Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Kína: Efnahagsumbætur eiga að tryggja aðild að GATT Genf, Reuter. SHEN Jueren, sem er aðstoðar- ráðherra á sviði utanríkisvið- skipta Kínverja, sagði í Genf, í gær að stjórnvöld þar í landi hygðust hrinda frekari efna- hagsumbótum í framkvæmd og auka verlsun og viðskipti við erlend ríki. Þá ítrekaði hann þann vilja stjórnvalda í Kina að gerast að nýju aðilar að GATT- samkomulaginu um tolla og við- skipti. 96 ríki eiga aðild að sam- komulagi þessu en Kínverjar riftu því árið 1950 er kommúnist- ar komust til valda. Jueren átti í gær viðræður við fulltrúa GATT ríkja í Genf í Sviss en þangað er hann kominn ásamt 14 manna kínverskri sendinefnd. Ráðherrann sagði að umbótastefna stjómvalda myndi að lyktum leiða til þess að Kínverjar gætu á ný gerst aðilar að samkomulaginu en þess fóm þeir fyrst á leit í júlímán- uði árið 1986. Sagði hann að Kínverjar æsktu þess að fá að njóta sömu kjara og þróunarrríki á vett- vangi GATT. í ávarpi sínu á fundinum í gær lagði Jueren áherslu á að um 800 milljónir Kínveija byggju úti á landsbyggðinni og tæknivæðing landbúnaðarins væri í lágmárki. Hið sama kvað hann gilda um iðn- framleiðslu hvers konar og bætti við að á því sviði væm Kínveijar að ýmsu leyti langt á eftir iðnríkjum Vesturlanda. „í einfolduðu máli er Kína að taka sín fyrstu spor á sviði efnahagsframfara. Kínveijar munu áfram vinna að umbótum á þessu sviði og auknum tengslum við um- heiminn," sagði Jueren. Tilgang umbótastefnunnar, sem hann kvað hafa verið innleidda árið 1979, sagði hann yera þann að koma á blönduðu kerfi áætlunarbú- skapar og markaðsbúskapar. Bætti hann við að þessi þróun myndi að lokum leiða til þess að Kínveijar gætu að nýju gerst fullgildir aðilar að GATT. Fulltrúar annarra sendinefnda á GATT-fundinum vildu ekki tjá sig um ávarp Juerens en fundinum lýk- ur í dag, miðvikudag. Almennt er litið svo á að Bandaríkin, ríki Evr- ópubandalagsins og Japan komi til með að ráða mestu um hvort Kínveijar fá að nýju aðild að GATT. Gerist það er talið hugsanlegt að Sovétmenn vilji einnig taka þátt í slíku samstarfi á sviði tolla og við- skipta. Reuter Shen Juereh á fundi GATT-rílqa sem hófst í Genf í gær. Stjómarformaður BBC ræðst á samstarfsmenn London, Reuter. Marmaduke Hussey, stjómarformaður bresku fjölmiðlastofnunar- innar BBC, réðst í gær harkalega á samstarfsmenn sína og sakaði þá um hroka og sjálfsánægju. Hussey, sem Margaret Thatcher réð fyrir 15 mánuðum til að stjóma BBC, sagði á fundi með iðnrekend- um í London að fréttamennska BBC þyrfti að endurheimta það orð sem af henni fór fyrir heiðarleik og sjálf- stæði. „Þegar ég kom til starfa hjá BBC fannst mér einnig að þar væri ekki hlýtt nóg á gagnrýnisraddir hlustenda," sagði Hussey. En hann bætti við að þetta stæði nú til bóta og „gamla frænka" (eins og stofnun- in er kölluð í Bretlandi) væri að bretta upp ermamar og ætlaði sér að taka markaðinn með áhlaupi. Gagniýni Husseys þykir í sama anda og ásakanir íhaldsmanna í Bretlandi um að BBC sé gamaldags og helsti vinstrisinnað. Hussey lauk miklu lofsorði á Al- þjóðaþjónustuna en hennar má njóta um vjða veröld á 37 tungumálum. Þverpólitískur hópur breskra þing- manna mælti með Alþjóðaþjón- ustunni til friðarverðlauna Nóbels fyrr í vikunni á þeirri forsendu að hún hefði stuðlað að skilningi þjóða í milli. Reuter Weinberger sæmdur stórriddarakrossi Elísabet Bretadrottning sæmdi í gær Caspar Weinberger, fyrrum vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, stórriddarakrossi bresku krúnunnar fyrir störf í þágu sam- eiginlegra vama Breta og Banda- ríkjamanna. Athöfnin fór fram í Buckinghaih-höll og sagði Wein- berger að henni lokinni; „Ég er ákaflega stoltur og ánægður en jafnframt ennþá undrandi". í til- kynningu sem breska utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér í gær í til- efni þessa sagði að Weinbergers yrði einkum minnst á Bretlandi vegna þess stuðnings sem hann hefði veitt er Bretar áttu í stríði við Argentínumenn vegna yfirráða yfir Falklandseyjum en Weinberger veitti Bretum aðgang að miklilvæg- um leynilegum upplýsingum á með- an á þeim átökum stóð. George Shultz skýrir frá viðræðum víð sovéska ráðameim: Langdræg kjarnorkuvopn og Afganistan helsta umræðuefnið Shevardnadze ræðir við utanríkisráðherra ríkja V arsj árbandalagsins Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins og Prag, Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund með Atlantshafsráðinu í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel tU að gera grein fyrir viðræðum sinum við sovéska ráða- menn dagana á undan. Auk fastafulltrúa i ráðinu sátu fundinn ut- anrikisráðherrar tiu aðildarríkja. Fulltrúar aðildarríkjanna lýstu á fundinunm yfir stuðningi við viðleitni Bandaríkjastjómar til að ná samningum við Sovétríkin um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. í máli Shultz á blaðamannafundi í gær kom fram að hann efast ekki um vilja Sovétmanna til að kalia innrásarliðið heim frá Afgan- istan. Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétrikjanná, átti í gær fund með utanríkisráðhemun ríkja Varsjárbandalagsins og var tOgangur þeirra fundarhalda hinn sami og hjá hinum banda- ríska starfsbróður hans. George Shultz lagði áherslu á að í samskiptum við Sovétríkin reyndi sífellt á þau grundvallaratriði sem sett voru fram í svonefndri Har- mel-skýrslu þ.e. að Atlantshafs- bandalagið héldi styrk sínum en sýndi jafnframt sanngimi. Kvaðst bandaríski utanríkisráðherrann telja að fundur ráðamanna NATO- ríkja sem fram fer í Brussel í byij- un næsta mánaðar yrði árang- ursríkur. Sagði hann helstu um- ræðuefnin verða sáttmála risaveld- anna sem undirritaður var í Wash- ington í desember um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjam- orkueldflauga auk þess sem hugað yrði að aðkallandi verkefnum á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands sem sat fundinn með Shultz, sagði á blaðamannafimdi í gær að fundur- inn í mars myndi einkum snúast um nauðsyn þess að komið yrði á jöfnuði milli ríkja Atlantshafs- bandalagsíns og Varsjárbandalags- ins á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Sagði hann að í lokaályktun fundar- ins yrði lögð áhersla á niðurskurð þessa hluta heraflans en á því sviði njóta Sovétmenn mikilla yfirburða. Bætti Genscher því við að fækkun í hinum hefðbundna herafla væri mikið hagsmunamál fyrir Vestur- Þjóðveija. Árangnrsríkir fundir George Shultz sagði fundina með Kremlveijum hafa verið árang- ursríka. „Þessir tveir dagar voru stórkostlegir og við komum miklu í verk,“ sagði hann biaðamönnum í flugvélinni á leið frá Moskvu til Brussel. Hins vegar skýrði hann ekki frá gangi viðræðna um fækkun langdrægra kjamorkuvopna, sem táiið er að verði helsta umræðuefni þeirra Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta og Míkhafls S. Gor- batsjovs Sovétleiðtoga er þeir koma saman tii fundar í Moskvu síðar á þessu ári. Á fundinum í Brussel kom hins vegar fram í máli Shultz að Bandaríkjastjóm hygðist hvergi hvika frá kröfu sinni um að samið yrði um algert bann við uppsetningu hreyfanlegra langdrægra kjam- orkueldflauga auk þess sem Banda- ríkjamenn settu fram afdráttar- lausar kröfur um eftirlit með ákvæðum þess háttar samkomu- lags. Innrásarliðið í Afganistan Shultz sagði að allt benda til þess að Sovétstjóminni væri full alvara í að kalla herafla sinn heim frá Afganistan. Ráðamönnum eystra væri orðið ljóst að vera sov- éskra hermanna í landinu spillti fyrir þeim og væri það greinilegt af afdráttarlausum yfirlýsingum þeirra að undanfömu. Kvaðst Shultz líta svo á að brottflutningur innrásarliðsins gæti orðið til þess að leysa önnur svæðisbundin ágreiningsmál austurs og vesturs og minntist í því samhengi á ástand- ið á Persaflóa vegna stríðs írana og íraka og stöðu mála í Mið- Austurlöndum. Reuter Eduard Shevardnadze, utanrflds- ráðherra Sovétríkjanna, á fundi með utanrfldsráðhemun ríkja Varsjárbandalagsins í Prag. í dag, miðvikudag, heldur Shultz til ísraels, Jórdaníu, Egyptalands og hugsanlega fleiri ríkja til að kynna tillögur Bandaríkjastjómar um hvemig leysa megi deilur fyrir botni Miðjarðarhafsins. Utanríkis- ráðherrann sagði ljóst að almennt væri efast um að för hans skilaði árangri. Kvað hann ljóst vera að ferðin yrði erfíð en bætti við að sjálfsagt væri að reyna að miðla málum í stað þess að sitja heima og hafast ekkert að. Reuter George Shultz, utanrfldsráðherra Bandaríkjanna, á blaðamanna- fundi S höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í Brussel S gær. Samráð á sviði utanríkismála Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hélt til Prag í Tékkóslóvakíu í gær til fund- ar við utanríkisráðherra ríkja Var- sjárbandalagsins. Skýrði sovéski utanríkisráðherrann þar frá viðræð- um sínum við Shultz í Moskvu. Dusan Rovensky, talsmaður tékk- neska utanríkisráðuneytisins, sagði fundinn hafa verið opinskáan og gagnlegan. Slík fundarhöld sagði hann sýna aukið samráð ríkja Var- sjárbandalagsins á sviði utanríkis- mála, sem hann kvað sérlega þýð- ingarmikið. Lagði hann áherslu á að fundurinn í Prag færi fram á sama tíma og vonir kviknuðu um að unnt yrði að fínna lausn á aðkall- andi vandamálum á vettvangi al- þjóðamála og vísaði í framhaldi af þessu til afvopnunarsáttmálans sem undirritaður var í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.