Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 „Lítið þarf til að kvikni í púðrínu í slökkvistöðinni“ Soffanías Cecilsson fráfarandi formaður í ræðustóli Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna: Rekstri fiskvinnslu hér á landi ógnað AÐALFUNDUR Sambands fisk- vinnslustöðvanna var haldinn siðastliðinn föstudag. Helztu mál- efni fundarins voru afkomumál, kjaramál og fiskvinnsla á tíma- mótum. í ályktun fudnarins segir á þá leið, að ætli stjómvöld sér að viðhalda fastgengisstefnunni verði þau að gripa til róttækra aðgerða i peninga- og efnahags- málum nú þegar i þeim tilgangi að lækka verðbólgu og bæta kjör fiskvinnslunnar. Soffanías Cecils- son, fráfarandi formaður, telur að við núverandi aðstæður aukizt útgjöld fiskvinnslunnar um 2 til *»%% á mánuði og engin tekjuaukn- ing komi á móti. Amar Sigur- mundsson, Vestmannaeyjum, var kjörinm formaður sambandsins í stað Soffaníasar. Ályktun sambandsins er svohljóð- andi: „Þensluástand, stórfelldar kostnaðarhækkanir og versnandi við- skiptakjör samfara falli bandaríkja- dollars ógna nú rekstri fiskvinnslu hér á landi. Stórhækkað raungengi krónunnar hefur fært flármuni frá útflutningsframleiðslunni til annarra g^jreina atvinnulífsins og er nú svo komið, að fískvinnslan er rekin með umtalsverðum halla, sem fer sívax- andi. Við þessar aðstæður er fullkom- lega óskiljanlegt að rikisstjómin miðar enn við að skerða rekstraraf- komu sjávarútvegs með því að hætta endurgreiðslu uppsafnaðs söiuskatts, sem allar aðrar útflutningsgreinar njóta og samtímis að skattleggja iau- nagreiðslur, en því var hætt fyrir rúmu ári, svo fiskvinnslan fengi staðizt stöðugt gengi. Gengisfall dollarans á alþjóðlegum markaði er sameiginlegt áfall þjóðar- innar allrar. Ef það er raunverulegur ásetningur stjómvalda að halda gengisskráningu íslenzku krónunnar óbreyttri við núverandi aðstæður, þá verða stjómvöld að grípa til róttækra aðgerða í peninga- og efnahagsmál- um núna strax í þeim tilgangi að lækka verðbólgu og bæta kjör fisk- vinnslunnar eftir öðrum leiðum. íslenzkur sjávarútvegur stendur nú á tímamótum. Framtíð hans og afkoma þjóðarinnar veltur á því, að aukin framleiðni verði í greininni með aukinni vélvæðingu og bættri skipulagningu. Forsenda þessarar þróunar er að rekstrarskilyrði batni og stjóm verði á efnahagsmálum þjóðarinnar." Soffanías Cecilsson sagði meðal annars í ræðu á fundinum, að nú væri svo komið að fastgengisstefna ríkisstjómarinnar og verðbólgan í landinu kostaði fiskvinnsluna 2 til 3% útgjaldaaukningu á hveijum mánuði. Enginn atvinnurekstur, sem byggði afkomu sína á útflutningi gæti staðið undir slíkum kostnaðar- hækkunum meðan gengi væri haldið föstu nema í mjög skamman tima. Framundan væru kjarasamningar og ljóst væri, að miðað við núverandi aðstæður gæti fiskvinnslan ekki boð- ið neinar kjarabætur, þótt hún fegin vildi. BALDUR Baldursson, talsmaður brunavarða f Slökkvistöðinni f Reykjavfk, segir að lftið þurfi til að það kvikni í púðrinu f stöðinni, þvf mikil óánægja sé meðal bruna- varðanna, aðallega vegna launa- málanna. Verðirnir hafa neitað að mæta f læknisskoðun og þrek- próf, því óljóst sé hvort stjórnend- ur stöðvarinnar viiji virða samþykktir og reglugerðir um þrekpróf, læknisskoðun og reykk- öfun og vilja þrýsta á að fá túlkun stjómenda slökkvistöðvarinnar á þeim. Slökkviliðsstjóri segir að betra sé að vinna að málunum með jákvæðu hugarfari, heldur en