Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 4
4 B
jBotflunÞIaÍib /IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 26. JANÚAR 1988
Stjömuleik-
urinn 1988
Verðurað þessu sinni í
Chicago7.febrúar
HINN árlegi stjörnuleikur verður að þessu sinni í
Chicago 7. febrúar nk. Reyndar vœri nær að tala
um stjörnuhelgi því á laugardeginum 6. febrúar
er úrvalsleikur „gömlu mannanna", 3-stiga skot-
keppni og hin stórkostlega troðkeppni.
Eins og menn muna, þá sigraði
KARFA
Einar
Bollason
skrífar
vesturstrandarúrvalið í fyrra
eftir framlengdan og æsispennandi
leik og Tom Chambers, Seattle, var
valinn besti leik-
maðurinn. Larry
Bird sigraði í 3-stiga
keppninni og Micha-
el Jordan i troð-
keppninni. Því
miður er uppselt á
leikinn í ár og svartamarkaðsbrask
í fullum gangi. Við verðum því að
bíða eftir því að sjá leikinn á Stöð
2, þótt óneitanlega hefði verið gam-
an að vera á staðnum. Annars hefur
það kvisast út að í bígerð sé hóp-
ferð til Bandaríkjanna til að sjá
nokkra leiki í NBA. Sannarlega það
sem margir hafa beðið eftir og ekki
skemmdi það ef tækifæri gæfist til
þess að sjá Pétur Guðmundsson í
leik. Hann er nú kominn á fulla
ferð aftur með liði sínu og stendur
sig frábærlega þessa dagana.
Við skulum nú líta nánar á stjörnu-
leikinn og þær reglur sem gilda um
val á leikmönnum og þjálfurum.
Þjálfarar liðanna eru frá þeim liðum
sem bestum árangri hafa náð eftir
leikina 24. janúar. Pat Riley, Lak-
ers, stendur best að vígi í vestur-
deildinni og sá eini sem gæti ógnað
honum er John MacLeod, Dallas.
Það er meiri spenna í austurdeild-
inni þar sem þeir berjast Mike
Fratello, Atlanta, Chuck Daly,
Detroit og K.C. Jones, Boston.
Ekki kæmi mér a'óvart þótt hinn
ungi og skemmtilegi þjálfari Atl-
anta, Mike Fratello (þjálfari ársins
1986), stjómaði austurdeildarliðinu
að þessu sinni.
Við val á liðinu gilda þær reglur
að almenningur kýs byrjunarliðin
en þjálfarar allra liðanna í viðkom-
andi deild velja svo þá 7 sem eftir
eru í hvoru liði.
Hver þjálfari verður að velja 2 fram-
herja, 2 miðherja, 2 bakverði og 1
leikmann að auki (úr hvaða stöðu
sem er). Þeir mega ekki velja leik-
menn úr liði sínu.
í bytjun þessa mánaðar var staðan
í atkvæðagreiðslunni sú að fyrir
austurdeildina myndu bytja: Larry
Bird, Boston; Dominique Wilkins,
Atlanta; Moses Malone, Washing-
ton; Michael Jordan, Chicago; Isiah
Thomas, Detroit.
Hjá vesturdeildinni yrði byrjunarlið-
ið: Alex English, Denver; Calvin
Natt, Denver; Akeem Oljavwon,
Houston; Magic Jonson, Lakers;
Úr körfu-
hringnum
KARFA
Einar
Bollason
skrífar
■ MICHAEL Jordan er stiga-
hæstur í deildinni með 32,5 stig að
meðaltali í leik í vetur. hann hefur
líka skorað flest stig í einum leik,
52 gegn Cleveland
17. desember s.i.
Terry Porter,
Portland, hefur
leikið flestar mínút-
ur í vetur og
Charles Oakley
tekið flest fráköst (14.0 pr. leik).
Jack Sikma. Milwaukee, er efstur
í vítahittni (96%) og Kelly
Tripucka, Utah í 3-stiga skotum
(58%).
Magic Johnson er efstur í stoð-
sendingum og Michael Jordan í
„stolnum boltum". Þá er Mark
Eaton, Utah, efstur í vörðum skot-
um.
■ ATLANTA og Seattle eru
með bestan árangur á heimavelli í
vetur, þau hafa aðeins tapað einum
leik. Lakers og Detroit eru með
bestan árangur á útivelli, hafa tap-
að fimm leikjum.
