Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
61
Hildur Margrét
Sigurðardóttir
kennari - Minning
Fædd 28. október 1957
Dáin 25. nóvember 1987
Það var mér ávallt mikið til-
hlökkunarefni, þegar skólinn átti
að hefjast á haustin, að fá að sjá
nemendur mína, bæði þá sem ég
hafði kennt árið áður og hlakkaði
því til að hitta sem vini og starfs-
félaga, en einnig að kynnast hinum
nýju og leita eftir persónulegum
þörfum hvers og eins þeirra við
námið.
Haustið 1978 voru óvenju margir
nemendur skráðir til náms við
smíðadeild Kennaraháskólans.
Hafa ekki verið jafnmargir í annan
tíma. Hildur var ein í hópi þeirra
er þá hófu nám við Kennaraháskól-
ann og valdi m.a. smíðar sem
valgrein. Þá vantaði hana tvo mán-
uði upp á að vera tuttugu og eins
árs. Var hún búin að prófa að kenna
við grunnskólann á Eskifírði og
gerði sér því grein fyrir hvað húr.
var að leggja út í með kennaranám-
inu.
Sérhver maður ber sín persónu-
einkenni. Það fór ekki fram hjá
neinum sem sá og kynntist Hildi,
að þar fór óvenju viljasterk, kraft-
mikil og ósérhlífín stúlka, en jafn-
framt undur næm og viðkvæm.
Framkoma hennar var með þeim
hætti að hún naut virðingar og
trausts. Þegar litið er yfír náms-
og starfsferil Hildar er augljóst að
þar hefur verið óvenjuleg stúlka,
heilsteypt og viljasterk.
Eins og fyrr segir valdi hún
smíðar sem valgrein með kennara-
náminu. Fyrir þá sem ókunnugir
eru má upplýsa, að slíkir kennarar
hafa að loknu námi og prófum full
kennsluréttindi við grunnskóla, en
luku jafnframt umfangsmiklu og
erfíðu sérnámi. Ekki var það eins-
dæmi á þeim tíma, að stúlkur veldu
smíðavalgrein, því nokkrar konur
höfðu valið sömu grein, en þær
þurftu að leggja hart að sér við
námið, einkum af því að þær skorti
undirbúning til jafns við piltana í
verklegu námi. Hildur brautskráðist
þaðan með framúrskarandi vitnis-
burði. Ekki var það henni nóg, hún
vildi kunna betur það sem hún ætl-
aði sér að kenna og innritaðist því
í húsgagnadeild Iðnskólans í
Reykjavík að loknu kennaraprófínu.
Lauk hún sveinsprófi í húsgagna-
smíði með sömu ágætum og réð sig
til starfa á húsgagnaverkstæði.
Starfaði hún um nokkurt skeið
við þá iðn og ávann sér nauðsyn-
lega starfsreynslu. Húsgagnasmíð-
in var henni þó ekki alveg
fullnægjandi. Hildur var of sjálf-
stæð og skapandi í hugsun til að
una á slíkum vinnustað. Réð hún
sig í vinnu við húsasmíðar, timbur-
húsagerð og sérstæða grein sem
byggist á að vinna úr trjástofnum
og bjálkahúsagerð, sem er mjög
fátíð nú á tímum. Gekk hún að
vinnu úti sem inni, vetur jafnt og
sumar við þessi erfiðu störf. Enginn
vafí leikur á að hún lærði mikið í
smíðum, þessi ár.
Jafnframt þessum störfum vann
hún að teiknun og hönnun hand-
gerðra listmuna, saumaðra, prjón-
aðra og leðurmuna, auk þess sem
hún kenndi nokkrar stundir í viku
við smíðadeild KHÍ og við skóla
Heimilisiðnaðarfélagsins. Við þann
skóla gegndi hún einnig skóla-
stjórastörfum er aðalskólastjórinn
fékk orlof.
Af þessari upptalningu sést að
hér var á ferðinni stúlka sem þorði
að takast á við vandasöm verkefni
og vann störf sín af kostgæfni. Það
var mér mikið ánægjuefni að kynn-
ast þessari prúðu, kurteisu og
duglegu stúlku er hún stundaði nám
í smíðadeild KHÍ. Vinátta okkar
varð traust og gagnkvæm virðing
einkenndi þá vináttu.
