Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 60

Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 60
'60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Nýja árið heilsaði með kulda Morgunblaðið/Jón Sigurðsspn Hinn nýi snjóbíll Hjálparsveitar skáta á Blönduósi reyndist í alla staði vel í sinni fyrstu ferð. Blönduós: Skátar eignast snjóbíl Frettabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Breiðuvík. ÁRIÐ sem nú er liðið var með afbrigðum gott hvað tíðarfar snert- ir, bæði til sjós og lands. Fjöldi smábáta var gerður út frá Amarstapa og Hellnum og vom gæftir með afbrigðum góðar og afli sæmilegur. Á annað þúsund tonn af fiski bámst á land á Arnarstapa. Miklar framkvæmdir vom í gangi á Arnarstapa; húsbyggingar, vatnslagnir og vegagerð. Heyfengur var mikill og góður. Dilkar vom vænir í haust og heimtur góðar. Blönduósi. HJÁLPARSVEIT skáta á Blönduósi eignaðist á dögunum nýjan snjóbíl af gerðinni L.M.C. 1500. Bíllinn cr með húsi fyrir tvo en að sögn hjálparsveitar- manna er áætlað að byggja yfir bílinn í framtíðinni þannig að hann rúmi 10 manns í sæti. Enn- fremur er snjóbíllinn útbúinn með snjótönn sem skekkja má á sex vegu og í honum verða full- komin fjarskipta- og staðsetning- artæki. Hjálparsveitarmenn á Blönduósi reynsluóku bílnum um síðustu helgi og reyndist hann í alla staði vel. Jakob Jónsson formaður hjálpar- sveitarinnar á Blönduósi sagði að innflytjandi þessa bfls væri Gísli Jonsen & Co. og hefði fyrirtækið reynst hjálparsveitinni vel við inn- flutning þessa snjóbíls. Jafnframt vildi Jakob koma á framfæri þakk- læti til þeirra fjölmörgu sem gerðu það kleift að eignast þennan snjóbfl. — Jón Sig. Landbúnaður Tíðarfarið lék við okkur hér á nesinu. Heyskapur gekk með af- brigðum vel og bændur fengu mikil og góð hey. Haustið og veturinn allt til jóla var með afbrigðum gott. Jörð var græn og sumstaðar sást grasið spretta og blóm springa út. Fé var tekið í hús seinna en venju- lega og sumir tóku ekki féð á hús fyrr en rétt fyrir jól. Um miðjan desember voru ber enn á lyngi, bæði krækiber og bláber og voru þau bragðgóð en orðin meyr. Dilkar voru vænir í haust og hjá sumum fór nokkuð í O-flokk. Óvenju illa gekk að ná fé af íjalli á síðastliðnu hausti og var það að smá heimtast allt fram í desem- ber og fóru bændur margar ferðir til leitar. Ein ær sem vitað er um náðist aldrei en seint í desember sást hún síðast á svonefndri Ham- arsendahlíð. Fóru þá fímm manns til að reyna að ná henni, en ærin tók til fótanna upp á fjall þegar hún sá til smalanna, farið var á eftir henni upp en hún náðist ekki og hefur ekki sést síðan. Áður var búið að elta þessa kind af tveimur rnönnum langa leið og náðist hún þá heim að túni hjá bóndanum sem átti hana en hún vildi ekki stoppa þar sem hún átti heima, og hljóp áfram og gáfust mennimir að lok- um upp við að ná henni. Útgerð og aflabrögð Útgerð smábáta var mikil frá Amarstapa á síðastliðnu ári og var oft þröngt í höfninni vegna fjölda báta en 4-6 bátar sem lögðu afla á land á Amarstapa voru geymdir í Hellnahöfn og sumir þeirra gerðir út þaðan. Áfli var góður og gæftir með afbrigðum góðar. Bjami Einarsson sem kaupir fískinn á Amarstapa tók á móti tæpum 1.000 tonnum af físki á árinu, sem hann verkaði í salt. Þá tók fískverkunin Jökulfiskur á Stóra-Kambi í Breiðuvík á móti tæpum 100 tonnum og var það verkað í salt, ennfremur var tals- vert af físki landað á Amarstapa af aðkombátum. Tveir þilfarsbátar stunduðu línu í haust þar til fískveiðibannið skall á í desember og var afli sæmileg- ur. Þessir bátar eru Stapatindur 14 tonn og Bjami 9 tonn, þessir sömu bátar em nú með línu og hefur afli verið ágætur. Einn aðkomubát- ur frá Reykjavík er nýkominn til róðra frá Amarstapa og er von á fleirum ef húsnæði fæst fyrir sjó- mennina. Framkvæmdir Búið er að reisa þijá sumarbú- staði af nítján sem búið er að úthluta lóðum undir á afmörkuðu sumarbústaðalandi við Arnarstapa. Auk þess er búið að leggja veg- og vatnsleiðslur að bústöðunum. Hald- ið verður áfram að reisa fleiri sumarbústaði á þessu ári. Nú er í byggingu eitt íbúðarhús á Arnarstapa af þeim sex húsum sem stendur til að byggja þar, mein- ingin er að klára þetta hús að mestu í vetur. Eigandi hússins er Ögmund- ur Pétursson frá Malarrifi og kona hans, Kristín Valdimarsdóttir. Á