Morgunblaðið - 03.12.1987, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
75
HANDKNATTLEIKUR / LOTTÓ-MÓTIÐ
Markvörður Júgó-
slava varði 27 skot!
íslendingar betri aðilinn í 1yrri hálfleik en Júgóslavar nýttu sér mistök þeirra
í þeim seinni — skoruðu þá úr hverju hraðaupphlaupinu af öðru
ÍSLENDINGAR töpuðu fyrsta
leik sínum á Lottó-mótinu í
Noregi stórt í gœrkvöldi.
Mœttu þá heims- og ólympíu-
meisturum Júgóslava, sem
sigruðu 24:17. Staðan íhálfleik
yar 10:10 og höfðu íslendingar
þá leikið vel, haft yfirhöndina
lengst, en frábœr markvarsla
Júgóslavans Velic og klaufar
íslensku strákanna komið í veg
fyrir að ísland hefði örugga
forystu. Síðari hálfleikurinn var
svo „ömurlegur" svo vitnaði
sé í Þorgils Ottar Mathiesen,
fyrirliða.
Ifyrri hálfleiknum stóðu íslend-
ingar sig vel, voru mun betri en
Júgóslavar. Leikurinn var mjög
hraður, sóknarleikur íslenska liðsins
giBBII fjölbreyttur, en upp-
FráJóni lögð færi fóru
Óttari forgörðum hvað eft-
Karissyni ;r. Vömin náði sér
iNoregi vel á strik og var
vel á verði og Einar var traustur í
markinu.
í seinni hálfleik gekk svo hvorki
né rak. Geir skoraði 11. markið
strax í upphafi, en síðan gerði
íslenska liðið ekki mark í tíu mínút-
ur. Staðan breyttist þá í 11:16. Liðið
náði síðan að rétta úr kútnum á
tímabili en aftur seig á ógæfuhlið-
ina. íslendingar klúðruðu dauða-
Páll Ólafsson var markahæstur
íslendinganna í gær.
færum hvað eftir annað —
Júgóslavar nýttu sér það til hins
ýtrasta með því að skora hvert
markið af öðru úr hraðaupphlaup-
um.
Markvörður Júgóslavanna, Ermin
Velic, lék frábærlega í gær. Hann
varði 27 skot þannig að lið hans
náði boltanum, sem er ótrúlegt.
Hann varði 13 skot af línu og 2 víti!
Þorgils Óttar var að vonum ekki
hress eftir leikinn. „Fyrri hálfleik-
urinn þolanlegur en við klúðruð-
um samt allt of mörgum færum.
Seinni hálfleikur var ömurlegur.
Úrslitin urðu ekki svona fyrir
það hve Júgóslavarnir spiluðu
vel, heldur hve illa við spiluðum.
Við vorum áhugalausir og náðum
ekki að einbeita okkur. Ég veit
ekki hvað skal segja eftir svona
leik; ég er er orðlaus,“ sagði
landsliðsfyrirliðinn. Það eina sem
Einar Þorvarðarson markvörður
gat sagt á eftir var: „Þetta gat
ekki verið lélegra".
Það var greinilegt í þessum leik hve
mikilvægur hlekkur Kristján Ara-
son er í landsliðinu. Allir vita hve
gífurlega sterkur hann getur verið
í sókninni, en í vamarleiknum er
hann ætíð sem klettur og var sárt
saknað. Einnig var ljóst að fjarvera
Alfreðs Gíslasonar hafði sitt að
segja.
Guðmundur Guðmundsson lék sinn
150. landsleik í gær og fékk blóm-
vönd áður en viðureignin hófst.
„Þetta var gott í fyrri hálfleik
og þá áttum við að gera út um
leikinn. Við réðum ferðinni allan
tímann, en náðum ekki að nýta
færin nógu vel. í seinni hálfleik
Ísland-Júgósl.
. 17:24
Lottó keppnin, Ringerikshallen í Höne-
foss, miövikudaginn 2. desember 1987.
Gangur leiksina: 1:0, 5:5, 7:7, 9:8,
9:10, 10:10, 11:11, 11:16, 13:16,
14:17, 16:20, 17:23, 17:24.
