Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 68
PqkkwÍMjwi Þar vex sem vel er sáð! ÞEGAR MESTÁ REYNIR SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Reykjavík: Fanga- geymslur fuUaráný MIKIL ölvun var í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins og fylltust fangageymslur lög- reglu í fyrsta skipti í nokkrar vikur. „Margir virtust vera að fagna sigri Jóhanns," sagði Hafsteinn Sigurðsson lögreglu- varðstjóri. „Meðan sýnt var I sjónvarpi frá skákinni í Kanada var mjög rólegt og frekar fáir á ferli en um miðnætti byijaði ballið.“ Annars var nóttin tíðindalítil hjá lögreglu, ekki var kunnugt um alvarleg óhöpp hefðu orðið eða afbrot framin en sums staðar skarst í odda með mönnum, í heimahúsum og á skemmtistöðum. Arnessýsla: 11 kærðir fyrirhrað- akstur LÖGREGLAN i Árnessýslu stóð mann á fertugsaldri að því að aka bU sínum um Þorlákshafnar- veg á 134 kUómetra hraða á föstudag. Maðurinn var sviptur ökuréttind- um. Alls kærði lögreglan í Árnes- sýslu 11 ökumenn fyrir hraðakstur á föstudag. Vestfirðir: Samningarn- ir alls staðar samþykktir Þingeyri. ALMENNUR félagsfundur í verkalýðsfélaginu Bryiyu sam- þykkti kjarasamningana með 37 atkvæðum gegn 11, en 3 seðlar voru auðir. Hafa þá samningarn- ir verið samþykktir í öllum verkalýðsfélögum á Vestfjörð- um, en hér dróst að efna til atkvæðagreiðslu vegna sam- gönguerfiðleika. Hlutaskiptakerfið í fiskvinnslu er ennþá ekki komið til fram- kvæmda hér, en þess er að vænta innan tíðar. Kristjana Vagnsdóttir, annar fulltrúa verkalýðsfélagsins í samninganefnd Alþýðusambands Vestflarða, sagði að sér litist vel á þessi hlutaskipti eftir því sem hún hefði haft spumir af, enda löngu tímabært að jarða bónusinn í þeirri mynd sem hann hefði verið. Að hennar áliti hefði allt verið reynt til þess að koma í veg fyrir að kjara- samningamir yrðu til þess að auka verðbólgu og hún sagðist vonast til þess að þegar upp væri staðið yrðu kjarasamningamir aðgengilegir. Hulda VR og BSRB: Viðræður um orlofsferðir við erlent flugfélag Boeing 747 breið- þotur í flutning- um ef um semst FULLTRÚAR frá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, BSRB og jafnvel fleiri stéttarfélögum fóru til Lúxemborgar í gær til viðræðna við flugfélagið Lion Air um hugsanlegar orlofsferðir í sumar. Um er að ræða fimm þriggja vikna ferðir til Lúxem- borgar með Boeing 747-breið- þotu Lion Air sem tekur 495 manns í sæti. Jafnframt eru í gangi viðræður við bílaleiguna Lux-Viking, sem er í eigu íslend- inga, um að farþegar fái afnot af bíium félagsins. Magnús L. Sveinsson formaður VR staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Línur munu skýrast í næstu viku,“ sagði Magnús L. Sveinsson. „Þetta er enn á viðræðustigi, en ekki frágengið. Ekki er unnt að gefa upp neinar tölur eða verð eins og málin standa“.“ Stéttarfélögin munu einnig hafa staðið í viðræðum við Flugleiðir og Samvinnuferðir um orlofsferðir. „Eins og staðan er nú þykir þetta fýsilegasti kostur- inn.