Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 70
Tæknina. Tæknina, mað-
ur.
Alþingismennimir
þurfa að gæta að sér
Til Velvakanda.
Það var sagt frá því í útvarps-
fréttum 11.11. 1987 að á Alþingi
hefði svo til allur dagurinn farið í
þvælu og þras um bjór. Slík tíma-
eyðsla er hreint hneyksli. Allir vita
að fyrir þinginu liggja mörg stór-
mál sem varða afkomu allrar
þjóðarinnar og mætti þar fyrst
nefna fjárlögin sjálf og að setja lög
um stjómun og stefnu í fískveiði-
málum. Húsnæðismálafrumvarpið
er stórmál og þarf mikilla breytinga
og lagfæringa við. Lög um stað-
greiðslukerfí skatta þola enga bið.
Fjölmörg fleiri aðkallandi stórmál
liggja fyrir Alþingi. Svo hellist verð-'
bólgan yfír, hættulegasti óvinur
þjóðarinnar, ríkra sem fátækra og
undirstöðuatvinnuvegir að sigla í
strand. Svo eyða þingmenn dýr-
mætum tíma í þras og kjaftæði um
bjórfrumvarp sem ekki kemur til
mála að samþykkja á þessu þingi,
ekki einu sinni á þessu kjörtímabili.
Það var fyrir löngu, í dálitlu sam-
kvæmi, að skapstór þjóðkunnur
predikari sagði: „Ég fyrirlít þingið,
ég fyrirlít þingið." Hann var reiður
vegna afgreiðslu þess á einhverju
máli.
Gamall maður heymarsljór hváði
og spuri hvað hann hefði sagt: „Ég
fyrirlít þingið," endurtók hann og
brýndi röddina. „Sá sem fyrirlítur
þingið fyrirlítur þjóðina sína," sagði
gamli maðurinn veikri röddu. Það
var skyndilega farið að ræða önnur
mál.
Þetta var fyrir löngu en nú má
oft heyra, jafnvel sjá, að fjölmargir
fyrirlíta þingið fyrir ómerkilegar
umræður og slakleg vinnubrögð.
Svo illa er raunar komið að fólk er
farið að kjósa upp á grín einskonar
sólskinsflokka sem hvorki hafa
stefnuskrá né skoðanir á stjóm-
málum. Þetta er hættuleg þróun
og getur orðið þjóðinni dýrkeypt,
og eitt er alveg víst að ef þingið
eyðir meiri tíma en orðið er í um-
ræður um bjór, þá stækkar hann
verulega hópurinn sem fyrirlítur
þingið.
Ingi Jónsson
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur reiknað út verð-
mun á áskriftargjöldum
Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2. Á
árinu 1987 hafa útvarps- og sjón-
varpsáhorfendur greitt fyrir þjón-
ustu RÚV 8.534 krónur, en fyrir
þjónustu Stöðvar 2 greiða þeir
12.800 krónur. Þjónusta Stöðvar 2
er sem sé 49,99% dýrari en þjón-
usta RÚV. Þó er þar innifalið gjald
fyrir ríkissjónvarpið, gömlu „guf-
una" og Rás 2. Auk þess greiða
áhorfendur Stöðvar 2 aðeins fyrir
þann hluta dagskrár stöðvarinnar
sem truflaður er, svo að í raun er
mismunurinn miklu meiri en þessi
tæplega 50%.
Nú má kannski segja, að saman-
burður þessi sé ekki sanngjam, þar
sem RÚV fékk allmikla hækkun
afnotagjalda á árinu 1987, en sé
tekið tillit til síðasta áskriftargjalds
RÚV og síðasta áskriftargjalds
Stöðvar 2 og það reiknað á 12
mánuða tímabil, er niðurstaðan sú,
að áskrift að Stöð 2 kostar 15.000
krónur, og að RÚV 11.288 krónur.
Mismunirinn er enn mikill. Áskrift
að Stöð 2 er 32,88% dýrari en
áskrift að RÚV og er mismunurinn
í raun enn meiri eins og áður er
að vikið.
