Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 23 Semja við Flugleiðir um orlofsferðir FÉLÖG yfirmanna innan Far- manna- og fiskimannasambands íslands hafa samið við Flugleið- ir hf. um flug til Luxemburgar. Félögin hafa leigt 10 sumarhús skammt frá bænum Saarburg í V-Þýskalandi næsta sumar fyrir félagsmenn sina. Félögin sem að samningnum standa eru Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á ísafirði, Stýrimannafélag Islands, Vélstjórafélag íslands og Vísir, félag skipstjómarmanna á Suður- nesjum. Boðið verður upp á tveggja vikna dvöl í húsunum, en hægt er að framlengja ferðina og vera á eigin vegum í allt að hálfan mánuð til viðbótar. Húsin eru 63 fermetrar að flat- armáli með þremur svefnherbergj- um, eldhúsi stofu, sturtu og snyrt- irigu. Þau standa í skógi vaxinni hæð og í nágrenninu er matvöru- verslun, þvottahús, sundlaug, bamaleiksvæði, veitingahús, mini-golf, keiluspil, útitafl, tennis- vellir, fótboltavöllur og fleira, eins og segir í fréttatilkynningu frá félögunum. Starfsmenn bílaleigunnar LUX- Viking á móti farþegunum þegar þeir koma til Luxemburgar og af- henda þeim bílaleigubíla. Um klukkustundarakstur er til Saar- burg frá Luxembourg. Sem dæmi um verð kostar flug og hús í tvær vikur 16.545 krónur á mann miðað við að 5 séu í hús- inu, 16.013 ef 6 búa í húsinu og 15.632 ef 7 búa í húsinu. Flug, hús og bíll í tvær vikur kostar 20.157 krónur á mann og flug, hús í tvær vikur og bíll í þijár vikur kostar 21.963 krónur á mann. í þessu verði er innifalið flug frá Keflavík til Luxemburgar og til baka, flugvallarskattur og innrit- unargjald, húsið með rafmagni, hita og hreingemingu, Ford Sierra bílaleigubíll með tryggingum, sölu- skatti og ótakmörkuðum akstri. Þingmenn heimsækja Þjóðminjasafn ÞJÓÐMINJASAFN íslands verður 125 ára miðvikudaginn 24. febrúar 1988. Þann dag verður öllum alþingismönnum boðið sérstakiega í safnið milli kl. 17 og 19. í stundarfjórðung verður þeim skipt í 8 hópa eftir lqordæmum og sýndir valdir gripir úr sömu héröðum undir leiðsögn jafn- margra starfsmanna. Að því loknu þiggja þeir .veitingar. Flutt verða örstutt atriði úr af- mælisdagskrá Þjóðminjasafnsins, sem verður flutt í Háskólabíói sunnudaginn 28. febrúar. Leiðrétting í FRÉTT um aðalfund hestamanna- félagsins Fáks á bls. 58 í blaðinu sl. þriðjudag féll niður nafn vara- formanns félagsins, Sigurbjamar Bárðarsonar. omRon AFGREIÐSLUKASSAR Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson GísliÁmíRE keyptur til Grindavíkur Grindavík. FISKIMJÖL og lýsi hf. í Grindavík hefur fest kaup á loðnuskipinu Gisla Áma RE og var gengið frá kaupunum fyrir skömmu er skipið kom með 650 tonn af loðnu til Grindavíkur. Að sögn Jóhanns Péturs And- ersen, framkvæmdastjóra Fiski- mjöls og lýsi hf. hefur lengi stað- ið til að kaupa loðnuskip til fyrir- tækisins,, þó ekki hafi orðið að því fyrr en nú. Gísli Ámi RE hefur til þessa verið gerður út frá Reylqavík og var Eggert Gíslason skipstjóri á honum í mörg ár. Skipið sem er fimmta loðnuskipið sem gert er út frá Grindavík er með 18 þús- und tonna loðnukvóta og getur mest borið 650 tonn í einni ferð. - Kr. Ben. TILB0 X Við fögnum hækkandi sól og bjóðum afs/átt af öllum vörum í dag og næstu daga. kosta boda Bankastræti 10, sími 13122. BODA Kringlunni, sími 689122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.