Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
Jólasaga eftir Ole
Lund Kirkegaard
KOMIN er út hjá Iðunni ný bók
eftir Ole Lund Kirkegaard og
segir í kynningu útgefanda að
þetta sé jólasaga, full af grini
og gamni, og heiti Ég, afi og
Jóla-stubbur.
Sagan hefst 1. desember og eru
kaflar bókarinnar 24 — jafnmargir
og dagamir fram að jólum. „Þar
segir frá jólaundirbúningnum í
sveitinni hjá afa, en þar er að ýmsu
að huga, ýmislegt drífur á daga og
engu má nú gleyma. En það færist
nú heldur en ekki flör í leikinn þeg-
ar jólaálfurinn Jóla-stubbur stingur
upp kollinum," segir m.a. í fréttatil-
kynningu Iðunnar.
Þórgunnur Skúladóttir þýddi
bókina.
fl PIOIMEQ 3EISLASPILARAR R
í söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af
vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu
Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan
úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu.
Hjá okkur færðu gótt úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum
greiðslukjörum.
A
SÍMTÆKI Póstur og sími
sdur dnungis vönduð og
viðurkennd símtæki. í
söludeildum Pósts og
síma er að finna f)öb
breytt úrval allskyns sím-
tækja, sem henta bæði einstaklingum
og fyrirtækjum. Þú getur fengið síma með minni og
endurvali á síöasta númeri, þráðlausa síma, síma
með hátalara og hljóðnema sem bjóða upp á hand-
frjálsa notkun og svona mætti lengi halda áfram. Hjá
okkur finnurðu örugglega símann, sem þig vantar.
ÞJÓNLJSTA Söludeildir Pósts og
síma bjóða upp á ódýra viðhalds-
og viðgerðarþjónustu. Þar get-
urðu einnig pantað eða fengið
flutning á síma, látið loka eða opna
síma, sett síma í geymslu og svo færðu góð greiðslu-
kjör á öllum símtækjum.
PÓSTUR OG SÍMI
ANNAR BÚNAÐUR
Við bjóðum upp á ýms-
ar gerðir Nefax mynd-
senditækja í söludeild-
um Pósts og síma. Með
myndsenditækjum geturðu sent afrit af bréfum,
skýrslum og myndum milli landa eða landshluta á
aðeins örfáum sekúndum. Þetta sparar þér bæði
tíma og fyrirhöfn. í söludeildunum færðu einnig
margs konar símakerfi fyrir heimilið og fyrirtækið.
Þú getur valið um fjölda bæjarlína og símtækja sem
hægt er að tengja við, allt eftir þínum þörfum.
Söludeildir Pósts og síma eru í Kringlunni, Kirkjustræti og á Akureyri.
Einnig á póst- og símstöðvum um land allt.