Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 50
50_________________________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987__ Kjartan Jóhannsson í umræðu um flutning útgáfu útflutningsleyfa milli ráðuneyta: Meiríhluti Alþingis vill gefa úflutning* 1 fijálsan FRUMVARP til laga um flutning útgáfu útflutningsleyfa frá við- skiptaráðuneytinu til utanríkisráðuneytisins kom til annarrar umræðu í neðri deild í gær. Páll Pétursson (F.Ne.) mælti fyrir frum- varpinu fyrir hönd meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar en hann leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Nokkrir þingmenn skrif- uðu þó undir með fyrirvara og vildu sumir að útflutningur yrði gefinn fijáls. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn) og Geir H. Haarde voru meðal þeirra og sagðist Kjartan telja að meirihluti væri á Alþingi 1 fyrir að gefa útflutning fijálsan. Minnihluti nefndarinnar, sem Iegg- ur til að frumvarpið verði fellt, var tvískiptur. Matthías Bjarnason myndar fyrri minnihlutann og Steingrímur J. Sigfússon þann síðari. Nær allur fundartími neðri deildar fór í umræður um þetta mál i gær en að þeim loknum var samþykkt að vísa málinu til þriðju umræðu. Einnig var samþykkt að vísa hliðstæðu frumvarpi, um flutn- ing Útflutningsráðs íslands milli sömu ráðuneyta, til þriðju umræðu. Þetta voru fyrstu málin sem koniu til annarrar umræðu í neðri deild á þessu þingi. Matthías Bjarnason (S.-Vf.) sagði að sér væri ljóst að um þetta mái hefði verið samið af stjómarflokk- unum við stjómarmyndunina og hefði hann þá þegar lýst yfir and- stöðu við það innan síns þingflokks. Þingmaðurinn lýsti því hvemig þessum málum væri í meginatriðum háttað í dag og rakti ýmis rök gegn þessari breytingu. Sagði har.n m.a. að ein meginröksemdin væri að nýta ætti utanríkisþjónustuna betur en ekki yrði annað sagt en að hún væri vel nýtt nú. Hafði hann uppi efasemdir um að sendiráðin væm fær um að sinna markaðsmálum af einhveiju gagni. Annarsvegar væm þau ekki nógu vel mönnuð og hins vegar hefðu starfsmenn þeirra ekki verið ráðnir með hliðsjón af reynslu þeirra af markaðsmálum. Taldi Matthías það vera „vanhugs- aða“ aðgerð og „skref aftur á bak“. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) sagði að best væri að vísa málinu aftur til ríkisstjómar- innar og endurskoða það þegar skipulag stjómarráðsins yrði endur- skoðað í heild. Helstu rökin með því að taka þetta atriði eitt og sér útúr nú væm að með þessu fengist betri nýting utanríkisþjónustunnar. Taldi hann að lítil hugsun og lítil vinna hefði verið lögð í þetta mál. Spurði þingmaðurinn m.a. hvort nú ætti að víkja frá þeirri stefnu að samstæð mál heyrðu undir sama ráðuneyti. Geir H. Haarde (S.-Rvk.) sagð- ist hafa skrifað undir álit meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar með fyrirvara. Sá fyrirvari lyti þó ekki að flutningi utanríkisviðskipta milli ráðuneyta, honum væri hann sam- mála, heldur hefði hann efasemdir um hvort þetta fýrirbæri, útflutn- ingsleyfi, ætti rétt á sér, sama hvaða ráðuneyti sæi um útgáfu þeirra. Ekki væri þó rétt að blanda saman spumingunni um stjómkerf- isbreytinguna og hugmyndum um hlutverk útflutningsleyfa. Hann myndi því greiða atkvæði með fmmvarpinu. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði Steingrím J. Sigfússon hafa spurt af hveiju þetta mál hefði verið tekið út eitt og sér meðal hugmynda um breytingu stjómarráðsins. Forsætisráðherra sagði að um það hefði verið tekin sjálfstæð ákvörðun og ástæðulaust væri að blanda henni saman við aðrar skipulagsbreytingar innan stjómarráðsins. Meginröksemdin með þessari breytingu væri að með henni feng- ist betri samnýting starfskrafta. Ekki væri verið að spara fjármuni heldur færa mál til þeirrar skipan sem líklegust væri talin til að nýta sem best starfskrafta utanríkis- ráðuneytisins. Þeir sinntu nú m.a. tengslum við EFTA og EB og væri æskilegt að öll þessi mál heyrðu undir eitt ráðuneyti. Verið væri að samnýta utanríkisþjónustuna til meiri átaka í viðskiptamálum. Kristin Halldórsdóttir (Kvl.