Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 42

Morgunblaðið - 07.02.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 Júlíus og Ethel Rosenberg: líflátin vegna upplýsinga Fuchs. mennimir störfuðu ekki f einangruðum hópum eins og banda- rískir starfsbræður þeirra og höfðu betri yfirsýn yfir áaetlunina. Ringlaður Tengiliður Fuchs og Rússa í Bandaríkjunum var landráðamað- urinn og lífefnafræðingurinn Harry Gold. Fyrsti fundur þeirra í New York virtist sýna að Fuchs væri ekki vel fallinn til njósnastarfa. Hann var hálfringlaður þegar hann hlýddi skipun um að fara til Lower East Side með tennisbolta í annarri hendi og hitta mann, sem væri með hanzka á höndum og héldi á öðrum hönzkum. Fuchs og Gold hittust reglulega eftir þetta og Fuchs af- henti honum nákvæmar skýrslur um allt, sem hann komst á snoðir um í Bandarílqunum, en það voru mikilvægustu leyndarmál Vestur- landa. Upplýsingar Fuchs voru aðgengi- legar og hagnýtar — ekki aðeins fræðilegar. Ein skýrsla hans var allt að 100 þéttskrifaðar síður. Gold fékk frá honum upplýsingar um allt það sem máli skipti í sambandi við tilraun Bandaríkjamanna með fyrstu kjamorkusprengjuna í júlí 1945. Fuchs viðurkenndi þá að hafa gróflega vanmetið iðnaðarmátt Bandaríkjanna og ranglega talið að sprengjan yrði ekki nothæf fyrr en að loknu stríðinu við Japana. Gold komst að því að það olli Fuchs þungum áhyggjum að Bretar urðu á undan Rússum til Kiel, því að hann óttaðist að brezka leyni- þjónustan fyndi ítarleg skjöl nazista um starf hans f þágu kommúnista og „mjög mikil“ tengsl sín við þá. Samband Fuchs og Rússa lá niðri um tíma eftir að hann kom aftur til Bretlands 28. júní 1946 og tók við stöðu yfírmanns eðlisfræðideild- ar leynilegrar kjamorkurannsókn- arstofnunar Breta í Harwell skammt frá Oxford. Skýringin var m.a. sú að hert var á öryggisráð- stöfunum vegna uppljóstrana sovézka sendiráðsmannsins Igors Gouzenko í Ottawa, sem hljópst undan merkjum 5. sept. 1945, og máls eðlisfræðingsins Allans Nunn May, sem var dæmdur í 10 ára fangelsi 1946 fyrir að afhenda Rússum kjamorkuleyndarmál. Ekkert sannaðist á Fuchs þrátt fyrir öryggisathugunir, sem hann vissi ekkert um, á fímm mánaða fresti. Hann var talinn þriðji hæf- asti kjamorkuvísindamaiður Breta og virtist ómiss andi. „Ég býst við ég geti sagt: Harwell, það ér ég,“ sagði hann. Sumum ofbauð hroki hans. Grunsemdir í ársbyijun 1947 hafði Fuchs samband við sovézka sendiráðið í London á ný og fékk skipun um að vinna með „Sonju“. En hann gat ekki aflað nándar nærri eins mikil- vægra upplýsinga og í Bandaríkjun- um. Hann skýrði frá gerð brezku kjamorkusprengjunnar (sem var reynd 1952), en vissi nánast ekkert um bandarísku vetnissprengjuna, m.a. vegna nýrra „MacMahon- laga“. Grunur féll ekki á Fuchs fyrr en Bandaríkjamenn tilkynntu Bretum sumarið 1949, m.a. á grundvelli upplýsinga Gouzenkos, að brezkur — ekki bandarískur — rísindamaður KJARN- --ORKU- SVIKARINN KÝZKI kommúnistinn og vísindamaðurinn Kiaus Fuchs, sem er nýlátinn, var einhver hættulegasti njósnari Rússa og átti mikinn þátt í að þeim tókst að framleiða kjarnorkusprengju 1949 og verða „risaveldi“. Hann flýtti fyrir smíði sovézku sprengjunnar um að minnsta kosti 18 mánuði (sumir telja um fimm ár) með njósnum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Afhjúpun hans 1950 leiddi til þess að bandarísku hjónin Ethel og Júlíus Rosenberg voru tekin af lífi og að margir aðrir erindrekar kommúnista voru handteknir. Klaus Fuchs: einn hættulegasti njósnari Rússa. Emil Klaus Júlfus Fuchs var ólíkur flestum hug- myndum fólks um njósnara og minnti á viðutan prófessor. Hann fæddist í Russelsheim skammt frá Darmstadt 29. desem- ber 1911. Faðir hans, dr. Emil Fuchs, var lútherskur prestur, sem gerðist kvekari, fylgdi jafnaðar- mönnum að málum og varð prófess- or í guðfræði við kennaraháskólann í Kiel 1931. Kvekarar fengu nazista til að sleppa honum úr