Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 Hildur Margrét Sig- urðardóttír kennari áhuga á að nýta smfðina innan stuðningskennslunnar og hafði þeg- ar síðastliðið vor tekið að sér nokkra nemendur f tilraunaskyni f sam- vinnu við sérkennara skólans. Hún taldi einnig að aukið samstarf smíðakennara við almenna kennara stuðlaði að meira skapandi og um leið bættu skólastarfí. Hildur var óvenju listræn og frumleg og bera leðurskartgripir hennar því fagurt vitni, svo ekki sé minnst á heimili hennar þar sem flestir hlutir voru unnir af henni i sjálfri, jafnvel eldhúsinnréttingin. Þar sem við nú sitjum og riQum upp þann stutta tíma sem við áttum samleið með Hildi koma mörg atvik upp f hugann. Það lýsir best þeim þokka sem hún bauð af sér að við kusum hana sem formann kennara- félagsins strax á fyrsta starfsári hennar við skólann. Hún brást ekki trausti okkar þvi hún leiddi okkur í hin ótrúlegustu ævintýri. Má þar nefna ógleymanlega grillveislu.með tilheyrandi uppákomum og göngu- för að Tröllafossi síðastliðið vor. Hugulsemi hennar kom vel í ljós á skíðanámskeiði um páskana þegar hún ætíð hafði í farteskinu ríflegt nesti og aukabolla ef ske kynni að syfjaðir samkennarar gleymdu bit- anum heima. Btjóstbirtan í kakó- brúsanum sem síðasta daginn yljaði köldum og hröktum skíðagörpum verður lengi í minnum höfð. Við biðjum góðan guð að geyma elsku Hildi og þökkum samfylgdina. Ástvinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Æfingaskólanum, Helga, Jónína Vala, Lilja og Sossa. Oft fínnst mér eins og andlegum styrk okkar megi líkja við dýrafeld. Stundum förum við úr hárum og ný vaxa í staðinn sem henta okkur betur til að takast á við mótbyr lífsins. Svo koma stundum þeir tímar að okkur vantar andlega næringu til þess að ný hár geti vaxið og þroskast. Þá hrynur smám saman gamla vamarbrynjan okkar, og við stöndum eftir svo ótrúlga berskjölduð fyrir lífinu að jafnvel hinn minnsti mótbyr feykir okkur til. Án þess að við vitum hvers vegna fara hárin þá oft að vaxa á ný. Og aldrei fínnst okkur eins mikilvægt að þakka fyrir hvert hár eins og eftir að hafa staðið vamar- laus. Þannig sveiflast lífíð til í andstæðum sínum sem upphefja hvor aðra. Erfíðleikar okkar i dag geta orðið okkur styrkur á morgun. Þannig reyni ég að hugsa þessa daga sem liðið hafa síðan Hildur frænka dó. Að hún hefði helst viljað að þetta erfíðleikatímabil styrki mig í baráttunni við lífíð og gerði mig að betri manneskju. Þó að ég þekkti Hildi ekki mikið, þekkti ég hana samt mikið, því sumu fólki kynnist maður með því að horfa í augu þess og skynja bros þess. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég hitti hana síðastliðið sum- ar. Það var föstudagskvöld og ég hafði sett fætur mína djúpt hugsi af stað í gönguferð um miðbæinn. Þá rákumst við hvor á aðra nálægt þeim stað þar sem langamma okkar og -afí bjuggu. Hún hafði þá líka sent sína fætur í gönguferð. Og þama stóðum við með sumarið yfír okkur og töluðum í burt hvetja mínútuna á fætur annarri. Töluðum um ömmur okkar og afa, og hina andlegu einsemd and- spænis ótrúlegri efnishyggju lands- ins, og um hvað við báðar væmm með litla og ókonulega fætur eins og ömmur okkar. Svo skildust leið- ir, hún labbaði heim til sín og ég labbaði heim til mín sönglandi gleði- söng til lífsins í þakklætisskyni fyrir að það er alltaf til einn og einn sem syngur eftir sömu nótum og maður