Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 1
i í fRttSmiMafrife 1987 ÞRItUUDAGUR 26. JANUAR BLAÐ FRJALSAR / HASTOKK Gunnlaugur stökk 2,15 m Gunnlaugur Grettisson, hástökkvari úr ÍR, setti íslandsmet á breska meistaramótinu innanhúss, sem haldið var í Cosford um helg- ina. Gunnlaugur gerði sér lítið fyrir og stökk yfír 2,15 metra — bætti því sitt gamla met, sem hann setti fyrir rúmum mánuði, um þrjá sentímetra. Eftir mótið sagðist Gunnlaugur hafa sett stefnuna á ólympíuleikana í Seoul í haust — ég ætla mér að stökkva yfír 2,22 metra á þessu ári, sagði hann í samtali við fréttamann Morgunblaðsins á mótinu. Þórdís Gísladóttir keppti einnig á mótinu, stökk 1,85 m og varð í öðru sæti — hlaut silfurverðlaun. ■ Um mótlð/B2. HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞYSKALAND Jóhann Ingi Gunnarsson hættur hjá Tusem Essen Lét af störfum í gær og kemur heim til íslands ívor. Þjálfar íslenskt lið næsta vetur JÓHANNI Inga Gunnarssyni var í gær sagt upp þjálfara- starfi sínu hjá vestur-þýsku meisturunum f handknattleik, Tusem Essen. Liðiðtapaði um helgina með tveggja marka mun gegn Nurnberg á útivelli og er í sjötta sæti deildarinnar. yrir leik Essen gegn Niirn- berg um helgina bað forseti félagsins, Shom, um að fá að tala við leikmenn liðsins í búningsklef- anum að Jóhanni Inga Qarver- andi. „Þar hellti hann sér yfir þá — svívirti hvem leikmann. Hann vonaðist til að þetta hefði þau áhrif að liðið sigraði en það gekk ekki upp og þá er ráðist á sama hlekk og venjulega — þjálfarann," sagði Jóhann Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Forsetinn var svo með svívirðingar bæði í minn garð og leikmannanna í blöðunum í morgun [í gær] þann- ig að þetta gat ekki endað nema á einn veg. Eg var svekktur fyrst, en eftir að hafa hugsað málið sá ég að gat ekki gert neitt til að koma í veg fyrir þetta. Svona er þetta einfaldlega hér í Þýska- landi." Jóhann Ingi sagði ennfremur: „Liðið varð meistari með glæsi- brag undir minni stjóm í fyrra og þá komst iiðið lengra í Evr- ópukeppninni en nokkum tíma áður — við fórum í undanúrslit í keppni meistaraliða. Liðið er nú í átta liða úrslitum í Evrópukeppn- inni. Láðið er í sjötta sæti deildar- innar en ef það sigrar í heimaleik næsta sunnudag þá fer það aftur upp í 4. sæti. En forsetinn er ekki ánægður. En ég tel að með þessu sé hann að hylma yfír sín eigin mistök. í haust gat hann ekki komið í veg fyrir að tveir af bestu leikmönnum liðsins færu í burtu, til Wanne Eickel sem leikur í 2. deild. Þar fyrir utan hafa margir leikmanna okkar verið meiddir í vetur, þannig að það var vitað mál að gengi okkar yrði ekki betra en raun ber vitni. Ég var búinn að spá því að við yrðum um það bil í 5. sæti, og í vetur höfum við verið á bilinu 4. til 6. sæti," sagði Jóhann Ingi. Hann bætti því við að forsetinn vildi ekki viðurkenna hvað væri að gerast hjá félaginu. „Það hefði verið mikið áfall að Alfreð ákvað að fara heim, og það eru iíkur á að fleiri leikmenn fari frá félaginu eftir þetta tfmabil.“ Nýr þjátfari Skv. upplýsingum sem Jóhann Ingi fékk hjá félögum sínum í blaðamannastétt hefur forsetinn þegar fundið nýjan þjálfara. Sá heitir Hade Schmidt, er fyrrver- andi leikmaður með félaginu og þjálfaði það reyndar fyrir fimm árum. Eftir að hann tók við liðinu tapaði það fyrstu sjö leikjum keppnistímabilsins og þá var hann rekinn! En hvað segir Jóhann Ingi um Þýskalandsdvölina? „Éggerði mér grein fyrir því þegar ég kom út að ef til vill yrði ég hér í viku, ef til vill í mánuð eða jafnvel í ár. Nú hef ég verið hér í sex ár, náð mjög góðum árangri með tvö ólík lið, þannig að ég er ánægður." Jóhann flyst heim til íslands í vor og þjálfar örugglega íslenskt lið næsta vetur. Nokkur félög hafa sett sig í samband við hann, en það kemur ekki í ljós strax hvað verður úr. ■ Vlðbrögð Al freðs Gíslason ar/B2. Jóhann Ingl á bekknum hjá Essen. Það getur verið einmannalegt starf að vera þjálfari. KNATTSPYRNA Ómarí Fram? Omar Torfason, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Olten í 2. deild í Sviss, segist ganga í raðir Framara ef hann komi heim í sumar. „Eins og staðan er í dag þá er al- veg eins líklegt að ég komi heim. Samningur mjnn rennur út í vor og verð ég ekki áfram nema að félagið geri við mig tveggja ára samning. Það spilar einnig inn í að dóttir mín fer í skóla næsta haust,“ sagði Ómar. „Ef ég kem heim þá klæðist ég bláu peysunni það er engin spurn- Ómar Torfason. ing. Mér leið mjög vel hjá Fram og átti þar mitt besta tímbil." Ef Omar kemur heim yrði hann löglegur með Fram í endaðan júní. SKÍÐI Júgóslavneskur þgálfari til Akureyrar Hefur verið einn landsliðsþjálfara Júgóslava Skíðaráð Akureyrar hefur ráð- ið júgóslavneskan þjálfara og kemur hann til starfa 4. febrú- ar næstkomandi. Nafn þjálfarans er Cveto Jagodic Frá og er hann vel Reyni þekktur, og hefur Einksssyni ham) verjð 0Ínn af a ureyri landsliðsþjálfurum Júgóslava upp á síðkastið. Gengið var frá ráðningu Jagodic á sunnudaginn, en þá gaf stjórn júgóslavneska skíðasambandsins grænt ljós á að hann kæmi hingað til lands. Það var fyrir atbeina skíðakappans kunna, Bojan Krizaj, að SRA réð Jagodic til starfa. Krizaj er frægasti skíða- maður Júgóslava, og hafa for- ráðamenn SRA verið í sambandi við hann annað veifið allt frá því að hann kom tii Akureyrar á síðastliðnu sumri í einkaerindum. Honum hefur verið boðið að koma og keppa sem gestur á Landsmót- inu, sem haldið verður á Akureyri, í vetur, en ekki er enn ljóst hvort hann getur þegið boðið. BÍLAR: HYUIMDAITEKUR LAIMD Á ÍSLAIMDI/B 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.