Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MTOVnCUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Júlíus Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands flytur rseðu við upphaf Reykj avíkurskákmótsins í gær. í forgnmni eru Mar- geir Pétursson og Guðmundur Gíslason en skák þeirra vakti einna mesta athygli í fyrstu umferðinni. Lítíð um óvænt úr- slit í fyrstu umferð XIII. Reykjavíkurskákmótið, sem hófst í gær á Hótel Loftleiðum, var heldur fámennara en tvð fyrri opnu mótin. 52 keppendur mættu til leiks en 66 voru skráðir á mótið. Allir sterkustu skákmenn- irnir komu þó, nema Kevin Spraggett, en í hans stað kom banda- ríski stórmeistarinn Larry Christiansen. Að vísu var ekki búist við honum til landsins fyrr en í dag en hann birtist skyndilega á Hótel Loftleiðum þegar klukkutími var liðinn af mótinu. Mótið var sett klukkan 17 í sem minnst, og alls ekki þegar gær. Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands flutti ávarp og Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða setti mótið en Flugleiðir styrkja mótið. Davíð Oddsson borg- arstjóri lék síðan fyrsta leiknum fyrir Jón G. Viðarsson í skák hans við Míkhaíl Gúrevítsj en áður flutti hann stutt ávarp þar sem hann gat þess að Skáksambandið hefði sótt um lóð undir skákhús til borgarinn- ar og varla yrði um neinar deilur að ræða varðandi það hús þar sem ekkert vatn eða tjöm væri þar nálægt. Þessi lóð er við Reykjaveg í Laugardal. Það Vakti nokkra athygli þegar Guðmundur Amlaugsson yfirdóm- ari kynnti leikreglur, að hann gat þess að þótt mótshaldarar hefðu ekki treyst sér að banna reykingar í skáksalnum mæltust þeir til þess við skákmenn að þeir reyktu þar andstæðingar þeirra væm að hugsa næsta leik. Svipaðar umgengnis- reglur vom settar í St. John eftir kvörtun íslendinga yfir Viktor Kortsjnoj. Lítið var um óvænt úrslit í fyrstu umferð Reykjavíkurskákmótsins en þá keppa stigahæstu keppendumir við stigalága skákmenn. Gúrevítsj á tvísýna skák gegn Jóni G. Viðars- syni, Adoijan gerði jaftitefli við Frakkann Lautier og Margeir Pét- ursson var með verri stöðu gegn ísfirðingnum Guðmundi Gfslasyni þegar skákin fór í bið. Karl Þor- steins, Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu sínar skákir. Sofia Polgar vann Færeyinginn Luitjen, en Judit Polg- ar tapaði fyrir Tómasi Hermanns- syni. Magnús Sólmundarson gerði jaftitefli við Zsuzsu Polgar. Samningar við Japani á lokastigi: Smærri loðna og aukin sam keppni valda verðlækkun Skákmótið í Linares: Jóhann tapaði fyrir Nunn JÓHANN Hjartarson tapaði fyrir Bretanum John Nunn í fyrstu umferð skákmótsins i Linares á Spáni í gær. Jóhann hafði svart og beitti franskri vöm og viðraði afbrigði sem hann hafði undirbúið gegn Vikt- ori Kortsjnoj. Að sögn Leifs Jósteinssonar aðstoðarmanns Jóhanns teygði Jóhann sig held- ur of langt í sóknartilraunum og varð að gefast upp eftir 30 leiki. Jóhann og Leifur komu ekki á skákstað fyrr en um kl. 2 á þriðju- dagsnótt eftir erfitt ferðalag. Þá höfðu staðið yfir talsverðar deilur meðal skákmannanna um tíma- mörk. Til stóð að Anatolíj Karpov keppti á mótinu og gerði hann m.a. þá kröfu að tímamörkunum yrði breytt í 2Ví klukkustund á 40 leiki í stað 2 tíma á 40 leiki og síðan klukkutíma á næstu 20 leiki eins og til stóð. Að þessari kröfu var gengið en síðan hætti Karpov við þátttöku á síðustu stundu og vildu keppendur þá breyta tímamörkunum aftur. En þá hótaði Beljavskíj að fara heim og var því hætt við allar breyting- ar. Ef marka má fyrstu umferðina verður mótið skemmtilegt því hrein úrslit fengust í öllum skák- unum nema einni: Ljubojevic og Portisch gerðu jafntefli. Beljavskíj vann Tsjiburdanidze, Timman vann Georgiev, Júsupov vann Nic- olic og Illescas vann Chandler. Síðustu úrslitin voru óvænt því Illescas hefur aðeins 2495 skák- stig en Chandler 2590. í dag teflir Jóhann við Illescas og hefur hvítt. SAMNINGAR um sölu á frystri loðnu og loðnuhrognum til Jap- ans eru nú á lokasdgi og er sumum jafnvel lokið, að sögn Helga Þórhallssonar, sölustjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Helgi sagðist ekki geta sagt til um verð fyrr en allir samningarnir lægju fyrir, en ljóst er að um verðlækkun er að ræða, bæði vegna þess að loðnan er nú smærri en oftast áður og Kanadamenn veita ís- lendingum nú mjög aukna sam- keppni. Söluverðmæti loðnu- hrogna til Japans var í fyrra um 450 miiyónir íslenskra króna og frystrar loðnu rúmar 200 milljónir íslenskra króna. Heild- armagn loðnuafurða til Japans var um 11.000 tonn. „Loðnan er enn með það mikla átu í sér að hún er óhæf til fryst- ingar," sagði Helgi. „Loðnan er smá og það verður erfitt að fara með svona kóð í verksmiðjuna, það flokkast þá aldrei sú stærð sem Japanimir vilja fá.