Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 5

Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 5
3tt«rflimMaM> /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 26. JANÚAR 1988 B 5 BREYTING Allir leikir hverrar umférðar í 1. deild á sama tíma Góð tillaga mótanefndar KSÍ, sem félögin hljóta að samþykkja 36,55% aukning áhorfenda á síðasta keppnistímabili Ekkert aA óttast Ef Framarar leika í sumar eins og í fyrra þurfa þeir ekki að óttast að áhorfendum á leiki þeirra faekki, þó annar leikur í 1. deild verði í Reykjavík á sama tíma. 2. deild hefst laugardaginn 21. maí og lýkur 24. september. Þrjár umferðir fara fram á sunnudögum í júní, en allar hin- ar á laugardögum. Þar verður hálfs mánaðar hlé milli 10. og 11. umferðar, frá 23. júlí til 6. ágúst, en annars er vika á milli leikja. Tillögu mót'anefndar ber að fagna. Með því að leika alla leiki hverrar umferðar á sama tíma verður mótið aðgengilegra fyrir alla, keppnin samþjappaðri, staðan ljós á sama tíma hveiju sinni. Meiri líkur eru á að heima- vellimir standi undir nafni, meiri heimavallarstejnmning skapist á það er fámennur hópur. Frekar er um menn að ræða, sem eru með boðsmiða og þeir styrkja ekki félögin fjárhagslega með því að mæta á völlinn. Á síðasta keppnistímabili voru allir leikir í fyrstu umferð og f fimm þeim síðustu á sama tíma og gafst það vel. Spennan var meiri og áhorfendaaukning frá 1986 var 36,55%. Því var rök- rétt hjá mótanefnd að gera enn betur á næsta tímabiii og von- andi bera félögin gæfu til að samþykkja uppkastið óbreytt. Steinþór Guðbjartsson Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á sunnudaginn, var dregið í töfluröð 1. og 2. deildar karia í knattspymu á laugardaginn. Helgi Þorvalds- son; formaður mótanefndar KSI, lagði við það tækifæri fram til- lögu mótanefndar um leikdaga og er þar gert ráð fyrir að allir leikir hverrar umferðar fari fram á sama tíma. Tillag- an hiaut góðar undirtektir flestra viðstaddra fulltrúa félaganna og hljóta félögin að sam- þykkja hana eins og hún liggur fyrir. Í 1. deild er lagt til að fímm umferðir fari fram á laugar- dögum, fjórar á sunnudögum, fjórar á mánudögum, þrjár á miðvikudögum og tvær á föstudögum. Hálfs mánaðar hlé verður milli 11. og 12. umferðar, frá 24. júlí til 7. ágúst, og lengist tímabilið, sem því nemur. Fyrsta umferð verður sunnu- daginn 15. maí og 18. og síðasta umferð laugardaginn 24. sept- ember.-Tvær umferðir verða í maí, sex í júní, þijár í júlí, jafn- margar í ágúst og fjórar í september. í mai verður leikið á sunnudegi og laugardegi, tvö mánudagskvöld, tvö miðviku- dagskvöld og föstudagskvöld í júní, á mánudegi, föstudegi og sunnudegi í júlí, tvö sunnudags- kvöld og eitt mánudagskvöld i ágúst og alla laugardaga í sept- ember. hveijum stað. Tilkynntar verða nýjustu tölur úr hinum leikjun- um, áhorfendur tengjast mótinu betur, umræðan verður meiri, sem eflir félögin og ef liðin standa sig, eykst aðsóknin von- Af velll ð pallana Ingi Björn Albertsson hætti að leika i 1. deild á síðasta keppnistímabiii vegna anna, en hann mætir örugglega á alla Valsleiki í sumar til að hvetja slna menn, en lætur leiki annarra liða eiga sig. andi í réttu hlutfalli. Það er helst að sumir í Reylcja- víkurfélögunum séu mótfailnir því að tveir eða fleiri ieikir fari fram í Reykjavík á sama tíma — segja að það dragi úr aðsókn. Sjáifsagt er það rétt að ein- hveiju leyti, en réttlætir samt ekki að dreifa ieikjum sömu umferðar á fleiri daga. Liðin eiga sína föstu stuðningsmenn og þau, sem skara fram úr hveiju sinni, laða fleiri að. Að- eins allra hörðustu áhugamenn reyna að sjá fleiri en einn leik í sömu umferð, ef kostur er, en 4i^h» mm FQLK ■ LÁRUS Guðmundsson og félagar hans hjá Kaiserslautern fóru í gærmorgun í tíu daga æfinga- búðir til Portúgals. Lárus er mjög ánægður með nýja þjálfarann hjá félaginu og hefur hann leikið með Kaisterslautem í innanhússknatt- spymumótum að undanfömu. ■ BEN Johnson frá Kanada hljóp 55 metra á 6.01 sekúndu á alþjóðlegu ftjálsíþróttamóti innan- húss í Ottawa í .Kanada um helgina. Þetta er annar besti tími, sem náðst hefur í 55 metra hlaupi innanhúss, en Lee McRae hljóp á 6.0 sekúnd- um 1986. ■ ARTURO Barrios frá Mexíkó sigraði í Nara hálfmaraþonhlaupinu í Japan á laugardaginn. Barrios, sem er 