Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 55- Morgunblaðiö/Guömundur Svansson George Leekens ásamt Amóri Guðjohnsen á æfingu hjá Anderlecht fyrir skömmu. Leekens rekinn! Vona að andinn lagist, segirArnór GEOERGE Leekens, þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Anderlecht, sem Arnór Guð- johnsen leikur með, var í gœr rekinn úr starfi. Við starfi Leekens tekur Raym- ond Goethals. Hann verður þó ekki titlaður þjálfari heldur ráðgjafí og starfar við hlið aðstoðarþjálfara Leekens. Goethals FráBjama var aðalþjálfari hjá Markússyni Anderlecht á árun- iBelgíu um 1976 til 1979 og sigraði liðið þá m.a. einu sinni í Evrópukeppni bikar- hafa. Eftir það var hann ráðinn til franska liðsins Bordeaux, og síðan lá leiðin á ný til Belgíu, þar serri hann stýrði liði Standard Liege tvívegis til meistaratitils. Goethals var rekinn frá Standard eftir mútu- mál sem kom upp fyrir nokkrum árum og þjálfaði í framhaldi af því í Brasilíu um tíma, en síðustu tvö árin hefur hann verið við stjóm- völinn hjá Racing Jet í Briissel. „Ég vona að andinn hjá félaginu verði betri og þjálfaraskiptin virki sem sú vítamínsprauta sem við þörfnumst," sagði Amór Guð- johnsen í samtali við Morgunblaðið í gær. Goethels sagðist í gær vonast til að breyta gengi Anderlecht-liðsins til hins betra og sagði markmiðið nú að ná sæti í einhveiju Evrópumó- tanna næsta vetur. HANDKNATTLEIKUR / ÓLYMPÍULEIKAR Dómarar frá Argentínu og- Senegal valdir en íslend- ingar eiga ekki möguleika ÍSLENSKIR dómarar verða ekki á meðal þeirra sem dœma í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Seoul í haust. Búið er að velja 20 dóm- arapör, en í þeimhópi eru eng- ir íslenskir dómarar, en hins- vegar dómarar frá Senegal, Sýrlandi og Argentínu. Þau pör sem valin hafa verið munu dæma á undirbúnings- móti og r.ámskeiði í Júgósiavíu 25.-30. maí. Eftir það verða valin 12 pör.sem dæma í Seoul. Það vek- ur nokkra athygli að íslendingar skuli ekki eiga dómara, en fleiri þekktar handknattleiksþjóðir eiga ekki fulltrúa í dómarahópnum, sem sem Tékkar. Furðuleg nlðurstaða „Þetta er furðuleg niðurstaða hjá dómaranefnd IHF [Alþjóða hand- knattleikssambandsins]. íslending- ar eru A-þjóð og hafa aldrei verið neðar en í B-keppni. Við fáum þó ekki dómara, en C-þjóðir sem eru nýbyijaðar í handknattleik fá dóm- arapar," sagði Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar HSÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var búið að lofa okkur að Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson myndu dæma í Seoul, en það var svikið. Það er því greini- legt að þjóðir þurfa að eiga menn í nefndum. Þær þjóðir sem að fá dómara eiga flestar menn i áhrifa- stöðum innan IHF. Það er því greinilegt á þessari niðurröðun að IHF-mafían er að undirbúa kosn- ingamar í Seoul. Þar verður kosið í stjóm og nefndir innan IHF og þeir reyna með þessu að halda ýmsum þjóðum góðum." Getum byrjað að raóa niður „Nú em eftir 20 dómarar og við 1 getum alveg gefíð okkur hvaða dómarar falla út,“ sagði Kjartan. „Við getum því byijað að spá í hvaða dómara við munum fá á leiki okkar. Morgunblaöiö/Júlíus Sigurjónsson Gunnar KJartansson og RSgnvald Erllngsson dæmdu á Júgóslavíumót- inu í sumar. Hér eru þeir ásamt fyrirliðum Júgóslavíu og Sovétríkjanna, Rnic og Sviridenko. Gunnar og Rögnvaldur munu þó ekki dæma á Ólympíuleikunum í Seoul. Mun HSÍ mótmæla þessari niður- stöðu? „Við eigum eftir að skoða þetta betur og það er ekki mikið sem við getum gert í þessu. En við munum mótmæla. Þetta er hlægileg niður- staða. Þrátt fyrir að hafa ávallt verið í A eða B keppni höfum við aldrei fengið dómara í A-heims- meistarakeppni eða á Ólympíuleik- um og við erum alls ekki sáttir við það,“ sagði Kjartan. íslensku dómaramir eru ekki nógu góðir - segir Erik Elias, formaður dómaranefndar IHF „ÉG þekki tii þeirra Rögnvalds og Gunnars og hef séö þá dœma, en þeir eru ekki nógu góðir,“ sagöi Erik Elias, for- maöur dómaranefndar IHF í samtali viö Morgunblaöið í gœr. „Þá vantar ennþá reynslu og hafa aðeins verið á A-lista f tvö ár. Á þeim tfma hafa þeir ekki dæmt nógu marga leiki.