Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 > Auk þess að vera leikari og dans- ari, mun Patrick einnig vera liðtækur söngvari. PARTICK SWAYZE Djarflega stígur hann dansinn Patrick Swayze er hérlendum ungl- ingum líklega að góðu kunnur fyrir frammistöðu sína í „Dirty Danc- ing“. Þar leikur Patrick annað aðalhlutverkanna og dansar af mik- illi snilld. Hann hefur dansað mestan hluta ævi sinnar, er fæddur og uppalinn í kúrekaborginni Ho- uston, þar sem dansandi strákar voru litnir hornauga. Lengi vel þijóskaðist hann við en þegar hann hafði bæði rifbeins- og nefbrotnað ákvað hann að hætta dansinum. Það breytti engu því hann var eftir sem áður álitinn skrýtinn, svo hann byijaði aftur og kynntist þá kon- unni sinni, hinni fínnskættuðu Lisu. Þau urðu dansfélagar, „um leið og við hittumst vissi ég að við höfðum þekkst í fyrra lífi, þessvegna náðum við svona vel saman“ segir Lisa. Hún hefur verið hans stoð og stytta í þau 11 ár sem þau hafa verið gift og þau eru jafnástfangin núna og þegar þau hittust í Houston forð- um. „Ég hef tilhneigingu til sjálfs- Tvö dansatriði úr „í djörfum dansi“. eyðingarhvatar, rétt eins og Jim Morrison og Janis Joplin og verð að gæta mín. Lisa hefur bjargað mér frá því að eyðileggja sjálfan mig á áfengisneyslu en næsta skref er að hætta alveg að drekka,“ seg- ir Patrick. Astæðan fyrir því að hann valdi hlutverkið í „Dirty Dancing" er ein- faldlega sú að afar fáir karlleikarar eru einnig góðir dansarar. Gefum Patrick orðið: „Upptökurnar voru erfiðar og seinlegar, því við ræddum hvert einasta atriði ofan í kjölinn en ég er ánægður með útkomuna. Ég held að fólk sé farið að dansa aftur á gamla mátann því við höfum öll svo mikla þörf fyrir snertingu. Fólk er búið að fá nóg af því að dansa eitt og sér eins og á áttunda áratugnum. Danstákn áttunda ára- tugarins, John Travolta, er dæmi um hvemig getur farið fyrir dönsur- um. Hann festist í hlutverki sem hann getur ekki losnað úr og það er miður því hann hefur heilmikla hæfileika. Ekki er hann þó frumleg- ur, því þegar hann var að æfa sig fyrir dansinn í „Urban Cowboy" þar sem mamma mín samdi og stjórn- aði dönsunum, tók ég eftir þvi að hann apaði hveija einustu hreyfingu mína eftir, hermdi eftir því hvemig ég talaði og hvernig ég hagaði mér.“ Patrick hefur verið á ferðalagi um Evrópu undanfarið og hefur lent í mörgum hrellingum í ferð- inni. Unglingsstúlkur hafa gert nokkrar tilraunir til að tæta utan af honum hveija spjör og nærri kramið hann í öllum látunum. En verst þótti honum þegar ósvífnir blaðamenn hófu að spyija hann spjömnum úr um stjórnmálaskoð- anir hans og vi'suðu þá til myndar sem hann lék í og hét „Hinir ungu og hugrökku“. Fjallaði hún um inn- rás Sóvétmanna í Bandaríkin og var víða bönnuð þar sem hún þótti fjalla á óraunsæislegan hátt um hin afar viðkvæmu samskipti austurs og vesturs. „Blaðamennirnir spurðu og spurðu og skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að þeir vom kommúnistar. Ég hafði aldrei áður hitt kommúnista og varð ógurlega skelkaður þegar þeir fóm að yfir- heyra mig. En eftir þessa reynslu skil ég loks að ekkert er ópólitískt, ég hef bara aldrei litið á sjálfan mig sem mann með skoðanir." -'JL MYNDBÖND George á leið til kirkju. George fer í kirkju GEORGE Michael hefur farið geyst upp og niður vinsældalist- ana að undanförnu með lagið „Faith“ sem útleggst á því ást- kæra ylhýra sem „trú“. Og eins og vaninn er, var tekið upp mynd- band við lagið og var því ætlað að gerast í kirkju, svona rétt til að undirstrika boðskapinn. Hringdi George í prófastinn í sinni sókn og pantaði tíma. En þegar George mætti ásamt tökuliðinu kom í Ijós að presturinn hafði tvíbókað í kirkjuna og var jarðar- för nýhafín þegar þau bar að garði. George er hvorki trúaður né tillitssamur maður og stillti sér upp ásamt tökuliðinu aftast í kirkjunni og beið þess að jarðar- förinni lyki, algerlega án tillits til hinna syrgjandi aðstandenda. Ekki virtist presturinn telja neitt athugavert við það, því að athöfn- inni lokinni gekk hann til Georges og þakkaði honum kærlega fyrir að sýna fjölskyldunni þann skiln- ing að leyfa þeim að kveðja ástvin sinn í friði. Á afmælishátíðinni söng Nils Wahlgren, sem lék í „Bróðir minn Ljónshjarta“, visu fyrir Astrid. BARNABÆKUR Astrid áttræð Barnabókahöfundurinn sívinsæli, Astrid Lindgren, hélt upp á áttræðisafmæli sitt í síðasta mánuði með pompi og prakt. Byijað var á að sýna myndina um bræðuma Ljónshjarta, en tíu ár eru liðin síðan hún var frumsýnd. Að lokinni sýningunni var haldin stærðarinnar veisla og var fjölda manns boðið til henn- ar, meðal annarra öllum bömunum sem hafa leikið í myndum gerðum eftir sögum hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.