Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Hljómsveitina U2 skipa, frá vinstri: Larry Mullen tronunuleikarí, söngvarinn Bono, Adam Clayton sem leikur á bassagítar og Dave Evans gítarleikari. Bono hræddur Fjórir skólapiltar í Dyflinni stofnuðu hljómsveit fyrir ára- tug og nefndu hana U2 eftir bandarískri njósnaflugvél. U2 hef- ur nú gefíð út sex hljómplötur, en ijórtán milljónir eintaka eru seldar af hinni nýjustu, „The Jos- hua Tree“. Melódísk lög hljómsveitarinnar við texta sem oft eru stjómmála- legs eðlis hafa aflað U2 geysi- legra vinsælda. Sagt hefur verið um piltana fjóra að þeir séu hetjur sinnar kynslóðar á svipaðan hátt og Bítlamir, Rolling Stones og Bob Dylan hafa verið. Lesendum skal látið eftir að dæma um rétt- mæti staðhæfingarinnar. Morgunblaðið/Jón Sig. Tveir reyndir stangveiðimenn hnýta flugur fyrir sumarið. Pétur Brynjólfsson t.v. og Páll Svavarsson. Blönduós Flugnr hnýttar fyrir sumarið Blönduósi. STANGVEIÐIMENN á Blöndu- ósi eru famir að huga að kom- andi veiðitímabili og famir að hnýta flugur. Það er ef til vill til að æra óstöð- ugan að fítla við lax- og silungs- veiðieðlið á miðjum þorra á sama tíma og Skagfírðingar eru á húna- veiðum og ís rekur upp að landinu. En eðlið er torvélt að bæla og áhugafólk um veiðar í ám og vötn- um drepur tímann fram að vori með sögum frá Iiðnu sumri og draumum um þann stóra sem gín við agninu á komandi sumri. Beðið átekta á vorhátíð í Kína Kínverskur leikari með blómum skrýdda hárkollu og hvítmálað andlit púar vindilinn sinn sallarólegur meðan hann bíður eftir að sýning hefjist. Hann kemur fram í óperu, á markaði sem haldinn er í Drekavatns-garði í Peking. Fyrsti dagur kínverska tungl- ársins er kallað- ur vorhátíð. Þá er skotið upp flugeldum, kræsingar reidd- ar fram og markaðir haldnir um Kína þvert og endilangt. Gunnar Guðbjðmsson fer með stórt hlutverk í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Morgunblaðið/BAR DON GIOVANNI fclk í fréttum Reuter COSPER Ef Dallas væri ópera syngi ég hlutverk Bobbys Ungur tenór, Gunnar Guð- bjöms- son, þreytti frumraun sína í stóru hlutverki í óperu á sviði Gamla bíós síðastliðinn föstu- dag. Þá frumsýndi íslenska óperan „Don Giovanni“ eftir Mozart. Óp- eran um flagarann Don Giovanni eða Don Juan var fyrst frumsýnd í Prag fyrir rúmum 200 árum. Líklega hefur hún allar götur síðan fylgt ■ þekktustu óperu Mozarts, Töfraflautunni, fast eftir hvað vin- sældir varðar. Leikstjóri í uppfærslu íslensku ójierunnar er Þórhildur Þorleifs- dóttir og hljómsveitinni stjómar Anthony Hose. Aðalpersónur sýn- ingarinnar má telja Don Giovanni sjálfan og þjón hans, en Kristinn Sigmundsson og Bergþór Pálsson fara með hlutverk þeirra. Jafn- framt eru nokkrir söngvarar aðrir í viðamiklum hlutverkum og er viðmælandi Fólks í fréttum einn þeirra. Gunnar Guðbjömsson var beðinn að segja dálítið frá sjálfum sér og hlutverkinu í „Don Gio- vanni". „Ég hóf söngnámið hjá Snæ- björgu Snæbjömsdóttur i Tónlist- arskóla Garðabæjar. Svo fór ég til Sigurðar Demetz í Nýja tónlist- arskólanum og útskrifaðist þaðan í desember eftir þriggja ára nám. Eiginlega ætlaði ég til útlanda í framhaldsnám núna eftir áramótin en tilboð frá íslensku óperunni setti strik í reikninginn," sagði Gunnar. Hann segist fyrst hafa sungið opinberlega fyrir tveimur ámm. „Eg hef verið heppinn og fengið ágæt tækifæri til að koma fram samhliða náminu. Mest hef ég sungið á tónleikum með hljóm- sveitum og kómm. í „Don Giovanni“ syngur Gunn- ar og leikur hlutverk Don Ottari- os, unnusta Donnu Önnu sem sungin er af Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur. „Það sem allt gengur út á hjá hefðarhjúunum Onnu og Ottario," útskýrir Gunnar, „er að ná sér niðri á kvennabósanum Giovanni, sem ekki er þeim ætt- minni. Hann er samt sem áður aldeilis óheflaður í samskiptum sínum við konur og svívirðir Donnu Önnu í upphafí ópemnnar." Ópemgestir fylgjast með því hvemig Donna Anna frestar hjónabandi þeirra Don Ottarios hvað eftir annað. Hún virðist ekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.