Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Um Byggðastofnun af tilefni ritstjórnargreinar eftirSigurð Guðmundsson Ritstjórnargrein blaðsins þann 2. desember sl. fjallar um kosningu í stjórn Byggðastofnunar. Þar kem- ur fram skoðun blaðsins á eftir- spurn alþingismanna Sjálfstæðis- flokksins eftir setu í stjórninni en þau mál verða að mestu látin kyrr liggja hér. í greininni eru hins veg- ar missagnir um Byggðastofnun sem ég vil leyfa mér að koma á framfæri athugasemdum við. Það ætlar að reynast Byggða- stofnun nokkuð erfitt að losna undan því að hún er skilgetið af- kvæmi Framkvæmdastofnunar ríkisins. Að syndir feðranna komi niður á börnunum er erfðafræðileg tilgáta sem ekki á við í þessu sam- hengi. Að Byggðastofnun sé með einhverjum hætti „leifar" af Fram- kvæmdastofnun er hins vegar rangt. Þegar Byggðastofnun var sett á laggirnar fyrir rúmum tveimur árum tók hún við eignum og skuld- bindingum Byggðasjóðs en hann var í umsjá Framkvæmdastofnunar. Byggðasjóður fékk á starfstíma sínum verulegt fjármagn af fjárlög- um og veitti lán til framkvæmda í atvinnulífi. Mestan hluta starfstíma síns voru neikvæðir raunvextir á lánum sjóðsins. Svo var raunar mun víðar í þjóðfélaginu, bæði í bönkum og hjá stofnlánasjóðum. Ríkisfram- lögin héldu því engan veginn raungildi sínu sem eiginfé Byggða- sjóðs og fór það rýrnandi. Eftir því sem leið á starfstíma Byggðasjóðs minnkaði einnig framlag til hans úr ríkissjóði að raungildi. Lánveit- ingar áttu í auknum mæli uppruna sinn í endurlánuðu erlendu lánsfé og tekin var upp verðtrygging á öllum lánum. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu gjörbreytt þeirri starf- semi sem nú er rekin í byggðamál- um frá því sem var fyrir áratug. I ritstjórnargreininni er rætt um að stjórn stofnunarinnar ráðstafí „almannafé". Þessi staðhæfing er ekki alveg rétt. Ef miðað er við síðustu áramót var eigið fé stofnun- arinnar 1.060 milljónir króna. Skuldabréfaeign nam aftur á móti 3.280 milljónum króna. Líta má á eigið fé sem eftirstöðvar ríkisfram- laga fyrri ára. Endurgreiðslur þess eru því upprunalega skattgreiðslur frá almenningi sem skila sér á löng- um tíma og geta orðið torfengnar í sumum tilvikum. Nú er sú breyt- ing orðin á frá því sem áður var að eigið fé stofnunarinnar rýrnar ekki lengur þrátt fyrir áföll vegna gjaldþrota sem hafa leitt til þess að alls hefur þurft að afskrifa lán sem Byggðasjóður veitti að upphæð 115 milljónir til þéssa. í ár fær Byggðastofnun framlag úr ríkissjóði sem nemur 80 milljón- um króna. Hins vegar mun stofnun- in veita lán á þessu ári að upphæð um 1.200 milljónir króna. Þar af eru um 800 milljónir endurlánað erlent og innlent lánsfé. Á starfs- tíma sínum hingað til hefur stofn- unin samtals veitt lán að upphæð um 3.100 milljónir. Þetta er fé sem standa verður skil á á gjalddögum og ber fulla vexti. Ný framlög frá almenningi til Byggðastofnunar eru nú lítill hluti af umsvifum hennar. Verðmæti eiginfjár hennar er hald- ið við með markvissri fjármála- stjórn. Hjá leiðarhöfundi blaðsins kemur einnig fram að fé sé veitt „til hinna margvíslegustu verkefna í nafni byggðastefnu". Þetta er einnig mis- sögn. Sérfræðingar stofnunarinnar eru kallaðir