Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 65

Morgunblaðið - 07.02.1988, Side 65
band. Það var meira að segja sagt frá því í Morgunblaðinu. Sérstak- lega voru vinir hans undrandi, því að hann hafði svo oft lýst því yfir, að aldrei í lífinu skyldi hann kvæn- ast. Ungur Svíi, vinur Þórbergs, var nýkominn til landsins með Gullfossi og hafði frétt þessi ósköp um borð. Hann var ekki fyrr stiginn á land en hann heimsótti okkur, en þetta var einn af fyrstu dögunum sem við vorum gift. Hann vildi ganga úr skugga um það sjálfur, hvort þetta væri satt. Hann vildi sjá með eigin augum • þann kvenmann, sem hafði gifst Þórbergi Þórðarsyni — hvort hann væri virkilega af holdi og blóði. Ég vona að hann hafí séð, að Þórbergur hafði ekki kvænst neinu dauðyfli; að ég var af holdi og blóði — og það svo að um munaði!“ Margrét bar gott skynbragð á viðskipti og fjármál, eins og hún átti kyn til, og um það efni fórust henni orð á þessa leið í spjalli okkar: „Ef til vill hef ég orðið Þórbergi að einhveiju liði í þeim efnum; ég veit það ekki. Honum var illa við peninga. Hann hafði ímugust á þeim. Hann hataði þá. Hið sama var að segja um besta vin hans, Vilmund Jónsson land- lækni. Viimundur gekk aldrei með peninga á sér. Ef hann þurfti að fara til rakarans bað hann konu sína, Kristínu Ólafsdóttur lækni, um peninga. Auðvitað höfðu þeir, þessir gáf- uðu og skemmtilegu menn, rétt fyrir sér að því leyti, að peningar eru oft til ills eins. Og peningar eru ósköp leiðinleg- ir, sérstaklega þegar buddan er mjóslegin. En hjá þeim verður ekki komist. Einu sinni vorum við Þórbergur í gönguferð með hjónum sem við þekktum. Allt í einu blasir við okkur geysi- stórt og fallegt einbýlishús. „Mikið vildi ég, að ég ætti svona hús,“ segi ég við konuna. Þá svarar hún: „Ja, ég vildi nú heldur eiga mann, sem hefur skrifað bók á borð við Bréf til Láru." Þetta var nokkuð gott hjá henni. En menn verða samt að eiga þak yfír höfuðið. Það þýðir ekki að hrekjast stað úr stað alla ævi. Dag nokkum segi ég Þórbergi frá því, að mig langi til að kaupa íbúð í nýju sambýlishúsi við Hring- braut 45. Þegar ég nefni, hver fyrsta afborgunin sé, fómar hann höndum og segir: „Guð minn almáttugur! Hvar í ósköpunum eigum við að fá svo mikla peninga? Ég á þá,“ svara ég — dijúgmont- in. „Ég hef verið að öngla þeim saman lengi." „Ja, þér er ekki físjað saman, Margrét," varð Þórbergi þá að orði. Og svo gengum við frá kaupun- um, skrifuðum undir pappírana, og allt var klappað og klárt. Að því búnu bmgðum við okkur í heimsókn til Vilmundar og Kristín- ar. „Jæja, Vilmundur," segir Þór- bergur. „Margrét hefur staðið í stórræðum. Hún er búin að kaupa handa okkur íbúð." „Emð þið gengin af göflunum," segir Vilmundur þá. „Losið ykkur við hana aftur — og það strax! Þið getið aldrei staðið í skilum." „Við getum það víst,“ segi ég MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 og malda í móinn. Á heimleiðinni varð ég þess vör, að Þórbergur var orðinn órólegur og kvíðinn út af íbúðarkaupunum. Líklega hefur hvarflað að honum eins og Vilmundi, að nú væri ég orðin snarvitlaus. En okkur tókst að standa í skilum — upp á hvem einasta eyri. Og það var eitt mesta lán okkar í lífinu að eignast þessa fallegu íbúð á Hringbraut 45, því að þar bjugg- um við í meira en tuttugu ár.