að „vera alltaf að rýna í ein- hveija reglugerðarbókstafi“. Haldinn var fundur slökkviliðs- manna 3. nóvember sl., þar sem eftirfarandi var samþykkt: Þar sem óljóst er um vilja stjómenda Slökkvi- liðs Reykjavíkur til að virða sam- þykkt um slökkviliðið og reglugerð þar að lútandi, ásamt reglugerð um reykköfun og reykköfunarbúnað frá 6. júlí 1984, sjá brunaverði*- í Slökkviliði Reykjavíkur ekki ástæðu til að mæta í læknisskoðun og þrek- próf að svo komnu máli. „í nokkurra ára gamalli samþykkt borgarráðs um slökkviliðið í Reykjavík er kveðið á um að bruna- verðir skuli fara í þrekpróf,“ sagði Baldur Baldursson. „Við teljum að þessi samþykkt sé ekki haldin. Hún virðist vera dálítið óljós og við viljum þrýsta á að fá túlkun á henni. í reglu- gerð Brunamálastofnunar ríkisins, sem samþykkt var af félagsmála- ráðuneytinu í júlí 1984, er aftur á móti fjallað um reykköfunar- og hlífðarbúnað slökkviliðsmanna en ekkert minnst á þrekpróf, einungis læknisskoðun. { 7. grein reglugerðarinnar segir að reykkafari skuli fara árlega í sér- staka læknisskoðun. Setja skuli nánari reglur um heilbrigðisskoðun og læknisvottorð í samráði við land- lækni. Við vitum ekki til þess að þær reglur hafi verið settar. í reglugerð- inni er einnig kveðið á um að brunaverðir skuli fara í verklegar æfingar í reykköfun í samtals 25 Baldur Baldursson talsmaður brunavarða í Slökkvistöðinni i Reykjavík. klukkustundir á ári hveiju, fyrir utan vinnu og allar almennar æfingar, og slökkviliðsstjóri skuli skrá þessar æfíngar. Ég veit ekki til þess að hann geri það. „Virðist ekki farið éftir reglugerðum“ Það eru of fáar talstöðvar til fyrir reykkafara. 'Það stendur í reglugerð- inni að reykkafari skuli ætíð vera í góðu talsambandi við -stiómanda björgunar- og slökkvistarfsins og við þá reykkafara sem með honum starfa. Við, sem höfum leyfí til að stunda reykköfun, fáum sérstök reykköfunarskírteini sem sagt er í reglugerðinni að reykkafarar eigi að hafa. Brunaverðir hér hafa einnig verið skráðir í reykköfun án þess að hafa fengið slík skírteini. Þannig að það virðist vanta að farið sé eftir reglugerðum og öðru slíku á full- nægjandi hátt,“ sagði Baldur. ..Mér fínnast þetta vera furðuleg viðbrögð," sagði Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri. „Númer eitt í reykk- öfun og reglugerð um hana er að menn fari árlega í læknisskoðun. Trúnaðarlæknir borgarinnar leggur mikla áherslu á það. Þannig að mér fínnst að sjálfsögðu að það sé verið að byija á vitlausum enda að neita Rúnar stjóri. Bjarnason slökkviliðs- Ottast að að breytmgar á verði 'hafi áhrif á jólaverslunina SAMKVÆMT samkomulagi ríkis- stjómarinnar um breytingar á óbeinum sköttum lækka ýmsar vörur verulega i verði um áramót- in. Sem dæmi má nefna snyrtivör- ur, búsáhöld, hljómflutningstæki, byggingarvörur og fleira. Þeir kaupmenn sem Morgunblaðið hafði samband við töldu að tolla- breytingar væru mjög tímabærar og af hinu góða, en vom þó á eitt sáttir að fréttir af þessum breyt- ingum ættu eftir að hafa mikil áhrif á verslunina fyrir jólin, þar »æm breytingamar eiga að taka gildi um áramótin samkvæmt frumvarpi ríkisstjóraarinnar. Guðjón Oddsson formaður Kaup- mannasamtakanna sagðist vera sannfærður um að þeir sem ætluðu að kaupa vörur fyrir jólin sem eiga að lækka verulega í verði bíða nú með það þangað til verðbreytingin hefur tekið gildi. Hann sagði að kaupmönnum finn- ist til bóta að samræma