sjálfur. En nú er Hildur farin í eilífð- ar gönguferð og syngur ekki lengur með mér. Og ég er ein eftir með litlu ókonulegu fætuma mína. Elsku Ranna, Siggi og þið öll, ég, mamma, pabbi og Lárus sendum ykkur alla okkar góðu strauma. Megi þeir styrkja ykkur á erfíðri stund. Hella Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var. (G. Thomsen.) Þessar ljóðlínur koma í hug minn nú þegar ég hugsa um Hildi Mar- gréti frænku mína. Minningamar þyrpast að frá liðnum tíma, frá æsku minni þegar elstu systkina- böm mín fæddust. Fyrir mig var það dýrmætt að eignast þessi litlu frændsystkin. Hildur var elst af þremur dætmm bróður míns, Sigurðar Tómassonar og konu hans, Rannveigar Gunn- arsdóttur. Þau bjuggu í húsi for- eldra okkar þegar Hildur fæddist, 28. október 1957. Hún var einstakt bam, sólargeisli, sem með brosi sínu og elsku lýsti upp umhverfið. Hún ólst upp og dafnaði og varð auga- steinn allra, sem kynntust henni. Og öll sú ást og umhyggja, sem hún fékk í uppeldi, endurspelgaðist í hógvæm og elskulegu fasi henn- ar. Þegar hún var þriggja ára flutti hún með foreldrum sínum til Banda- ríkjanna. Þá var hennar sárt saknað, en bréfín og myndimar, sem bámst þaðan bættu úr söknuð- inum. Þau fluttu aftur heim þremur ámm síðar og þá hafði hún eignast litla systur, sem hún var stolt af. Oft fékk stóra frænka, sem þá var í menntaskóla, góðar heimsóknir og margar góðar kvöldstundir átt- um við saman á þessum ámm. Snemma kom í ljós hversu næma tilfínningu Hildur hafði fyrir fögm handbragði og á unglingsámnum lærði hún tréskurð með skólanámi. Þó ekki sé langt sfðan var ekki venjulegt, að stúlkur eyddu frítíma sínum í tréskurð eða smíðar. En Hildur var ekki með vangaveltur um það, hvað væri venjulegt eða óvenjulegt í fari einstaklings. Það, sem skipti máli var að þroska þá hæfileika, sem í honum bjó. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Tjöm og hóf nám við Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan prófí sem smíðakenn- ari. Þar lærði hún að meðhöndla leður, sem vakti sérstakan áhuga hennar. Marga gripi vann hún listi- lega fallega úr því efni. Hildur var leitandi og hóf nam í húsgagna- smíði og lauk sveinsprófí í þeirri iðngrein. Eg held, að í hennar huga hafí það verið gæfa einstaklingsins að fá að vinna úr hugðarefnum sínum og gera það eins vel og mögulegt er. Hennar hugðarefni vom tengd sköpun og því að geta skapað með höndum og hugviti. Þegar þetta tvennt sameinast ásamt næmi fyrir því efni, sem unnið er með og mögu- leikum þess, þá verða hlutimir að listaverkum, handunnin húsgögn þar sem tækni nútímans er notuð af sparsemi, en næmi listamannsins fyrir efninu er ríkjandi. Þessi ein- staki hæfíleiki Hildar varð til þess, að henni var trúað fyrir verkefnum, sem kröfðust mikils af smiði. Hún var ótrauð, fylgdist vel með, en samt ævinlega sjálfstæð og varfær- in. Það var ekki líkt henni að geysast af stað, heldur byija hægt og ljúka til fullnustu, hyggja að því smáa í hveiju verki. Það sýna verk- in, sem eftir standa. Ég mun sakna samvista við Hildi, góðu stundanna þegar við ræddum saman, m.a. um mynd- og hand- mennt. Það var henni áhugamál, að vel væri búið að þessum þætti menntunar, sem hún áleit mikil- vægan fyrir íslenskt þjóðfélag. Við fjölskyldan og vinir hennar, sem eftir stöndum, munum varð- veita mininguna um elskulega frænku og vinkonu. Brosmilda, hlýja unga konu, sem