Hildur átti sér draum um að tak-
ast á við smíðakennslu í skóla og
varð það okkur vinum hennar fagn-
aðarefni er hún ákvað að sækja um
stöðu smíðakennara við Æfínga-
og tilráunaskóla KHÍ, haustið 1986.
Hún fékk þessa stöðu og var ekki
að sökum að spyija að hún gekk
að þeim störfum með miklum áhuga
og dugnaði. Einnig lagði hún sig
fram í félagsstarfi fyrir skólann,
bæði meðal nemenda og kennara,
því hún gegndi embætti formanns
í kennarafélagi skólans. Það var
skemmtilegt að sjá hve glöð hún
var, hve starfsorkan og starfsgleðin
geislaði af henni.
Nú sit ég hér og minnist Hildar,
þessarar fallegu og elskulegu ungu
stúlku. Veikindi sækja á unga jafnt
sem eldri, en það eru svo margar
góðar og fallegar minningar sem
leita á hug minn. Um nokkurt skeið
var hún starfsfélagi minn og svo
starfsfélagi sonar míns. Þegar við
ræddum saman hin ýmsu verkefni,
eða sögðum frá því sem á dagana
hafði drifíð. Hún sagði mér frá
íþróttum og ferðalögum og frá því
fólki er hún mat mest afi hennar
var oft nefndur, amma og foreldr-
amir. Systumar tvær og litla
systurdóttirin áttu þó e.t.v. mest
rúm í huga hennar.
Ég þakka guði fyrir allar þessar
góðu minningar og að öðmvísi
minningar á ég ekki til um Hildi.
Ég varð djúpt snortinn síðastlið-
inn aðfangadag. Þá kom Hildur og
færði mér pakka, sagðist ætla að
óska mér gleðilegrar hátíðar. Hún
hafði þá, þrátt fyrir allt annríkið,
haft tíma til að pijóna hlýja og fal-
lega peysu handa mér. Svona var
hún, hugulsöm, hjálpleg og fús til
að leggja sig fram.
Mig langar að ljúka þessum orð-
um með því að flytja kveðju frá
okkur öllum sem kenndum Hildi
vetuma þijá í smíðadeild KHÍ.
Dauði, hvar er sigur þinn? Okkur
finnst svo sárt að. sjá á bak ungu
og efnilegu fólki. En — við höfun
ástæðu til að þakka fyrir allt sem
Hildur gaf.
Guð blessi ykkur, fjölskylduna
hennar og gefi ykkur þökk í huga.
Bjarni Olafsson smíðakennari.
Hún Hildur okkar er dáin.
Hún elsku Hildur okkar, þessi
kraftakona.
Það er erfítt að sætta sig við
þessa staðreynd.
Okkur fannst fyrst að síminn
hlyti að hringja aftur og okkur
væri tilkynnt að þetta væri ekki
satt. En eftir því sem dagamir líða
verður þessi staðreynd ljósari og
við verðum að sætta okkur við hana.
Flestar okkar kynntust Hildi í
fyrsta bekk í Menntaskólanum við
Tjömina. Mjög fljótlega mynduðust
sterk vinatengsl í þessum stelpu-
bekk. Svo sterk, að þegar við
dreifðumst í nokkra bekki, eftir
valfögum á öðru ári, ákváðum við
að stofna saumaklúbb til að halda
hópinn. Þessi saumaklúbbur er bú-
inn að ganga í gegnum súrt og
sætt í rúm þrettán ár. Þau ár hafa
verið okkur öllum mjög dýrmæt. í
okkar hópi var Hildur glaðlynd og
skemmtileg. Það var kraftur í henni
og hún var boðin og búin til hvers
sem var. En hún átti það líka til
að vera dyntótt eins og við sögðum
og gerðum stundum góðlátlegt grín
að því. En í saumaklúbb voru ýmis
mál rædd og skoðanaskipti fóm
fram og við vorum auðvitað ekki
alltaf sammála.
Við vorum allar stoltar af Hildi.
Hún fór ótroðnar slóðir.
