Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Þessa mynd af Thor tók tyrkneskt ljóðskáld, Lutfi Özkök sem búsett- ur er i Svíþjóð og heimsfrægur er fyrir ljósmyndir sínar af skáldum og rithöfundum heimstyijöld stóð yfir og íslenskir sjómenn sigldu gegnum helvíti á hverri nóttu þegar kafbátarnir komu upp. Stundum vissi ég meira um skipin og sjómennina en ég mátti láta uppi, faðir minn hafði miklar áhyggjur af mönnum og skipum. Breski herinn kom hingað til lands 10 maí árið 1940 og það voru mikil umskipti. Við vorum þó fegin að það voru Bretar sem komu þó þeir væru óttalega álappalegir grey- in, kiðfættur hungurlýður úr enskum borgum sem ekki hafði fengið almennilega að eta fyrr en allt var skammtað. Þetta stafaði af viðbjóðslegri stéttaskiptingu hins breska þjóðfélags, þar sem meiri- hluti manna voru aumingjar vegna vannæringar en hinir viðrini vegna einangrunar og úrkynjunar. Þegar best lét fengu enskir íra til þess að yrkja fyrir sig bókmenntir, menn einsog Oskar Wilde, James Joyce og Bemhard Show. Ég hafði frá upphafí mikla and- styggð á öllu sem viðkom nasistum og þannig var það einnig með for- eldra mína og frændur. Strax sem strákur í Landakotsskóla slóst ég í portinu með stjómarliðsmönnum á Spáni á móti fasistum. Við fórum í slagbolta eftir skólatíma í portinu, strákar með stelpum í trássi við tilskylda kyngreiningu skólans. Þrátt fyrir þetta velsæmisbrot bam- anna kom Meulenberg út á svalaþak með alla vasa fulla af sælgæti og kastaði niður til okkar. Ég var lítill og óframfærinn á þeim árum. Einu sinni vann ég verðlaun fyrir kunn- áttu í biblíusögum og fékk hvell- hettubox. Ég sprengdi allt saman upp f skólanum og aflaði mér þann- ig nokkurra vinsælda. Öðm sinni var ég að leika mér að bolta í skólaportinu þá kom einn af mestu áflogahundum skólans og ætlaði að taka af mér boltann. Ég reiddist svo að ég hjólaði í hann og hafði hann undir og var jafn hissa á því og allir aðrir. Sló í gegfn sem leikari í fímmta bekk í menntskóla sló ég í gegn sem leikari í leikriti sem hét Fardagar. Ég lék þar m.a. langa „senu“ á móti Bimi Th. Bjömssyni og það var feykilega gaman. Ég vissi aldrei hvað hann mjmdi segja, þetta var einsog í Commedia dell’- arte, ég varð alltaf að vera viðbúinn að svara Bimi. Sumarið eftir var ég uppgötvaður sem óskaplega mikið efni í þrí- stökkvara, stökk einum metra lengra en besti maðurinn gerði í félaginu mínu þá. Ég var hins veg- ar svo heppinn að brenna mig á fæti þremur dögum eftir að ég var uppgötvaður og fór því ekki til keppni heldur sat með fótinn í lá- réttri stöðu næstu tvo mánuði. Þá las ég Schopenhauer og Nietzte og hlustaði á ófullgerðu synfóníuna eftir Schubert, synfóníur eftir Beet- hoven og forleiki og ópemr eftir Wagner, sem ég hlusta lítið á núna, eins og vísa mín skýrir: Wagner við hamrana hástál er felldur hrikaleik neita ég ekki hans valds en má ég samt biðja um Mozart heldur minni sálu til líknar og halds Ég hlustaði lfka á hinn ógurlega harmagrát í sjöttu symfóníu Tcha- ikowskys Pathetique, sem ég hlusta heldur ekki á núna. Stúdentspróf tók ég árið 1944. Á skólaárum mínum fékkst ég eitt- hvað við skriftir án þess að flíka því og í upplestrarfríinu fyrir stúd- entsprófið orti ég mörg kvæði sem ég sé núna að munu hafa verið ískyggilega hátíðleg og nánast veik- ur endurómur af Stefáni G. Stefáns- syni. Sem betur fer komst enginn í þessi skrif mín. Hefði ekki verið stríð er ég ekki viss um að ég hefði lokið við menntaskólann, ég hefði reynt að komast út í heim til að sjá veröldina og reyna mig. Ég var stundum til sjós á þessum árum, fyrst á togaranum Skallagrími með ágætum manni, Sigurði Guðjóns- syni skipstjóra. Hann var greindur og mikið karlmenni, á það reyndi í þessari ferð þegar bróðir hans fórst ásamt öðrum manni af slysförum. Slysið varð með þeim hætti að polli slitnaði upp úr dekkinu og víramir slógust í mennina sem fórust og raunar tvo aðra sem slösuðust illa. Eftir að við komum í land var ég á gangi niðri í Austurstræti þegar málkunningi minn einn úr blaða- mannastétt elti mig uppi og vildi neyta kunningsskapar til