Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
a ' Metsölubók
Kauöur Stormur eftir Tom Clancy
Bókin segir frá “þriðju heimsstyrjöldinni“. Aðalátökin eru milli.
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stór hluti bókarinnar gerist á íslandi.
Rauður stormur hefur trónað á metsölulistum
\bók
í dag fímmtudaginn 3. desember
verður 75 ára heiðursmaðurinn Sig-
urfínnur Einarsson í Fagradal,
Vestmannaeyjum.
Með þessum fáu orðum langar
mig til að óska þessum góða vini
mínum til hamingju með daginn.
Hann á það svo sannarlega skilið
fyrir vináttu við mig og mína allt
frá þvi á unglingsárum mínum til
dagsins í dag. Sigurfínnur er fædd-
ur á Efri-Steinsmýri í Meðallandi,
V-Skaftafellssýslu, og voru foreldr-
ar hans hjónin Gíslrún Sigurbergs-
dóttir og Einar Sigurfínnsson.
Finnur á tvo bræður, Sigurbjöm
biskup og Guðmund garðyrkju-
bónda í Hveragerði.
Finnur hefur komið nálægt ýmsu
um ævina og unnið bæði við land-
búnað og sjávarútveg. Hann er
fæddur í sveit og fram á fullorðins-
ár var hann meira og minna í
sveitinni. Hann missti móður sína
bamungur og flutti þá til
Reykjavíkur með foður sínum, en
eftir fermingu fór Finnur í sveitina
og var fljótlega sendur á vertíð í
Þorlákshöfn. Frá árinu 1929 og
næstu 10 árin á eftir er Finnur hjá
föður sínum á sumrin á Iðu í Bisk-
upstungum, en sótti á vertíð til
Vestmannaeyja eins og algengt var
með ungt fólk af Suðurlandi. Og
það varð með Finn eins og svo
margt gott fólk, sem kom hingað
til Eyja á vertíð, að hann settist
hér að.
Hér fann Finnur góðan lífsföru-
naut og kvæntist árið 1941 Önnu
Sigurðardóttur sem ættuð er úr
Eyjum. Það var mikið gæfuspor.
Það var almannarómur að þar fóru
glæsileg hjón þar sem Finnur og
Anna fóru. Árið 1941 keypti Finnur
Svefnvokar
ajungiIaJk.
Skátabúðin selur hina heims- .
þekktu Ajungilak svefnpoka, en
Ajungilak er einn stærsti svefn-
pokaframleiðandi í heimi. Við
hjá Skátabúðinni aðstoðum við
val á þeim poka er hentar
þínum þörfum. Okkar ráðlegg-
ingar eru byggðar á reynslu.
Skátabúðin — skarar framúr.
SKÁTABÚÐIN
Snorrabraut 60 sími 12045
BIFREIÐASMIÐJA
BIFREIÐA- OG VÉLAVERKSTÆÐI
SÍMi 95-6119 - 560 VARMAHLÍÐ - SKAGAFJÖRÐUR
Bitreiðasmiðja
Bílaréttingar: Réttum allar gerðir bíla. Jafnt lítil sem stór tjón. Höfum góðan verktærakost fyrir erfið verkefni.
Bílayfirbyggingar og klæðningar: Byggjum yfir allar gerðir Pickup og • 4 ^ ^
fólksflutningabíla. ______
Klæðum allar gerðir bíla: Fólksbíla, jeppa, fólksflutningabíla.
Bræðum dúka í bíla.
Bflagler: Skerum gler í bíla og vinnuvélar.
Bifreiðamálun
Almálum allar gerðir bíla - blettum bíla - skreytum bíla
ATH.: Fullkominn sprautuklefi með yfirþrýstingi og þurrkun.
Tökum stóra sendibíla í klefann.
Autolack-Systeme
Lögum liti á allar bílategundir.
