Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 84
Þorskveiðar: Talað um tíu pró- jsenta samdrátt HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að fiski- fræðilegar staðreyndir standi til aflasamdráttar á næsta ári. Hann sagði þetta þegar hann mælti fyrir frumvarpi um stjóm fiskveiða á Alþingi í gær. Hann sagði að ekki væri hægt að segja nú hvað draga þyrfti saman, en sagðist hafa nefnt tölur eins og 10% samdrátt í þorskveiðinni en margir telji það of lítið. Sagði ráðherra að þetta þýddi að tekjur sjávarútvegsins og sam- félagsins í heild minnkuðu á næsta ári og yrði að meta hvað hægt væri að leggja mikinn samdrátt á sjávarútvegsaðila, fólkið sem starfar í sjávarútvegsgreinunum og þjóðfélagið í heild. í umræðunum sagði Skúli Alex- andersson þingmaður Alþýðu- bandalagsins ljóst að þorskaflinn stefndi upp undir 400 þúsund tonn á árinu 1987, þrátt fyrir að Haf- rannsóknastofnun hafi lagt til 300 þúsund tonn afla og sjávarútvegs- ráðuneytið hafi sett aflamarkið við 330 þúsund tonn. Sagði Skúli m.a.: Þetta sýnir að kvótakerfíð og veiðistýringin hefur brugðist. Þeg- ar ráðherra talar um að skerða þurfl þorskafla um 10% milli ára er hann að viðurkenna þetta. Sjá frásögn af umræðunum á Alþingi á bls. 47. Starfsmenn Markaðsdreifingar Strax senda fyrstu skattkortin af stað í gær. Morgunblaðið/Börkur Dreifing á skattkortum hafin DREIFING á skattkortum hófst í gær en alls munu um 180 þúsund kort verða borin út. Dreif- ing seðlanna tekur meiri tíma en útburður venjulegra bréfa þar sem tryggja verður að kortin komist í hendur eigenda sinna. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg annaðist prentun kortanna og ber ábyrgð á dreifíngu þeirra, en til þess verks hefur verið ráðinn undirverktaki sem er „Markaðsdreifíng Strax“, sem sér um dreifingu til póststöðva. Búist er við að lokið verði að dreifa kortunum í þessari viku. Fasteignamatið hækkaði umfram byggingavísitölu: Heildarmatíd hækkar um hundrað milljarða króna Tekjur sveitarfélaganna hækka um mörg hundruð milljónir kr. VIÐ GILDISTOKU nýs fast- eignamats þann 1. desember síðastliðinn hækkuðu . fast- eignir á bilinu 20—44%. Mesta hækkunin var á íbúðarhús- næði á Akureyri, 44%, en íbúðarhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu hækkaði um 24—34%. Heildarfasteignamat allra eigna í landinu hækkaði Flogið vikulega með saltfisk til Amsterdam Fiskurinn síðan seldur í matvöruverzlunum í Sviss REGLUBUNDINN útflutning- ur á saltfiski með flugi er nú hafinn á vegum Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda. Vikulega fara eitt til tvö tonn af flöttum þurrkuðum fiski flugleiðis til Amsterdam og þaðan samdægurs landleiðina til Sviss. Þar er fiskurinn seld- ur í einni af stærstu matvöru- verzlunarkeðjum landsins. Sigurður Sigfússon, sölustjóri hjá SÍF, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þessi útflutningur hefði hafízt í ágúst síðastliðnum, fyrst í tilraunaskyni, en væri nú orðinn reglubundinn. í upphafi næsta árs væri ennfremur fyrir- hugað að senda utan með þessum hætti saltfisk, pakkaðan í neyt- endaumbúðir. Þetta er í fyrsta sinn, sem út- flutningur á saltfiski með flugi á sér stað héðan frá íslandi. Fiskur- inn kemur til Amsterdam á mánudögum, en um leið fær kaup- andinn ferskan lax, humar og Bjöm Blöndal Saltfiskurinn kominn um borð í flugvélina á mánudagsmorgun. I dag verður hann til sölu í Sviss fleira fiskmeti frá öðrum löndum, safnar því saman og flytur í verzl- anir sínar í Sviss. Sigurður sagði, að þetta staðfesti að saltfiskur væri dýr og eftirsótt matvara og útflutningur með þessum hætti skilaði framleiðendum ekki minna en hefðbundinn útflutningur. um 32,8%, sem er nærri tvö- föld hækkun byggingarvísi- tölunnar á þessum tíma. Matið hækkaði um rúmlega 100 milljarða kr. og hefur það í för með sér að tekjur sveitar- félaganna af fasteignaskatti hækka um mörg hundruð milljónir kr. Fasteignamatið hækkaði þann- ig, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Ólafssonar forstjóra Fasteignamats ríkisins: Matsverð einbýlishúsa og annars sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnames, Garða- bær, Hafnarfjörður, Bessastaða- hreppur og Mosfellsbær) hækkaði um 24% en aðrar eignir um 34%. í Keflavík og Njarðvík hækkaði íbúðarhúsnæði um 28% og á Akur- eyri um 44%. Annað íbúðarhús- næði í þéttbýli hækkaði um 34% og allar aðrar fasteignir, þar á meðal lóðir, um 24%. Heildarmat eigna í landinu hækkaði úr 310,2 milljörðum kr. í 411,9 milljarða, það er um 101,7 milljarða kr., eða 32,8%. Inn í þessa hækkun kemur bæði hækk- un á mati og nýjar eignir. Mest hækkaði fasteignamat í Reykjavík, um 34,1% og er nú 192 milljarðar alls. Matið á Norður- landi hækkaði um 33,7%. Minnst hækkuðu eignir á Vesturlandi, 29,9%, sem er litlu minna en á Austurlandi. Byggingavísitalan hækkaði á þessum tíma um 16,7%, eða nærri helmingi minna en heildarmatið. Matið núna er því 50 milljörðum kr. hærra en byggingavísitalan ein gefur tilefni til, eða 13,8% hærra. A það ber að líta að Fasteignamat ríkisins fer yfir kaupsamninga og hefur til hliðsjónar við upphækkun fasteignamatsins. Sveitarfélögin leggja fasteigna- skatt á fasteignir og á hann að vera á bilinu 0,375 til 0,625% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði og 0,75 til 1,25% af atvinnuhúsnæði. Að auki leggja þau á ýmis önnur fasteignagjöld, sem ákveðin eru í gjaldskrá. Flest sveitarfélög nýta meirihluta heimildarinnar og er því ljóst að tekjur sveitarfélaganna af fasteignaskatti hækka um meira en hálfan milljarð króna á árinu 1988, miðað við yfirstand- andi ár. Matthías fer á for- sætisráð- herrafund FUNDUR forsætisráðherra Norðurlanda verður haldinn í Osló miðvikudaginn 9. des- emþer og fundur þeirra með forsætisnefnd Norðurland- aráðs. í frétt frá forsætisráðuneyt- inu segir, að sökum anna hafi Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra ákveðið að hætta við að sækja fundina, en af hálfu hans mun Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra og sam- starfsráðherra í málefnum Norðurlanda, sækja þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.