Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 31

Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 31 an til að hylla gömlu hjónin. í veislunni sátu þau og voru daðra hvort við annað rétt eins og þau hefðu trúlofast daginn áður. Þegar hún lést þá langaði hann ekki til að lifa lengur en hann var svo sterk- byggður að það tók hann tvö ár að deyja. Hann var mikið hjá for- eldrum mínum eftir að kona hans andaðist, og þau reyndar bæði áð- ur. Hann var sterkur persónuleiki og það sama gilti um ömmu, styrk- ur hennar var mikill og mestur þegar helst á reyndi. Ég get ekki sagt eins og aðrir höfundar sem segjast sækja sögumar til ömmu sinnar og ég vona að ég missi ekki alla tiltrú fyrir bragðið því Margrét amma mín var fátöluð kona og þurfti ekki margt að segja til að hafa sín áhrif. Helgu ömmu mína þekkti ég aldrei þvi hún dó áður en ég flutti heim til íslands eins og fyrr sagði.. Heimskríngla hafði kannski útslitaáhrif á líf mitt Ég man fyrst eftir mér í Edin- borg, í húsinu þar sem við bjuggum og garðinum í kringum það, þar voru eplatré og aldinlundur og fugl- ar hoppandi í kringum mig. Ég hef oft komið til Eklinborgar eftir að ég varð uppkominn maður, bæði sem háseti á skipum og ferðamaður á suðurleið, en mig hefur aldrei langað að húsinu þar sem ég fædd- ist og bjó fyrstu fímm ár æfínnar. Ég hef hins vegar leyft garðinum í kringum húsið að vaxa í huga mér til þessa dags og nú er hann orðinn að blómlegum aldingarði. Ég hef gaman af því að hafa þenn- an garð fyrir mig og læt ekki taka hann frá mér. Kannski hefur eitt- hvert sameiginlegt minni mann- kynsins um aldingarðinn Eden tekið þama völdin. Þegar heim til íslands kom tók faðir minn við störfum sem for- stjóri Eimskipafélags íslands en ég og Helga systir mín fórum fljótlega í smábamakennslu til fröken Ragn- heiðar Jónsdóttur, sem var kennd við Aberdeen og varð síðar skóla- stjóri Kvennaskólans. Ég kom henni á óvart í lestramámi svo hún fór uppá loft í íbúð sína og sótti stóra bók og sagði: „Þetta mátt þú lesa drengur litli." Bókin' var Heims- kringla, þetta vom fyrstu verðlaun- in sem ég fékk og það má mikið vera ef þetta hefur ekki haft úrslita- mótandi áhrif á líf mitt. Seinna lá ég í fomsögum og enn seinna í bókum eftir Halldór Laxness, sú lesning var á við háskóla. Halldór var strax í metum heima hjá mér þó hann væri misjafnlega séður hjá borgarastéttinni þá. Faðir minn las bækur hans upphátt fyrir móður mína og ég varð aldrei var við hjá þeim þá óvild sem margir báru til Halldórs þá. Svo kom þetta stóra frá útlöndum með Nóbelsverðlaun- unum og þá urðu allir að láta sem þeir hefðu alltaf kunnað að meta hann. Það var þó gmnnt á því, sér- staklega þegar menn vom að pusa með vín, þá kom gjaman þessi sónn: „En að maðurinn skuli ekki skrifa eitthvað gott og fallegt, sem er búinn að sýna að hann getur það vel, í stað þess að vera leita uppi það ljóta og skrifa um lús og skít.“ Þegar Halldór fékk Nóbelsverð- launin þá spurðum við, sem þá ritstýrðum Birtingi, nokkra menn sem við mátum mikils um álit þeirra á Halldóri. Steinn Steinarr svaraði á þessa leið: „Þegar stórir atburðir gerast þá eiga litlir menn að þegja." Þetta voru ægileg ár Áður en ég fór f Menntaskólann í Reykjavík var ég tvo vetur í Ágúst- arskóla sem svo var nefndur eftir Ásgústi H. Bjamasyni skólastjóra, síðar prófessor í heimspeki. Skólinn var í Iðnaðarmannahúsinu. Eftir seinni veturinn, á gagnfræðaprófí, fékk ég einn í grasafræði. Við sáum aldrei bregða fyrir blómi, öll kennsl- an var þurr upptalning. Ég fékk einn í stærðfræði á inntökuprófi þar sem 25 efstu menn vom teknir í