Það er svo spuming, sem hver
og einn verður að svara fyrir sig,
hvort þessi munur sé réttlætanlegur
vegna þess efnis, sem er á þessum
tveimur stöðvum. Samanburðurinn
er samt forvitnilegur nú í fyrsta
sinni sem hægt er að gera hann á
einu heilu ári. Þess skal og getið,
að hér er aðeins talað um afnota-
gjöld og' er ekki meðtalinn sá
stofnkostnaður, sem greiða þarf við
upphaf áskriftar að Stöð 2, sem er
fjárfesting í myndlykli, og stofn-
gjald að áskrift stöðvarinnar. Lykill
kostar nú staðgreiddur 14.240
krónur og stofngjaldið er 200 krón-
ur.
xxx
Nú er svo komið að menn þurfa
að fara í hnéhá vaðstígvél
ætli þeir í Háskólabíó. Víkvetji fór
nýlega á bíó og sá frábæra mynd
Brians De Palma um hina „Vamm-
Iausu". Sýningin hófst klukkan 22
og var þetta síðasta sýning kvik-
myndahússins þetta kvöld. Úti var
rigning og rok.
Að lokinni sýningu voru hliðardyr
sitt hvoru megin fremst í salnum
opnaðar, svo að kvikmyndahúss-
gestir kæmust út. Víkveiji álpaðist
út um dymar á austurhlið bíósins,
gekk þar spölkom eftir hellulagðri
gangstétt, en þegar henni sleppti
tók við forarsvað svo mikið að menn
sukku upp í ökla í aur og leðju.
Hið undarlega við þetta var svo,
að anddyri Háskólabíós var
harðlæst í lok sýningarinnar, svo
að enginn komst þá leið út. Líkleg-
ast hafa ræstingakonumar verið
búnár að þvo anddyrið, en stjóm
hússins hafði ekki áhyggjur af skó-
fatnaði kvikmyndahússgesta.
Það er vinsamleg ábending
Víkveija til stjómar Háskólabíós,
að hætt verði við að nota útgöngu-
dyr á austurhlið bíósins á meðan
byggingaframkvæmdimar standa
yfír austan við húsið.
XXX
Talsmenn lífeyrissjóða halda því
fram, að lífeyrissjóðir landsins
hafí ekki brunnið upp í verðbólg-
unni, heldur hafí þeir, sem fengið
hafi lán hjá sjóðunum með því fært
verðtrygginguna yfír í húsnæði sitt,
og að þeir „búi nú í lífeyrisréttind-
um sínum", eins og einn þessara
talsmanna orðaði það í vikunni. Nú
er það vitað, að hér áður fyrr var
ekki hugsað um að verðtryggja inn-
stæður manna hjá lífeyrissjóðunum.
Þá tíðkuðust almennt ekki verð-
tiyggð lán og ekkert í þjóðfélaginu
var verðtryggt. Þetta var því
kannski eina leið fólks til þess að
bjarga þessum fjármunum frá glöt-
un — að taka lán úr lífeyriskerfínu
og festa fjármunina í steinsteypu.
Nú má hins vegar eflaust fínna
einstaklinga, sem aldrei tóku óverð-
tryggð lán úr lífeyrissjóðum sínum.
Hvernig ætlar lffeyriskerfíð að fara
með réttindi þeirra? Fá þessir aðilar
allan lífeyri sinn verðtryggðan? Ef
svo er, hver greiðir þá þessa verð-
tryggingu? Væntanlega ekki þeir
aðilar, sem tóku lánin? Þessu þurfa
þeir forsvarsmenn lífeyrissjóða, sem
halda því fram, að fólk hafí rýrt
réttindi sín með lántökum úr lífeyr-
issjóðunum, að svara. Þetta fólk
bjargaði kannski verðmætum frá
því að brenna upp á báli verðbólg-
unnar á meðan þeir, sem tóku ekki
lán, sitja við skert lífeyrisréttindi.
Ávöxtun fjárins var ekki í samræmi
við verðbólguna.