“ Bókarkominu okkar, sem kaflinn hér að ofan er úr, var piýðilega tekið af almenningi og hafnaði í einu af efstu sætum metsölulistans. Og blaðadómar vom yfirleitt lof- samlegir; sumir svo mjög, að Mammagagga tók höfunda þeirra óðara í dýrlingatölu og lofsöng skarpskyggni þeirra og ritleikni fagurlega. Við einn gagnrýnenda mislíkaði henni þó fyrir „snautlegan dóm“, eins og hún komst að orði, og gat ekki stillt sig um að hnýta ofurlítið í hann: „Það er einkennilegt með þennan mann,“ sagði hún sposk á svip, „eins og það er nú stór á honum hausinn, að það er eins og rúmist svo lítið í honum!" Og þegar herskár bókmennta- fræðingur af veikara kyninu settist í dómarasæti og leit niður á bæði sögumann og skrásetjara eins og aumustu sakamenn — þá fauk í Mömmugöggu: „Mér er sagt að hún sé frek, þessi stelpa. En þú getur skilað til hennar frá mér, að ég sé þúsund sinnum frekari en hún. Auk þess sé ég líka göldrótt, svo að hún skuli bara vara sig!“ Á þeirri stundu varð mér ljóst betur en áður, hve ómetanlegt það var fyrir Þórberg að hafa slíkan herforingja við hlið sér — á þeim vígvelli óbilgimi og öfundar, sem íslenskt bókmenntalíf getur stund- um verið. Hún var sverð hans og skjöldur. / Allt frá ungaaldri hafði Margrét brennandi áhuga á myndlist, og smátt og smátt eignuðust þau Þór- bergur snoturt málverkasafn, sem þau gáfu síðan Listasafni alþýðu 21. júní 1973. Þar verða málverkin varðveitt í sérstakri deild, sem á að heita Margrétarhom. Og hinn 15. október 1970 stofn- uðu þau hjón Styrktarsjóð sinn við Háskóla Islands og gáfu til hans þijár íbúðir í Reykjavík. Fyrsta verkefni sjóðsins var útgáfa ís- lenskrar samheitaorðabókar, og Margrét lifði það sér til óblandinnar ánægju að fá þá bók í hendur árið 1985. Ég vil að lokum flytja Margréti Jónsdóttur hinstu kveðju og þökk fyrir stutt en ógleymanleg kynni. Ellin var henni á margan hátt þungbær. „Þetta eru mér glötuð ár,“ sagði hún eitt sinn. Dauðann óttaðist hún hins vegar ekki, eins og fram kemur í eftirfar- andi ummælum hennar: „Það var bjargföst sannfæring Þórbergs, að þegar hann burtsofn- aði úr þessum heimi, mundi hann samstundis vakna til nýs lífs á öðr- um stað. Ég trúi því líka. Ég er viss um að við hittumst aftur hinum megin, og hann tekur vel á móti mér, þegar minn tími kemur. Eftir því bíð ég — og hlakka til.“ Gylfi Gröndal Kveðja frá stjórn Styrktar- sjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur Árið 1970 gáfu þau hjón Þór- bergur Þórðarson rithöfundur og Margrét Jónsdóttir Háskóla íslands stórmannlega gjöf til sjóðsmyndun- ar. Þessi styrktarsjóður er tengdur nöfnum þeirra beggja. 65 Samkvæmt fyrirmælum þeirra hjóna á sjóðurinn að styrkja samn- ingu og útgáfu íslenzkrar samheita- orðabókar, rímorðabókar og íslenzkrar stílfræði. Eins skal sjóð- urinn styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka, meðan hann endist. Tekið var svo fram, að samheitaorðabók sæti í fyrirrúmi við úthlutun úr sjóðnum. Þegar hefur íslensk samheita- orðabók komið fyrir sjónir almenn- ings, og nú er unnið að samningu bókar um íslenzka stílfræði. Var ánægjulegt, að Margrét Jónsdðttir skyldi lifa þá stund að sjá fyrstu íslenzku samheitaorðabókina koma út. Við fráfall Margrétar Jónsdóttur ber að þakka henni þann hlut, sem hún átti í myndun þessa sjóðs. Sú gjöf og