í samráði við Remaco hf. höfum við tekið í notkun lakkbar frá þeim. Öll undirefni og lökk
Fagradal við Bárustíg og átti þar
heimili í meira en aldarfjórðung og
var Finnur jafnan kenndur við
Fagradal. Anna og Finnur eignuð-
ust þijú böm en þau em: Einar,
sendibflstjóri hjá Vömsölu SÍS í
Vestmannaeyjum. Hann er ókvænt-
ur og á tvo syni. Sigurfínnur er
kennari og myndlistarmaður í Eyj-
um, kvæntur Þorbjörgu Júlíusdótt-
ur og eiga þau þrjú böm. Yngst er
Þorbjörg, húsmóðir í Eyjum, gift
Viðari Sigurbjömssyni og eiga þau
þijú böm. Anna og Finnur fluttu
að Hásteinsvegi 55 árið 1960, en
eftir gos var heimili þeirra að Faxa-
stíg 35.
Finnur var sjómaður frá 1939 til
ársins 1955. Lengst var hann á vb.
Lunda með Þorgeiri Jóelssyni og
einnig um árabil með Eyjólfi for-
manni frá Búastöðum. A sumrin
vann Finnur í landi. Árið 1955 varð
hann fyrir slysi þar sem hann var
við vinnu við byggingu Naustham-
arsbryggju og slasaðist Finnur á
fótum og var frá vinnu mánuðum
saman. Það var þáttur í lækningu
og þjálfun að Finnur átti að vera
duglegur að ganga og eitt sinn er
hann var á gangi við höfnina þá
kallar Siguijón Auðunsson verk-
stjóri (Siggi Auðuns) í ísfélagi
Vestmannaeyja til hans og segir
að fyrst hann geti verið þetta á
röltinu þá geti hann eins komið til
sín 0g séð um að brýna fyrir stúlk-
umar. Þetta var tilboð sem Finnur
hvorki gat né vildi hafna og var
þetta upphaf að farsælu starfí hans
hjá ísfélaginu, en þar átti hann
eftir að vera lengi og una sér vel.
Alla tíð bar hann mikla virðingu
fyrir Sigga Auðuns og var honum
þakklátur. Eins og þeir vita sem
þekkja Finn þá er hann lífsglaður
og hæfileikarfkur og það átti ekki
við hann að sitja hjá og brýna hnífa
og það leið ekki á löngu þar til
Finnur var orðinn aðstoðarverk-
stjóri hjá Sigga Auðuns og var í
verkahring hans að líta eftir hjá
stúlkunum og það átti vel við Finn.
Menn sáu og fundu að Finnur var
góður starfskraftur og árið 1962
var hann sendur á vegum ísfélags-
ins til Reykjavíkur á Fiskmatsskól-
ann sem stóð í 3 mánuði. Með
hægð og Ijúfmennsku stjómaði
Finnur og náði meiri árangri en
margur sem voru háværari og með
gassaskap. Finnur er þannig maður
að hann kallar fram það besta í
hveijum manni.
Finnur, eins og aðrir Vestmann-
eyingar, varð að yfírgefa kæra
Fáskrúðsfj örður:
Línuveiðar
hafnar
Fáskrúðsfirði.
VÉLSKIPIÐ Guðmundur Krist-
inn hefur hafið róðra með línu
frá Fáskrúðsfirði. Síðastliðinn
þriðjudag, kom hann úr fyrsta
róðrinum með um 13 lestir af
mjög fallegum þorski á 80 linur.
Hugmyndin er að Guðmundur
Kristinn afli fyrir erlendan markað
og verður hann trúlega fljótur að
því, þegar svona vel gengur. Vél-
skipið Þorri landaði síðustu sfldinni
sinni f dag og verður hún frystuð
til beitu. Það er ætlunin að hann
hefji einnig línuróðra. Frá því í
byijun nóvembermánaðar hafa
margir opnir bátar stundað neta-
veiðar á Pollinum og hefur aflinn
hjá þeim verið alveg sæmiiegur og
stundum mjög góður. Mönnum
fínnst dálítið undarlegt ef á að fara
að banna netaveiðar þessara litlu
báta innanQarðar vegna þess að það
sé nú allt í einu orðið hættulegt.
- Albert
Afmæliskveðja:
Sigurfiiinur Einars-
son, Fagradal