Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
45. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkjaforseti um afvopnarviðræður:
Takmarkið er Evr-
ópa án styrjalda
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, fullvissaði Evrópubúa um það í
gær, að afvopnunarviðræður risaveldanna yrðu ekki til þess að Banda-
ríkin myndu minnka hlut sinn í vörnum Evrópu. „Takmark okkar er
ekki Evrópa án kjarnorkuvopna, Evrópa án skriðdreka eða Evrópa
án hers, heldur Evrópa án styrjalda," sagði forsetinn í sjónvarpsá-
varpi, sem sent var um gervihnött til Evrópu af sjónvarpsstöðinni
Worldnet. „Evrópa án styijalda er það sem við höfum nú og það er
Evrópa án styijalda sem við viljum varðveita."
í ræðunni vék
Reagan að hug-
myndafræðilegum
ágreiningi austurs
og vesturs og sagði
að hann væri
ásteytingarsteinn-
inn í sambúð hins
fijálsa heims og
kommúnistarílq-
anna; deilur þeirra
kæmu vopnabún-
aði ekkert við. „Við vantreystum
ekki hvorum öðrum vegna vígbúnað-
arins — Við vígbúumst vegna hins
gagnkvæma vantrausts."
Minnti hann á að þrátt fyrir
„glasnost", breytingar í átt að opn-
ari umræðu, væri Gúlageyjaklasinn
enn á sínum stað og ítrekaði fyrri
áskoranir sínar um niðurrif Berlín-
armúrsins.
Rakti hann hugmyndir um að
Berlín gæti aftur orðið ein heild með
samstarfi hemámsveldanna fjögurra
og að hún hefði alla burði til þess
að ávinna sér fyrri sess sem ein stór-
borga Evrópu. Gaf hann ennfremur
í skyn að Ólympíuleikar kynnu jafn-
vel að vera haldnir þar að nýju.
Tilgangur ræðunnar var sá að
eyða þeim ótta Evrópubúa, að vegna
afvopnunarviðræðna risaveldanna
og samnings þeirra um upprætingu
Sovétríkin:
Þjóðemis-
ólga í
Armeníu
Moskvu, Reuter.
KAREN Demírtsjyan, kommún-
istaleiðtogi Armeniu, hvatti Arm-
ena í gær til þess að sýna stillingu
eftir fjögurra daga mótmæli
vegna þjóðemisólgu. Að sögn
armenskra andófsmanna tóku
þúsundir manna þátt í mótmælun-
um, gengu um götur höfuðborg-
arinnar Jerevan og bám borða,
sem á stóð: „Ein þjóð, eitt lýð-
veldi.“
Mótmælendur hafa krafist þess
að sjálfstjómarhéraðið Nagomo-
Karabashkaja í Azerbajdzhan verði
sameinað Armeníu á ný, eins og var
fyrir byltingu 1917. f umræddu hér-
aði eru um 95% íbúanna armenskir.
Samskipti þjóðanna hafa frá önd-
verðu verið stirð, enda Arnaenar
kristnir, en Azerbajdzhanar shítar.
í Ízvestíju málgagni Sovétstjóm-
arinnar sagði að í Nagomo-
Karabashkaja hefði einnig komið til
mótmæla og að nemendur hefðu
skrópað í skólum að undanfömu.
Fram kom einnig í blaðinu að hátt-
settir embættismenn í kommúnista-
fiokknum hefðu verið sendir á vett-
vang til þess að lægja öldumar.
skamm- og meðaldrægra kjamorku-
vopna í desember síðastliðnum kynni
vamarsamstarf Atlantshafsbanda-
lagsins að vera í hættu.
Sagði forsetinn öryggi og frelsi
Bandaríkjanna svo samofið öryggi
og frelsi Vestur-Evrópu að þar væri
ekki hægt að skilja á milli. „Árás á
Miinchen jafngildir því árás á
Chicago,“ sagði forsteinn.
Ræða Reagans sigldi í kjölfarið á
viðræðum Georges Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, við ráða-
menn í Moskvu, en báðir aðilar sögðu
að að vel hefði miðað í átt til sam-
komulags um fækkun langdrægra
kjamorkuvopna. Reagan mun í
næstu viku hitta aðra leiðtoga ríkja
Atlantshafsbandalagsins í Brussel.
Sjá frétt um för Shultz á síðu
24.
I nr n
1 t-. *
ISLAND DODAR DB SISTA VALARWA
KÖPIN7£. iSLANDSK FfSK
Hvalamótmæli í Gautaborg
Bild Service/GautaBorg
GRÆNFRIÐUNGAR höfðu sig nokkuð í frammi við opnun íslandskynningar í Sheraton-hótelinu
í Gautaborg í gær en létu af frekari aðgerðum er líða tók á daginn. Um morguninn, þegar sér-
stök sýning á íslenskum útflutningsvörum var opnuð, höfðu þeir komið fyrir uppblásnum hval
fyrir utan hótelið með áletrun þar sem staðhæft var að íslendingar væru að drepa síðustu hvalina
og var skorað á fólk að kaupa ekki íslenskar sjávarafurðir. Um hádegi höfðu þeir hins vegar tek-
ið niður hvalinn og hætt frekari aðgerðum.