Menntaskólann í Reykjavík, en gott í öðmm fögum. Ég var þijóskur og vildi ákveða sjálfur hvað ég lærði, en mér gekk nokkuð vel að læra það sem ég hafði á annað borð áhuga á. Veturinn eftir las ég utan- skóla og fékk ágætiseinkunn í bókfærslu sem byggðist á lagni Gylfa Þ. Gíslasonar sem og því vin- fengi sem strax tókst með okkur og hefur enst vel. Hann kenndi mér nokkra tíma fyrir prófíð. Þennan vetur lifði ég fjöragu andlegu lífí og barðist m.a. uppá líf og dauða við tröllið Tolstoy, sem ætlaði alveg að drepa mig. Það átti vel við mig að spila á eigin spýtur en mér var lítt gefíð um reglulega skólagöngu. Einn kennari við Menntaskólan skar sig alveg úr, það var Pálmi Hannes- son rektor sem kenndi okkur náttúrafræði. Hann talaði fallegt mál og varð glaður ef eitthvað kviknaði í huga nemandans. Sem betur fer lifír enn sú hefð meðal íslenskra náttúmfræðinga að sækja innblástur til Jónasar Hallgrímsson- ar og vanda mál sitt og unna bæði náttúmnni og tungunni. I öðmm greinum fór námið fram eins og matreiðslumaður væri að saxa pers- il eða steinselju eins og það heitir á íslensku, bara að saxa nógu smátt. Við vomm látin greina Völu- spá í setningaliði. Það var látið einsog allur skáldskapur væri feimnismál eða óþörf tilgerð, enginn kærleikur eða andagift, engin lotn- ing gagnvart list. Ég sakna lítið menntaskólaáranna. Eg var tölu- verður einfari í skóla og þó þar væri vissulega ágætt fólk í kringum mig fór ég dult með mitt. Þetta vom ægileg ár, heimurinn brann, Afsláttur afhúsgögnum Sjónvarpsvagn, gler/gull..................................nú kr. 7.600,- Hornborð 60x60 cm, gler/króm..............................nú kr. 2.980,- 3 smáborð, gler/gull......................................nú kr. 3.288,- Sófaborð 60x120, gler/króm................................nú kr. 4.680,- Sófaborð 6x120, marmari...................................nú kr. 17.990,- Sjónvarpsborð 40x80.......................................nú kr. 2.396,- Kómmóður, 4 skúffur....................................... nú kr. 3.600,- Fataskápur 2 dyra 100x197 cm.............................nú kr. 6.420,- Fataskápur 2 dyra m/3 skúffum............................nú kr. 9.490,- Borðstofuborð 100 cm, gler/króm.......................... nú kr. 6.880,- Sófasett 3-2-1, leður, vestur-þýsk.......................nú kr. 104.000,- Sófasett 3-2-1, leður, vestur-þýsk.......................nú kr. 125.260,- Nýborgc§: Skútuvogi 4,2. hæð, sími 82470. Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur þrjá máiiuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Síðasta námskeiðið á vorönn hefst 15. febrúar. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Hvað segja þau um námskeiðið. Sigurleifur Águstsson Meö Gkrílstofutœknlnáminu fókk ég góöa og hagnýta kennslu í meöferö tölva og hugbúnaöar som á eftir aö nýtast vel í framtiöinni. Námlö er hagkvœm besöi þeim sem ekkert kunna og þeim sem starfa viö tðlvur á aöeins einu sviöi. Þeir sem vilja auka atvinnumöguleika sina verulega esttu aö minu matiaödrlfasigstraxí tölvunám. Rannveig Kristjánsdóttir Ég var I skrilstofutœkninámi hjá Tölvutrœöelunni sl. haust og sé okki oftir því. Námiö var gagnlegt og skemmtilegt og ég eignaóist nýja félaga og vini. Aö námi loknu fókk óg starf hjá heildversluninni XCO og vinn þar meöal annars vlö tötvuvinnslu. Anna Karlsdóttir StoifstolutSBknlnámiö hjá Tðivutræö6lunni varö mér til mikils gagns og ánægju. Ég læröi heilmikiö um tðlvur og sú kunnátta kemur sér vel i starfi minu. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækling um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.