til ráða um hin ólíkleg- ustu mál en fé hennar fer nær einungis til atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni. Þar er um að ræða lánveitingar til framkvæmda og í undantekningartilvikum til endur- skipulagningar á skuldum þegar rekstur er kominn í óefni en talið mögulegt að koma honum í rétt horf á þann hátt. Einu lánsverkefni Byggðastofnunar, sem ekki varða atvinnufyrirtæki beint eða óbeint, hafa verið lánveitingar til sveitarfé- laga til að leggja bundið slitlag á götur og er það verk langt komið. Rétt er að vekja athygli á því að hver sá sem áhuga hefur að vita hvernig fjármunum Byggðastofn- unar er varið getur f ársskýrslu hennar séð lista yfír hvert lán sem veitt hefur verið og allar styrkveit- ingar. Þessi upplýsingamiðlun á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Að sönnu er eftirspurn eftir setu í stjórn Byggðastofnunar. Sú eftir- spurn stafar af því að þar er fjallað um málefni sem eru þjóðarbúinu ^bohfemi kixár Margt hefiir gerst á bökkum Laxár í Þingeyjarsýslu fyrr og síðar og á þar ýmist í hlut heimafólk eða aðkomnir laxveiðimenn. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir rifjar upp í þessari skemmtilegu bók ýmsa af slíkum atburðum, ekki síst það sem borið hefiir við í grennd við Nes í Aðaldal, þar. sem hún er borin og barnfædd. bók óðbók Sigurður Guðmundsson „Hjá leiðarahöfundi blaðsins kemur einnig fram að fé sé veitt „til hinna margvíslegustu verkefna í nafni byggðastefnu". Þetta er einnig missögn. Sér- f ræðingar stofnunar- innar eru kallaðir til ráða um hin ólíklegustu mál en f é hennar f er nær einungis til at- vinnufyrirtækja á landsbyggðinni." afar mikilvæg. íslenska ríkið á stofnunina og þeir sem kosnir hafa verið til að ráða sameiginlegum málum landsmanna eiga rétt á því að stjórna því sem þar fer fram. Rétt er að minna á að stjórn Byggðastofnunar hefur meira hlut: verk en bankaráð ríkisbankann. í Byggðastofnun er það stjórnin sjálf sem fjallar um og ákvarðar hverja einustu lán- og styrkbeiðni, enda þótt forstjóri geri tillögur til hennar um afgreiðslu. Því fylgir að sjálf- sögðu mikil ábyrgð að ráðstafa fjármunum stofnunarinnar við þær aðstæður sem hún býr við. Stjórn Byggðastofnunar er þó sjálfsagt sama marki brennd og aðrar, ef því er að skipta, að stjórnarmenn mundu gjarnan vilja leysa hvers manns vanda. Hún hefur af eðlileg- um ástæðum meiri áhuga og afskipti af útlánum en innheimtu. Það lendir því oft á starfsmönnum að vera neikvæðir (=raunsæir) og draga úr bjartsýninni ásamt því að halda uppi dampi við að ná lánsfénu til baka. Framkvæmdastofnun mátti þola margt umtalið enda þótt það væri nú ekki allt á rökum reist. Sama má segja um byggðstefnu og byggðaaðgerðir. Deilur um byggða- mál komust á árum áður aldrei lengra en að rifist var um hið svo kallaða „kommissarakerfi". Ef til vill var það handhæg aðferð til að losna við að takast á við raun- veruleg vandamál. Nú er þetta breytt. Mönnum er að verða ljóst að al- varlega horfir um þróun byggðar í landinu til lengri tíma litið og að hið opinbera þarf að móta stefnu og grípa til aðgerða í því skyni að búseta í landinu þróist með eðlileg- um hætti. Það kom til dæmis í ljós á fjölmennri ráðstefnu