Mörk íslands: Páll ólafsson 4, Valdi-
mar Grímsson 2, Sigurður Gunnarsson
2, Guðmundur Guðmundsson 2, Geir
Sveinsson 2, Sigurður Sveinsson 2,
Atli Hilmarsson 2, Jakob Sigurðsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 9.
Samtals útaf: 4 mínútur.
Mörk Júgóslavfu: Zlatko Portner 7,
Goran Perkovac 5, Jovica Cvetkovic
3, Mirzet Uzeirovic 3, Josef Holpert
2, Boris Jarak 2, Slobodan Kuzmanow-
ski 1, Irfan Smajlagic 1.
Varin skot: Ermin Velic 27.
Samtals útaf: 6 mínútur.
Áhorfendur: 300.
Dómarar: Olsen og Walstad frá Nor-
egi og stóðus sig vel.
gekk ekkert upp, og við gáfum
Júgóslövunum möguleika á hrað-
aupphlaupum. Það skipti sköp-
um, þannig náðu þeir að sigla
fram úr.“
íslendingar mæta ísraelsmönnum í
kvöld á mótinu og ættu að sigra
þá auðyeldlega. Svisslendingar
sigruðu ísraelsmenn 26:13 í gær-
kvöldi og þá töpuðu Norðmenn
21:23 fyrir Hollendingum.
Kristján Arason.
Kristján
Arason
í Saudi
Arabíu %
Kristján Arason og félagar í
Gummersbach eru nú staddir
í Saudi-Arabíu, þar sem liðið leik-
ur einn vináttuleik. Liðið verður
komið aftur til Þýskalands í tæka
tíð til þess að Kristján komist til
Noregs á morgun. Þeir verða sam-
ferða, hann og Alfreð Gíslason,
og leika því þijá síðustu leiki ís-
lands í Lotto Pólar keppninni.
Alfreð hefur legið í flensu í nokkra tl
daga og æfði ekki með Essen f
gær, en sagðist í gærkvöldi ör-
ugglega verða orðinn hress á
morgun.
1.DEILD KVENNA
Stjaman vann
Hauka óvænt
Liðið hefur ekki tapað leik síðan
Erla Rafnsdóttir meiddist
TVEIR leikir fóru fram í 1. deild
kvenna í gærkvöldi. FH vann
öruggan sigur á Vfking 22:14
og Stjarnan sigraði Hauka með
20 mörkumgegn 18.
Sigur FH á Viking var aldrei í
hættu. FH-stúlkumar höfðu
yfirhöndina allan leikinn. Staðan í
leikhléi var 10:7 fyrir FH.
BBBi í seinni hálfleik
Katrín keýrði FH-liðið upp
Friðríksen hraðann og þegar
skrífar Upp var staðið var
munurinn 8 mörk.
Leikurinn endaði sem fyrr segir
22:14.
Mðrk Vfkings: Inga Þórisdóttir 6/4, Eirfka
Ásgrfmsdóttir og Valdls Birgisdóttir 3 mörk
hvor, Svava Baldvinsdóttir og Jóna Bjama-
dóttir eitt mark hvor.
Mörk PH: Kristín Pétursdóttir 5, Eva Bald-
ursdóttir og Hildur Harðardóttir 4 mörk
hvor, Inga Einarsdóttir 3, Heiða Einars-
dóttir 2, Rut Baidursdóttir 2/1, Berglind
Hreinsdóttir og Helga Sigurðardóttir eitt
mark hvor.
Haukar - Stjaman 18:20
Ungu Stömumar héldu áfram sig-
urgöngu sinni þegar þær unnu
góðan sigur á Haukum í gær. Leik-
urinn endaði 20:18 eftir að staðan
í leikhléi hafði verið 11:10 fyrir
Stjömunni.
Lokamínútumar vom æsispenn-
andi. Þegar 3 mínútur vom eftir
var Herdísi Sigurbergsdóttir Stjöm-
ustúlku vikið af leiksvelli. Haukar
fengu víti og þar með tækifæri til
þess að jafna metin 19:19, en Fjóla
Þórisdóttir markmaður gerði sér
lítið fyrir og varði glæsilega frá
Margréti Theódórsdóttur. Herdís
skoraði síðan lokamark leiksins á
síðustu sekúndunum, þegar hún
kom aftur inn á.
