Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 43 Mælt fyrir staðgreiðslufrumvarpi; Frumvarpið gerir kerfið þjáila og dregur úr misræmi - sagði fjármálaráðherra Frumvörp um tollskrá, söluskatt og vörugjald næstu daga Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir stjómarfrumvarpi um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann sagði að fylgi- frumvörp staðgreiðslufmm- varpsins yrðu lögð fram á þingi í dag (fimmtudag) en frumvörp um tollskrá, sölu- skatt og vömgjöld í byrjun næstu viku. í framsögu vék ráðherra að efn- isatriðum frumvarpsins. Hann sagði frumvarpið í fyrsta lagi fela í sér breytingar á ákvæðum stað- greiðslulaganna um skattkort. Breytt er tímaviðmiðun til útgáfu skattkorta. Lagt er til að Trygg- ingastofnun ríkisins taki á móti skattkortum fyrir bótaþega þeirr- ar stofnunar. Ennfremur að gefin verði út sérstök skattkort fyrir námsmenn og sérstök kort með uppsöfnuðum afslætti þegar skatt- þegnar hafa lítt eða ekki stundað launuð störf fyrri hluta árs. Þá eru rýmkuð ákvæði um hvenær færa má persónuafslátt milli hjóna. „Breytingar þessar miða að því,“ sagði ráðherra, „að gera kerfíð þjálla í framkvæmd og að því að draga úr misræmi milli stað- greiðslu og endanlegrar álagning- ar.“ I annan stað fjallar frumvarpið um skil á staðgreiðslufé. Þar er höfð hliðsjón af áliti gjaldheimtu- nefndar. Sett er ákvæði um skilatíma að loknu hveiju greiðsl- utímabili. Og ákvæði þess efnis að sjómannaafsláttur verði dreg- inn frá staðgreiðslu hjá launa- greiðanda í stað þess að vera gerður upp sérstaklega, eins og ætlunin var. Ráðherra sagði að íslendingar hafí stigið skrefíð til staðgreiðslu skatta seinna en grannþjóðir. Skattkerfi okkar verði hinsvegar um flest einfaldara en þekkist með öðrum þjóðum. Stj ómarandstöðuþingmenn, sem til máis tóku, sögðu, að ákvæði frumvarpsins væru flest til bóta. Þeir gagnrýndu hinsveg- ar, hve síðbúið frumvarpið er og hve stuttur tími gefíst til að af- greiða það í þinginu. Jón Baldvin Hannibalsson STUTTAR ÞINGFRETTIR Bann við ofbeldis- kvikmyndum framlengt Eiður Guðnason: Haf- og fiskveiðasafn MMHCI „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa í samráði við sjávarútvegsráð- herra nefnd til að gera áætlun um stofnun og rekstur haf- og fiskveiðasafns. Skal safnið gefa mynd af hafsvæðum umhverfis ísland, eðli þeirra, lifi og lífsskilyrðum í hafinu, fiskveið- um íslendinga fyrr og nú, ásamt annarri nýtingu og vernd auðæfa hafsins, svo og meðferð og sölu sjávarfangs fyrr og nú. í safninu skal einnig fjallað um landhelgismál íslendinga, þró- un þeirra, baráttu fyrir út- færslu landhelginnar og landhelgisgæzluna. í safninu skal beitt fullkomnustu sýning- artækni sem völ er á“. Þannig hefst tillaga til þings- ályktunar sem Eiður Guðnason (A/Vl) flytur. Ekki er tekin af- staða til staðsetningar slíks safns f tillögutexta en í greinargerð seg- ir að „vel mætti hugsa sér að það yrði staðsett á Akranesi". Þar segir og að safnið yrði áhrifamikið fræðslutæki fyrir unga og aldna. Vakin er athygli á því að flestar þjóðir, sem byggja afkomu sína á sjósókn og sigling- um eigi söfn af þessu tagi, sumar mörg. í Björgvin í Noregi séu þrjú söfn á þessu sviði, siglingasafn, fískveiðasafn og fiskasafn. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/ Rvk) mælti í gær fyrir frum- varpi um framlengingu á banni við ofbeldiskvikmyndum. Sam- kvæmt gildandi lögum fellur bannákvæðið úr gildi um næst komandi áramót. Frumvarp Kvennalistans gerir ráð fyrir því að „sólarlagsákvæðið" (um tímatakmarkaðan gildistíma) falli niður, svo bannið haldi við- varandi gildi. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, upplýsti, að i ráðuneyti hans væri unnið að frumvarpi á framhaldandi banni við ofbeldiskvikmyndum. Lífeyrisréttindi fyrir heimavinnandi: Aðgangur að Söfnun- arsjóði lífeyrissjóða Þingsályktun þegar samþykkt Frumvarp þingmanna Sam- taka um Kvennalista, þess efnis, að heimavinnandi húsmæður fái aðild að Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda, kom til framhalds fyrstu umræðu í neðri deild i gær. Sólveig Pétursdóttir (S/ Rvk) lýsti stuðningi við megint- Skattgreiðslur með skuldabréfum: Hundrað heimildir gefn- ar á árunum 1983-1985 Samkvæmt gögnum fjár- málaráðuneytisins hafa fjármálaráðherrar heimilað 127 sinnum á árunum 1980-1987 greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfum eða sambærilegum skuldaviður- kenningum. Ein slfk heimild var gefin 1980, ein 1981, fjór- ar 1982, 19 1983, 21 1984, 60 1985, 14 1986 og 7 1987. Lang stærstur hluti þessara heim- ilda til greiðslu skatta með skuldabréfum var gefinn í fjármálaráðherratíð Alberts Guðmundssonar. Framangreint kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spum Kjartans Jóhannssonar (A/Rn) um þetta efni. í öllum tilfellum var krafízt banka- ábyrgðar, fasteignaveðs eða sambærilegrar tryggingar fyrir skuldabréfunum. Hinsvegar var ekki um verðtiyggingu skulda- fjárhæðar að ræða í nokkrum tilfellum. Stærsta þannig umsamin skattaskuld lögaðila 1983 nam tæpum níu milljónum króna (verðtryggð skuldabréf til 4 ára, hæstu vextir), 6.7 m.kr. 1984 (verðtryggð skuldabréf til 5 ára, hæstu vextir), 23,2 m.kr. 1985 (óverðtryggt skuldabréf til 6 ára, 22% vextir), 9 m.kr. 1986 (verð- tryggt skuldabréf til 5 ára, hæstu vextir) og 44 m.kr. 1987 (verðtryggt skuldabréf til 6 ára, 5% vextir). Heildarfjárhæðir skuldabréfa sem tekin vóru sem greiðsla upp i skatta á þessu tímabili var sem hér segir: 8,2 m.kr, 1980, 0,3 m.kr. 1981, 2,2 m.kr. 1982, 41.3 m.kr. 1983, 36.9 m.kr. 1984, 114.4 m.kr. 1985, 25.0 m.kr. 1986 og 49.2 m.kr. 1987. ilgang frumvarpsins, enda brýn nauðsun að knýja fram úrbætur i lífseyrismálum, meðal annars í þá veru að heimilisstörf nái jafnstöðu. Sólveig Pétursdóttir kvað hinsvegar nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir við frum- varpið. í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir því að hið opinbera sjái um iðgjaldagreiðslur, en meginreglan sé sú að lífeyrisréttindi séu eign sem myndist við iðgjaldagreiðslur einstaklinga. í annan stað sé ekki raunhæft að miða iðgjaldagreiðsl- ur við 9. launaflokk Verkamanna- sambands íslands, eins og frumvarpið geri ráð fyrir, þar eð það flokkakerfí hafí verið lagt nið- ur í síðustu desembersamningum. Þá sé það heldur ekki ljóst af frum- varpinu, hvort áunnin lífeyrisrétt- indi verði sameign hjóna eða ekki. Eiga þessi réttindi að koma til skipta milli hjóna við skilnað? Guðrún Helgadóttir (Abl/ Rvk) minnti á að Alþingi hafí með þingsályktun falið ríkisstjóminni að semja frumvarp til laga um lífeyrisréttindi heimavinnandi. Ástæða væri til þess að fá upp- lýst, hvar það mál sé á vegi statt, hvort félagsmálaráðherra hafí í huga að framfylgja viljayfírlýs- ingu Alþingis um þetta efni. Fleiri þingmenn tóku til máls í umræðunni. Kvennalistinn hafi orðið ráðu- neytinu fljótari um framlagn- ingu frumvarps um þetta efni. Lagði hann til að bannákvæðið yrði framlengt um eitt ár, en að því stefnt, að frumvarp frá ráðuneytinu, sem tæki heild- stæðar á málinu, verði lagt fyrir næsta þing. * * * Júlíus Sólnes (B/Rn) mælti fyrir frumvarpi um húsnæðislána- stofnanir og húsbanka. Fmm- varpið gerir ráð fyrir því að komið verði á fót húsnæðislánastofnun- um eða húsbönkum, sem veiti veðlán til íbúðahúsabygginga til þeirra sem ekki eiga rétt til hús- næðislána hjá Byggingarsjóði ríkisins. * * * Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra mælti fyrir frumvarpi um veitingu íslenzks ríkisborgararétt- ar til 18 einstaklinga. * * * Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um launaskatt. Samkvæmt frum- varpinu verða landbúnaðarstörf ein undanþegin launaskatti, en sjávarútvegsgreinar falla á ný undir þessa skattskyldu. Stjómar- andstæðingar héldu því fram að hér væri um nýjan stijálbýlisskatt að ræða. * * * Finnur Ingólfsson (F/Rvk) mælti fyrir frumvarpi um lög- vemdun á starfsheiti og starfsrétt- indum fóstra. * * * Nokkrar fyrirspumir bættust við fyrirspumabunkann á borðum ráðherra. Ragnar Amalds spyr samgönguráðherra, hvort ekki sé tímabært að ganga svo frá vatns- rennsli í Strákagöngum við Siglu- fjörð, að þau verði sæmilega akfær. Jón Kristjánsson spyr dómsmálaráðherra hvaða reglur gildi um ferðakostnað og þjónustu Löggildingarstofu ríkisins. Guðrún Helgadóttir spyr heilbrigðisráð- herra hvort það samrýmist lögum um heilbrigðisþjónustu að geð- sjúkt fólk sé vistað í fangelsum. Júlíus Sólnes spyr iðnaðarráðherra um skipasmíðar, erlendis og. hér- lendis, og hvort ráðherra hyggist með einhveijum ráðum spoma gegn því að íslenzkur skipasmíða- iðnaður leggist í rúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.