Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 63

Morgunblaðið - 18.12.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987 63 Jón PáU Bjamason gítarleikari og Stefán S. Stefánsson saxófónleik- ari verða gestir i Heita pottinum nk. sunnudagskvðld. Jóladjass í Heita pottínum JÓLADJASS verður í Heita pott- inum í Duus-húsi sunnudags- kvöldið 20. desember. Þar kemur fram kvartett skipað- ur þeim Hilmari Jenssyni gítarleik: ara, Kjartani Valdimarssyni píanóleikara, Tómasi R.. Einarssyni kontrabassaleikara og Matthíasi Hemstock trommuleikara, en auk þeirra koma fram tveir gestir. Gest- imir eru saxófónleikarinn Stefán S. Stefánsson og gítarleikarinn Jón Páll Bjamason. Tónleikamir í Heita pottinum hefiast kl. 21.30. Morgunblaðið/Árai Helgaaon Björgvin Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og Smári Axelsson fyrir framan bátinn sem smíðaður var í skipasmíðastöð Kristjáns. Stykkishólmur: 76 ára skipasmiður afhendir nýjan bát Stykkishólmi. KRISTJÁN Guðmundsson, skipa- smíðamesitari í Stykkishólmi, afhenti 10. desember sl. nýjan bát sem hann hefur lokið við smíði á í skipasmíðastöð sinni í Stykkishólmi. Er þetta 26. bátur sem Kristján hefir afhent síðan hann hóf hér skipasmiðar fyrir rúmum 40 árum. Kristján hóf störf hjá Skipa- smíðastöðinni hf. í Stykkishólmi árið 1945 og var þar skipasmíða- meistari og ráðandi þar til sú stöð var lögð niður. Hóf Kristján þá skipasmíði á eigin vegum og byggði fyrir nokkrum árum ágætt hús þar sem hann hefír sinnt smíðinni síðan. Kristján er og vandaður skipasmið- ur og hans handbrögð eru bæði viðurkennd og hafa reynst vel. Hann er nú 76 ára að aldri og hef- ir fram á þennan dag unnið hörðum höndum og ótrúlegt hvað honum hefír unnist. Þessi bátur sem nú hefír verið afhentur er í eigu Björgvins Guð- mundssonar og félaga hans og eru þeir mjög ánægðir með smíði Krist- jáns á þessum bát. — Árni LEDUREÐALÚX EFNI Nýjar sendingar af vestur-þýskum sófasettum oghomsófum, leðurklædd- um eða í frábæru Leðudux-efni. Glæsileg sófasett ú hagstæðu verði. Vinsamlegast vitjið pantana sem fyrst. Opið laugardag til kl. 22.00. VALHUSGOGN Ármúla 8, sími 82275

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.