■ AÐSÓKN heldur áfram að
aukast í NBA og nú stefnir í enn
eitt metárið. Eftir fyrstu 250 leikina
í vetur hefur aðsókn aukist um 6%
og hefur aukningin orðið mest hjá
Seattle (46%) og Detroit (41%).
Aukningin er engin hjá Boston,
Portland og Sacramento. Þar er
allt uppselt eins og undanfarin ár!!H!
■ CHARLES Oakley, sem er
efstur í fráköstum í deildinni í dag,
er óánægður með laun sín hjá
Chicago. Hann fær ekki „nema“
375.000% á ári og til samanburðar
má geta þess að Buck Williams,
New Jersey, er með 1.500.000% á
ári.
Akeem Olajuwon, leikmaðurinn snjalli hjá Houston, verður í sviðsljósinu.
Lafayette Lever, Denver.
Auðvitað getur ýmislegt breyst
fram að leiknum en athygli vekur
með vesturstrandarliðið, að Lakers
eiga aðeins 1 mann í liðinu á meðan
Denver á 3 ...
Við munum reyna að fylgjast með
nýjum tölum jafnóðum og þær ber-
ast en til gamans ætlum við að spá
um þá leikmenn sem þjálfarar velja
til viðbótar og þá miðað við þessar
tölur, sem eiga þó örugglega eftir
að breytast.
Austurstrandarliðið: Kevin McHale,
Boston;. Robert Parish, Boston;
Patrick Ewing, New York; Charles
Barkley, Philadelphia; Kevin Willis,
Atlanta; Maurice Cheeks, Phila-
delphia; Dennis Johnson, Boston.
Vesturstrandarliðið: Kareem Abd-
ul-Jabbar, Lakers; James Donald-
son, Dallas; James Worthy, Utah;
Clyde Drexler, Portland; Alvin Ro-
bertsson, San Antonio; Mark
Aquirre, Dallas.
KÖRFUKNATTLEIKUR / STJÖRNULEIKUR
Suðumesjaúrval
gegn „Landinu“
Annað kvöld að Hlíðarenda. Troðkeppni og 3-stiga keppni.
Bestu menn fá vegleg peningaverðlaun
STJÖRNULEIKUR Körfuknatt-
leikssambands íslands og
Samtaka íþróttafróttamanna
verður í íþróttahúsi Vals að
Hlíðarenda annað kvöld, mið-
vikudag 27. janúar. Þar verður
mikið um að vera, troðkeppni
hefst kl. 19.30,3-stiga skot-
keppni hefst kl. 20.00 og kl.
20.30 hefst svo sjálfur stjörnu-
leikurinn.
Liðin sem mætast í stjömuleikn-
um er annars vegar úrvalslið
af Suðumesjum og hins vegar lið
skipað leikmönnum annars staðar
af landinu. Það eru íþróttafrétta-
menn sem velja bæði liðin og
þjálfara þeirra auk þess sem þeir
velja dómara leiksins. Þjálfari suð-
umesjaliðsins verður Gunnar
Þorvarðarson, sem þjálfar lið ÍBK,
en Einar Bollason, þjálfari ÍR, verð-
ur við stjómvölinn hjá „Landinu".
Liðin tvö verða þannig skipuð:
LANDIÐ
Jóhannes Kristbjömsson, KR,
Pálmar Sigurðsson, Haukum, Tóm-
as Holton, Val, Henning Hennings-
son, Haukum, Birgir Mikaelsson,
KR, Leifur Gústafsson, Val, Torfi
Magnússon, Val, ívar Webster,
Haukum, Símon ólafsson,' KR,
Bjöm Steffensen, ÍR.
SUÐURNES
Guðjón Skúlason, ÍBK, ísak Tómas-
son, UMFN, Jón Kr. Gíslason, ÍBK,
Hreiðar Hreiðarsson, UMFN,
Hreinn Þorkelsson, ÍBK, Teitur
Örlygsson, UMFN, Valur Ingi-
mundarson, UMFN, Guðmundur
Bragason, UMFG, Helgi Rafnsson,
UMFN og Magnús Guðfinsson,
ÍBK.
Dómarar leiksins verða Jón Otti
Ólafsson og Sigurður Valgeirsson.
Hátíðin hefst sem fyrr segir kl.
19.30, með undanrásum í þriggja
stiga keppninni og troðkeppninni,
en í leikhléi munu úrslitin fara fram.
Sérstök dómnefnd mun velja besta
mann leiksins jafnframt því sem
hún mun dæma í troðkeppninni.
Það er til allnokkurs að vinna því
15.000 krónur verða veittar þeim
sem sigrar í troðslukeppninni og
þriggja stiga keppninni, og besti
maður leiksins fær 20.000 krónur.