við nutum að vera með vegna alls þess sem hún hafði að gefa okkur á sinn ein- læga hátt. Minningin um hana glaða og reifa með fjölskyldunni. Allar stórar stundir innan fjölskyld- unnar eru á einn eða annan hátt tengdar því að Hildur væri þar. Minningin um hressa, unga konu, sem kom hjólandi í heimsókn, hvort heldur út á Seltjamames eða alla leið upp í sumarbústaðinn í Borgar- firði eina góðviðrishelgi og málaði bústaðinn að utan með okkur í sum- arblíðunni. ótal minningar vakna, sem við fjölskyldan eigum og varð- veitum, sem dýrmætar perlur. Við þökkum fyrir að hafa átt þessar dýrmætu stundir með Hildi. Ég bið góðan guð að styrkja bróður minn og mágkonu, systumar tvær, Sigríði Asu og Sigrúnu, Jón mág Hildar og litlu frænkuna, föð- urömmu hennar, Sigríði Thorodds- en og Gunnar Bjömsson móðurafa, sem öll hafa misst svo mikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Herdís Tómasdóttir Hildur var útlærður húsgagna- smiður, lærði á smíðastofu Jóns Sólmundarsonar og gekk jafnhliða í Iðnskólann f Reykjavík og var með próf þaðan. Auk þess var hún með kennarapróf úr KHÍ og var sérmenntuð sem handavinnukenn- ari. Hún starfaði um tíma á verk- stæði sem húsgagnasmiður, stundaði kennslu, en auk þess vann hún við húsasmíði — það heillaði hana mest. Hún byrjaði að vinna með mér þegar við, flokkur manna, var að slá upp fyrir húsi í Garðabæ. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN BENEDIKTSSON frá Drangsnesi, lóst á heimili okkar Uröarbraut 8, Garði, 25. nóvember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Ingunn Einarsdóttir, Guðríður Guöjónsdóttir, Jóhann Guðbjörn Guðjónsson, Rakel K. Gunnarsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Ingimundur Hilmarsson, Daði Guðjónsson, Kristfn L. Gunnarsdóttir, Kolbrún Guðjónsdóttir, Bendt Petersen og barnabörn. Systir okkar, t DILLATALCOTT, Longviev, Washington, USA, andaðist 13. nóvember. Andrés Pétursson, GuðnýJensen, Oddný Pétursdóttir, Borghildur Pétursdóttir. Sambýlismaður minn og faöir, JÓN FINNBOGASON frá Búðum, er látinn. Sigþrúður Sigurðardóttir, Slgurður Jónsson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, ÞORLEIFS THORLACIUS skipasmiðs, Nýlendugötu 20a, Reykjavfk, sem andaðist í Hrafnistu í Reykjavík þann 26. nóvember, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Ágústa Thorlacius, Birna Thorlacius, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Margrát Thorlacius, Ólafur Helgi Ólafsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Björg Thorlacius, T ryggvi T ryggvason, Ólöf Thorlacius, Haraldur L. Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför mannsins míns, MAGNÚSAR SIGURJÓNS ÞORSTEINSSONAR fiskmatsmanns, Ægisíðu 50, Reykjavfk, er lést 24. nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Guðrún Björg Sigurðardóttir. Amma mín, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Seljahlfð, áður Laugavegi 81, sem andaöist í Borgarspítalanum 29. nóvember verður jarösung in í Fossvogskapellu föstudaginn 4. des. kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja og vina. Gfsli Grótar Gunnarsson. Hún hafði þá þegar unnið við móta- uppslátt austur á fjörðum og hafði reynslu þaðan. Hún tók að sér að slá upp fyrir stiga, sem sitt fyrsta verkefíii með okkur og bað ég hana að vera óhrædda að hóa í mig til að fá ráð, þvf það er ekki á færi allra að slá upp fyrir stiga. Hún gekk að verki