Hún lauk prófi frá smíðadeild
Kennaraháskóla íslands. Síðan fór
hún í iðnskólann og lærði hús-
gagnasmíði. Hún vann meðal
annars við að gera upp gömul hús
og má þar nefna Viðeyjarstofu og
Nesstofu. Hún tók einnig þátt í að
smíða kirkju norður í Mývatnssveit
eftir gömlum teikningum. Þetta
voru störf sem hún naut sín vel í.
Hildur var mjög listræn og hann-
aði og smíðaði jnnréttingar og
húsgögn. Allt sem hún gerði í hönd-
unum vann hún af slíkri kostgæfni
að vandfundið er.
Hildur kenndi einnig leðursmíði
við Heimilisiðnaðarskólann. Auk
þess tók hún að sér ýmis önnur
störf fyrir Heimilisiðnaðarfélagið.
Nú síðast var hún smíðakennari við
Æfingadeild Kennaraháskólans.
Minningamar um Hildi eru
margar og góðar, en upp úr stend-
ur sú mikla ræktarsemi sem hún
sýndi okkur öllum. Og allt sem við
fengum frá henni hvort heldur það
voru kort eða gjafir var handgert
og listilega unnið eins og henni einni
var lagið.
Og því er oss erfítt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hryggðarefni,
þó ljósin slokkni og blikni blóm. -
Er ei bjartara land fyrir stefni?
Þér foreldrar grátið, en grátið lágt,
við gröfina dóttur og sonar,
því allt, sem á líf og andardrátt,
til ódáinsheimanna vonar.'
(Einar Ben. - Eftir bam)
Kæru foreldrar og systur. Við
vottum ykkur innilegustu samúð
okkar.
Björg, Dóra, Edda Lilja, Inga,
Tóta, Jónína, Magga og Kristín.
Það er erfítt að sætta sig við þá
tilhugsun að eiga aldrei eftir að sjá
vinkonu okkar Hildi aftur. Þegar
við lítum til baka koma upp í hug-
ann ótal skemmtileg atvik þar sem
við þijár brölluðum ýmislegt saman.
Þegar við hugsum um Hildi
sjáum við hana fyrir okkur svo
sposka á svip og það þurfti svo lítið
til að fá brosið hennar fram. Hildur
var full lífsorku og var alls óhrædd
að fara ótroðnar slóðir. Við dáð-
umst oft að henni, öllum hugmynd-
unum hennar og öllu því sem hún
kom í verk.
Heimili Hildar var lýsandi dæmi
um dugnað hennar, vandvirkni og
listræna hæfíleika. Þar hannaði hún
hlutina sjálf og framkvæmdi síðan
einnig sjálf.
Hildur var skemmtileg og góður
félagi og alltaf var hún til í að
hjálpa öðrum þrátt fyrir næg verk-
efni heima fyrir. Hún gat alltaf
fundið tíma fyrir vini sína. Hildur
nýtti tíma sinn vel og sinnti starfí
sínu af dugnaði auk þess sem hún
gaf sér tíma til áhugamála sem
voru af ýmsum toga. Hún var mik-
ið fyrir alls kyns útiveru og íþróttir
og mátti hún oft hafa mikið fyrir
að draga okkur með sér.
Við þökkum fyrir þessa allt of
stuttu samfylgd og allar skemmti-
legu samverustundimar. Minningin
um Hildi er hugljúf og gleymist
ekki.
Foreldrum, systrum og öllum
ættingjum vottum við okkar dýpstu
samúð.
Dúnna og Tóta.
Hún Hildur vinkona er dáin.
Mig langar til að minnast þessar-
ar tryggu vinkonu með nokkrum
orðum.
Hildur var dóttir hjónanna Rann-
veigar Gunnarsdóttur og Sigurðar
Tómassonar, elst þriggja systra.
Við Hildur hittumst fyrst fyrir rúm-
um tuttugu árum. Þá var hún níu
ára gömul að koma í sveitina í
fyrsta sinn. Alls var hún 6 sumur
í sveit á Vakursstöðum í Vopnafírði
og á hveiju vori hlökkuðu allir til
að sjá Hildi með sitt hlýja bros og
ljúfu lund. Á þessum tíma áttum
við mikil samskipti bæði í starfí og
leik og alltaf var gleði og-friður þar
sem Hildur var. Sköpunargleði
Hildar kom snemma í ljós. Hún gat
unað tímunum saman við að teikna
og smíða og hætti aldrei fyrr en
hún var ánægð með útkomuna.