þetta kerfi og telja það skref í rétta átt að hæstu tollar verði lækkaðir. Alltaf megi þó deila um hve hátt vörugjald á að vera. Sagði hann að þessi breyt- ing yrði til einföldunar og hagræðis. Kaupmönnum hefði að vísu þótt betra ef hún hefði orðið á öðrum árstíma, því margir byggja afkomu sína á verslun fyrir jólin. Aðspurður sagði Guðjón að menn væru yfirleitt ekki í stakk búnir til að lækka verðið strax þótt líklega freistuðust einhveijir til þess. Ekkert Glasgow-verð eftir breytingarnar Kristmann Magnússon hjá Pfaff, sem sæti á í samstarfsnefnd verslun- arinnar um tollamál, sagði að frumvarpið væri til mikilla bóta. Hins vegar vildi hann mótmæla því, sem komið hefur fram í umræðunni, að hér gilti Glasgow-verð eftir breyting- amar. Eftir þeim útreikningum sem hann hefði gert miðað við að tollar verði 15% pg vörugjald 14% þá verð- ur vöruverð 43% hærra í Reykjavík en í Glasgow og í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Kristmann taldi að frumvarpið ætti eftir að hafa gífurleg áhrif á jólaverslunina. í raftækjaverslunum mætti búast við að sala I dýrari smávörum, t.d. rakvélum, sem fólk kaupir mikið til jólagjafa, ætti eftir að dragast saman. Fólk myndi líklega snúa sér að vörum sem eiga að hækka eftir breytingamar. Ekki hélt Kristmann að kaupmenn myndu almennt lækka verðið fyrir jól þar sem þeir þurfa að greiða háa tolla af vömnum til áramóta. Það yrði þá helst á vörum sem lækkar ekki verulega. Snyrtivörur lækka og nauðsynjavörur hækka Edda Hauksdóttir í snyrtivöru- versluninni Stellu í Bankastræti sagðist sem minnst vilja segja um þetta samkomulag ríkisstjómarinnar á þessu stig. „Ég vil ekkert segja um þetta fyrr en frumvaiyið hefur verið samþykkt í Alþingi. Ég er ekki tilbúin til að trúa því að Alþingi ís- lendinga samþykki að lækka snyrti- vömr en -hækka um leið ýmsar nauðsynjavömr“, sagði hún. Oneitanlega gleðiefni Leifur ísleifsson hjá byggingar- vömversluninni ísleifur Jónsson hf. sagði að það væri óneitanlega gleði- efni að tollar á hreinlætistækjum eigi að lækka. Hann taldi að þessar breyt- ingar yrðu, ef á heildina væri litið, til hins betra fyrir byggingarvöm- kaupmenn. Auk þess yrðu þær til þess að tollflokkun og tollafgreiðsla yrði einfaldari. Sagði hann að breyt- ingín kæmi á slæmum tíma því fólk myndi halda að sér höndum, ef það getur beðið með að kaupa þessar vömr þar til breytingin hefur tekið gildi. Ætti að f æra verslunina inn í landið Sigurveig Lúðvíksdóttir hjá versl- uninni Kúnígúnd sagði að það væri alltaf til góðs ef hægt væri að ná niður vöruverði. „Að mínu mati hafa verið allt of háir tollar af góðum vömm. Þetta hefur orðið til þess að fólk hefur keypt þær erlendis og tek- ið með sér heim. Með þessum breytingum hlýtur að vera hægt að færa verslunina meira inn í landið," sagði hún. „Ný tollskrá hefur verið lengi í vinnslu og kaupmenn hafa vitað að þessi breyting hefur lengi staðið til. Þetta ætti því ekki að koma neinum kaupmanni á óvart, en svona breyt- ingar eiga að mínu mati að verða á einni nóttu.