sjóðurinn munu um ókomin ár verða óbrotgjam minnisvarði um þau Þórberg og Margréti. Islenzk þjóð mun njóta góðs af þessu merka framtaki þeirra. Allir aðstandendur og notendur ritverkanna, sem gjöfín gerir kleift að vinna og gefa út í þágu íslenzkra m^nnta og fræða, hljóta ætíð að minnast Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur með hlýhug. Jón Aðalsteinn Jónsson (formaður sjóðsstjórnar) + Faðir okkar, JÓN SÆMUNDSSON verslunarmaður, Hátúni 4, Reykjavík, áður hreppstjóri á Hólmavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 1. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta Sjálfsbjargarfélögin njóta þess. Ragnar Sk. Jónsson, Theodór A. Jónsson. Föðurbróðir minn, ÁGÚSTSTURLAUGSSON frá Fjósum, Laxárdal, Dalasýslu, sfðar Hraunteigi 15, Reykjavík, lést á Hrafnistu 1. febrúar. Útför hans verður gerð frá Laugarnes kirkju þriðjudaginn 9. febrúar ki. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Kristjánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNMUNDUR GUÐMUNDSSON, Reynimel 58, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Aðalheiður Ólafsdóttir, Jóhanna K. Jónmundsdóttir Hans Ploder Guðmundur K. Jónmundsson Ásdfs Þ. Kolbeinsdóttir Fanný Jónmundsdóttir Þórey R. Jónmundsdóttir Jóhann G. Eirfksson barnabörn og barnabarnabörn. + Útför BJARNHEIÐAR SIGURRINSDÓTTUR, Skipholti 32, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Páll Sveinsson, Steinunn Pálsdóttir, Sturla Már Jónsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þ. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Sigríöur Guöjónsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Ruth Guðjónsdóttir, Gylfi Guðjónsson. Útför móður okkar og dóttur, DÓRU BJARGAR THEODÓRSDÓTTUR, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu vinsamlegast láti MS-félagið eða líknarstofnanir njóta þess. Kristfn Pétursdóttir, Helga Björnsdóttir, Ragna Jónsdóttir, Theodór Jóhannesson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SKÚLÍNATH. HARALDSDÓTTIR, Efstasundi 6, verður jarðsungin mánudaginn 8. febrúar kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Landspítalans. Börn, tengdabörn,barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls, KARÓLÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Víghólsstöðum, Fellsströnd, Dalasýslu. Anna Tómasdóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Bragi Húnfjörð. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför, GUNNARS EGGERTSSONAR, Kvisthaga 27. Valdfs Halldórsdóttir, Georg Ó. Gunnarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Einar Sigurbjörnsson, Ingibjörg B. Gunnarsdóttir, George Miles, Kristján E. Gunnarsson, Gry Ek, Þórdfs Gunnarsdóttir, Al Millar, Linda Bára Hall og barnabörn. + Hjartanlegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, JÓHANNESAR JENSSONAR. Atli Geir Jóhannesson, Birgir Rafn Jóhannesson, Ellen G. Stefánsdóttir, Berglind Birgisdóttir, Kristfn Þór, Arnaldur Þór, Margrót Jensdóttir, Sigfús Örn Sigfússon. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför systur okkar, ÁGÚSTU HÁKONARDÓTTUR frá Hafþórsstöðum, Norðurárdal. Sérstakar þakkir til Friðriks og Láru og starfsfólks Lönguhliöar 3. Sigurjón Hákonarson, Halldór Hákonarson, Metta Hákonardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.