“ Að sögn Magnúsar hefur VR gengið frá samningum um afnot af 10 orlofshúsum í Þýskalandi í sumar. Húsin'éru um klukkutíma akstur frá Lúxemborg og munu afnot af þeim standa félagsmönnum til boða hvort sem samningar um þessi fargjöld takast eða ekki. B a Morgunblaðið/'Ámi Sæberg Mikill hátiðarblær var yfir athöfninni í Kristskirkju og var kirkjan fullskipuð. O’Connor, kardináli í New York, talar við söfnuðinn. Biskup vígður í Kristskirkju DR. ALFREÐ Jolson var vígður til embættis biskups kaþólsku kirkjunnar á íslandi við há- messu í Kristskirkju i Landa- koti í gær, laugardag. Þetta er í annað sinn í sögunni sem ka- þólskur biskup er vígður hér á landi, en Alfreð kaus að verða vigður í Reykjavík fremur en í Péturskirkjunni i Róm. Vígsluathöfnin hófst kl. 10:30 með því að sungin var áköllun til heilags anda og aðalvígjandi, O’Connor frá Bandaríkjunum, lýsti Alfreð biskup eftir að postu- llegt skipunarbréf hafði verið lesið. Tvöum- ferðarslys TVÖ umferðarslys urðu í Reykjavík á föstudaginn. Um klukkan 16 var ekið á konu sem var gangandi á leið yf ir Kringlu- mýrarbraut við brúna yfir Bústaðaveg. Hún var flutt á sjúkrahús og talin alvarlega slös- uð. Um klukkan 20 var svo bifreið ekið á ljósastaur við Kleppsveg 2. Ökumaður slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Kampavínið flaut í sigurfagnaðinum: Jóhann með 2600 skákstig Karpov næsti mótherji Jóhanns að sögn Campomanesar forseta FIDE St. John. Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. hefur komist. í röðun í næsta KAMPAVÍNIÐ flaut þegar íslenski skákhópurinn í St. John fagnaði sigri Jóhanns Hjartar- sonar í einviginu við Viktor Kortsjnoj á föstudagskvöldið. Skákmenn, embættismenn og blaðamenn borðuðu saman á Grannan’s, veitingahúsi í mið- borg St. John og glöddust með Jóhanni yfir áfanganum. Við þennan sigur hækkaði Jó- hann um 10 ELO-stig og er því nú með 2600 skákstig, sem er það hæsta sem íslenskur skákmaður áfanga áskorendaeinvígja er þó notast við gildandi stig frá 1. jan- úar og samkvæmt upplýsingum frá Campomanes, forseta FIDE, mun Jóhann tefla við Anatolij Karpov í 8 manna úrslitunum síðar á þessu ári. Árangur Jóhanns hefur vakið mikla athygli hér í St. John. Gordon Howe, forseti kanadíska skáksam- bandsins, sagði við mig að þetta einvígi hefði haft mikil áhrif á sig. Fyrst hefði Jóhann náð 2 vinninga forskoti og síðan tapað því aftur. „Það hlýtur að þurfa mikið til að ná sér aftur á strik eftir að hafa leikið svona af sér, eins og Johann gerði í 5. skákinni og lenda síðan undir valtara í 6. skákinni, sérstak- lega þar sem öll íslenska þjóðin fylgdist með. Og ég á varla von á að Kortsjnoj verði aftur með í mót- um sem þessum. Hann á að minnsta kosti eftir að útskýra hvers vegna hann tapaði fyrir manni sem næst- um enginn hafði heyrt um fyrir 2 árum,“ sagði Howe. Friðrik Olafsson vildi sem minnst segja um skýringu Kortsjnojs á því að hann tapaði 8. skákinni, en eins og fram kom f blaðinu í gær, kenn- ir Kortsnoj Friðriki um tapið. En Jóhann og Margeir Pétursson sögðu að Friðrik hefði ekki aðeins gert sitt í stríðinu utan við skákborðið heldur hefði hann einnig verið ómet- anlegur í skákrannsóknum. „Við erum famir að þekkja svo vel uppá- stungumar sem við Jóhann, Margeir og Jón L. komum með. En Friðrik kom alltaf með nýstár- legar tillögur," sagði Helgi Ólafsson stórmeistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.