Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 23 Pólýfónkórinn i Páfagarði. einkar skemmtileg, bæði fyrir tón- listarfólkið og áheyrendur. Kóræfingar hófust fyrir viku, en enn þarf að styrkja kórinn. Það er stefnt að 150 manna kór, en það vantar enn herslumuninn, einkum í karlraddimar. Það er því von mín, að sem flestir fyrrverandi félagar og annað gott söngfólk leggi okkur lið sitt.“ Víkjum að framtíðinni. Nú eru fleiri kórar, en fyrir 30 árum og öðru visi umhorfs í tónlistarlíf- inu. Hvemig sérðu framtið Pólýfónkórsins fyrir þér? „Ég sé ekki að kórinn eigi neina framtíð fyrir sér við núverandi að- stæður. Hann hlýtur því að leggjast niður að loknum þessum tónleikum, nema að einhver utanaðkomandi aðstoð berist. Sem sjálfstæður atvinnurekandi hafði ég aðstöðu til að fjármagna kórreksturinn að verulegu leyti af eigin fé og hef því getað ráðist í flutning dýrra stórverka. Hins veg- ar er kostnaðarþróun öll með því móti að þetta er nú að verða ófram- kvæmanlegt. Ég hygg að allir hafi sömu sögu að segja, jafnvel þeir, sem ekki takast á við jafn stór verk- efni og Pólýfónkórinn, en njóta þó hagstæðari skilyrða eins og til dæmis kórar nýju kirknanna, sem hafa húsaskjól, æfíngaaðstöðu og tónleikahús. Þessi starfsemi er alls góðs makleg, er að nokkru rökrétt framhald Pólýfónkórsins. Kannski væru engir blandaðir kórar til hér nema vegna hans. Pólýfónkórinn var lengi vel aflgjafí söngdeilda tónlistarskólanna, því fyöldi fyrrver- andi meðlima kórsins fór í tónlist- arnám, með atvinnu fyrir augum. í nokkur ár vann kórinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Af sameig- inlegum verkeftium má nefna afmælistónleika Bachs á ári tónlist- arinnar 1985, þegar H-moll messan var flutt á aftnælisdegi Bachs. Á því samstarfi hefur ekki orðið fram- hald, en kórinn bauð Sinfóníunni þátttöku í hátíðartónleikunum nú. Því var hafnað, en kómum boðin hljómsveitin fyrir eigin reikning. Kórinn þekktist það boð, þó enn verði ekki séð hvemig fjármálin ganga upp. Kostnaður við afmælis- tónleikana fer yfir milljón." Hvað sýnist þér helst til ráða? „Áður en ég svara því, vil ég taka fram að allar listgreinar bjuggu hér við örbirgð þar til á síðustu áratugum og búa sumar enn. Leikarar voni í sjálfboðavinnu fyrir hálfri öld. Sem betur fer er það liðin tíð. Þjóðleikhúsið var stór draumur sem rættist. Borgarleik- húsið er langt komið. Við eram nýbúin að eignast glæsilegt lista- safti, eri enn eigum við ekkert tónleikahús. ' Það er svo komið að allir flytjend- ur æðri lista fá vinnu sína einhvers metna, nema kórfólk. Þátttaka í flutningi stórra kórverka krefst mikils tíma og jafnvel fjárútláta. Söngfólkið leggur oft ekki á sig minni vinnu en til dæmis leikarar fyrir leiksýningu. Það er tímanna tákn að ungt fólk er önnum kafið við nám og störf, oft hvort tveggja. Fólk þarf æ meiri fjárráð til að mæta vax- andi neyslukröfum og þá er lítill tími fyrir hugðarefni, síst þau sem krefjast mikils tíma og skipulagðra vinnubragða. Ég held að þetta sé aðalástæðan fyrir að það gerist erf- iðara með ári hveiju að manna stóran kór. Auk þess er mikil samkeppni milli kóranna um gott fólk. Sú sam- keppni bitnar fyrst og fremgt á stóru kórunum, þar sem ekki verður komið við jafnmiklu félagslegu að- haldi og í þeim minni. Nú hefur Fflharmóníusveitin verið lögð niður eftir langt og gott starf. Það er hætt við að Pólýfónkórinn fari sömu leið, ef ekkert verður að gert. Það er nú eitt að tónlistin er vanmetin í íslensku skólakerfi. Hana vantar að mestu í grannskóia um land allt. Vaxandi starf tónlist- arskólanna bætir að nokkra fyrir, en hættan er sú, að vanti þessa rót, verði tónlistin aldrei almenn- ingseign íslendinga. Það verða engir tumar byggðir án traustrar undirstöðu. í erlendum tónlistarskólum er kórsöngur víðast skylda. Það segir nokkuð um menntandi áhrif kór- söngs. Þorri atvinnusöngvara í dag kemur úr bestu kórunum á Vestur- löndum og í Bandaríkjunum. Ég sé þá leið að efla tónlistarskóla og söngmennt í kóram með því að styrkja efnilega nemendur í tónlist- arskólum til náms gegn ákveðnu vinnuframlagi í kór. Jafn tímafrekt og kröfuhart tóm- stundastarf og flutningur erfiðra tónverka gerir kröfu um, á ekki framtíð fyrir sér í íslensku þjóð- félagi nema aðgerðir af þessu tagi eða skyldar komi til, þar sem þátt- takendur fá einhveija umbun fyrir starf sitt. Það er líka hugsanlegt að reka kór í einhvers konar hlutavinnu þannig að eitthvað sé greitt fyrir vinnuna, þó það sé kannski ekki á venjulegum vinnutöxtum. Það er aðeins ein atvinnugrein fyrir söng- fólk, sumsé að syngja í Ljóðakóm- um við jarðarfarir. Þetta fólk er ekki