“ Helgi sagði að hrognaprósentan færi að verða hæfilega há, 15%, en það væri seint miðað við árstíma. Helgi sagði að þrátt fyrir þetta væru nokkrir samningar nú þegar í höfn og aðeins væri áherslúmun- ur í þeim samningum sem eftir væru. Ljóst væri þó að mun minna magn yrði selt en í fyrra. Sam- keppni við Kanadamenn hefur auk- ist mjög, að sögn Helga. Fram- leiðslugeta þeirra er nálægt 40.000 tonnum en markaðurinn i Japan tekur ekki við nema um 25.000 tonnum, að sögn Helga. Auk þess væru Kanadamenn með stærri loðnu semþeir gætu boðið á lægra verði en Islendingar. Nú em til 12-14 mánaða birgðir af loðnu- hrognum í Japan og verður líklega ekki hægt að selja nema um Vs af raunverulegri afkastagetu frystihúsa SH til Japans. Auk þess eiga loðnuhrognin nú í samkeppni við síldarhrogn frá Kanada. Japan er eini markaður íslendinga fyrir fiysta loðnu og sá langstærsti fyr- ir loðnuhrogn. Sprengjusérfræðingar Lajidhelgisgæslunnar: Sprengjur ungling- anna mun hættulegri en búist var við Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar segja sprengjur sem lögreglan í Hafnar- firði hefur lagt hald á í fórum unglinga undanfamar vikur mun hættulegri en þeir hafi upphaflega búist við. Sprengju- eyðingadeild Land- helgisgæslunnar skorar á foreldra og þá unglinga sem hafa undir höndum sprengjur eða efni til að búa til slíkar sprengjur að koma þeim til næstu lög- reglustöðvar tafar- laust. Sérfræðingamir segja að svokallaðar rörasprengjur hafi ná- kvæmlega sömu áhrif og handsprengjur sem notaðar eru í hemaði. Þá sé umbúnaður í mörgum tilfellum þann- ig að telja verði líklegt að sprengjumar hefðu spmngið í höndum þeirra sem ætluðu að sprengja þær og loks að flestir þeirra sem slasist af völdum heimatilbúinna sprengja séu þeir sem séu að búa þær til. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Bergsteinsson forstjóri Land- helgisgæslunnar og Ingólfur Ingvarsson yfirlögregluþjónn i Hafnarfirði halda á olíufati sem heimatílbúin sprengja var sprengd ofan I. Sést á myndinni hvernig brúsinn tættist í sundur við sprengmg- una. Á borðinu fremst á myndinni er hluti sprengjanna sem sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar hafa rann- sakað undanfarið. Rætt um að hefja viðræður við Sovétmenn 29. febrúar Viðskiptafulltrúi Sovétríkj- anna á íslandi hefur nefnt fyrstu vikuna i mars sem líklegan tima til viðræðna um sölu á frystum físki til Sovétríkjanna. Talsmenn SH og Sambandsins sendu skeyti í framhaldi af þvi þar sem þeir lýstu sig reiðubúna að befja við- ræður 29. febrúar, en sovésku samningsaðilarnir í Moskvu hafa ekki staðfest þá dagsetningu. Aðspurður sagði Benedikt Sveinsson, sölustjóri hjá sjávaraf- urðadeild Sambandsins, að hann teldi ólíklegt að umræður um þessa dagsetningu á fisksoluviðræðum tengdust bóði Sovétmanna um heimsókn forseta íslands til Sov- étríkjanna um næstu mánaðamót. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mál hefði ekkert komið upp í viðræðum hans við Sovétmenn um forsetaheim- sóknina, en hins vegar teldi hann ólíklegt að Sovétmenn létu slík vandamál óleyst þegar á heimsókn forsetans stæði. Samkvæmt upplýsingum frá Benedikt Sveinssyni og Gylfa Þór Magnússyni hjá SH, þá spurði við- skiptafulltrúi Sovétríkjanna á ís- landi samningamenn SH og Sam- bandsins nú nýlega að því hvemig fyrsta vikan í mars hentaði þeim til viðraaðna. Þetta var stuttu áður en boð Sovétmanna um heimsókn forseta íslands til Sovétríkjanna var gert heyrinkunnugt. Fulltrúinn tók það fram að ekki væri um formlegt boð frá Sovétmönnum að ræða, heldur væri um hans eigið mat á hentugum samningstíma að ræða. íslensku samningamennimir sendu skeyti um hæl til Soviybflot, samn- ingsaðilans í Moskvu, um að íslenska sendinefndin væri reiðubú- in að koma til Moskvu síðustu helg- ina í febrúar og heija viðræður mánudaginn 29. febrúar. Ekki hefur boríst formleg stað- festing frá Sovétmönnum um að þeir séu tilbúnir að he§a viðræður á þessum tíma, en að sögn tals- manna SH og Sambandsins er búist' við svari nú á hverri stundu. Benedikt Sveinsson sagði að við- ræðumar nú væru óvenju seint á ferðinni, en ýmsar skýringar gætu verið á því. Til dæmis væru aðal- samningamenn Sovrybflot í fisk- kaupum mjög fáir og væri mikið vinnuálag hjá þeim. „Ég held að það geti enginn svarað því í sjálfu sér hvort það sé samhengi á milli þessa boðs og þessara viðræðna um freðfisksölu, að minnsta kosti getur maður ekki séð ljóst samhengi þaraa á milli," sagði Benedikt. í dag blaoB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.