Mörk Hauka: Margrét Theeódórsdóttir
9/6, Steinunn Þorateinsdóttir 4, Elva Guð-
mundsóttir og Halldóra Mathiesen 2 mörk
hvor og Ragnheiður Júlfusdóttir eitt mark.
Mörk Stjörminnar: Ragnheiður Stephens-
en 8/5, Herdfs Sigurbergsdottir og Drffa
Gunnaredottir 4 hvor, Guðný Gunnsteins-
dóttir 2, Hrund Grétarsdóttir og Ingibjörg
Andrésdóttir eitt mark hvor.
1. deild
kvenna
Haukar - Stjarnan 18:20
Víkingur - FH 14:22
Fj.lalkja u J T Mörtc Stls
Fram 7 6 1 0 150: 96 13
FH 8 6 0 2 158: 114 12
Valur 7 5 0 2 132: 101 10
Stjaman 8 5 0 3 174: 155 10
Haukar 8 3 1 4 157: 140 7
Vikingur 8 3 0 5 151: 149 6
KR 7 1 0 6 94: 165 2
Þróttur 7 0 0 7 98: 194 0
KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN
Markalaust jafn-
tefli Skota og
Lúxemborgara
SKOTAR gerðu markalaust
jafntefli við Luxemborgara í
7. riðli Evrópukeppnl lands-
llða í knattspyrnu í Luxem-
borg í gærkvöldi. í 8. riðli
sömu keppni sigruðu Ung-
verjar Kýpurbýua 1:0.
Keppni í 7. riðli er nú lokið,
og er lokastaðan þannig:
írland.........8 4 8 1 10:5 11
Búlgarfa.......8 4 2 2 12:6 10
Belgfa..........8 3 3 2 16:8 9
Skotland........8 3 3 2 7:5 9
Lúxemborg.......8 0 1 7 2:28 1
Tveir leikir em eftir í 5. riðli.
Staðan er þannig eftir leikinn
Holland.........6 4 2 0 8:1 10
Grikkland......7 4 1 2 12:10 9
Ungvetjaland...8 4 0 4 13:11 8
Pólland.........8 3 2 3 9:11 8
Kýpur...........7 0 1 6 3:12 1
Holland og Kýpur leika 9. des-
ember og Grikkir fá Hollendinga
í heimsókn 12. desember.
Roy Altken, einn skosku leik-
mannanna, í baráttu um knöttinn
við Carlo Weis (4) í liði Lúxem-
borgar. Aitken og félagar höfðu
ekki erindi sem erfiði 1 leiknum.
HANDBOLTI
ísland
mætir
Noregr
fkvökl
j KVÖLD verður fyrsti lelkur
íslenska landsliðsins skipuðum
leikmönnum 21 árs og yngri á
heimsmeistaramótinu f Júgó-
slavíu.
Islendingar mæta Norðmönnum í
kvöld. Friðrik Guðmundsson,
fararstjóri, sagði íslendinga hæfi-
legja bjartsýna fyrir viðureignina.
„Þetta er liðið sem sló okkur út iþt
keppninni upphaflega, en nú eí
stund hefndarinnar mnnin upp.
Þeir hafa að vísu haft betri tíma
til undirbúnings, en við vonum það
besta," sagði Friðrik í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. íslend-
ingum var boðin þátttaka á mótinu
fyrir skömmu, eftir að Argentlnu-
menn afboðuðu komu sína.
KNATTSPYRNA / ÍTALÍA
Juventus missti tvö stig
ÍTALSKA liðið Juventus missti
í gær tvö stig f 1. deildarkeppn
inni þarflandi.
Liðið sigraði Cesena 2:1 á dög-
unum en úrslitum leiksins var
í gær breytt í 2:0 Cesena í hag, sem
hlýtur því stigin. Ástæðan er sú að
einn leikmanna Ceseana, Darie
Sanguin, fékk flugeld í höfuðið og
meiddist, er hann gekk af velli í
leikhléi. Juventus var einnig dæmt
til að greiða andvirði tæplega
600.000 íslenskra króna í sekt. Ju-
ventus dettur niður í 5. sæti við
þetta, hefur 12 stig. Cesena færist
hins vegar úr 3. neðsta sæti í það
10. Liðið hefur 9 stig.» '■■r