allt tilbúið til að syngja fyrir ekki neitt, eins og skiljanlegt er. En þetta era einungis hugmynd- ir, sem ég varpa fram, því ég er ekki farinn að hugsa þessi mál í smáatriðum ... en eitthvað verður að gera. Ég veit að það er hægt að gera ráðstafanir til að tryggja kórstarf eins og í Pólýfónkómum, en það verður ekki gert án fjár- magns." Sem ætti að koma hvaðan? „Það er hugsanlegt að lögleiða tekjuöflunarleið líkt og ýmis styrkt- arfélög njóta. íþróttafélög hafa fasta tekjustofna, svo dæmi sé nefnt. Tónlist á íslandi nýtur enn engra slíkra tekjustofna. Eg held að það sé óþekkt í menn- ingarlöndum að afburða tónlistar- nemar eigi engra kosta völ um námsstyrki. Hvarvetna erlendis era til öflugir styrktarsjóðir fyrir slíka nemendur, hér era þeir engir. Það hafa orðið miklar framfarir í íslenzku tónlistarlífi á fáum árum, en að flestu leyti ríkir þar enn ör- birgð, þegar kemur að afli þeirra hluta, sem gera skal. Menning kost- ar fé. Hefur þjóðin efni á að styrkja menningu — eða hefur hún efni á að vera án hennar? En þú vilt væntanlega hrista upp í fólki, fá einhveija til að hugleiða, hvað hægt sé að gera? „Hvað sem mínu starfi með kóm- um líður, þá þarf eitthvað að hugsa fyrir þessari starfsemi, ef það á verða framhald á kórstarfi í landinu. Hvenær ætlar þessi þjóð að ranka við sér? Við eigum jafn stórbrotið kórverk eins og Éddu Jóns Leifs. Það verk hefði varla enn heyrzt hér, ef Pólýfónkórinn hefði ekki flutt hluta þess. Sama er með H-moll messu Bachs. Þessi verk og önnur ámóta verða ekki flutt, nema með stóram kór. En eins og ég sagði hef ég ekki hugsað framtíðina í smáatriðum, þykir heldur vart tímabært að setja hugmyndir mínar fram í smáatrið- um fyrr en ég sé einhver viðbrögð um vilja til að tryggja fjárhagslegan grundvöll." Hvar vonastu til að sjá við- brögð? „Eg vonast eftir viðbrögðum hjá stjómvöldum. Hljóðritanir kórsins vekja athygli erlendis þó áhugi inn- anlands sé takmarkaður. Kórinn fær alltaf öðra hveiju boð um að koma fram erlendis. Við eigum ítrekað boð um að koma fram á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Assisi á komandi sumri, en þoram engar ákvarðanir að taka þar um. Hins vegar stefnum við eindregið á að halda sönghátíð fyrir íslend- inga í Háskólabíói 9. apríl næstkom- andL Til þess væntum við eindregins stuðnings söngvara og söngunnenda, eins og svo oft áð- ur...“ 15 og ekki flutt opinberiega fyrr en 1938, af John Kirpatrick. I þessu erfiða verki naut tækni Hodgkinsons sín sériega vel og þó Hodgkinson eigi eftir að móta með sér eitt og annað varðandi túlkun er þama á ferðinni feikna efnilegur listamaður af stærri gerðinni. Hljómsvarið i neðri sal Lista- safns íslands er nokkuð hart en einnig má vera að fiygiHinn sé ein- um of tónskarpur fyrir steinhvella endurómanma í þessu glæsiiega húsi. Þrátt fyrir hvassa enduróman er ekki um trufiandi bergmál að ræða og því irgög líklegt að tónlist- armenn muni sækjast eftir því að halda þama tónleika. Vextir af skuld- breytingalámim geta orðið 11,7 5% ALLIR bankar og sparisjóðir, nema Verzlunarbankinn, hafa í vaxtatöflum sínum ákvæði um 2% vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána. Útlánsvextir á skuldbreytingalánum eru i þeim tilvikum, sem þessu ákvæði er beitt, 11,5 tíl 11,75% af verð- tryggðum lánum og 38 til 39% af almennum skuldabréfum. Þessum ákvæðum mun þó ekki vera beitt nema í undantekningartílvikum. Eiríkur Guðnason aðstoðarseðla- bankastjóri segir að ákvæði um álag á vexti skuldbreytingalána hafi verið við lýði frá árinu 1984, er það var tekið upp samkvæmt heimild Seðla- bankans, og allir bankarnir nema Verzlunarbankinn hefðu tekið það upp í gjaldskrám sínum eftir að vext- ir voru gefnir ftjálsir. Hann sagði að það væri matsatriði hjá bönkunum hvenær þetr beittu þessu heimildará- kvæði. Bjami Bragi Jónsson aðstoðar- seðlabankastjóri sagði að eðlilegt hefði þótt að láta þá borga álag á vexti sem ekki væri hægt að treysta að stæðu í skilum; hefðu lent í van- skilum og þyrftu að fá skuldbreyting- alán. Þetta væra óáreiðanlegir og óæskilegir lánþegar og væra í raun sjálfir að taka sér lán með vanskilum. Stefán Pálsson bankastjóri Búnað- arbanka tslands sagði að ákvæði um álag á vexti skuldbreytingalána væri ekki beitt nema verulegar fjárhæðir væru lengi i vanskilum. Hvert tilvik væri metið eftir vanskilunum. Hann sagði að þessu væri ekki beitt þegar um væri að ræða skuldbreytingar sem fram færu að frumkvæði stjóm- vakta, til dæmis í sjávarútvegi. Almennt séð taldi hann að lítið væri um að bankamir settu skuldbreyt- ingaálag á vexti skuldabréfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.