“ Annars sagði Sigurveig að hún hefði ekki orðið mikið vör við sam- drátt í sölu frá því að fréttist af þessum breytingum. Erfitt fyrir kaupmenn Bjami Stefánsson hjá Hljómbæ sagði að það væri engin furða þótt fólk vildi bíða með að kaupa hluti sem ættu eftir að lækka. Hann sagði að í sinni verslun hefði verið reynt að koma til móts við viðskiptavini með því að gefa afslátt. „Við teljum að þessar breytingar séu það sem koma skal, þótt enn sé spurning hvað verður. En þetta er afskaplega erfítt á meðan það gengur yfir,“ sagði Bjami. „Það er mikið áfall fyrir kaupmenn sem selja dýra hluti eins og hljóm- flutnihgstæki að þetta komi upp rétt fyrir jól og sala var mun minni á laugardaginn en gert hafði verið ráð fyrir. Þó hefur glaðnað yfír henni aftur eftir helgina, að því er virðist. Mér líst að mörgu leyti ágætlega á þessar breytingar, þó á ég erfítt með að sætta mig við að fískur hækki verulega í verði og aðrar nauð- synjavörur á sama tfma og lúxusvör- ur lækka. Aftur á móti er tollalækk- unin nauðsynleg og hefði átt að lækka tolla fyrir löngu.“ að fara í þessa skoðun. Það er hins vegar rétt að það gætir töluverðs ósamræmis í samþykkt borgarráðs um að brunaverðir skuli fara í þrek- próf og reglum sem ráðið hefur sett um námskeið og þjálfun brunavarða. En borgarráð er búið að ákveða að fela ákveðnum manni að endurskoða þessar reglur og samræma, þannig að þetta mál er i athugun. Jákvætt hugarfar betra en að rýna í reglugerðir Það er að vissu leyti rétt að ekki hafa verið settar nánari reglur um heilbrigðisskoðun og læknisvottorð, eins og reglugerð Brunamálastofn- unar ríkisins kveður á um að skuli gera. Trúnaðarlæknir borgarinnar hefur hins vegar sett sig mjög vel inn í þessi mál, bæði hérlendis og erlendis. Ég held að hann sé manna færastur til að dæma um hvemig þetta eigi að fara fram. Það er nú svona og svona að vera að rýna allt- af í einhveija reglugerðarbókstafi. Það er betra að vinna að málunum með jákvæðu hugarfari, þannig að það komi eitthvað út úr þeim. Það er ekki rétt að verklegar æf- ingar brunavarða í reykköfun séu ekki skráðar, aðalvarðstjórarnir sjá um það. Ég get alveg tekið undir það að betra væri að eiga fleiri tal- stöðvar. Hins vegar eru ekki brotin ákvæði reglugerðarinnar um að reykkafarar skuli ætíð vera í tal- stöðvarsambandi við stjómanda björgunar- og slökkvistarfsins. Það er ætíð þannig að a.m.k. annar reyk- kafaranna er með talstöð og hinn verður ætíð að vera í talsambandi við hann. Það er alveg rétt að það hefur tekið dálítið langan tíma að fá reykk- öfunarskírteini gefín út. Það hefur nú eiginlega ekkert síður strandað á því að menn hafa ekki staðist læknis- skoðun eða þrekpróf og trúnaðar- læknir hefur ekki treyst sér til að mæla með því að þeir fái skírteini. Hins vegar ráðum við illa við það að vera að útskúfa ungum mönnum, sem hafa ekki náð því að fá þessi skírteini,“ sagði Rúnar. „Launamálin eru stór hluti af þessu máli,“ sagði Baldur. „Það er ætlast til þess að við fömm í þrek- próf og að við höldum okkur við líkamlega en það er ekkert metið. Það var samþykkt í borgarráði að bmnaverðir í Reykjavík skuli hafa iðnmenntun, eða sambærilega menntun og reynslu, sem nýtist þeim í starfi. Ég veit ekki til að þess sé krafist í öðmm sveitarfélögum. Nú em gmnnlaun bmnavarða í Reykjavík 33.810 krónur á mánuði en bmnaverðir í Hafnarfirði em hins vegar með 39.145 krónur í gmnn- laun.. Það hefur verið mikil óánægja héma, aðallega vegna launamál- anna, sem hefur safnast upp smám saman. Þetta mál er í sjálfu sér ekk- ert stórmál en það þarf lítið til þess að það kvikni í púðrinu og allt fari í háa loft, þannig að staðan er mjög viðkvæm hjá okkur núna,“ sagði Baldur. „Ég vil ekki tjá mig ( fjölmiðlum um launamál bmnavarða," sagði Rúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.