að fregna meira af slysinu, sem við máttum ekki tala um. Eg mann enn hve reiður ég varð, ég kreppti fast hnef- ana og mátti taka á því sem ég átti til að stilla mig um að snúa mér við og svara honum með verð- ugum hætti. í París vildi ég vera Eftir stúdentspróf var ég viðloð- andi nám í íslenskum fræðum og vann jafnframt á Háskólabókasafn- inu. Fyrst undir stjóm Einars Ólafs Sveinssonar sem var mér góður fóstri og seinna undir stjóm Bjöms Sigfússonar. Það var ákaflega mik- ið kapp í Bimi og það var allt á fleygiferð á safninu og hann þeytt- ist svo um á reiðhjóli á hveijum degi við að flytja bækur, þar fór maður sem vann fyrir kaupinu sínu. Þennan vetur hélt Peter Hallberg fyrirlestra um sænskar bókmenntir og það var samkomulag okkar Bjöms að ég gætti safnsins en hann færi og hlustaði. Hann endursagði mér svo fyrirlestrana og vantaði þar víst ekki neitt, hann var frábær- lega minnugur. Veturinn eftir þetta var ég við nám í Nottingham á Englandi. Þegar mér ieiddist þar, sem var æði oft, fór ég til London. Ég sá að sumir útlendingar smjöðr- uðu fyrir því sem enskt var en ég lét hins vegar alltaf einsog ísland væri ekki minna stórveldi en Eng- land og það mátu Bretar. Um páskana þann vetur fór ég í frí til Parísar, það var svo mikið æfíntýri að ég vissi strax að þar vildi ég vera og fór þangað um haustið." Fyrsta bók Thors kom út árið 1950: Maðurinn er alltaf einn, safn stuttra frásagna og Ijóða. „í þann Thor á Parísarárunum tíma bjó ég í hverfínu mínu St. Germain dés Prés, þar sem ríkti þá hið svokallaða gullna skeið, mikið andlegt Qör sem sumir tengdu við Sartre. Hann var raunar aldrei minn maður en þessi tími varð mér mikil deigla. Ég stóð, ef svo má segja, á öndinni og skrifaði og skrifaði, það var svo margt sem barst að manni en verkkunnáttan var ekki að sama skapi mikil. Þó ég skrifaði lifandis býsn birti ég fátt af því og harla fáir trúðu á það sem ég var að gera. Af þessum sökum var ofstæk- isfullt sjálfstraust mitt nauðsynlegt, þó það hafí vafalaust reynt á þolrif- in í mönnum." Skömmu eftir útkomu fyrstu bókar sinnar fór Thor Vilhjálmsson heim til íslands. Hann hafði þá þegar ferðast töluvert, m.a. um It- alíu og Spán og hugði á enn lengri ferð, ætlaði sér að sigla á norsku. flutningaskipi í tvö ár um öll heims- ins höf og helst'að komast til Japan og láta þannig æskudraum sinn rætast. „afí minn Vilhjálmur, sem fyrr sagði frá, las fyrir mig þegar ég var drengur Keisarann í Portúg- al eftir Selmu Lagerlöf. Þar segir svo: „Um löndin fregnin flaug, Austurríki og Portúgal og Japan og allt atama bom bom og dúlla bom bom. Eftir þennan lestur þráði ég að komast til Japan. En þegar ég kom til íslands kynntist ég Margréti konu minni og það breytti lífi mínu. Ég hætti við að fara en við Margrét lögðum saman upp í aðra ferð, mun lengri en þá sem fyrirhugðu var og samfylgd okkar hefur verið mesta gæfan í lífi mínu. Seinna fékk ég að hafa Japan með í ævintýrinu því þangað komst ég fyrir nokkrum árum á PEN-klúbba þing.“ Hefur mikinn áhugu á mannréttindamálum Thor Vilhjálmsson hefur ferðast mjög mikið og m.a. setið mörg þing rithöfunda víða um heim. Hann á fjölda vina og kunningja meðal er- lendra rithöfunda sem hafa boðið honum að sitja slík þing og fleiri samkomur. Thor hefur í mörg ár verið formaður PEN- rithöfunda- klúbbsins á íslandi. Sá félagsskapur hefur verið honum vel að skapi þar sem sá félagsskapur hefur látið mannréttindamál mjög til sín taka. PEN-klúbbar víða um heim hafa látið sig miklu varða afdrif rithöf- unda í þeim löndum þar sem ofsóknir af ýmsu tagi hafa lagt hömlur á frelsi þeirra og jafnvel orðið þeim að aldurtila. Thor hefur einnig verið ötull liðsmaður í bar- áttu íslenskra listamanna fyrir bættri aðstöðu. „Ég hef viljað veg listamanna meiri en svo að þeir séu tuskur fyrir stjómmálamenn sem þeir þurrki sér um fætuma á flesta daga, geti svo sett tuskuna í þvott og notað sem fánaveifu á tyllidög- um og síðan hent henni aftur fyrir fætur sér þegar henta þykir. Mitt viðhorf er að listamenn eigi ekki að beygja sig fyrir stjómmálamönn- um heldur láta að sér kveða og hafa nokkur ítök. Ég var af þessum sökum neyddur í hiutverk sem ég hafði ekki ætlað mér. Ég varð for- seti Bandalags íslenskra listamanna og gegndi því starfí í sex ár.