Byggða- stofnunar og Sambands íslenzkra sveitarfélaga sem haldin var á Sel- fossi um miðjan síðasta mánuð. Þar komst opinber umræða um byggða- mál á mun skynsamlegri braut en áður hefur verið. Nægir að minna á ítarlegt erindi Þorsteins Pálsson- ar, forsætisráðherra, þar sem hann gérði grein fyrir viðhorfum ríkis- stjórnar sinnar til byggðaþróunar og aðgerða til að hafa áhrif á hana. Ráðstefnunni hafa verið gerð ágæt skil í Morgunblaðinu. Nýleg skrif blaðsins um byggðamál hafa verið uppbyggileg og gefa ekki tilefni til að ætla að það sé álit blaðsins að í þeim málum sé verið að vinna úr einhverjum ruðum. Höfundur er forstöðumaðurþró- unarsviðs Byggðastofnunar. Fáfræði um stór- iðju hulin rakalaus um fullyrðingum Orstuttar athugasemdir frá ÍS AL við erindi Kristínar Einarsdóttur, þingkonu, á ráðstef nu Verkfræðingafélags Islands um stóriðju, sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. desem- ber síðastliðinn Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá ís- lenska álfélaginu: Ætlun Verkfræðingafélags ís- lands með o'fangreindri ráðstefnu mun hafa verið að fjalla á faglegan og ábyrgan hátt um ýmsar þær spurningar sem svara þarf, þegar tekin er afstaða til framtíðarstefnu í atvinnumálum, sem m.a. gæti bvggst á aukinni stóriðju. í megin- atriðum virðist svo hafa verið gert, sem m.a. sést af því að til erinda- flutninga voru fengnir fulltrúar sem flestra sjónarmiða, þar á meðal þeirra sem vara við stóriðju og telja hana hættulega vegna umhverfis- mengunar og félagslegrar röskun- ar. Kristín Einarsdóttir, þingkona, var ótvírætt fulltrúi þessara sjónar- miða á ráðstefnunni. Erindi hennar gegndi hins vegar ekki því hlut- verki að koma á framfæri þeim lögmætu sjónarmiðum, sem hún var fulltrúi fyrir. Þetta stafar af því, að í stað málefnalegrar umræðu ein- kenndist erindi hennar af röngum og rakalausum fullyrðingum um stóriðju, svo og vanþekkingu á eðli efnahagslegrar starfsemi og al- þjóðlegrar verkaskiptingar. í erindinu eru settar fram nokkr- ar fullyrðingar, sem varða sérstak- lega starfsemi ÍSAL og starfsmenn þess. í stuttu máli eru þessar full- yrðingar á þá leið, að stóriðjufyrir- tæki séu fyrirbæri, sem fáir hafi löngun til að skoða, fæstir geti hugsað sér að vinna þar eða að þeirra nánustu, sérstaklega börn þeirra, geri það enda sé þar mikil mengun og lág laun. Álver íslenska álfélagsins hf. hefur nú verið starfrækt í rúm 18 ár, og á þeim tíma hefur það verið stækkað verulega þrisvar sinnum og starfsmannafjöldi þá aukist til muna. Meðalstarfsaldur þeirra tæp- lega 600 starfsmanna, sem nú vinna við fyrirtækið, er um 12,5 ár og breytingar á starfsliði eru mjög litlar á hverju ári. Undanfarin ár um 3%. Fjöldi starfsmanna hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og mjög algengt er, að fleiri en einn úr fjölskyldu vinni þar. Starfsmenn hafa yfirleitt' sóst eftir því að koma börnum sínum í vinnu hjá fyrirtæk- inu. Meðallaun þeirra starfsmanna, sem eru félagar í verkalýðsfélögum, eru nú um 80 þúsund krónur á " mánuði fyrir reglulegan vinnutíma, en þá eru vaktaálög meðtalin. Verulegur gestagangur hefur alla tíð verið hjá ISAL, mestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.