vopn fyrir 42 milljónir dollara á fyrr-
nefndu árabili. ísraelar neita að hafa
selt þeim vopn nema með vitund og
vilja Bandaríkjanna. Samkvæmt
skjalinu voru vopnin send til júgó-
slavnesku borgarinnar Bar, áður en
þeim var komið með leynd til írans.
Þessu neita Júgóslavar og segja, að
staðhæfíng sænsku tollgæslunnar sé
alröng.
JÓLABINGÓ
Verðmæti vinninganna er- 750 ÞÚSUND KRÓNUR -