“ Thor hefur einnig skrifað mikið í blöð og tímarit um íslenska lista- menn en „ég reyndi þó aldrei að setja mig í sanngimisgerfí gagnrýn- andans heldur dró enga dul á að skrif mín endurspegluðu einungis mínar eigin skoðanir," eins og hann orðar það. í tengslum við þetta lætur Thor þess getið að hann fagni því hve mikið af hæfíleikafólki sé nú komið í raðir bókmenntafræð- inga og bókmenntagagnrýnenda, það sé mikil breyting til hins betra frá því sem áður vildi við brenna í þeim efnum. Thor Vilhjálmsson gaf út fyrstu skáldsögu sína: Fljótt fljótt sagði fuglinn árið 1968. Hún hefur komið út á ensku og öllum norðurlanda- málum nema fínnsku. Áður hafði hann gefíð út þijár skáldlegar ferðabækur og þijú söfn söguþátta og ljóða. Árið 1970 kom út skáld- sagan Óp bjöllunar og svo á næstu níu árum þijár aðrar skáldsögur: Fuglaskottís, Mánasigð og Tum- leikhúsið. Stóð alltaf til að verða rit- höfundur „Ég hef lengst af ofíð minn vef og hugsa ekki um það á meðan hvort ég nái til fleiri eða færri. Ég læt ekki gagnrýnendur tmfla mig, hvorki með góðu né illu“ segir Thor. „Mér fínnst óviðkunnanlegt þegar rithöfundar hafa uppi mikil harma- kvein vegna þeirra, en mér þykir vitanlega vænt um það ef einhver hefur ánægju og jafnvel gagn af því sem ég er að reyna að setja sama. Mér em öll mín verk kær og þau em mér viðkvæmt mál, en þau verða vitanlega að standa sjálf þegar ég er búinn að láta þau frá mér. Þau lýsa því hvemig ég stóð á þeim tíma sem verkið er skrifað en vonandi vex maður með hveiju verki. Ég ætlaði mér snemma að verða rithöfundur, fínnst þegar eft- ir á að hyggja að það hafi alltaf staðið til.“ Þegar talið berst að þýðingu slíkra verðlauna sem bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs em segir Thor: „Svona verðlaun greiða fyrir því að koma verkum viðkomandi rithöfundar á framfæri. Mig hefur lengi langað til að koma verkum mínum víðar, til stóm landanna, fá að tala í nafni minnar þjóðar. Mér þykja verk mín eiga heima í evr- ópskum bókmenntum jafnframt því að vera íslensk. Mér skilst að það teljist erfítt að þýða bækur mínar en ég var mjög heppinn að fá svo góðan þýðanda sem Peter Hallberg til að þýða bók mína Grámosinn glóir. Svfar eiga einnig annan góðan mann í þessum efnum þar sem er Ingi Knudson sem er sjálfur ágætt skáld, hann þýddi bók mína Mána- sigð, sem fékk mjög góðar viðtökur í Svíþjóð. Um efni Grámosans er það að segja að það hafði leitað mjög lengi á mig og kannski hefur sú bók orðið mér einna erfiðust að ýmsu leyti. Ég var lengi að ráða yið mig hvaða tökum eg ætti að taka þetta viðfangsefni, en þegar ég var búinn að átta mig á því gekk vel að skrifa hana.“ Thor hefur á seinni árum verið einn af fremstu þýðendum heims- bókmennta hér á íslandi. Hann þýddi Dagleiðina löngu inn í nótt eftir Eugene O’Neill, Hlutskipti manns eftir André Malraux og Hús andanna eftir Isabella Allende, öll úr frummálum. Hann hefur einnig þýtt úr ítölsku Nafn rósarinnar eft- ir Umberto Eco. Um þetta efni sagði Thor: „Ég vil helst ekki vinna neitt nema ég hafí von um að geta lært eitthvað á því. Verk Eco var mér afskaplega margslungið og saman- þrýst háskólanámskeið á mörgum sviðum. Það var mér mikil ánægja og ögrun að glíma við það verk. íslendingar hafa þá sérstöðu gagnvart bókmenntum, miðað við aðrar þjóðir, að þeir eru miklir sagnamenn og í munni þeirra verð- ur svo margt- að sögu. Þetta er ríkara í eðli okkar en annarra manna að mfnu viti, skáldskapurinn er mikil nauðsyn fyrir íslendinga. Málið okkar er einstakt hljóðfæri og tæki til að hugsa með. Einar Benediktsston segir í einu ljóða sinna: „Orð eru á íslensku til um allt sem er hugsað á jörðu.“ Þetta er kannski ekki alveg rétt en íslenskan er hins vegar þannig mál að maður getur alltaf búið til ný orð. Það eru forréttindi að skrifa á íslensku og manni endist ekki æfín til að læra á það hljóðfæri." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.