Hildur lærði húsgagnasmíði og
lauk síðan prófí frá Kennaraháskóla
íslands og kenndi við þann skóla.
Arin liðu, við urðum fullorðnar og
samverustundimar urðu færri, en
alltaf var Hildur sama sanna og
trausta vinkonan.
Það er sárt að kveðja góða og
kæra vinkonu.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.”
(V. Br.)
Kæra Ranna, Siggi, Sigrún og
Sigga Ása. Guð gefi ykkur styrk í
ykkar miklu sorg.
Ebba
Hildur M. Sigurðardóttir, kenn-
ari, er látin. Hún var fædd hinn 28.
október 1957 og var því þrítug er
hún lést miðvikudaginn 25. nóvem-
ber síðastliðinn.
Kynni okkar Hildar hófust sum-
arið 1986 er hún réðst sem kennari
að Æfíngaskóla Kennaraháskóla
íslands. Sérgrein hennar var hand-
mennt og var hún einnig lærður
smiður.
Svo sem vera ber öfluðu yfírmenn
skólans sér umsagna um Hildi hjá
nokkrum mönnum sem þekktu hana
sem starfsmann. 011 voru þessi
ummæli á einn veg og má draga
þau saman í orðin „úrvals starfs-
maður og Ijómandi manneskja".
Þessi ummæli breyttust ekki við
störf hennar í Æfingaskólanum.
Þar stendur hvert orð óhaggað.
Reyndar má bæta þar ýmsu við sem
heyrir til kostum góðs kennara.
Mér er minnisstæður einn af
fyrstu starfsdögum Hildar í Æf-
ingaskólanum, skömmu áður en
kennsla hófst haustið 1986. Hún
hafði farið vandlega yfír verkfæri
og ýmis áhöld til smíðakennslu og
sá að ýmislegt vantaði eða þurfti
endumýjunar við. Við fórum saman
til að kaupa þetta. Ég fylgdist
grannt með þessum nýja starfs-
manni sem var að bijóta þá hefð
sem staðið hafði frá upphafi skólans
að karlmaður gegndi starfí smíða-
kennara. Það var ljóst að starfs-
menn verslunarinnar höfðu í
upphafí ekki mikla trú á þekkingu
þessarar prúðu og velklæddu stúlku
og sneru máli sínu í byijun frekar
til undirritaðs sem fátt kunni um
verkfæri til smíða. Hildur tók þessu
með stöku jafnaðargeði og ræddi
um verkfærin af þeirri kunnáttu og
ákveðni sem virtist gjörbreyta skoð-
un starfsmannanna á þessum
viðskiptavini.
Á næstu vikum kom smám sam-
an í ljós hversu víðtæk þekking
Hildar var á öllu því sem laut að
handmenntum og í sumum þáttum
var hún listamaður, svo sem í leður-
vinnu. Faglegur metnaður hennar
var mikill. Hún tjáði mér síðastliðið
sumar að hún hefði hug á að sækja
nokkra tíma á viku í málmsmíði,
þar sem hún teldi sig þurfa að
kunna til verka á því sviði einnig
til að geta beitt fullkomlega þeim
sveigjanleika sem nauðsynlegur er
í kennslu handmenntar. Þessi beiðni
tengdist umræðu okkar um mis-
munandi þarfír nemenda. En hún
taldi sig hafa orðið vara við það
að ekki hentaði öllum jafnt að vinna
úr einu og sama efni. Svo langt
gekk þessi umræða að hún stakk
upp á því að við gerðum tilraun
með að taka handmennt inn í stuðn-
ingskennslu. Hún rökstuddi sitt mál
af þvílíkri fagmennsku ogjafnframt
nærgætni og umhyggju fyrir skjól-
stæðingum sínum að ekki kom
annað til greina en að reyna þetta.