- Rn.) skrifaði einnig undir álit meirihlutans með fyrirvara. Sagði hún nokkra helstu hagsmunaaðila hafa komið á fund nefndarinnar og hefði hún ekki séð að meðal þeirra væri mikil andstaða gegn flutningn- um. Hins vegar væm skiptar skoðanir um hvernig fyrirkomulagi utanríkisviðskiptanna ætti að vera háttað. Sumir vildu færa það til meiri fijálsræðisáttar en hefði meirihluti nefndarinnar ekki sam- þykkt það. Kvennalistakonur sagði hún vera sammála því að varlega ætti að fara í þessum efnum. Kvennalistinn legði enga áherslu á þetta mál en hún teldi það vera ómaksins vert að gefa utanríkis- þjónustunni aukið vægi og lyfta henni upp af „kokkteila- og hirð- siðastiginu". Annað mál væri hvort flutning milli ráðuneyta ætti að nota sem skiptimynt í samningum. Ahuginn á skipulagsbreytingum virtist oft vera persónubundinn og ætti það við um þetta mál. Fyrir- vari hennar byggðist á því að málið væri fyrst og fremst komið á þetta stig vegna pólitískra hagsmuna en ekki af því að það hefði verið ákveð- ið að íhuguðu máli. Myndi hún því sitja hjá við afgreiðslu þess. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sagði að um tvö mál væri að ræða. Formlega væri einungis um tilflutn- ing á utanríkisviðskiptunum milli ráðuneyta að ræða en jafnframt væru þetta þær lagagreinar er fjöll- uðu um hömlur á útflutningsfrelsi. Því taldi hann vera ástæðu til að ræða báðar hliðar málsins. Útflutningsfrelsið sagði Kjartan nýverið hafa orðið tilefni allsnarpra deilna. Hann hefði á undanfömum þingum verið talsmaður aukins frelsis en gallinn væri sá að það mál hefði aldrei verið útkljáð. Oeðli- legt væri að málið yrði nú skilið eftir opið, menn ættu að geta treyst á ákveðinn stöðugleika í þessum efnum. Honum skildist að sú opnun sem nýlega hefði átt sér stað að frumkvæði viðskiptaráðherra yrði að engu höfð eftir áramót. Það væri afleitt en enn afleitara væri að það væri vegna persónulegrar skoðunar eins manns en ekki skoð- un Alþingis. Taldi hann meirihluta Alþingis vilja aukið frelsi. Af þess- um ástæðum skrifaði hann undir álit meirihluta nefndarinnar með fyrirvara og skoraði á þingmenn að móta sameiginlega meirihluta- stefnu í þessum efnum. Varðandi sjálfan flutninginn sagðist Kjartan geta fallist á að ýmis rök mæltu með því. Hann teldi þó að ítarlegri skoðun þyrfti að fara fram á hvemig við vildum styrkja þann arm stjómkerfisins sem færi með utanríkisviðskipti. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði nefndarálitin og umræður á Alþingi staðfesta að þessi breyting orkaði tvímælis. Ein meginröksemdin væri sú að verið væri að leggja til að fram- kvæmd yrði sú meginregla að samstæð verkefni heyrðu undir eitt ráðuneyti. Utanríkisráðuneytið færi nú með samninga við önnur lönd, og samskipti við EFTA og Evr- ópubandalagið. Samskiptin við EB yrði eitt mikilvægasta mál næstu ára því ná þyrfti góðum samning við bandalagið. * Viðskiptaráðherra sagði það mik- ilvægt að ekki væri blandað saman efni laganna og stjórnkerfisþáttun- um. Hann teldi að ekki ætti að ræða um efnið núna en hann gæti þó tekið undir margt hjá Geir H. Haarde og Kjartani Jóhannssyni. Benedikt Bogason (B.-Rvk.) sagði stefnu Borgaraflokksins vera þá að útflutningsverslun yrði gefin fijáls. Hann teldi tvímælalaust að þetta fmmvarp gæti verið skref í rétta átt og fært utanríkisverslun- ina í nútímaátt. Þetta væri þó spurningin um hvernig ráðherrann færi með þetta umboð, hvort hann væri skömmtunarsinni eða nútíma- maður. Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) sagði þetta mál í raun vera stórmál en lögð væri áhersla á að fjallað væri um formið en ekki innihaldið. Óli Þ. sagðist almennt vera þeirrar skoðunar að ríkja ætti svipað frelsi í inn- og útflutningi. Ef ætti að breyta löggjöfinni þá ætti a.m.k. að setja inn ákvæði um það að ef ákvörðun yrði tekin um að synja umsækjenda um leyfí ætti að liggja fyrir rökstudd ákvörðun. Þetta mætti ekki vera geðþóttaákvörðun. Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) sagði Islendinga eiga vöruskipti við sum lönd og færi þá eftir þessa breytingu útflutningur til þeirra í gegnum utanríkisráðuneytið en inn- flutningur í gegnum viðskiptaráðu- neytið. Spurði hann hvort ekki væri heppilegra að báðir málaflokkar heyrðu undir eitt ráðuneyti. Þjóðviljinn: Óttar Proppé og Mörð- ur Arnason ritstjórar STJÓRN Þjóðviljans samþykkti samhljóða sl. föstudag að ráða Ottar Proppé og Mörð Arnason i stöður ritstjóra á blaðinu við hlið Árna Bergmanns. Óttar og Mörður hafa nú þegar hafið ritsjórastörf en þeir taka við af Össuri Skarphéðinssyni og Þráni Bertelssyni sem hætti störfum á Þjóðviljanum fyrir skömmu. Össur sagði upp störfum í sl. viku en hef- ur verið í launalausu leyfi frá ritstjórastörfum sl. fímm vikur og m.a. unnið við fiskeldisráðgjöf og kennslu við Háskóla íslands. Hann hefur nú verið ráðinn í lektorsstöðu í lífeðlisfræði við Háskólann. Óttar er fæddur 1944 og er kenn- ari að mennt. Hann vann við kennslu til 1980 en hefur síðan verið t.d. bæjarstjóri á Siglufirði og framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Mörður er 34 ára og menntaður í íslensku og málfræði. Eftir nám vann hann við Orðabók Háskólans en hefur verið blaðamað- ur á Þjóðviljanum samfellt frá 1984. Minnispenmgar Sigurjóns Olafssonar ________Mynt_____________ Ragnar Borg Árin 1973 til 1980 lét Anders Nyborg í Kaupmannahöfn gjöra minnispeninga, sem þekktir eru margir. Flestir kannast við fyrsta peninginn, sem kom út árið 1973, Vestmannaeyjapeninginn. Allir voru minnispeningar þessir teikn- aðir af færustu listamönnum á Norðurlöndum. Peningana, sem gefnir voru út árið 1978, hannaði Siguijón Ólafsson, myndhöggvari. Vegna þess að tollur á minnispen- ingum eru yfír 100 prósent komu færri peningar en ella hingað til lands. Upplag peninganna var ákveðið 5.000 stykki í upphafí, en mun færri voru slegnir. Eru peningar þessir þegar orðnir sjald- gæfír og eftirsóknarverðir safn- gripir. Siguijón var fyrsti hönnuðurinn, sem teiknaði 7 pen- inga, einn fyrir hvert Norðurland- anna. Minnispeningar Siguijóns eru allir sýndir á safni Seðlabank- ans við Einholt 4. Ekkja Sigur- jóns, frú Birgitta Spur, hefir fest kaup á nokkrum peningum, sem tileinkaðir eru Svíþjóð, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Dan- mörku. Eru þessir peningar til sölu í útibúi Búnaðarbankans í Hótel Esju. Eru peningarnir seldir á 7.000 krónur, sem er nánast sama verð og þeir voru seldir á fyrir 10 árum. Eg vil benda mönn- um á að svona minnispeningur er tilvalin jóla- eða tækifærisgjöf til vina í þessum löndum. Gjöf, sem minnir á ættland viðkomandi manns og um leið á hönnuðinn, sem var einn þekktasti mynd- höggvari sem við höfum átt, og þekktur er víða um lönd. Það, sem inn kemur fyrir minnispeningana fer í að byggja upp safn Siguijóns Ólafssonar, sem stendur í Laugar- nesi. Myndimar á bakhlið minnis- peninganna, sem Siguijón hann- aði, eru til sem listaverk víða um land. Þannig er myndin á norska peningnum stytta fyrir framan Stapa í Njarðvíkum, lágmyndir á Sundaborg eru fyrirmyndir að sænska peningnum og þeim danska, styttan „Farfuglar" á Húsavík er fyrirmyndin að mynd- inni á íslenska peningnum og svona mætti telja áfram. Fram- hliðar peninganna eiga að vera táknrænar fyrir hvert land. Þann- ig er til dæmis um myndina á grænlenska peningnum, er sýnir fólk horfa á sólina koma upp eft- ir langa fjarveru um veturinn, en táknar um leið, að Grænland er að verða sjálfstætt ríki. íslenski peningurinn sýnir vita, en árið 1978 vom 100 ár frá því fyrsti vitinn fór að leiftra, tveggja alda ártíðar Carls von Linné er minnst á sænska peningnum o.s.frv. Myntsafnarafélagið heldur fund á morgun í Templarahöllinni klukkan 2.30. Á uppboðinu eru margir merkir hlutir. Nú verður boðinn upp brauðpeningur úr pappa, afar sjaldgæfur og sér- stakur, en einnig verður boðinn upp Þjóðminjasafnspeningurinn. Er ekki að efa að boðið verður í þessa gripi og fleiri af mesta kappi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.