fangabúðum. Systir Klaus fyrirfór sér þegar hún hafði hjálpað manni sínum að flýja úr fangabúðum. Móðir hans svipti sig einnig lffí. Klaus Fuchs stundaði nám í há- skólunum í Leipzig og Kiel. Hann var upphaflega jafnaðarmaður, en snerist gegn skoðunum föður síns, varð trúleysingi og gekk í komm- únistaflokkinn. Hann starfaði í neðanjarðarhreyfíngu andstæðinga nazista eftir valdatöku þeirra, en neyddist til að flýja til Frakklands. Þar kynntist hann Grétu Keilson, þýzkum kommúnista, en kvæntist henni ekki fyrr en löngu seinna. Hann kom til Englands í septem- ber 1933 í boði kvekarafjölskyldu og fékk að stunda nám sér að kostn- aðarlausu við háskólann í Bristol undir handleiðslu próf. Nevills Motts og lauk doktorsprófí 1937. Hann hélt áfram námi við háskól- ann í Edinborg, þar sem hann naut tilsagnar próf. Max Boms, og varði þar aðra doktorsritgerð. Þýzki ræð- ismaðurinn í Bristol tilkynnti brezkum yfírvöldum að hann væri virkur kommúnisti, en ekkert veður var gert út af því, þar sem hann skipti sér ekki af stjómmálum og gat sér orð sem frábær eðlisfræð- ingúr og stærðfræðingur. Hann gekk aldrei í brezka kommúnista- flokkinn. „Hreinsaður“ í nóvember 1939 var Fuchs yfir- heyrður eins og aðrir útlendingar, en aðeins til málamynda. í maí 1940 var hann handtekinn ásamt öðrum Þjóðveijum og var um tíma í haldi á eynni Mön, en síðan send- ur til Kanada f fangabúðir. Þar varð hann annar æðsti maður öfl- ugrar kommúnistasellu. Vinir hans komu því til leiðar að hann fékk að koma aftur til Bretlands i janúar 1941 og um vorið bauð dr. Rudolf Peierls honum að starfa við brezku kjamorkuáætlunina í háskólanum í Birmingham. Honum var aðeins sagt að starfíð yrði leynilegt og tengt stríðinu. Ferill Fuchs var kannaður, en hann var ekki talinn hættulegur öryggi, því að upplýsingar um að hann hafði verið virkur kommúnisti f Þýzkalandi voru ekki taldar áreið- anlegar. Sá sem það úrskurðaði var Roger Hollis, síðar yfírmaður brezku öryggisþjónustunnar, MI5, sem Peter Wright (höfundur Spy- catcher) og fleiri grunuðu um að starfa fyrir Rússa. Fuchs varð að undirrita ioforð um að ljóstra ekki upp um ríkis- leyndarmál. Seinna kvaðst hann hafa ákveðið að njósna fyrir Rússa um leið og hann hefði komizt að því hvers eðlis starf hans væri. Hann setti sig í samband við sovézka sendiráðið í London og bauðst til að skýra frá gangi kjam- orkuáætlunar Breta, var umsvifa- laust ráðinn í sovézku leyniþjón- ustuna og hóf samstarf við Símon Kremer, aðstoðarmann hermála- fulltrúans. Hinn 7. ágúst 1942 fékk Fuchs brezkan ríkisborgararétt. Enn hét hann því að skýra ekki frá ríkis- leyndarmálum og vann Bretakon- ungi hollustueið, þótt hann væri byijaður að njósna fyrir Rússa. Hann dró ekki dul á að hann hefði verið félagi í þýzka kommúnista- flokknum, en kvað það sanna að hann væri andstæðingur nazista. í nýrri bók um Fuchs segir banda- rískur sagnfræðingur, Robert Williams, að Bretar hafí nauðsyn- lega þurft á honum að halda. Seinna var því haldið leyndu í réttarhöldun- um gegn Fuchs að hann hjálpaði Bretum að smíða kjamorku- sprengju. Brezkur almenningur fékk ekki að vita um þá áætlun og Bandaríkjamenn vom henni mót- fallnir. Rússar fengu skýrslur frá Fuchs um starf hans í Birmingham einu sinni í mánuði. f desember 1943 var hann sendur ásamt Peierls og öðmm brezkum kjamorkuvísinda- mönnum til Bandarfkjanna. Þar var hann fram á mitt ár 1946 og vann að smíði fyrstu kjamorkusprengj- unnar í Los Alamos í Nýju Mexíkó. Yissir samstarfserfíðleikar brezkra og bandarískra vísindamanna vom seinna meir skrifaðir á hans reikn- ing. Bandaríkjamenn sáu ekki ástæðu til að rannsaka feril hans, þar sem Bretar kváðust hafa gert það. Þeir töldu síðar að njósnir hans hefðu verið þeim mun hættu- legri vegna þess að brezku vísinda- “Bandarísk kjamorkusprengjuverksmiðja: upplýsingar um allt sem máli skipti."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.