Eftirtaldir voru valdir í troðkeppn-
ina: Teitur Örlygsson, Valur
Ingimundarson og Helgi Rafnsson
UMFN, Ólafur Gottskálksson, Jón
Kr. Gíslason og Magnús Guðfinns-
son ÍBK, Guðmundur Bragason
UMFG, Birgir Mikaelsson KR,
Tómas Holton Val og ívar Webster
Haukum.
í 3-stiga keppninni keppa eftirtald-
ir: Karl Guðlaugsson ÍR, Valur
Ingimundarson og Teitur Örlygsson
UMFN, Pálmar Sigurðsson Hauk-
um, Hreinn Þorkelsson, Jón Kr.
Gíslason og Guðjón Skúlason ÍBK,
Ástþór Ingason, Birgir Mikaelsson
og Jóhannes Kristbjömsson KR.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hrelnn Þorkelsson, leikmaður
Keflavíkurliðsins, leikur með Suður-
nesjaúrvalinu og tekur þátt í 3-stiga
keppninni.
Björn Björgvinsson formaður KKÍ:
Bið félaga í UMFN afsökunar"
ff
MORGUNBLAÐIÐ haffti sam-
band vift Björn Björgvinsson
formann Körfuknattleikssam-
bandslns vegna ákvörftunar
stjórnar körfuknattleiksdeild-
ar UMFN um aft heimila ekki
leikmönnum liðsins aft taka
þátt í „stjömuleiknum" sem
framfórámorgun.
Bjöm sagðist harma það mjög
ef ummæli þau sem höfð
voru eftir honum hér á íþróttasíð-
unni á þriðjudaginn fyrir viku
væru skilin sem svo að þau væru
tilmæli til aganefndar KKÍ um að
dæma Sturlu Örlygsson úr
Njarðvíkum á þann veg sem fór.
„I aganefnd KKÍ sitja þrír valin-
kunnir menn, þekktir af háttvísi.
Ég trúi því varla að ég hafi haft
þau áhrif á þá að þeir breyti gegn
betri vitund en ef svo hefur verið
þá bið ég aganefndina og alla
félaga í Ungmennafélagi
Njarðvfkur afsökunar á þessum
ummælum," sagði Bjöm Björg-
vinsson formaður KKI.
IMjarðvík-
ingar ætluðu
ekki að
verameð
Stjóm körfuknattleiksdeildar
UMFN hafði hug á þvf um tíma
að þeir 5 leikmenn sem valdir voru
til að leika í úrvalsliði á „stjömu-
kvöldinu" yrðu ekki með.
Þeir voru ósáttir við ummæli Bjöms
Björgvinssonar, formanns KKl, í
Morgunblaðinu sama dag og aga-
nefd KKÍ tók fyrir mál tveggja
Njarðvíkinga — en eftir að Bjöm
ákvað að biðjast afsökunar á þeim
ummælum ákváðu Njarðvíkingar að
gefa menn sína lausa og verða þeir
því með á „stjömukvöldinu." Bjöm
sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag-
inn:„ Ef Sturla sleppur með áflog
en Valur er dæmdur fyrir munnsöfn-
uð er eitthvað að.“
„Það eru engin fordæmi fyrir því
að formaður sérsambands blandi sér
í mál af þessu tagi og við erum
ákaflega óhressir með ummæli
Bjöms Björgvinssonar," sagði Hilm-
ar Hafsteinsson formaður körfu-
knattleiksdeildar UMFN f samtali
við Morgunblaðið. Hilmar sagði að
með ummælum sfnum sama dag og
aganefnd tók mál tvípienninganna
fyrir hefði Bjöm Björgvinsson form-
áður KKÍ verið búinn að dæma í
málinu persónulega.
Sem kunnugt er dæmdi aganefnd
þá Sturlu Orlygsson og Val Ingi-
mundarson f eins leiks keppnisbann
og léku þeir ekki með UMFN gegn
ÍBK í bikarkeppninni á fóstudaginn
f Njarðvfk. Hilmar sagði að -endur-
skoða þyrfti reglumar sem aganefnd
starfaði eftir og sér fyndist ekkert
réttlæti í að dæma f máli eins og
Sturlu þar sem aðeins er farið eftir
umsögn þriðja aðila. „Ég tel eðlilegt
að aðilar sem málið snýst um verði
líka látnir gefa skýrslur um atvik
af þessu tagi,“ sagði Hilmar enn-
fremr.