“ að eru fleiri lönd en ísland sem eru ekki ánægð með þessa nið- urröðun og við vissum að það yrðu ekki allir sammála. En það verður að taka það með í reikninginn að við gátum ekki valið 20 bestu dóm- arana, heldur þurftum við að skipta þessum sætum milli landa," sagði Elias. Hvemig stendur á því að þjóðir eins og Senegal og Argentína eiga dómara i þessum hóp? „Það á sér einfalda skýringu. Þær heimsálfur sem taka þátt í hand- knattleikskeppninni verða að eiga dómara. Argentína er fulltrúi Suð- ur-Ameríku, Senegal er fulltrúi Afríku og Sýrland er fulltrúi Asíu. Því voru þessar þjóðir með og ég held að pörin sem koma frá þessum þjóðum séu mjög góð.“ Hvað með C-þjóðir á borð við Holland og Austurríki — hefur það áhrif að þær eiga báðar menn i æðstu stöðum IHF? „Við höfum trú á því að dómarar þaðan séu góðir. Það fer nefnilega ekki alltaf saman staða þjóðarinnar í handknattleik og hvað dómaramir eru góðir. Gott dæmi um það er Noregur sem hefur lengst af verið í C-keppni, en á samt einhveija bestu dómara í heimi. Hvað varðar fulltrúa þessara þjóða í nefndum IHF þá hafði það engin áhrif. í nefndinni eru fulltrúar frá mörgum löndum, en við látum það ekki hafa áhrif á okkur. Það liggur mikil vinna á bakvið þennan lista og ég get fullvissað þig um það að dómarar eru valdir eftir getu þeirra, en ekki stöðu þjóðarinnar eða ein^ staklinga innan IHF og við látum ekki beita okkur þrýstingi." GOLF / MOTAHALD Golfklúbbi Akureyrar boðið að halda eitt opnu Evrópumótanna í flokki atvinnukvenna í sumar GOLFKLÚBBI Akureyrar hef- ur boðist að halda eitt af mótum atvinnukylfinga í kvennaflokki á „Evrópu- hringnum" í sumar. Þetta er eitt margra svokallaðra op- inna Evrópumóta þar sem fiestar þær bestu í heimínum taka þátt. Ef af verður, fer mótið fram 6 Jaöarsvelli 1. til 7. ágústísumar. Keppni í „Evrópuhringnum" hefst í byijun apríl og keppt er vikulega allt þar til I október, í hveiju iandinu á fætur öðru. Til stóð að mótið sem hér um ræðir yrði í Englandi, en í Ijós kom að á sama tíma er ein karlakeppnin í Evrópuhringum á sömu slóðum, og forráðamenn mótanna vilja ekki að þau rekist á. - 75-85 keppendur Enskur aðili, sem sér um að skipu- leggja mót af þessu tagi, var feng- inn til að útvega annan stað. Hann hafði samband við forráða- menn Golfklúbbs Akureyrar, sem eru honum kunnugir, og bauð þeim að halda mótið. Reiknað er með 75-85 konum til keppninnar. „Mjög spennandi/1 segir formaöur QA „Þetta er ipjög spennandi og yrði öruggiega einn stærsti íþróttavið- burðurinn á landinu í ár ef af yrði,“ sagði Gunnar Sólnes, for- maður Golfklúbbs Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það kostar talsverða fjármuni að halda þetta mót og við þurfum að fá góða bakhjarla þvi klúbbur- inn hefur ekki bolmagn til að kosta þetta sjálfur. En við ætlum að reyna þetta. Þetta er svo nýtil- komið að við erum ekki famir að tala við neinn í sambandi við styrktaraðild, en við erum famir að líta í kringum okkur.“ sagði Gunnar. Hann sagði Akureyringa ákveðna í að reyna að halda mót- ið. „Þetta er dýrt en það er óhætt að fullyrða að þetta yrði stórvið- burður og féykileg landkyniiing.” Mótshaldari stendur straum af öllum kostnaöl Fyrirkomulagið á umræddum mótum er þannig að mótshaldari stendur allan straum af kostnaði, greiðir verðlaunafé, sem eru væn- ar fúlgur, og fleira sem nauðsyn- legt er. Gunnar sagði að mót þessi væru mjög vinsæl erlendis og sjón- varpsefni frá þeim væri notað um allan heim. „Það er gert ráð fyrir því að sænska sjónvarpið taki mótið fyrir Eurovison og bresku stöðvamar komi einnig inn í þetta dæmi. Stóru ensku dagblöðin gera þessum mótum einnig skil með því að senda menn á staðinu, þannig að hér yrði fjöldi blaða- manna." Gunnar er kominn með lista yfír þátttakendur. Til gamans má nefna nokkur nöfn, en á listanum eru m.a. Dale Reid frá Skotlandi, sem var númer eitt í Evrópu- hringnum í fyrra, enska stúlkan Laura Davis, Corinne Dibnah, Ástralíu, Alison Nicholas, Eng- landi, Láselotte Neuman, Svíþjóð og Karen Lunn, Ástralíu, svo ein- hveijar séu nefndar. Gunnar sagði sagði reiknað sé með því að á undan þessu móti fari fram pro-am keppni, þar sem atvinnumennimir myndu keppa ásamt áhugamönnum, bæði inn- lendum og erlendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.