Líbanon:
Amal-sveitirnar koninar
á slóð mannræningjanna
Hafa haft hendur í hári þriggja, en leita leiðtogans enn
Tyre í Líbanon, Reuter.
AMAL-sveitir shíta í Líbanon til-
kynntu á þriðjudag að þær hefðu
haft hendur í hári þriggja manna,
sem viðriðnir væru mannrán
bandaríska landgönguliðans Will-
iams Higgins, og að nú væri gerð
gangskör að því að hremma leið-
toga mannræningjanna. „Við höf-
um handtekið þijá pilta, sem áttu
aðild að mannráninu á bandaríska
undir-ofurstanum, og þeir hafa
játað hlutdeild sína,“ sagði Daoud
Daoud, yfirmaður Amal-sveit-
anna í Tyre, í viðtali við Visnews-
sjónvarpsfréttastofuna, en Daoud
stjórnar leit Amal-sveitanna að
Higgins. „Fram að þessu höfum
við misst af foringja mannræn-
ingjanna, sem hefur allar upplýs-
ingar. Við leitum hans nú.“
Higgins, sem er undirofursti í
bandaríska landgönguliðinu en fór
með stjórn Libanonsdeildar Friðar-
gæslustofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (UNTSO), var rænt fyrir viku
af þremur mönnum í nágrenni Tyre.
Daoud sagði að menn sínir leituðu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn:
Hótar Dönum hörðu
vegna viðskiptahalla
Kaupmannahöfn, Reuter.
EF DANIR geta ekki sjálfir kom-
ið skikkan á sin mál og dregið
verulega úr viðskiptahallanum á
næstu fimm árum verður Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn að
gripa i taumana og gera það
fyrir þá. Ulrik Haxthausen, full-
trúi Norðurlanda i stjórn Al-
þjóðabankans, lýsti þessu yfir i
fyrrakvöld i viðtali við danska
sjónvarpið.
1 Haxthausen sagði, að danska
þjóðin hefði ekki um annað að velja
en færa lífskjörin aftur um tíu ár
og rétta af hallann á greiðslujöfn-
uðinum. Að öðrum kosti yrðu full-
trúar frá Alþjóðagaldeyrissjóðnum
látnir hafa hönd I bagga með stjóm
efnahagsmálanna. „Danir verða
annaðhvort að taka sér tak eða
þeim verða skipaðir fjárhalds-
rnenn," sagði Haxthausen.
Poul Schluter forsætisráðherra
sagði í gær vegna yfírlýsinga Haxt-
hausens, að ekki væri í bígerð að
grípa til nýrra efnahagsráðstafana.
„Við eigum í alvarlegum erfiðleik-
um en við ætlum ekki reyna að
draga úr neyslunni með nýjum
sköttum. Við búumst heldur alls
ekki við, að neyslan muni aukast,"
sagði Schluter en á þremur árum
hefur stjómin gripið flórum sinnum
til sérstakra spamaðarráðstafana.
Erlendar skuldir Dana eru með
hinum hæstu í heimi miðað við
þjóðarframleiðslu.
nú á felustöðum, sem hinir hand-
teknu hefðu nefnt sem hugsanlega
dvalarstaði Higgins. Þá sagði hann
sig hafa öruggar heimildir fyrir því
að Higgins væri enn í Suður-Líbanon
og taldi mjög líklegt að sveitum
sínum tækist að finna Bandaríkja-
manninn.
Daoud sagði að sér væri nú kunn-
ugt um nafn þess, sem lagt hefði á
ráðin um mannránið og bæri ábyrgð
á því, en vildi ekki gefa það upp.
Tveir þeirra, sem handteknir hafa
verið, eru sagðir hafa tekið þátt í
sjálfu mannráninu, en sá þriðji var
handsamaður með skilaboð til mann-
ræningjanna frá Beirút þess efnis
að flytja ætti Higgins norður til
höfuðborgarinnar. Daoud sagði að
til greina kæmi að skipta á föngun-
um þremur og Higgins.
„Samtök kúgaðra í heiminum"
hafa lýst ábyrgðinni á mannráninu
á hendur sér og segja starf Higgins
fyrir SÞ hafa verið skálkaskjól eitt;
í raun sé hann njósnari bandarísku
leyniþjónustunnar, CLA. Orðfærið í
yfírlýsingu samtakanna þykir mjög
svipa til þess, sem heittrúaðir músl-
imir hollir íransstjóm beita. Þá hef-
ur Hizbollah (Flokkur Guðs) lýst
yfir stuðningi sínum við mannræn-
ingjana, en Hizbollah er í nánum
tengslum við klerkastjómina í íran.
I gær sagði Ali Akbar Velayati,
utanríkisráðherra írans, að írans-
stjóm myndi beita sér fyrir mannúð-
legri lausn málsins, ef hún ætti þess
nokkum kost. Hann sagði að sijóm
sinni væri að vísu ekki kunnir allir
málavextir, upplýsingar hennar
væru frá fjölmiðlum komnar.