Þama sameinaðist traust fagleg
þekking á kennslugrein og góð
þekking á kennslufræði og hlut-
verki kennara. Hún Hildur hafði
því flest það til að bera sem prýðir
góðan kennara.
Hildur varð strax hrókur alls
fagnaðar í hópi starfsmanna Æf-
ingaskólans og tók virkan þátt í
félagslífi þeirra og fór þá gjaman
ótroðnar slóðir. Þar kynntumst við
enn einni hlið á Hildi. Hún var
þvílíkur unnandi íslenskrar náttúm
og heilbrigðs lífemis að aðdáun
vakti og tókst að hrífa starfsfélaga
sína með sér.
Nú er hún Hildur okkar dáin.
Hastarleg og óvægin var sú fregn.
Hún hafði skipað sér svo traustan
sess í huga okkar vinnufélaganna. 1
Nú er eins og tóm eða eyða hafi
myndast. Hópurinn er ekki samur
eftir. Starfsmenn og nemendur
Æfingaskólans sakna sárt góðs vin-
ar og kennara.
Ég færi foreldrum og systram
Hildar innilegar samúðarkveðjur.
Þeirra er sorgin stærst og missirinn
mestur. Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur B. Kristmundsson
Hildur frænka mín, Hildur
Margrét Sigurðardóttir, og vinkona
er dáin. Ég veit ekki hvemig unnt
er að lýsa þeim tilfínningum sem
vakna við missi hennar en þær era
margvíslegar. Söknuður eftir vand-
aðri og kærleiksríkri manneskju.
Eftirsjá yfír að hafa ekki nýtt
tímann betur. Hjálparleysi gagn-
vart örlögunum.
Minningar um samverastundir,
minningar sem alltaf munu lifa.
Gleðin yfír að hafa átt þessar sam-
verastundir.
Hildur var þróttmikil manneskja.
Það geislaði af henni orkan og það
þýddu engin undanbrögð ef fjall-
göngur eða skíðaferðir vora annars-
vegar. Snemma á sunnudags-
morgnum var Hildur mætt í
skíðabúningnum (gagnslaust að
taka símann úr sambandi!) og úti-
vistar notið í ríkum mæli. Skemmti-
legasta og um leið sú fróðlegasta
fjallgönguferð sem ég hef farið var
farin fyrir tilstuðlan Hildar ásamt
þremur yngri fyölskyldumeðlimum.
Dagur sem geymist sem dýrmæt
minning. Dagur sem Hildur krydd-
aði með lífsgleði sinni og fróðleiks-
molum því það var aldrei komið að
tómum kofanum hjá henni og var
hún fús til að miðla þekkingu sinni.
Hildur var lærður kennari og
smiður en átti einnig önnur hugðar-
efni. Hún helgaði krafta sína
skapandi starfí og var leitandi að
nýjum möguleikum og tækifæram.
Ég kveð elsku Hildi og þakka
fyrir samverana hér. Hún gaf mér
dýrmæta gjöf þegar hún á erfíð-
leikatíma í mínu lífi veitti mér
stuðning og hlýju. Það fæ ég henni
aldrei fullþakkað.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skyldu Hildar sem aldrei verður
bætt en minningin um góða konu
lifir.
Elsku fyölskylda, megi ykkur
veitast sá styrkur er þið þarfnist
og svölun í sorg ykkar.
Helga Matthildur Jónsdóttir
Þú ert perla
í mannlífssandi
meðal grásvartra steina
skínandi hrein
örlítið rispuð
en mannleg um leið.
(Jóhann G. Jóhannsson)
Þannig var Hildur.
Hildur hóf störf við Æfíngaskól-
ann fyrir rúmu ári og varð strax
mjög virk í öllu starfí skólans bæði
með nemendum og kennuram.
Kynni okkar voru stutt og ánægju-
leg. Hún var skemmtilegur félagi
og samstarfsmaður.
Hildur var farsæll kennari. Hún
hafði næman skilninng á þörfum
nemenda sinna, var ákveðin en um
leið hlý. Þrátt fyrir sitt mikla skap
hélt hún alltaf ró sinni í samskiptum
við nemendur. Hún hafði mikinn
SJÁ NÆSTU OPNU.