Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
KNATTSPYRNA / 1.DEILD
Flestir áhorfendur
mættu á Hlfðarenda
- Valsliðið það vinsælasta - 37% áhorfendaaukning í 1. deildarkeppni
Þau fóru á völlinn í sumar!
1986
1987
16.508 1 1
Valur 12 823 (15,3%)jj
7-629 (9,1%)
7,235 (8,6%)
Keppti ekki i 1. deild 1986
Voísungurr'" -........ 6.101 (7,3%)
Fjöldi áhorfenda á leikjum I
1. deildarliðanna í knattspyrnu
sumurin 1986 og 1987
Flestir áhorfendur mættu á þessa leiki
Valsliðiö var vinsælasta liðiö í
. deildarkeppninni í knatt-
spyrnu f sumar. 12.823 áhorf-
endur komu til að sjá leiki
þeirra á Hlíðarenda, en alls
komu 82.941 áhorfendi á leiki
1. deildarkeppninnar í sumar.
15.3% af áhorfendunum
mœttu á heimaleiki Vals-
manna. Flestir áhorfendur
komu einnig til að sjá Vals-
menn leika á útivöllum, eða
alls 11.219 áhorfendur. Alls
sáu því 24.042 áhorfendur
Valsliðið leika.
Ahorfendaaukningin á leikjum
í 1. deild var 37% í sumar.
Alls komu 82.941 áhorfendi á leik-
ina. „Ég er viss um að áhorfenda-
aukningin verður enn meiri næsta
sumar. Þá eiga eftir að koma yfir
100 þús. áhorfendur til að sjá leik-
ina 90 í deildinni, eða vel yfir 1000
áhorfendur að meðaltali á leik,“
sagði Páll Júlíusson, skrifstofustjóri
KSÍ.
Áhorfendaaukningin hjá Valsmönn-
um að Hlíðarenda var 97%. 12.823
áhorfendur komu á heimaleiki
þeirra, eða að meðaltali 1.425
áhorfendur á leik. 1986 komu 6.508
áhorfendur á heimaleiki þeirra.
Aukningin var einnig mikil hjá
KR-ingum, eða 58.1%. 10.948
áhorfendur sáu leiki KR á móti
6.924 árið áður. Meðaltal á lejk var
1.216 áhorfendur. 10.193 áhorf-
endur sáu KR-liðið leika á útivöll-
um.
„Það hafði mikið að segja hjá Val
og KR - að félögin léku á heima-
völlum sínum. Aðstaðan hjá þessum
félögum var til mikilla fyrirmynda
og var greinilegt að áhorfendur
voru ánægðir með að fá tækifæri
til að sækja félögin heim — í herbúð-
ir þeirra,“ sagði Páll Júlíusson.
Páll sagði að knattspyman sem
boðið var upp á í sumar hafi verið
mjög góð, og margir skemmtilegir
leikir voru leiknir. „Valsmenn og
Framarar léku mjög skemmtilega
knattspymu, sem gladdi augu
knattspymuunnenda. Einnig lék
KR-liðið vel fyrri hluta 1. deildar-
keppninnar.
Samvinna 1. deildarliðanna við
Samvinnuferðir/Landsýn gekk vel.
S/L auglýsti leiki vel upp. Það hafði
mikið að segja f sambandi við áhorf-
endaaukninguna," sagði Páll, sem
bætti við: „Svona mikil uppsveifla
hefur ekki verið síðan ég byrjaði
að starfa fyrir KSÍ, 1981“.
10.989 áhorfendur sáu heimaleiki
Fram. Aukningin frá árina áður var
aðeins 1.1% hjá Fram. Þá sáu 9.935
áhorfendur leiki liðsins á heima-
velli. Framarar voru með minnsta
aukningu.
32.1% aukning var hjá Þór og 23.4%
aukning hjá Víði. 9.355 áhorfendur
sáu leiki Þórsarar og 5.196 áhorf-
endur mætti á grasvöllinn í Garði.
Ahorfendafjöldi hjá öðrum félögum
í deildinni, var þannig: KA 8.109,
FH 4.556, sem er 13% aukning,
Akranes 7.235, sem er 3.2% aukn-
ing, Völsungur 6:101 og Keflavík
7.629, sem er 1.5% aukning.
Flestir áhorfendur sáu leik Vals og
Fram að Hlíðarenda, eða 2.698.
Minnsti áhorfendafjöldinn var á leik
FH - Keflavík, eða aðeins 207
áhorfendur.
Valsmenn komu við sögu í níu
af tólf leikjum í 1. deild sem
flestir áhorfendur mættu á:
1. VALUR - Fram...2.698
2. VALUR-KR........2.553
3. Fram - VALUR...2.259
4. VALUR - Akranes.1.991
5. KR-VALUR...........1.949
6. Fram - KR..........1.749
7. KR - Fram........ 1.640
8. VALUR - Keflavík...1.600
9. Fram - Akranes.....1.362
10. Akranes - VALUR...1.360
11. Völsungur-VALUR...1.315
12. Þór - VALUR.......1.313
KNATTSPYRNA
Italía sigraði Portúgal 6:0 í Evr-
ópukeppni landsliða skipað
leikmönnum 21 árs og yngir og
trygRðu þar sæti sitt í úrslitakeppn-
inni.
Nicola Berti skoraði þrennu fyrir
ítali á gerði þau á síðustu fímm
mínútum leiksins. ítalir hlutu 9 stig
í riðlinum og Svíar urðu í öðru
sæti með 6 stig.
Einn leikur fór fram í undankeppni
Ólympíuleikanna í gærkvöldi. Júgó-
slavar unnu Belga 4:0 í E-riðli og
eru efstir með 9 stig eftir 6 leiki.
í kvöld
TVEIR leikir verða í úrsvals-
deildinni í körfuknattleik í
kvöld. UMFG og Njarðvík
leika í Grindavík og IBK og
Breiðablik í Keflavík. Báðir
leikimir hefjast kl. 20.00.
Tveir leikir verða í 1. deild
kvenna í handknattleik í
Laugardalshöll í kvöld. Fyrst
leika Fram og Valur kl. 20.00
og síðan Þróttur og KR kl.
21.15.
Flcstlr áhorfandur mættu á völlinn til að sjá Valsmenn leika.
Uppskeruhátíð
knattspyrnudeildar
verður haldin laugardaginn 12. desember í sal
Þinghólsskóla v. Vallargerðisvöll kl. 14.00
Blikar fjölmennið — Stjómin
rvm/iM* mir
^£5
irfi
' ts\^° r~--np?
Æ
‘ r' ’.V.
(Zi+SMX.