en lítið varð um kvabb frá henni, stiginn mótaðist hjálpar- laust! Síðan hefur hún unnið með mér með hléum þar til í fyrra að hún sneri sér alfarið að kennslu við Æfíngadeild KHÍ. Hildur var glað- vær og góður vinnufélagi, hún var stolt og kjarkmikil, hún naut virð- ingar og aðdáunar vinnufélaga fyrir gáfur sínar, dugnað og handlagni. Hún var ekki bara góður smiður heldur líka hannyrðakona og vann við leðursmíði og pijón og teiknaði mikið af pijónamynstrum fyrir blað- ið „Lopa og band“. Eitt sinn er ég var beðinn að sjá um byggingu á lítilli miðaldakirkju, leitaði ég til hennar aftur. Þetta var vandasamt og krefjandi verk auk þess þurfti að beita afli við stór og þung tré við býgginguna, en þama naut hún sín. Mér er minnisstætt þegar kom að því að tyrfa þekjuna á kirkjunni. Torfið var skorið í lengjur og rúllað upp. Þá var ekki um annað að ræða en taka á milli sín rúlluna þrædda á slá og bera hana yfír þakmæninn í tveimur stig- um. Þetta var erfitt verk, en Hildur lét ekki deigan síga heldur sótti bara í sig veðrið svo ég mátti hafa mig allan við. Sonur minn, Sverrir, þá 3ja ára, var oft að sniglast í kringum bygginguna. Hann puðaði mikið og þurfti auðvitað hjálp og var óspar á að kalla á pabba. Hann eignaðist góðan bandamann með Hildi sem brást skjótt við til hjálpar og hafði gaman af, enda laðaðist hann að henni. Á þessum tímamót- um þegar ég lít til baka, streyma myndir fram í hugann, enda margs að minnast. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma. Við hjónin viljum votta ástvinum hennar og fjölskyldu, sem nú verður að sjá á bak henni á besta aldri, aðeins þrítugri, okkar dýpstu sam- úð. Guð gefí ykkur styrk og huggun í sorginni. Kristín og Gunnar Bjarnason í minningu hennar Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hafði klökkur gígjusttengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína (T.G.) í öndverðu voru okkar örlög sköpuð — dagar okkar á þessari jörð merktir f bók almættisins — upphaf og endir. Engir lifendur fá þó að gægjast bak við spjöldin og óorðin tíð er okkur öllum hulin. Þannig vill drottinn haga þessu — þannig viljum við einnig að örlög okkar séu falin forsjá hins æðsta. En jafn örðugt er samt að skilja og sætta sig við það að hún Hildur okkar skuli vera tekin svo snemma úr þessum heimi. Hví hún í blóma lífsins? Hvf hún sem svo margt kunni og gat? Við þessu eru engin svör. í bókina stóru fær enginn að sjá, en á þá kallað sem hin æðsta vera hefur velþóknun á. Hildur Margrét eins og hún hét fullu nafni var dóttir hjónanna Rannveigar Gunnardóttur og Sig- urðar Tómassonar. Hún var fædd fyrir þijátíu árum í október — fædd inn í veturinn, þegar blómin voru horfín og laufin dottin af tijánum í borginni hennar. En þrátt fyrir það fylgdi Hildi meira vor og bjart- ara sólskin en flestum öðrum, og minningin um ómótstæðilegan hlát- ur hennar og notalegt spjall í eldhúsi mun verða okkur dýrmæt eign nú þegar hún er öll. „Ég hét sjálfri mér því að vinna aldrei á skrifstofu," sagði Hildur í viðtali. í samræmi við það lífsvið- horf valdi Hildur sér nám. Hún lauk kennaraprófí og seinna sveinsprófí í húsgagnasmfði og við þessi hugð- arefni sín vann hún til lokadags. Hildur var vinsæil kennari og eink- ar vel látin af samstarfsfólki sínu. Margir góðir smíðagripir liggja eft- ir Hildi sem bera vott um handlægni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.