Morgunblaðið - 06.02.1988, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.1988, Page 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK 30. tbl. 76. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Panama: Noriega ákærður í Bandaríkiunum Panama, Reuter. QJ DAGBLAÐ, sem nýtur stuðnings ríkisstjómar Panama, fordæmdi bandarisk yfirvöld í gær, eftir að bandariskir dómstólar ákærðu þjóðarleiðtogann Manuel Antonio Noriega fyrir að taka þátt i kók- ain-smygli til Bandaríkjanna. Ailt var með kyrrum kjörum i landinu þrátt fyrir ákærumar. Bretland: Hjarta- og lungnaþegi elur barn Lundúnum, Reuter. UNG bresk kona sem gekkst undir hjarta- og lungna- ígræðsiu fyrir tæpiega þrem árum ól son i gær. Debbie Leonard, sem er 22 ára, fæddist með gat á hjartanu og svo var komið að hún gat ekki gengið meira en 150 metra án þess að hvflast áður en hún gekkst undir aðgerðina. Debbie fékk nýtt hjarta og lungu í júlí 1985 með hjálp dr. Magdi Yaco- ubs, en hann framkvæmdi aðgerðina á íslendingnum unga, Halldóri Halldórssyni, síðastliðinn þriðjudag. Debbie er fyrsti hjarta- og lungnaþegi sögunnar til að ala bam. Sjá frásögn af Halldóri á bls. 20. Friðsamleg mótmæli gegn stjóm Noriega fóru fram á nokkrum stöð- um í Panama en ekki kom til átaka. Noriega, sem ákærður er fyrir að hafa notfært sér stöðu sína til að hylma yfir með smyglurum og hafa þannig átt þátt í að smygla meira en þremur tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna frá Kólumbíu og þiggja að launum 4,6 milljónir Bandaríkjadala, lét ekki sjá sig opin- berlega í Panama í gær. Hann sagði í sjónvarpsviðtali í Bandarflq'unum á fimmtudag að ásakanir á hendur honum væru uppspuni og aðeins aðferð bandarískra stjómvalda til að bola honum frá völdum. Noriegá hefur verið settur á lista yfir eftir- sótta glæpamenn í Bandaríkjunum og hann verður handtekinn ef hann kemur þangað. Bifreið mannanna tveggja sem rænt var í Líbanon í gær. Svo sem sjá má var hún kyrfilega merkt ----------i------- Sameinuðu þjóðunum. Óþekktir menn ræna Norðmanni og Svía í Líbanon: Sendímenn beggja ríkja leita upplýsinga í Beirút SENDIMENN ríkisstjórna I um afdrif tveggja manna, Norð- I menn Hjálparstofnunar Samein- I reið þeirra merkt Samemuðu Svíþjóðar og Noregs héldu í gær manns og Svía, sem vopnaðir uðu þjóðanna til handa Palestinu- þjóðunum. Taismenn sænska og frá Damaskus í Sýrlandi til Beir- menn rændu í Líbanon í gær. mönnum (UNRWA), voru á leið norska utanríkisráðuneytisins út í Líbanon til að afla upplýsinga | Mennirnir, sem báðir eru starfs- | frá Týrus til Beirút og .var bif- I sögðu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að ekki Jóhann Hjartarson eftir sigurinn í einvíginu við Kortsjnoj: Síðasta skákin ekki sú erfiðasta í einvíginu Kortsjnoj kennir Friðrik Ólafssyni um tapið í samtali við Morgnnblaðið I ÁTTUNDU skákinni í hinu spennandi einvígi við Victor Kortsj- noj tryggði Jóhann Hjartarson sér sigur. Hann heldur því áfram í keppninni um heimsmeistaratitilinn og er allt útlit fyrir að hann tefli næst gegn öðrum hvorum Sovétmanninum, Karpov, fyrrum heimsmeistara, eða Jusupov. Jóhann sagði i samtali í gærkvöldi að einvígið hefði verið mjög erfitt, en sálfræðistríðið hefðu aðrir unnið fyrir sig og nefndi þar sérstaklega Friðrik Ólafsson. Victor Kortsjnoj sagði í samtali við Morgunblaðið á miðnætti að Friðrik hefði unnið þetta einvígi. Honum hefði ver- ið gert að tefla við óviðunandi aðstæður. Jóhann sagðist lítið hafa hug- leitt næsta einvígi, „en væntan- lega fer maður að huga að þessu fljótlega". Hann sagði að áttunda og síðasta skákin hefði ekki verið svo ýkja erfið, fjórða og fimmta skákin hefðu verið erfiðari. Kortsjnoj vildi ekki svara spumingum blaðamanns, en hafði eftirfarandi að segja um einvígið: „Ég vil fá að segja það, að herra (Friðrik) Ólafsson, sem er fyrir íslensku sendinefndinni, vann þetta einvígi. Ekki herra Hjartar- son, sem lék — ja — eins og styrkleiki hans gefur tilefni til, ekki betur. En herra Ólafsson, sem gaf út rætnar yfirlýsingar um hegðun mína við skákborðið; hann vann einvígið. Hann neyddi mig til þess að tefla við óþolandi aðstæður, leyfði mér ekki að reykja og ekki að ganga um. Það er allt sem er um þetta að segja. Það var þetta sem herra Ólafs- syni tókst. Þetta er allt sem ég get sagt,“ sagði Kortsjnoj. — En fannst þér ekki að herra Hjartarson tefldi vel? „Ég segi ekki meira en þetta, skilurðu. Þetta er mín yfírlýsing," sagði Kortsjnoj og kvaddi. Sjá fréttir og skák- skýringu á bis. 2. Jóhann Hjartarson að lokinni sigurskákinni í gærkvöldi. Stöð 2 væri vitað hveijir bæru ábyrgð á ráninu og kváðust enn ekki hafa útiiokað þann möguieika að mönnunum hefði verið rænt í misgripum. Mennimir tveir nutu vemdar þriggja vopnaðra manna úr röðum amal-shíta og skildu verðimir við þá skammt frá borginni Sídon. Að sögn talsmanns UNRWA stöðvuðu fjórir vopnaðir menn, sem báru grímur, Svíann og Norðmanninn er þeir voru á leið inn í Sídon og drógu þá út úr bifreiðinni sem þeir óku. Neyddu þeir mennina til að setjast inn í Mercedes-bifreið og óku á brott. Enn hafa engin samtök lýst ábyrgð á hendur sér en óstaðfestar fréttir herma að mannræningjamir kunni að starfa í tengslum við hryðjuverkasamtök sem kennd eru við Abu Nidal. Ríkisstjómir Noregs og Svíþjóðar hafa fordæmt verknaðinn og krafist þess að mönnunum verði sleppt. Þetta er í fyrsta skipti sem norræn- um mönnum er rænt í Líbanon frá því að hin ýmsu samtök öfga- manna, sem hliðholl em írönum, hófu að ræna útlendingum þar í landi fyrir þremur ámm. Mennimir heita Jan Stening, 44 ára gamall frá Svíþjóð, og William Jörg- ensen, sem er 58 ára gamall. Þeir hafa starfað í Týrus í suðurhluta Líbanon í tæpt ár. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að norska ríkisstjómin hefði þegar snúið sér til aðildarríkja Evrópubandalagsins í þeirri von að unnt væri að nýta sér reynslu ríkisstjóma viðkomandi ríkja af mannránum 1 Líbanon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.