25 ára, varð fjórði í 10 km hlaupi á heimsleikunum í Róm og steftiir á að taka þátt í maraþoninu 'aÓlympíuleikunum í Seoul. Barri- os hljóp vegalengdina á einni klukkustund, tveimur mínútum og þremur sekúndum. John Tracy frá Irlandi varð annar á 1:02.22 og Japaninn Kozo Akutsu þriðji á 1:02.25. Bretinn Steve Jones, sem á annan besta tíma í maraþoni (2:07.13) varð fjórði á 1:02.28, en Fernando Mamede frá Portúgal, heimsmethafínn í 10 km hlaupi, hafnaði í 16. sæti á 1:04.57. ■ VALERY Smetanin, lækni so- véska skautalandsliðsins, var vikið úr starfí um helgina fýrir að hafa selt norska skautahlauparanum Stein Krosby steróíð eða bola (ana- bolic steroids). Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og var því haldið fram að sovéski skautahlaup- arinn Nikolai Gulyayev hefði verið sölumaðurinn. Rume Gerhardsen, formaður norska skautasambands- ins, sagði að Norðmenn myndu færa ólympíunefndinni sannanir þess efriis að Gulyayev hefði selt efnið, yrði hann á meðal þáttakenda á ÓL. Sovéska skautasambandið sagði hins vegar að Gulyayev væri saklaus. Hann hefði að vísu afhent efnið, en ekki vitað hvað í pakkan- um var. Krosby hefur verið margsaga í málinu, en Sovétmenn segja að hann hafí ekki enn sagt sannleikann. Gulyayev, sem er tal- inn mjög sigurstranglegur í 1.000 metra skautahlaupi á vetra- Bjami Gunnar Svelnsson. rólympíuieikunum í Calgary í Kanada í næsta mánuði, sagðist ekki vera viss um hvort hann tæki þátt í leikunum vegna þessa máls, en sovésk íþróttayfírvöld sögðu að máiið breytti engu, hann yrði með. UÓVENJULEGTvandamál blasir við skipuleggjendum vetrarleikanna í Calgary. Þeir gerðu ráð fyrir að keppendur yrðu alls ekki fleiri en tvö þúsund og miðuðu allan undir- búning við þá tölu. Nú virðist sem keppendur verði um 2.600, en við setningarathöfnina verður aðeins tvö þúsund manns hleypt inn á vöil- inn. Ef fer sem horfír verða því margir keppendur að fylgjast með setningunni utan vallar og yrði það í fyrsta sinn í sögunni. ■ KRISTÍN Berglind Kristj- ánsdóttir, badmintonstúlka úr TBR, var ranglega feðruð hjá okk- ur á dögunum eftir meistaramót félagsins. Var sögð Magnúsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. ■ BJARNI Gunnar Sveinsson, körruknattleikskempa úr ÍS, gerði leikmönnum KR lífið leitt þegar hann lék með B-liði ÍS gegn KR í bikarkeppninni. Bjarni Gunnar skoraði 30 stig í fyrri leik liðanna. Eftir þann leik sögðu leikmenn KR að það væri ófært að láta hina gömlu kempu vaða uppi. Þeir voru ákveðnir að stöðva hann í seinni leiknum. Bjarni Gunnar var ekki á þeim buxunum að láta stöðva sig og það þrátt fyrir að landsliðsmenn- imir Símon Ólafsson og Birgir Michaelsson væm látnir til höfuðs honum. Þessi gamla landsliðskempa bætti um betur í seinni leiknum og skoraði 31 stig þrátt fyrir gæslu landsliðsmannana. Bjarni Gunnar þurfti oft að bregða sér á vara- mannabekkinn, til að taka sér hvfld á milli þess að hann fór inn á til að hrella KR-inga. MDUNDEE United hefur boðið Botafoga í Brasilíu 400.000 pund fyrir landsliðsmanninn Josemar, og er félagið ánægt með tilboðið. í samningnum er gert ráð fyrir að hægri bakvörðurinn fái auk launa sex ferðir til Brasilíu á ári og verði ávallt laus í landsleiki. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu máli og sagði McLean, formaður Dundee United að sér þætti leitt að þetta hefði lekið út „og það kem- ur sér illa fyrir okkur," bætti hann við. ■ GRAHAM Benstead lék í marki Norwich á laugardaginn og stóð sig mjög vel. Þetta var fyrsti leikur hans í 14 mánuði, en síðast lék hann á Anfield í nóvember 1986 og þá tapaði Norwich 6:2 fyrir Liverpool. ■ NICO Claesen er óánægður hjá Tottenham og vill fara aftur til Belgíu. Claesen var ekki einu sinni í hópnum um helgina og er ljóst að Paul Moran hefur tekið sæti hans. Anderlecht og Meche- len vilja fá kappann og verður viðunandi boði ömgglega tekið. ■ IMRE Varadi vill fara frá Manchester City og ganga til liðs við Sunderland. MÁ stjómarfundi KSÍ fyrir skömmu var ákveðið að næsta árs- þing verði á Selfossi. Að venju fer það fram fyrstu helgina í desember. Lárus QuAmundsson hefur ekki verið í náðinni hjá Kaiserslautern i vetur, en hann er nú með liðinu i æfíngabúðum í Portúgal og sér fram á bjartari tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.