Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 66

Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 töflureiknir og grafík Fjölbreytt námskeiö um notkun áætlanagerðarforrita í viöskíptum og heima Dagskrá: ___ • Qrundvallaratriöi Excel JHft • Aætlanir og útreikningar IV umím • Notkun töflureikna i viöskiptum ffwr. . „.F • Myndrænframsetningtalna i J Söfnun upplýsinga meö Excel Dag og kvöldnámskeiö Halldór Kristjánsson verkfræöíngur Næstu námskeið hefjast 15. febrúar Isll verkfræé^þjímuslan Grensásvegi 16, sími 68 80 90 einnig um helgar % Minning: Jón Guðmunds- son, Sauðárkróki Fæddur 3. september 1900. Dáinn 30. janúar 1988. Mánudagánn 8. febrúar nk. verð- ur til moldar borinn í Fossvogs- kirkjugarði afí minn, Jón Guðmundsson, sem lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Sauðárkróks 30. janúar sl. Afí Jón fæddist í Efra-Haganesi í Fljótum 3. september árið 1900, sonur hjónanna Aðalbjargar Pét- ursdóttur og Guðmundar Halldórs- sonar. Afí átti þijár yngri systur, Jórunni og Petru, sem báðar eru búsettar í Reykjavík, og Halldóru, er lést fyrir nokkrum árum, og eldri fóstursystur, Sigríði Benediktsdótt- ur, sem einnig er látin. í uppvextin- um naut afí ástríkis foreldra, sem létu sér mjög annt um uppeldi bama sinna. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Fljótum, lengst af í Neskoti og Neðra-Haganesi, en bemskuminn- ingar afa voru einkum tengdar ámnum í Neskoti. Ungur að ámm fór afí að stunda sjóróðra, 14 ára gamall var hann ráðinn sem háseti á sexæringi og upp frá því var hann við sjó- mennsku í áratug. í fímm vor var hann á hákarlaskipum auk þess sem hann fór á vertíðir og stundaði síldveiðar. Afí Jón hefur sennilega haft svolítið sjómannsblóð í æðum sér, j>ó að ævistarfíð yrði við bústörf. Ar sjómennskunnar vom sveipuð ævintýraljóma í endurminningunni og naut einstök frásagnargáfa hans Lada Samara 5 gíra 299.000 Lada Samara 4 gíra 285.000 Það er ekki að ástæðulausu sem LADA SAMARA er með athyglisverðustu framdrifsbílum sem í boði eru. Pað sem meðal annars gerir bílinn svo eftirsóttan er hin einstaka fjöðrun sem á öllum vegum gerir bílinn svo léttan og lipr- an íakstri. LADA SAMARA er öruggur fjölskyldubíll, búinn öryggisbeltum fyrir alla farþega, léttur í stýri og umfram allt sparneytinn. Og til þess að kóróna sparnaðinn er LADA SAMARA á undraverði og ekki spilla vinsælu greiðslukjör- in. Komið, skoðið og reynsluakið sparbílnum frá Lada. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ10-16 OG ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-18. Beinn sími söludeildar er 31236. Verift velkomin. sín vel er hann rifjaði upp atburði tengda þeim tíma. Arið 1921 kvæntist hann ömmu minni, Helgu Guðrúnu Jósefsdóttur frá Stóru-Reykjum í Fljötum, og bjuggu þau í nær 40 ár í Fljótum, lengst af í Móskógum og á Mola- stöðum. Þau eignuðust 13 böm, sem öll komust upp, en einn son sinn, Ásmund, misstu þau árið 1958. AIls munu afkomendur þeirra nú vera um 155 á lífí. Árið 1960 brugðu afí og amma búi og fluttu suður í Kópavog þar sem þau bjuggu sér heimili f lítilli íbúð í húsi foreldra minna, Önnu Bjama- dóttur og Guðmundar sonar þeirra. Afí var snilldar skrifari og ná- kvæmur bókhaldsmaður, hann hafði með höndum bókhald fyrir Samvinnufélag Fljótamanna í mörg ár og oddviti fyrir Haganeshrepp var hann í 3 ár, auk þess sem hann gegndi ýmsum öðmm trúnaðar- störfum fyrir Fljótamenn. Bók- haldsþekking hans kom sér vel við nýjar aðstæður og fyrstu tvö árin fyrir sunnan starfaði hann hjá byggingarvörudeild SÍS, en árið 1962 réðst hann sem bókhaldari að nýju fyrirtæki, Byggingarvöru- verslun Kópavogs, sem sonur hans, Guðmundur, var annar stofnenda að. Árið 1971 lést Helga amma mín eftir langvarandi veikindi. Missir afa var þá mikill því ástríki var með þeim hjónum og er mér sér- staklega minnisstætt, hve natinn og umhyggjusamur hann var við. hana í erfíðu sjúkdómsstríði. Afí Jón var hávaxinn maður, hæglátur og virðulegur í fasi. Hann var afskaplega nákvæmur og vand- virkur við allt sem hann gerði og vissi upp á hár hvemig hann vildi hafa hlutina. Bækur voru honum mjög hugleiknar, hann las alla tíð mikið alveg þar til hann fór að tapa sjón nú á síðasta ári og var ótrú- lega minnugur á það sem hann hafði lesið. Eftir að afí var orðinn einn og var hættur að vinna, þá sótti hann mikið félagsstarf aldraðra í Kópa- vogi og eignaðist í gegnum það góða vini. Hann ferðaðist í nokkur skipti erlendis og naut þess inni- lega. Fyrstu utanlandsferðina fór hann til Skotlands um páskana áríð 1974 og var Björk systir mín í fylgd með honum. Ferðin var farin til að heimsækja mig og fjölskyldu mína, en við vomm þá búsett í Edinborg. Það varð okkur ógleymanlegt að ferðast með afa í Skotlandi. Hann vissi n'ákvæmlega hvað hann lang- aði til að sjá og gera, þekkti lfka marga staði af lýsingum, sem hann hafði lesið, og var heimsmaður í útlöndum. Árið 1981 flutti afí aftur í Skaga- Qörðinn til yngstu dóttur sinnar, Svölu, og eiginmanns hennar, Pálma Friðrikssonar, en þau eru búsett á Sauðárkróki. Þar naut hann einstakrar umönnunar síðustu æviárin. Að leiðarlokum þakka ég afa samfylgdina. „Til föðurlands vors svo förum heim, þar framar ei rennur dagur. Borg lifanda Guðs í iöndum þeim og ljóminn svo undra fagur oss tekur þá við, - þar endar ei vor indæli sæluhagur." (Stef. Thor.) Bjarnheiður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.