Hellnum er íbúðarhús í bygg- ingu og er það staðsett við fomt býli sem hét Háigarður en það er örlítið sunnar í Hleinarplássi en Akrar. Eigendur þessa húss em Kristinn Einarsson og unnusta hans Ólína Gunnlaugsdóttir. í Balaplássi á Hellnum (Hellis- völlum) fóru tvö býli í eyði á liðnu ári, Brekkubær og Gíslabær. Matthías Björasson sem átti Gíslabæinn seldi jörðina á síðast- liðnu vori. Jón Jónsson bóndi bjó á Brekkubæ á jörðina en hann flutti með fjölskyldu sína á Akranes. Félagslíf Á annan í jólum messaði sóknar- presturinn séra Rögnvaldur Finn- bogason í Hellnakirkju.' Veður var þá gott og kirkjan vel sótt. Annan janúar var haldin jólatrés- skemmtun fyrir bömin í sveitinni á vegum kirkjunnará Hellnum og unnu safnaðarkonur að undirbún- ingi. Skemmtunin var vel sótt og tókst mjög vel. í Ásatorgi hafa verið haldin þorrablót til skiptis á vegum sveit- anna Breiðuvíkur og Staðarsveitar fyrir báðar sveitimar. Þessi þorra- blót hafa verið mjög vinsæl og vel sótt enda skemmtiatriði heimatilbú- in frá fyrstu tíð. Nú er verið að undirbúa þorrablót á vegum Breiðvíkinga sem gert er ráð fyrir að verði í þorralok. Dularfull fyrirbrigði í nóvember gerðist það að kona frá Hellissandi sem vann við að beita línu á Amarstapa og fór á milli daglega sá einn morgun er hún var að fara að Amarstapa tvö hvít gimbrarlömb liggja saman á túni stutt frá vegi á Svalþúfu, aðrar kindur sá hún ekki. Konan iét vita um þetta en þegar farið var að gá að lömbunum fannst ekkert. Leitað var í þijá daga en ekkert fannst og hafa þau ekki sést síðan. Þá gerðist það í desember í Breiðuvík að kvöldi til að undirritað- ur var kominn austur fyrir Hnausa og sá við bílljósin að hvít ær stóð við vegkantinn. Daginn eftir var hafin leit að ærinni en ekkert fannst og hefur ekki sést til hennar síðan. Þá gerðist það nokkrum dögum síðar að maður sem býr á Arnar- stapa var að sækja kindurnar sínar til að hýsa þær er hann fann kind- umar en tapaði einni úr hópnum og hefur kindin ekki sést síðan. Enginn skilur í hvað hefur orðið um þessar áðumefndu kindur, helst mætti ætla að þarna væri um huldukindur að ræða. Fyrir tugum ára sáust hér huldukindur nokkrum sinnum og ein ær var hýst hjá bónda á Einarslóni langan tíma. Huldufólk sást þá oft og það er hér enn von- andi. Nú hefur nýtt ár heilsað með kulda og snjó, en sólin hækkar á lofti og vinnur sigur á kuldanum og óðum styttist til vors. — Finnbogi G. Lárusson TILBOÐ ÓSKAST í Ford P/U F150 4x4 árgerA ’85 (ekinn 19 þús. mílur), Saab 900 tjóna- bifreið, árgerð ’87 (ekinn 5.000 mílur), Volkswagen Scirocco árgerð '84, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju- daginn 9. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA. raðaugiýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Stjórnar- og trúnarðarmenn Meinleg villa slæddist inn i fundarboð til stjórnar- og trúnaðarmanna SUS dagsett 3. febrúarsl. Tafla á bakhlið bréfsins á að hljóða svo: Stjórnarfundir SUS fram í marsmánuð. Sunnudag 13. febrúar kl. 13.00 í Valhöll, föstudag 26. febrúar kl. 17.00 i Valhöll, laugardag 12. mars kl. 13.00 í Valhöll. Aukaþing SUS í Vestmannaeyjum verður haldið dagana 25.-27. mars. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Framkvæmdastjóri. IMú átt þú leik Þátttakendur í verkefnisstjórnum SUS eru minntir á að póstleggja þarf svör við fyrstu brófum verkefnisstjórnanna fyrir 8. febrúar. Brýnt er að menn skili fljótt og vel til þess að verkefnisstjórnirnar geti sent út annaö bréfið i röðinni upp úr miðjum mánuöi. Stjórn SUS. Fjárhagsáætlun Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri heldur fund um fjárhagsáætlun bæjarins og stofnana hans i Kaupangi þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20.00. Bæjarfulltrúarnir Berg- Ijót Rafnar, Björn Jósep Arnviðarson, Gunnar Ragnars og Sigurður J. Sigurösson gera grein fyrir gerð fjárhagsáaetlanna og svara fyrirspurnum. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldinn i Sjálfstæð- ishúsinu við Heiöar- geröi sunnudaginn 7. febrúarkl. 10.30. Dagskrá: 1. Bæjarmálefni. Benedikt Jón- mundsson, bæjarfulltrúi. 2. Skipulagsmál. Þráinn Gíslason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i skipulagsnefnd kynnir drög að deiliskipulagi Akratorgssvæðis. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.